Dagur - 18.02.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 18.02.1983, Blaðsíða 11
HVAÐ ER AÐ GERAST? Dalvíkingar með vélsleðakeppni Hjálparsveit skáta á Dalvík hyggst gangast fyrir véísleðarally á sunnudaginn, við Hrísa- tjörn við Dalvík. Tjörnin og næsta nágrenni hennar hentar mjög vel til slíks ralls og er áformað að setja upp nokkrar brautir sem keppendur munu spreyta sig í. Á Norðurlandi er vél- sleðaeign talsverð og nota eigendur sleðanna þá til ýmissa hluta. Þessi keppni ætti því að vera kærkomin fyrir sleðaeig- endur til að sýna hæfni sína. Er vonast eftir góðri þátttöku um helgina. Skátarnir hafa lagt tals- vert á sig við undirbúning þessarar keppni og treysta því að Dalvíking- ar og aðrir muni fjöl- menna og fylgjast með keppninni. Lionsmenn bjóða blóm Næstkomandi sunnudag, 20. febrúar (konudag), munu félagar í Lions- klúbbi Akureyrar knýja dyra hjá Akureyringum og bjóa blómvönd til kaups. Þessi siður er orð- inn fastur liður í bæjarlíf- inu og er ein aðal tekju- öflun klúbbsins og verður hagnaði af sölunni nú var- ið til Sólborgar, eins og svo oft áður. Handbolti: Hvað gerir KA gegn Gróttu? Á föstudagskvöldið verð- ur stórleikur í handbolta í íþróttahöllinni nýju en þá leika í annarri deild KA og Grótta. Bæði þessi lið eru í baráttunni um sæti í fyrstu deild á næsta ári og leikurinn því mjög þýð- ingarmikill fyrir bæði liðin. Ásamt þessum liðum verða það Breiðablik og Opið mót hjá júdómönnum Júdómenn á Akureyri hafa nú fengið aðstöðu í nýju íþróttahöllinni, í hliðarsal og er það mjög hentugt húsnæði fyrir æf- ingar þeirra. Með tilkomu þessarar aðstöðu fyrir júdómenn að auka mj ög starf sitt t. d. með byrjendanámskeið- um. Á laugardag verður þar opið punktamót, keppt verður í öllum flokkum og reiknað er með að keppendur verði fjölmargir, og þar af um 30 að sunnan. Haukar sem leika til úr- slita um tvö sæti í fyrstu deild næsta keppnistíma- bil en stigin sem þau hljóta í deildarkeppninni fara með þeim í úrslita- riðilinn. Þannig hefur KA, ef þeir vinna þennan leik, möguleika á að hafa þriggja stiga forskot á Hauka og fimm stig á Gróttu og Breiðablik. Stuðningur áhorfenda er því mikilvægur á föstu- daginn, ekki bara til að fylla buddu gjaldkerans, heldur einnig og fyrst og fremst til að hvetja KA til sigurs í þessum leik. Mæt- um því öll á föstu- dagskvöldið og tryggjum KA sigur í leiknum en þá eigum við mikla von á fyrstu deildar liði héðan frá Akureyri. Um leið og við heitum á bæjarbúa að bregðast vel við blómasölunni viljum við koma hér á framfæri alúðarþökkum til bæjar- búa fyrir margvíslegan stuðning við þau málefni sem klúbburinn hefur barist fyrir og þá sérstak- lega þeim sem veittu okk- ur lið við síðasta framtak okkar sem var fjölskyldu- bingó í Sjallanum 10. okt. sl. en afraksturinn af því nam í líknarsjóð kr. 42.536 og hefur Lions- klúbbur Akureyrar af- hent með bréfi dags. 10. des. kr. 20.000 til áfram- haldandi uppbyggingu sjúkraþjónustu við aldr- aða í Systraseli. Þá fóru 4.044.15 í jólagjafakaup til vistfólks á Sólborg en líknarnefnd hefur með höndum áætlanir um ráð- stöfun þess fjár sem eftir stendur í líknarsjóði. Blómasölumenn munu verða á ferðinni milli