Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 1
HALSFESTAR 8og14KARÖT GULLSMIÐIH , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVHI 66. árgangur Akureyri, þriðjudagur 22 . febrúar 1983 22. tölublað „Við erum öruggir meðmann áþing" - segir Grímur Gíslason um framboð óánægðra framsóknarmanna á Norðurlandi vestra •,;.....,,........;,,,;—;---------________ A fimdi sem haldinn var á Blönduósi á föstudag ákváðu framsóknarmenn sem óánægð- ir eru með framboðslista flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra að efna til fram- boðs í Húnavatnssýslum fyrir komandi kosningar. Einnig var ákveðið að boða sem fyrst til al- menns fundar með stuðnings- mönnum framboðsins og leita eftir mönnum til sætis á fram- boðslistanum. Ingólfur Guðna- son, alþingismaður, hefur lýst yfir stuðningi við framboðið og tilkynnt aðstandendum þess að hann sé tilbúinn til að taka hvaða sæti sem er á framboðs- listanum. Mikill hugur er í fólki í Húna- vatnssýslum um framboðið að sögn Gríms Gíslasonar á Blöndu- ósi og sagði hann að úr þessu yrði ekkert til að koma í veg fyrir framboð. Framboðið verður ekki takmarkað við Húnavatnssýslur og sagði Grímur að leitað yrði eftir mönnum austan Vatnsskarðs á framboðslistann. „Við erum öruggir með mann á þing af þessum lista og teljum betra að bjóða fram en að tvístra þessum hóp yfir á aðra flokka", sagði Grímur Gíslason að lokum. Ó.J. Skýrsla Framkvæmdastofnunar um vinnulaun 1981: Laun áberandi lægst á Norðurlandi- vestra Samkvæmt skýrslu áætlana- deildar Framkvæmdastofnunar ríkisins sem ber heitið „ Vinnu- markaðurinn 1981" voru Iægstu Iíiiiii á landinu það árið í Norðurlandskjördæmi vestra og næst lægst í Suðurlandskjör- dæmi. Norðurland eystra og Austurland komu þar skammt undan. Hinsvegar var minnsti munur á launum karla og kvenna á Norðurlandi. Samkvæmt skýrslunni voru meðallaun landsmanna 1981 113 þúsund krónur. Meðallaun karla voru 129 þúsund og meðallaun kvenna 85 þúsund eða 66% af launum karlanna. Á meðfylgj- andi töflu er auðvelt að bera saman laun í hinum ýmsu kjör- dæmum. eru karlar á Norðurlandi vestra aðeins með 75% af Iaunum karla á Reykjanesi. Kjördæmi karlar konur meðaltal allra Reykjavík 132 þús. 88þús. 114 þús. Vesturland 125 þús. 80þús. 108 þús. Vestfirðir 133 þús. 84þús. 116 þús. Norðurland vestra 105 þús. 76þús. 95 þús. Norðurland eystra 124 þús. 83þús. 108 þús. Austurland 123 þús. 81 þús. 108 þús. Suðurland 120 þús. 78þús. 104 þús. Reykjanes 140 þús. 87þús. 121 þús. Á þessu sést að verulegur mun- ur er á launum t.d. á Reykjanesi og á Norðurlandi vestra. Þannig Minnsti launamunur kynja er hinsvegar á Norðurlandi vestra en þar hafa konur 72,4% af launum karla. Mestur er þessi munur hinsvegar á Reykjanesi þar sem konur hafa aðeins 62% af launum karlanna. Samkvæmt skýrslu Fram- kvæmdastofnunarinnar voru meðallaun á Akureyri 1981 116 þúsund krónur. Sé litið á einstaka atvinnugreinar kemur í ljós að meðallaun voru langhæst í fisk- veiðum eða 226 þúsund. Af öðr- um greinum má nefna fiskvinnslu með 121 þúsund, matvælaiðnað með 100 þúsund, vefjariðnað með 105 þúsund, málm- og skipasmíði með 130 þúsund og opinbera þjónustu með 110 þúsund. Með- altalshækkun launa frá 1980 var 50,6%. Strákamir á myndinni, Heiðar J ónsson (til hægri) og Auðunn Svavar Guðmundsson báðir 