Dagur - 15.02.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 15.02.1983, Blaðsíða 7
 hefur gert mjög marga drengi að góðum ræðurum og sundmönn- um. í sumar sem leið fengum við tvær seglskútur og það hefur verið einstaklega gaman fyrir drengina að læra meðferð þeirra. Ég vil í þessu sambandi þakka piltum úr Siglingaklúbbi Akureyrar fyrir aðstoðina en þeir komu til okkar og kenndu meðferð bátanna. Af öðru má nefna að í sam- bandi við sumarbúðirnar höfum við góðan íþróttavöll sem hart er barist á og sérstaklega hafa dreng- irnir lagt sig fram á innanfélags- mótum Ástjarnar og í keppni við lið úr nágrenninu. Þá eru göngu- ferðir og leikir í skóginum mjög vinsælt tómstundagaman og ekki eru ferðalögin um nágrennið síðri. Við höfum verið svo heppnir að Færeyingarnir, sem til okkar hafa komið á hverju ári, hafa komið með stóra rútu með sér og hana höfum við getað notað til ferðalaga. Það er einnig oft far- ið í sund í Lundarlaug í Óxarfirði og þegar berjatíminn nálgast þá er farið í berjaferðir og eins og nærri má geta þá er vinsælt að 6 - DAGUR -15. febrúar 1983 15. febrúar 1983 - DAGUR - 7 .............. _________________________ mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm slíkt tæki af hópi Akureyringa sl. sumar. - Hvað meðkostnaðarhliðina? - Alllur kostnaður við svona starf er orðinn gífurlega mikill. Mér liggur við að segja geigvæn- legur. Það sem virtist leikur áður er orðið stórvandamál að leysa í dag. Það má reyndar segja að það taki mig allt árið að undirbúa sumarstarfið og það sjálfboða- liðastarf sem ég hóf af áhuga fyrir 36 árum er orðið geysileg viðbót við daglegt starf. Kannski er þetta þráinn í mér sem gerir það að ég hef ekki gefist upp en eins má það til sanns vegar færa að ég er ekki breytingagjarn í þessum efnum eins og sjá má á því að ég hef nú í 44 ár unnið hjá skógerð Iðunnar og verið 36 ár í þessu Ástjarnar- starfi og ætli ég fari nokkuð að breyta þar út af á næstunni. Það hefur verið mér mikils virði í lífinu að hafa góða eiginkonu, Margréti Magnúsdóttur, mér við hlið og eins þakka ég foreldrum mínum af alhug fyrir það sem úr mér hefur orðið í lífinu, sagði Bogi Pétursson að lokum. hafa ber með skyrinu sínu að af- lokinni berjaferð. Það eru sem sagt ótal möguleikar fyrir hendi og mér hefur oft dottið í hug að í raun sé Ástjörn eins konar Disn- eyland frá náttúrunnar hendi. Kostnaðurinn er orðinn geigvænlegur - En hvað er þá gert þegar ekki viðrar til útileikja? - Inniseturnar á Ástjörn eru síður en svo nokkur kvöl. Við reynum að halda ýmis konar innanhússmót svo sem taflmót og fleira og við veitum þá verðlaun og eins er mjög vinsælt að grípa í fótboltaspilið sem við höfum. Nú ef útlit er fyrir rigningu allan dag- inn þá tekur stór hópur drengja þátt í að undirbúa kvöldvöku og eins höfum við getað stytt okkur stundir með að horfa á mynd- band, en Ástjörn var gefið eitt og góðra manna - Það má rekja upphaf þessarar sumarbúðastarfsemi við Ástjörn aftur til ársins 1946 þegar þeir Arthur Gook, trúboði, og Sæmundur Jóhann- esson, ritstjóri, fóru að leita fyrir sér að heppilegum stað í þessu skyni. Aðalkveikjan að þessu var sú að breskur liðsforingi hafði gefið Arthur gamlan herbragga með óskum um að hann yrði notaður til sumardvalar fyrir íslensk börn. Þeir Arthur og Sæmundur fengu fljótlega augastað á Ástjörn en eigandinn, Sigríður í Ási, hafði fram að þessu neitað öllum um afnot af landinu. Þeir báru þó upp erindið og þá varð Sigríði að orði: „Ég hef öllum neitað en börnunum get ég ekki neitað um að koma.