Dagur - 17.02.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 17.02.1983, Blaðsíða 8
Akureyri, fimmtudagur 17. febrúar 1983 RAFGEYMAR f BfLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA Rauðinúpur: Viðgerðin tafðist um sex — miklir erfiðleikar hjá Jökli hf. af þessum sökum „Rekstrarfjárstaðan er mjög slæm og t.d. var ekki hægt að greiða út laun fyrir síðustu helgi og það gerðist einnig tvisvar í síðasta mánuði. Ástæðan fyrir þessu er einkum sú að Rauði- núpur hefur verið frá veiðum síðan um mánaðamótin októ- ber-nóvember vegna viðgerðar hjá Slippstöðinni á Akureyri. Upphaflega átti viðgerðinni að vera lokið fyrir jól, en verkinu seinkaði af ýmsum ástæðum og við fengum ekki skipið fyrr en í lok síðustu viku“, sagði Valdi- mar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Jökuls h.f. á Raufarhöfn í viðtali við Dag. Viðgerðin átti að taka 6 vikur en tók samtals 13 vikur. Valdimar sagði að í stað Rauðanúps hafi þeir fengið tvo báta í viðskipti og leigt sjálfir einn bát. Þá hafi helmingur af afla Stakfells farið til Raufarhafnar, en sem kunnugt er á Jökull h.f. 40% í Stakfellinu á móti Þórs- hafnarbúum. Venjulega fær Raufarhöfn fjórðung af afla Stak- fellsins, en ákveðið var að fram að jólum fengi frystihúsið á Raufar- höfn helming aflans, eða þangað til ætlað var að Rauðinúpur kæmi úr slipp. Þessi ákvörðum gilti ekki nema til áramóta og sagði Valdi- mar að það hefði verið slæmt að halda ekki áfram að landa helm- ingi aflans úr Stakfelli á Raufar- höfn allt þar til Rauðinúpur kom úr viðgerð. Það hefði bjargað mjög miklu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum beitti Slippstöðin á Akureyri haldsrétti til að knýja á um greiðslur fyrir við- gerðarkostnaðinum. Forsvars- menn Jökuls h.f. hafa gert athugasemdir við reikningana og einnig vegna vaxtaútreikninga Slippstöðvarinnar. Valdimar vildi ekki tjá sig um málið og sagði að það væri á viðkvæmu stigi, en nú er verið að reyna að ná samkomu- lagi um að fella dráttarvexti niður og lækka reikningana, sem mönn- um finnst vera athugunarverðir að ýmsu leyti. Viðgerðin mun hafa kostað 6,8 milljónir króna með vöxtum og verðbótaþáttum. Þar af eru vextir um 200 þúsund krónur og verð- bætur 260 þúsund krónur. Upp- haflega mun Slippstöðin hafa tek- ið einhliða ákvörðun um að draga úr verkhraða vegna óvissu með vikur fjármögnun og tafði það verkið um einar tvær vikur. Þá hefur heyrst að undirverktaki Slipp- stöðvarinnar hafi ekki skilað sín- um verkáfanga í tíma vegna ein- hvers ósamkomulags við Slipp- stöðina um greiðslur. Jökull h.f. mun hafa verið bú- inn að greiða 4,9 milljónir inn á verkið fyrir áramót, þó það hafi þá ekki verið komið í nema 4,6 milljónir. Áður en Slippstöðin sleppti skipinu var búið að greiða alla reikninga. sem þýðir að um staðgreiðsluviðskipti hafi nánast verið að ræða. Litlar líkur á fríhöfn í sumar Eins og skýrt hefur verið frá i Degi er mikill áhugi á því að opna fríhöfn á Akureyrarflug- velli í tengslum við beint flug til og frá Evrópu í sumar. Ein- hver Ijón virðast hinsvegar vera í veginum ef marka má síðustu fregnir. „Við snerum okkur til Fjár- málaráðuneytisins vegna þessa máls en þá var okkur tilkynnt að lagabreyting þyrfti að koma til ef af þessu ætti að geta orðið. Þetta eru lög frá 1960 og þar er skýrt tekið fram að fríhafnir skuli vera á Keflavíkurflugvelli og í Reykja- vík og ekki annarsstaðar.“, sagði Sveinn Kristinsson, umdæmiss- tjóri Flugleiða á Akureyri, er Dagur ræddi við hann í fyrradag. - Eru þá ekki litiar lýkur á að af þessu geti orðið í sumar? „Ég hef ekki trú á því að það náist að koma þessu máli í gegn fyrir sumarið, því miður er ég ekki svo bjartsýnn. Við héldum að þetta væri reglugerðarákvæði sem hægt væri að breyta en svo er ekki," sagði Sveinn. Þeir voru ofáir hópamir sem komu á ritstjómarskrifstofur Dags og sungu fyrir sætindi á öskudaginn. Líklega hafa hóparnir verið eitthvað á þriðja tuginn en í opnu blaðsins í dag eru birtar myndir af ellefu þcirra. Sökum plássleysis reyndist ekki unnt að birta fleiri myndir. Drengurinn á með- fylgjandi mynd heitir Friðrik Þorbergsson og eins og sjá má er búningur hans hinn athyglisverðasti. Á búningnum stóð Dagur og Nótt og þótti okk- ur því vel við hæfi að birta þessa mynd. IVIynd: ESE Skólanefnd Akureyrar: Vilja að Síðuskóli byrji í haust í leiguhúsnæði Skólancfnd Akureyrar hefur óskað eftir því við bæjaryfír- völd að stofnaður verði skóli í Síðuhverfí og rekstur hans haf- inn í leiguhúsnæði haustið 1983, þar sem Ijóst er að fyrsti byggingaráfangi verður ekki tilbúinn. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar 31. janúar s.l. og þar kom einnig fram að vegna þess hve hönnun Síðuskóla hafi gengið hægt, telji skólanefndin að í náinni framtíð verði að taka af- stöðu til þeirra tillagna sem nú er unnið að. „Þetta er orðið hreint vand- ræðaástand. Næsta skólaár er gert ráð fyrir að börn í hverfinu verði talsvert yfir þrjú hundruð og þau þurfa að sækja skóla um eins til þriggja kílómetra langa leið. Þau dreifast í fjóra skóla og til er í dæminu að fólk eigi börn sín í þremur skólum,“ sagði Sigfríður Angantýsdóttir, formaður skóla- nefndarinnar í viðtali við Dag. „Við höfum látið okkur detta í hug að leigja húsnæði til bráða- birgða og hefja kennslu 6, 7 og 8 ára barna í haust, en þau gætu orðið samtals um 120. Hugsanlegt er að notast við stórt einbýlishús og ef við finnum húsnæði mun verða farið fram á það við menntamálráðuneytið að heimild fáist til að ráða skólastjóra fyrir haustið. Því miður hefur hönnun Síðu- skóla gengið allt of hægt. Fyrstu tillögurnar komu fram í endaðan nóvember á síðasta ári og tillögur eru væntanlegar aftur næstu daga. En það er ljóst að við verðum að ná einhverjum áfanga í sumar, koma einhverju upp úr jörðinni, þannig að hægt verði að ljúka 1. áfanga skólans fyrir skólaárið 1984-5. Þetta er orðinn það mikill fjöldi barna og óhagræðið mikið. Þess má geta að áætlað er að 1990 verði börn sem sækja skóla í hverfinu orðin 700 talsins," sagði Sigfríður Angantýsdóttir að lokum. Hellusteypan sf.: Steypa 40 þús. steina í göngugötu Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að heimila bæjar- verkfræðingi að semja við Hellusteypuna sf. um fram- leiðslu á þúsund fermetrum af götusteini vegna göngugötunn- ar í Hafnarstræti. Að sögn Arngríms Kristjáns- sonar, hjáHellusteypunni sf., eru þessir þúsund fermetrar þriðjung- ur af því magni sem þarf í göngu- götuna alla. Steinarnir eru mjög litlir og fara 40 í hvern fermetra þannig að alls eru það 40 þúsund steinar sem um er að ræða í þess- um áfanga. Sagði Arngrímur að hann reiknaði með að ljúka steypu þessarra steina í lok næsta mánaðar. # Naumast þeim liggur á Útvarpshlustendur hafa tekið eftir því þegar dagskrárliðir frá RUVAK (Ríkisútvarpið Ak- ureyri) eru á dagskrá að lítið stef er leikið bæði á undan og á eftir kynningu viðkomandi dagskrárliðar. - Þeir hinir sömu hafa eflaust tekið eftir því hversu gífurlega þulunum fyrir sunnan liggur á að kom- ast að eftir að þessum dag- skrárliðum líkur. Oft og iðu- lega byrja þeir að kynna næsta dagskrárlið ofan í stef RÚVAK og jafnvel hefur kom- ið fyrir að þeir gefa þul á Akur- eyri ekki tækifæri til að af- kynna. Ekki veit skrifari þess- ara lína hvað veldur þessum hamagangi þulanna í Reykja- vík. Þeir ættu hinsvegar að reyna að venja sig af þessu enda er þetta ákaflega hvim- leitt. # Ekkijókst virðingin Beina sjónvarpsútsendingin frá Alþingi sl. mánudags- kvöld sýndi sjónvarpsáhorf- endum ýmislegt sem kom á óvart. Furðulegt andrúmsloft virtist ríkja í þingsalnum þeg- ar að atkvæðagreiðslu um bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar kom. Þannig var furðu- legt að sjá til kratanna í öft- ustu sætaröð en þeir sátu þar flissandi mest allan tímann. Var ekki hægt að merkja að at- kvæðagreiðsla um mjög mikilvægt mál ætti sér stað og sennilega hefur virðing al- mennings gagnvart þessari stofnun aukist mjög. # Körfubolta- menn eru sárir Einn er sá hópur íþrótta- manna í höfuðstað Norður- lands sem enn hefur ekki get- að nýtt sér hina glæsilegu að- stöðu sem nýja íþróttahöllin i heimabæ þeirra bíður upp á en þetta eru körfuboltamenn. Körfurnar sem nota á í höll- inni komu til landsins fyrir stuttu þrátt fyrir að höllin hafi verið opnuð til æfinga í byrjun desember. En það er ekki nóg að körfurnar séu komnar til landsins og til Akureyrar því ekki eru til peningar til að leysa þær út. Körfuboltamenn bæjarins sem eiga fjóra leiki eftir á heimavelli sínum eru því farnir að gera þv( skóna að þeir eigi ekki að komast inn ( höllina til að spila þessa leiki. Þetta þýðir tekjutap fyrir þá fyrir utan sárindin að vera sá hópur sem hafður er utan- veltu þegar loksins hefur skapast glæsileg aðstaða til knattleikja innanhúss í bænum. Það er víst engu log- ið þótt sagt sé að körfubolta- menn á Akureyri séu þeir íþróttamenn bæjarins sem daprastir eru í skapinu þessa dagana.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.