11 ára, litu við hér á dögunum og höfðu meðferðis það smæsta hænuegg sem starfsmenn Dags og Dagsprents hafa augum litið. Eggið fengu þeir hjá afa Heiðars, Guðmundi Jóhannssyni, á Kambi í Eyjafirði, en þetta egg minnir okknr óneitanlega á vfsitöluna og verðbólguna. Ef þetta væri vísitöluegg og færi að kenna hænunni þá myndu bændur og aðrir komast af með minni hænsnakofa en svo er bara spumingin hvort ráð hafi verið fyrir þessu gert í vísitöiufrumvarpinu? Mynd: i:si: Rækjuveiðar í Öxarf irði Húsavík 21. febrúar. Rækjuveiðar eru nýhafnar í Öxarfirði. 90 tonna bátur, Þor- steinn frá Raufarhöfn var feng- inn til Kópaskers og mun hann landa afla sínum í rækjuvinnsl- una þar. Að sögn Péturs Þorgrímssonar, kaupfélagsstjóra KNÞ á Kópa- skeri mun tilkoma þessa báts lyfta mjög undir átvinnumálum staðar- ins en þetta er eini báturinn sem þaðan er gerður út. Pétui" sagði þó litla reynslu á þessar veiðar komnar, rækjan væri dreifð ífirð- inum og talsvert happadrætti að finna hana. Um atvinnumálin al- mennt sagði hann að þau hefðu verið í nokkuð góðu lagi. Allt upp í 25 manns hefðu haft atvinnu í kjötiðju kaupfélagsins við slátur- gerð og við að svíða hausa. Meðal annars hefur kjötvinnslan sviðið og verkað hausa fyrir Þórshafnar- búa. -PB Mikilvægf mál fyrir Húsa- vík og kjördæmið í heild -segir Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, um pappírskvoðuversmiðjuna „Nú eru málin mjög að skýrast og sú skýrsla sem beðið hefur verið eftir varðandi hag- kvæmniathugun á verksmiðj- unni er að Iíta dagsins ljós. Svo virðist sem málið sé allt mjög hagstætt, ef marka má þær fréttir sem þegar hafa borist, og er það mikið fagnaðarefni fyrir Húsvíkinga, sem bundið hafa miklar vonir við þetta og beðið eftir upplýsingum með mikilli eftirvæntingu," sagði Guð- mundur Bjarnason, alþingis- maður, í viðtali við Dag um fyrirhugaða pappírskvoðu- verksmiðju á Húsavík, sem Dagur greindi frá í síðustu viku. „Ég tel að hér sé um mjög þýð- ingarmikið skref að ræða í atvinnuuppbyggingu á Húsavík ef af þessu getur orðið, og má reynd- ar segja fyrir kjördæmið í heild. Atvinnulíf á Húsavík hefur verið fremur einhæft til þessa einkum byggt á sjávarútvegi og þjónustu við héraðið, eins og reyndar á flestum þéttbýlisstöðum út um allt land. Húsavík er hins vegar nú af þeirri stærð að mjög þýðingar- mikið er að renna fleiri stoðum undir atvinnulífið þar og treysta byggðina." „Er það tryggt að verksmiðju- rekstur af þessu tagi verði settur niður á Húsavík, ef hann reynist hagkvæmur?" „Eins og allir vita áttu Húsvík- ingar frumkvæðið að því að þetta mál fór í gang og hafa bæjaryfir- völd þar fylgt því fast eftir, lagt lið ýmsum undirbúningsrannsóknum með fjárframlögum, þó einkum hafi málið verið á vegum Iðnað- arráðuneytisins og kostað af því, enda miklu stærra en svo að lítið bæjarfélag úti á landi geti annast það eitt. Við þingmenn kjördæm- isins höfum fylgst með málinu, án þess það hafi teljandi komið til okkar kasta ennþá nema þá óbeint í gegn um fjárveitingar til undirbúningsrannsókna. Við munum örugglega leggja því lið eftir mætti og eftir því sem á okk- ar valdi stendur. Við teljum að málið sé Húsvíkinga frá upphafi, vegna þess frumkvæðis sem þeir hafa haft," sagði Guðmundur Bjarnason að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.