Dagur - 17.02.1983, Page 1

Dagur - 17.02.1983, Page 1
HALSFESTAR 1 8 og14 KARÖT GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, fimmtudagur 17. febrúar 1983 20. tölublað Pappírskvoðuverksmiðja á Með álitlegri kostum sem Pappírskvoðuverksmiðjan Húsavík er talin geta orðið mjög hagkvæm og arðsemi mikil, en finnskir og íslenskir sérfræðingar hafa nú skUað skýrslu til iðnaðarráðuneytisins sem er mjög jákvæð. Skýrslan er í einhverri frekari vinnslu í iðnaðarráðuneytinu og er þess beðið að iðnaðarráðherra Iyfti hulunni af málinu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Dags er þarna á ferðinni einhver hag- kvæmasti stóriðnaðarkostur sem íslendingum er tiltækur í dag. Sem dæmi um það hversu stórt verkefni þarna er á ferðinni má nefna að ársnotkun verksmiðj- unnar á trjábolum er 300 þúsund tonn og gert er ráð fyrir að 5-15 þúsund tonna skip verð notuð í flutningana. Nú er unnt að gera langtímasamning um kaup á trjá- bolum frá Kanada. í samanburði má geta þess að íslensku strand- ferðaskipin eru um þúsund tonn að stærð. Afurðir þeirrar verk- smiðju sem rætt hefur verið um gætu orðið um 150 þúsund tonn af pappírskvoðu á ári og markaðs- fyrirtæki í Finnlandi og Svíþjóð hafa þegar sýnt málinu áhuga, en gert er ráð fyrir að um tveir þriðju framleiðslunnar fari á markað í Vestur-Evrópu. Orkunotkun verksmiðjunnar verður á bilinu 60-80 megawött og hugsanlegt er að um blandaða orkunotkun verði að ræða þ.e. rafmagn og gufa. Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum er Húsavík: iðnaðar- völ er á reiknað með að rúmlega 130 manns muni starfa við verksmiðj- una, auk þjónustustarfa sem skapast, en hvert starf í frum- framleiðslu hefur verið talið skapa 2,5-3 falt fleiri störf í öðr- um greinum. Eins og áður sagði er hagkvæmni slíkrar verksmiðju talin mikil og afkastavextir fjár- festingarinnar 17,5% á móti t.d. 11% hjá kísilmálmverksmiðju, sem nú er fyrirhugað að rísi á Reyðarfirði. Byggingartími verksmiðju af þeirri stærð og gerð sem talað er um gæti orðið rösklega tvö ár. Ef framkvæmdir væru hafnar vorið 1984 gæti verksmiðjan því tekið til starfa á árinu 1986. Hugsanlegt er að reisa verksmiðjuna í áföng- um og hún gæti byrjað á hálfum afköstum í árslok 1985. Eins og áður sagði er skýrsla um þetta mál nú á borði iðnaðarráðherra og er þar vafalaust að finna upplýsingar um kostnað, hafnarmannvirki og annað sem gæti tengst þessu. Nýr togari til Akureyrar: Aflinn unninn um borð og seldur erlendis Talsverðir möguleikar eru nú á því að nýr togari bætist í flota Akureyringa innan skamms. Er hér um að ræða togarann Guðstein frá Grindavík sem er í eigu fyrirtækisins Samherja en þrír Akureyringar íhuga nú kaup á fyrirtækinu. Aðeins á eftir að undirrita kaupsamning- ana og ef bankafyrirgreiðsla og bæjarábyrgð vegna kaupa og breytinga á togaranum fæst þá verður togarinn gerður út frá Akureyri í framtíðinni. - Við munum hefja viðræður við Landsbanka íslands og Akur- eyrarbæ upp úr næstu helgi en hugmyndin er sú að vinna aflann um borð og landa erlendis, sagði Þorsteinn Baldvinsson, skipa- verkfræðingur, í samtali við Dag en auk hans standa frændur hans, bræðurnir Þorsteinn og Kristján Vilhelmssynir, að baki hinni fyrir- huguðu útgerð. Að sögn Þorsteins Baldvins- sonar er þegar búið að bjóða út breytingarnar á togaranum og meðal þeirra fyrirtækja sem boðið hafa í verkið er Slippstöðin á Ak- ureyri. Bæjarábyrgð þarf vegna þessara