Dagur - 18.02.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 18.02.1983, Blaðsíða 3
„Þegar maður kyssir verður maður þá ekki hjón. . . ?“ Bjamþór (Daníel Behrend) t.h. kennir Cesari vinnumanni (Kristján Guðmundsson) að reykja með tilheyrandi grettum og giennum. Þessi ágæta setning ásamt mörgum öðrum góðum er úr leikritinu Hreppstjórinn á Hraunhamri eftir Loft Guðmundsson. Þetta leikrit hefur víða verið tek- ið til sýninga, og vafalaust eru þeir margir orðnir sem hafa brugðið sér í hlutverk úr þessu leikriti. Þessa dagana er Ungmennafélag Möðru- vallasóknar að sýna Hreppstjórann á Hraunhamri í Freyjulundi í Arn- arneshreppi. Ég varð þess aðnjótandi að sjá þessa uppsetningu þeirra í Möðru- vallasókninni verða að veruleika og vissulega horfir maður öðruvísi á slíkar leiksýningar en aðrar. Að vera vitni að „hægfara þroska“ einn ar uppsetningar er í sjálfu sér merkilegt, ekki síst þegar allar að- stæður eru fremur fátæklegar og aðstandendur gæddir meiri áhuga en kunnáttu. Þess vegna er mér ljúft að rita örlitla klausu um sýn- ingu leikhópsins í Freyjulundi, - ekki sem leikgagnrýnandi, heldur sem einn úr áhorfendahópnum. Leikurinn á að gerast í sláttar- byrjun sumarið 1943 og fer fyrsti þáttur fram á laugardagskvöldi en hinir tveir á sunnudaginn þar á eftir. Leiksviðið er í öll skiptin stofa hreppstjórans á Hraunhamri. Þess vegna er afar heppilegt fyrir „fátæk og fákunnandi" leikfélög að taka þetta leikrit fyrir. Leikbún- aður er mjög einfaldur og ódýr. En samt þarf leiksviðið ætíð að gefa mynd leiksins ákveðinn ramma með sínum leikbúnaði. Þetta hefurtek- ist þokkalega hjá þeim í Freyju- lundi. Að vísu virkaði sviðið svolít- ið opið og tómlegt í fyrstu en þetta vandist vel og féll vel utan um persónur leiksins. Þeir aðilar sem koma fram í þess- ari sýningu eru allir áhugamenn og að mestu óvanir sviðsframkomu. En leikstjóranum Ara Jósavins- syni, bónda á Auðnum í Öxnadal tekst að fá fram nokuð eðlileg við- brögð og takta hjá leikendum. Hreppstjórann Ambrosius Am- brosiusson leikur Jósavin Arason. Túlkun Jósavins hefur lagast mikið á æfingatímanum og verður hrepp- stjórinn mjög sannfærandi í allri framkomu og töktum. Ráðskonu hans Þorbjörgu leikur ektakvinna Jósavins Eygló Jóhannesdóttir. Frá fyrstu tíð (þ.e.a.s. er leikæfingar hófust) passaði Eygló vel í hlutverk ráðskonunnar, - raddblær og fas allt hæfir vel, en e.t.v. er ráðskon- an gerð nokkuð ungleg, með fag- lega uppsett hár og tískulega máluð. Að vísu kemur fram í leik- ritinu að ráðskonan haldi sér vel, sé ungleg miðað við aldur, en samt hefði ég óskað að gervi Eyglóar væri í meira samræmi við rödd og hreyfingar. Dóttur hreppstjórans Eyrúnu leikur kornung búandkona Gyða Árnadóttir sem tekur hér sín fyrstu skref á leiksviði. Það væri ósann- gjarnt að ætlast til þess að Gyða skilaði hlutverki sínu eins og þaul- vanur leikari en óþarfi er fyrir hana að vera hrædd við „bernsku sína,“ - Það sýnir hún vel í þriðja þætti. Og gott væri ef hún næði sömu tök- um á hlutverkinu í hinum tveimur þáttunum, en þá var hún all óstyrk og hikandi. Fósturson hreppstjórans, gal- gopann og heimsmanninn Bjarn- þór leikur Daniel Behrend. Greini- legt er að Daniel hefur stigið áður fæti á leiksvið, því