kl. 10.00 og 12.30. Með fyrir- fram þökkum fyrir góðar móttökur. Lionsklúhbur Akureyrar. Knéfiðlu- tónleikar N.k. sunnudag þann 20. febrúar kl. 21 verða kné- fiðlutónleikar í Rauða húsinu. Þar mun Oliver Kentish leika frumsamin verk. Rósa Kristín í Rauða húsinu N.k. laugardag þann 19. febrúar kl. 16 mun Rósa Kristín Júlíusdóttir opna sýningu á verkum sínum í Rauða húsinu. Rósa Kristín er inn- fæddur Akureyringur og stundaði myndlistanám í mörg ár, m.a. í Reykja- vík, Danmörku, Ítalíu og New York. Fyrstu einka- sýninguna héit hún 1968 í Landsbankasalnum hér í bæ og sýndi þá olíumál- verk eins og hún gerði tveimur árum síðar í Unuhúsi í Reykjavík. Á námsárum sínum erlendis tók hún þátt í mörgum samsýningum á Ítalíu, í Bandaríkjum Norður- Ameríku og einu sinni með starfsbræðsum sín- um norðlenskum. Síðast sýndi Rósa í Rauða hús- inu á liðnu sumri. Á þess- ari sýningu verða vegg- teppi (quilting) öll ný af nálinni. Sem fyrr segir verður sýningin opnuð laugar- daginn 19. febrúar kl. 16 og stendur til fimmtu- dagsins 24. febrúar og verður opin daglega frá kl. 16 til 20. Áfengisvanda- mál kvenna Jafnréttishreyfingin á Akureyri gengst fyrir opnum fundi um áfengis- vandamál kvenna og ávanalyf að Hótel KEA, laugardaginn 19. febrúar kl. 2. e.h. Gestur fundarins verð- ur Þuríður Jónsdóttir, fé- lagsráðgjafi, sem starfar á göngudeid fyrir áfengis- sjúklinga. Þuríður mun halda framsöguerindi um efnið og svara fyrirspurn- um. Fundurinn er öllum opinn og jafnréttishreyf- ingin hvetur allt áhuga- fólk til að koma og taka með sér gesti. Bréfberinn frá Arles Um helgina sýnir Leikfé- lag Akureyrar „Bréfber- ann frá Arles“ eftir Ernst Bruun Olsen í þýðingu Úlfs Hjörvar. Þetta er leikrit um vináttuna, ástina, listina og mannsál- ina sem engan lætur ósnortinn. Leikritið var frumsýnt 4. febrúar og hefur hlotið einróma lof áhorfenda og gagnrýn- enda. Leikurinn gerist í smá- bænum Arles í Suður- Frakklandi árin 1888 og 1889. Þar býr bréfberinn Roulin (Þráinn Karlsson) ásamt konu sinni (Sunnu Borg) og þremur börnum. Hann er hlýr og gamansamur náungi, óhræddur við að segja skoðanir sínar og bjóða öðrum birginn. Þegar list- málarinn Vincent van Gogh (Viðar Eggertsson) flyst í bæinn til að mála í litadýrðinni við Mið- -jarðarhafið reynist Roul- infjölskyldan honum bet- ur en enginn. Þorpsbúar (Marinó Þorsteinsson, Bjarni Ingvarsson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Jón- steinn Aðalsteinsson) líta listmálarann, þennan furðufugl, hornauga og reyna á endanum að flæma hann burt eða láta loka hann inni á „viöeig- andi stofnun“. Eftir að Van Gogh, í augnabliks- æði, sker af sér eyrað og sendir gleðikonunni Gaby (Ragnheiður Tryggvadóttir) í jóiagjöf og ógnar vini sínum list- málaranum Gauguin (Theodór Júlíusson) með rakhníf er Van Gogh ekki lengur vært í bænum og þá reynast Roulinhjónin honum vinir í raun. Næstu sýningar verða föstudaginn 18. febr. og sunnudaginn 20. febr. og ekki sýning á þriðjudag. í leikhúsinu á Akureyri er nú jafnframt leiksýn- ingunni myndlistarsýn- ingin „Fólk“ - samsýning 13 myndlistarmanna á Akureyri. -J 18, febrwar 1983 tt DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.