breytinga og ef hún fæst má telja víst að Slippstöðin fái verkið. Varðandi fullvinnslu aflans um borð sagði Þorsteinn að eins og það dæmi liti út í dag þá færi sá fiskur sem þannig væri unnin í hæsta gæðaflokk og öll verðmæta- skil væru mikið hærri en í hinni hefðbundnu vinnslu. Mjög gott verð hefur fengist fyrir besta fisk- inn erlendis að undanförnu og þá sérstaklega í Bretlandi þar sem þeir félagar hyggjast selja í fram- tíðinni. Þess má geta að í dag fer full- vinnsla afla fram í tveim togurum í flotanum, Örvari frá Skaga strönd og Eldborginni frá Hafn- arfirði, en síðarnefndi togarinn hefur að undanförnu verið á kolmunnaveiðum. Plastiðjan Bjarg í miklum rekstrar- erfiðleikum: Missa 18 fatlaðir og öryrkjar vinnuna? Mildir rekstrarerfíðleikar blasa nú við Plastiðjunni Bjarg sem rekin er af Sjálfsbjörg á Akur- eyri og ef heldur svo sem horfir þá eru allar líkur á að loka verði fyrirtækinu. Valdimar Pétursson, nýráðinn framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, sagði í samtali við Dag að erfið- leikar plastiðjunnar stöfuðu mikið til af þeim samdrætti sem orðið hefur í byggingariðnaðinum að undanförnu og eins hefði röng fjárfesting á síðasta ári ollið mikl- um erfiðleikum. Keypt hefðu ver- ið mjög dýr mót fyrir ákveðna teg- und rafmagnsdósa, en þessi fram- leiðsla hefði algjörlega brugðist og ekki selst nærri því eins vel og ráð var fyrir gert. - Það er til umræðu að loka fyrirtækinu og ég er hræddur um að ef við fáum ekki 450 til 500 þús- und króna rekstrarfé í formi styrkj a eða lengri lána á næstunni, þá verðum við að hætta rekstrin- um, sagði Valdimar. Þess má geta að 18 manns starfa nú hjá plastiðjunni, allt fatlað fólk, öryrkjar og gamalt fólk sem mistt hefur atvinnuna annars staðar og fjöldi manns er á biðlista eftir vinnu. Missi þetta fólk vinn- una og þar með endurhæfinguna er lítil von til að það fái vinnu ann- ars staðar á næstunni. Þinglok í fyrstu viku af mars? „Það þarf að Ijúka ýmsum brýnum málum, en ég held að það verði tiltölulega fá mál sem komast í gegn fram að þinglok- um, sem gætu orðið í fyrstu viku mars“, sagði Ingvar Gísla- son í viðtali við Dag, en kosn- ingar hafa verið ákveðnar í síð- asta lagi 23. aprfl. „Það kom fram eins og margir höfðu spáð að Sjálfstæðismenn myndu aldrei þora að fella þessi lög, þegar á hólminn kæmi. í þess- um lögum felast svo mikilvægar ráðstafanir í efnahagsmálum að það væri ekki hægt að horfa framhjá þeim. Þeir voru hins veg- ar svo stóryrtir þegar lögin komu fram og þó að þeir sæju mikilvægi þess að þau næðu fram að ganga, gátu þeir ekki gengið hreint til verks, heldur þurftu að beita yfir- klóri til að reyna að halda andlit- inu“, sagði Ingvar aðspurður um bráðabirgðalögin og hjásetu sjálf- stæðismanna við afgreiðslu þeirra. 121% hækkun á áburði ef ekkert gerist „Ef ekkert verður að gert mun áburður til bænda hækka um 121% í vor vegna rekstrarlána sem Aburðarverksmiðjan tók í dollurum og hafa hækkað um 100%,“ sagði Stefán Valgeirs- son, aíþingismaður, í viðtali við Dag. „Þetta mál var rætt á fundi þingflokks Framsóknarflokksins á mánudag og menn voru þar á einu máli uní að hækkun umfram almenna verðlagsþróun í landinu yrði að mæta með einhverjum hætti, að ríkið yrði að koma til móts við bændur. Ef ekki verður að gert er þetta meiriháttar áfall fyrir bændur og fyrir verðlags- þróun í landinu", sagði Stefán.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.