“ Gamli herbragginn. - Rætt við Boga Péttirsson umsumar- búða- starfið -W- Bogi Pétursson fyrir utan Sjónarhæð. Þannig fórust Boga Péturssyni, verkstjóra hjá Iðunni, orð er hann var beðinn að lýsa upphafi og til- drögum þess að sumarbúðirnar við Ástjörn voru settar á laggirn- ar. Bogi stóð á tvítugu er hann kynntist þeim Arthuri og Sæ- mundi og starfaði með þeim frá upphafi við undirbúning sumar- búðastarfsins. Nú, 36 árum síðar, er engan bilbug á Boga að finna og hann hefur öil þessi ár starfað í sjálfboðavinnu við sumarbúðirn- ar á sumrin og borið aðalábyrgð á þeim frá því um 1960. Bogi er fæddur á Eskifirði 3. febrúar 1925, sonur Péturs Jónssonar, skósmiðs, og Sigurbjargar Péturs- dóttur. Þolinmæði þrautir vinnur allar - Eftir að Arthur hélt af landi brott tók Sjónarhæðarsöfnuður- inn við rekstri sumarbúðanna og það var þá sem ég var kosinn til að hafa þetta starf með höndum, seg- ir Bogi í samtali við Dag. Að sögn Boga voru fimm drengir í sumarbúðunum fyrsta sumarið en til marks um það hve starfsemin hefur vaxið síðan má nefna að um 80 drengir voru í sumarbúðunum við Ástjörn sl. sumar. - Það varð fljótt þröngt um okkur þarna í bragganum þannig að fljótlega eftir að Sjónarhæð- arsöfnuðurinn tók við sumarbúð- unum var ákveðið að ráðast í smíði tveggja hæða timburhúss. Við vorum 17 ár að ljúka bygg- ingu þessa húss en það var fullbú- ið árið 1976, segir Bogi og brosir. - Þetta var mikil þolinmæð- isvinna en þolinmæði þrautir vinnur allar og það var ánægjuleg- ur dagur þegar hússmíðinni var loksins lokið, segir Bogi og bendir á til viðmiðunar að seinna hafi verið fest kaup á álíka stóru fleka- húsi frá Kröfluvirkjun, en það hús var reist á 44 dögum. - Það sem mér hefur þótt eftir- tektarverðast við þetta starf, bæði sumarbúðastarfið og byggingar- framkvæmdirnar, er að það hefur alla tíð unnið lítill hópur en stór- huga að þessu og með Guðs hjálp og góðra manna þá hefur þarna risið ótrúlega mikið starf. - Ég hef oft verið spurður að því hvernig maður sem enga menntun hefur geti borið ábyrgð á starfi sem þessu og því er ekki að leyna að ríkið hefur sínar ákveðnu og ströngu reglur um starfsemi sem þessa. Þar er tekið fram að fólk skuli annað hvort hafa menntun í uppeldisfræðum eða langa starfs- reynslu og hana þykist ég hafa og vitna til þegar ég er spurður að þessu, segir Bogi. Sióndeildar- n ringurmn er stærri - Hve lengi eru sumarbúðirnar starfræktar á hverju ári? - Þetta eru átta vikur hvert sumar og við höfum miðað við að sumarbúðirnar opnuðu fyrstu helgi eftir 17. júní ár hvert. Það hefur verið geysileg aðsókn að sumarbúðunum allt frá upphafi og oft hafa komið til okkar dreng- ir erlendis frá, m.a. frá Englandi og Danmörku og jafnvel frá Flor- ida í Bandaríkjunum. Við höfum einnig átt mjög gott samstarf við Færeyinga og þeir hafa árlega komið með marga drengi og stutt starfsemina á allan hátt. - Á hvaða aldri eru þessir drengir? - Þeir eru á aldrinum átta til tólf ára og það má geta þess til gamans að á þeim 36 árum sem ég hef starfað við þetta þá hef ég tek- ið eftir því að sjóndeildarhringur drengjanna virðist hafa farið vax- andi með árunum og þeir eru mun opnari og opinskárri en drengirnir hér áður fyrr. Ástjörn er rekin á kristilegum grundvelli og við höf- um reynt að kenna drengjunum Guðs orð og góða siði og ég get fullyrt að það er betra að ná til drengjanna með þessi fræði í dag. Þeir taka einnig mikið virkari þátt í að lesa Guðs orð og eru óhrædd- ari við að biðja upphátt, sagði Bogi. Disneyland frá náttúrunnar hendi En Bogi segist jafnframt taka eftir því að margir þeirra drengja sem koma í sumarbúðirnar séu upp- spenntir og eigi við vandræði að stríða. - Þetta lagast þó í faðmi hins fallega og friðsæla staðar sem Ás- tjörn er og þessir drengir finna fljótt sjálfa sig á þessum stað. Það er þeim öruggíega ómetanlegt gagn að geta dvalist í þessu um- hverfi og ég er viss um að margir þeirra fara ríkari heim eftir dvöl- inaáÁstjörn. - Hvað býður Ástjörn upp á sem sumardvalarstaður? - Ástjörn hefur upp á mjög margt að bjóða og þar ber kannski fyrst að nefna vatnið sem

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.