ieikur hans er allur yfirvegaður og frjáls. Að öðr- um ólöstuðum var leikur Daniels sá besti og vissulega gefur persónan Bjarnþór leikaranum tækifæri til að slá um sig og það tekst Daniel mjög vel. Cesar fjósamaður er sú persóna sem vekur mesta kátínu með sínum heimsku spurningum og svörum. En túlkun Kristjáns Guðmunds- sonar er afbragð og ágætlega áber- andi ýkt. Son nágrannabóndans, kaupa- mann hjá hreppstjóranum leikur Reynir Ólgeirsson. Bergur kaupa- maður er heldur dauf persóna og erfitt að leika slíkt hlutverk í gam- anleikriti. Það er því ekki sann- gjarnt að áfellast Reyni fyrir tilþrifaleysi og dauf svör. Hins veg- ar rnætti hann tala örlítið hærra. Unnusta Eyrúnar, svindlarann Herbert Holt leikur Magnús Jó- hannesson. Magnús var ekki sann- færandi í þessu hlutverki þegar leikæfingar hófust, en nú væri erfitt að finna leikara sem hæfði betur í þetta hlutverk. Magnús hefur því náð að vaxa inn í persónuna og túlkun hans er ágætlega eðlileg og skýr. Hafdís Bjarnadóttir leikur unn- ustu Bjarnþórs, nokkuð brokk- gengan kvenmann sem örlögin hafa leikið býsna grátt. Hafdís er sýnilega sviðsvön og fer vel með smeðjulega framkomu fyrrverandi gleðikonu. Þessi uppsetning Ungmennafé- lags Möðruvallasóknar er ágæt og þess virði að henni sé gaumur gefinn. Sýningin er eðlileg og blátt áfram, - hláturinn fær óspart að njóta sín hjá áhorfandanum, því þetta leikrit er efnislega létturgam- anleikur sem hæfir hvaða aldurs- flokk sem er. Ég þakka vinum mín- um hér í Arnarneshreppnum fyrir dugnaðinn að koma þessu leikriti á svið hér og óska þess að ekki skorti áhorfendur til að samgleðjast yfir velunnu verki. Akureyringar sem aðrir ættu því að skreppa eina kvöldstund í Freyjulund og láta hláturinn njóta sín. P.Þ. Með mörg tæki í takinu? E8SOLUBE XD*3 isw/40 Qölþykktarolían á allan tækjaflotann, alltárið! Nýkynslóðafolíu ESSOLUBE XD-3 15W/40 er íraun ný kynslóð af alhliða mótorolíu. Hún er kjörin fyrir nær allar díesel- og 4-gengis bensínmótora og þolir öll vinnuskilyrði sumar sem vetur, í hita sem frosti. ESSOLUBE XD-3 15W/40 hefur að í miklum kuldum og ekki síður örugga smurhæfni við hátt hitastig og mikið álag. Þannig helst smurolíu- og eldsneytis- eyðsla í lágmarki, en öryggið í hámarki. Hveijir nota ESSOLJUBE XD315W/40? ESSOLUBE XD-3 15W/40 hentar ■■ geyma ný bæti- og hreinsiefni sem gera það að verkum að mótorinn helst hreinn og slit í lágmarki. Eiginleikar ESSO- LUBE XD-3 15W/40 felast og m.a. í því að hún verður fyrir litlum þykktar- breytingum vegna hita og kulda. Þetta tryggir auðvelda gangsetningu þeim sérlega vel sem eru með blandaðan tækjaflota s.s. fyrirtækjum, verktökum og þeim sem reka langferðabíla t.d. Ein smurolía, ESSOLUBE XD-3 15W/40 allt árið gefur aukið rekstrar- öryggi og sparnað. tsso ESSOLUBE XD-3 HIULTIGRADE SA£ I5W/W Enirn fluttir aöóseyril ★ Opnum laugardaginn 19. feb. kl. 9.00 í nýju húsnæði að Óseyri 1 ★ Full búð af nýjum vörum ★ Vörubifreiðar fyrir öll verk. Kranabifreiðar að 6 tonna lyftigetu. Sími 22620 ★ Vöruflutningar Sími22624 ★ Komid og reynið viðskiptin BFREBASTODIN SIEFNR Vörubifreiðar 22620 Vöruflutningar 22624 Skrifstofa 22622 Bílstjórar 24218 18. febrúár 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.