Dagur - 18.02.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 18.02.1983, Blaðsíða 9
STÆLT OG STOLIÐ Ofnæmi er vafalaust eitt það allra leiðinleg- asta og gremjulegasta sem plagað getur fólk. IVIenn hnerra og þá klæjar og það versta er að oft vita þeir ekki hvað það er sem þeir hafa of- næmi fyrir. Margir hafa ofnæmi fyrir mat og nú cr búið að finna upp nýja aðferð til að komast að því hvaða mat viðkomandi hefur ofnæmi fyrir. Aðferðin er þessi: Mældu púlsinn þegar þú vaknar og finndu út hvað hjartað slær mörg slög á mínútu. Borðaðu síðan vænan skammt af þeim mat sem þú grunar um græsku og taktu síðan púlsinn aftur eftir 20 nínútur. Hafi púlsinn hækkað um 15-20 slög þá er eitthvað í matnum sem þú hefur ofnæmi fyrir og þá ætt- ir þú að varast hann í framtíðinni. Það er Dr. Doris Rapp við Ríkisháskólann í Buffalo í Bandaríkjunum sem hefur fundið þessa að- ferð upp og hefur hún reynst vel að sögn manna. I'essi sjó-skíðakappi niiiii vera sá yngsti sem fæst við þessa íþrótt í heiininuni. Aðeins sex mánaða gamall lór hann sína fyrstu ferð og nokkrum mánuðiim síðar var hann búinn að ná mik- illi leikni í íþróttinni. I»að þarf ekki að taka það fraiti að foreldrar hans eru sjó- skíðakennarar og snáöinn er nú koniinn í heimsmeta- bókina. i Eitthvað eru hlutföllin í ólagi Brasið henn- arBetu Komist hefur upp um strákinn Tuma, segir máltækið, en í þessu tilviki er það matseld Bctu drottningar á Bretlandi sem komist hefur upp um. Philip prins, drottningarmaður, er ákafur frístundamálari og ný- lega hélt hann sýningu á verkum sínum. Ekki þótti mönnum nú málarakúnst hans merkiieg en litameð- ferðin þótti góð. Aðalgailinn við myndirnar var sá að hlutföll í mannamyndum þóttu röng og bentu menn góðlátlega á að prinsinn hefði gott af því að sjá meira af beru fólki. Ein mynd á sýningunni vakti sérstaka at- hygli en hún er af ónefndu eldhúsi og m.a. má greina á myndinni nokkurs konar T-beinssteik (væntanlega medium rare) og fleira góðgæti. Svo er það bara spurningin hvort Beta hafi brasað? Þoð er greinilega gott að borða hjá Betu Freyvangur Hitabylgja Laugardagskvöld kl. 20.30 og sunnu-< dag kl. 3 e.h. Mánudagskvöld: Sýning fyrir aldraða kl. 20.30. Skjaldhamrar Síðasta sýning sunnudagskvöld í Laugaborg kl. 20.30. Leikfélagið Iðunn. Leikfélag Akureyrar sýnir: 1 Bréfberinn frá Arles eftir Ernst Bruun Olsen í þýðingu Úlfs Hjörvars. Leikstjóri: Haukur Gunnarsson. Leikmynd: Svein Lund-Roland. Næstu sýningar: Föstudaginn 18. febrúar kl. 20.30. Sunnudaginn 20. febrúar kl. 20.30. Miðasala opin alla virka daga, nema mánudaga, kl. 17-19. Sýningardaga kl. 17-20.30. Sími 24073. Myndlistarsýningin „Fólk“, samsýning 13 mynd- listarmanna á Akureyri, í fordyri Leikhússins er opnuðkl. 19.30 sýningardagana. Leikfélag Akureyrar. AKUREYRARBÆR Til sölu Stjórn Vatnsveitu hefir samþykkt aö auglýsa til sölu og leita eftir tilboöi í eftirtaldar bifreiöar og skurögröfu. Volkswagen árgerö 1969. Tames Trader vörubifreið árgerö 1965. Bifreiöinni fylgir Herkules krani og krabbi. J.C.B. D3 skurðgrafa árgerö 1972. Tækin eru til sýnis viö verkstæöi Vatnsveitunnar að Rangárvöllum. Frestur til aö skila tilboöum er 15. mars nk. Tilboð sendist Vatnsveitu Akureyrar. Vatnsveita Akureyrar. Framsóknar- menn Þingmenn flokksins boða til fundar að Víkurröst Dalvík sunnudaginn 20. febr. kl. 15.00. Stjórnmálaviðhorfin rædd svo og kosninga- undirbúningur. ; 18. febrúar. 1983- DAGUR-9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.