Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 3
Sauðárkrókur: Vilja fá útsölu ÁTVR Sauðárkróksbúar kusu á sunnudaginn um hvort opna ætti áfengisverslun í bænum. Kosningaþátttaka var mjög góð og 1020 manns kusu en á kjörskrá voru 1409. Kosninga- þátttaka varð því 72,39%. Með opnun kusu 603 en á móti 403. Auðir seðlar voru 10 og ógildir 4. Þetta er í þriðja skipti síðan 1974 sem kosið er um sama efni á staðnum. í fyrsta skipti var málið fellt með rúmlega hundrað at- kvæða mun en aðeins fjórum at- kvæðum fyrir tveimur árum. Árni Ragnarsson, formaður ferðamálanefndar bæjarins, sagði í viðtaii við blaðið að Sauðár- króksbúar hefðu nú.talað á mjög skýran hátt í þessu máli, þar sem ótvíræður stuðningur meirihluta bæjarbúa við málið hefði komið í ljós, án þess að skipulagður áróður hefði verið hafður í frammi. „Ég held að yfirvöld þurfi ekki að vera í vafa um að áfengisversl- un eigi að koma í bæinn eftir þessi úrslit", sagði Árni. Ekki vildi neinn þeirra manna sem í náðist og á móti áfengisverslun voru tjá sig um niðurstöður kosninganna. Það næsta í málinu mun vera að það verður sent til fjármálaráðu- neytis sem tekur endanlega ákvörðun um hvort verslunin mun verða sett upp á staðnum. Ó.J. Hluti bifreiðastjóranna fyrir utan nýja húsnæðið Óseyri 1. Mynd: ESE Stefnir í nýtt og glæsilegt húsnæði Um síðustu helgi flutti Bif- reiðastöðin Stefnir og Vöru- bflstjórafélagið Valur í ný og glæsileg húsakynni að Óseyri 1. A þessari nýju stöð verður, auk flutningaþjónustunnar, boðið upp á fjölbreytt úrval af bensín- og olíuvörum og selt verður tóbak og sælgæti. Það er Sjúkra- og orlofs- heimilasjóður Vörubílstjórafé- lagsins Vals sem hefur fjármagn- að kaupin á hinu nýja húsnæði en samkvæmt upplýsingum Stefáns Árnasonar, framkvæmdastjóra, þá munu yfirleitt vera starfandi um 49 bílstjórar hjá Stefni þar af sex í reglubundnum flutningum á milli Reykjavíkur og Akureyrar. í»á hefur Stefnir afgreiðslu fyrir vöruflutninga á milli Sauðárkróks og Akureyrar. Er húsnæðið að Óseyri 1 var vígt sl. föstudag hélt Gunnar Árnason, bifreiðastjóri, smá tölu fyrir hönd byggingarsjóðs og stöðvarinnar og þakkaði hann sérstaklega fjórum mönnum framlag þeirra til þessarar bygg- ingar. Áð öðrum ólöstuðum hefðu þeir Pétur Jónsson, Hreið- ar Gíslason, Sigfús Sigfússon og Valgeir Ásbjarnarson átt hvað mestan þátt í að gera nýju stöðina að veruleika. Þess má geta að Stefnir hefur nú yfir um sex hundruð fermetra húsrými að ráða en fjögur hundr- uð fermetrar eru leigðir út til ann- arar starfsemi. Eru þetta óneitan- lega mikil viðbrigði fyrir bílstjór- ana og annað starfsfólk því að í gömlu húsakynnunum sem tekin voru í notkun 1946 var húsrýmið aðeins um eitt hundrað og þrjátíu fermetrar. Skekkja í skrúfu- öxli Örvars HU 21 „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig útgerð Örvars hefur gengið. Það eina sem hægt er að hafa eftir mér í því sambandi er að ég tel að þetta komi betur út en að gera út á ís,“ sagði Sveinn Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Skagstrendings h.f. á Skagaströnd en það fyrir- tæki gerir út togarann Örvar. Þar um borð er aflinn fullunn- inn og frystur. „Við byrjuðum útgerð á Örvari 24. apríl á sl. ári þannig að það er ekki komið að ársuppgjöri. Þá ber þess að geta að viðhaldskostnaður er ekki farinn að segja til sín enn á þessum tækjum sem við erum með um borð. Því get ég ekkert sagt um þetta annað en þetta virð- ist hagkvæmara en að gera út á ís en hversu mikið hagstæðara get ég ekki sagt.“ - NúhefurÖrvarveriðíslippá Akureyri að undanförnu. „Hann er í svokallaðri 6 mán- aða ábyrgðarskoðun. Það virtist ekkert vera að, en ég held að það hafi komið í ljós einhver skekkja í skrúfuöxli." En ég veit ekki ná- kvæmlega hvers eðlis þetta er.“ Fjöldi manns heiðraður fyrir öruggan akstur Laugardaginn 19. febr. s.l. var aðalfundur klúbbsins Öruggur akstur haldinn að Hótel KEA. Fundinn sóttu um 80 manns. Framsöguerindi fluttu Björn Mikaelsson, lögreglumaður á Akureyri og Baldvin Ottósson, lögregluvarðstjóri í Reykjavík og er hann einnig formaður Landssamtaka klúbbanna. Á fundinum heiðruðu Samvinnu- tryggingar 164 ökumenn fyrir 5,10 og 20 ára tjónlausan akstur. Að lokum þáðu fundar- menn veitingar í boði klúbbsins. Ein tillaga barst um skipan stjórnar og var hún samþykkt. Formaður Björn Mikaelsson Ak- ureyri. Aðrir í stjórn Gísli Magn- ússon og Heiðrún Steingrímsdótt- ir Akureyri. Varastjórn Hákon Hákonarson Akureyri og Árni Arnsteinsson Dunhaga. í tilefni af Norrænu umferðar- öryggisári 1983 vill klúbburinn hvetja alla vegfarendur til að sýna varúð og tillitssemi í umferðinni. Sautján ár eru nú frá stofnun fyrsta klúbbsins. 1 samþykkt klúbbanna segir m.a. að hlutverk þeirra sé að stuðla að bættu um- ferðaröryggi, hver á sínum stað. Verkefnið virðist endalaust en með sameiginlegu átaki allra landsmanna mætti fá miklu áork- að. Dagana 24. og 25. febr. n.k. verður haldinn í Reykjavík 9. fulltrúafundur klúbbanna. Verk- efni fundarins verður meðal ann- ars umræður um áherslu á aukna umferðarfræðslu almennings og aukna samvinnu við lögreglu og umferðarnefndir á hverjum stað. í Eyfjörð fást eingöngu gagnlegar vörur. Verðið er gott fyrir og enn batnar það. 10% afmæl isafsláttur af öllutn vörum verslunarinnar frá 1.-11. mars. Áður Nú Kuldaúlpur 1.780 1.600 Kuldaúlpur 800 720 Stakkar 580 520 Vélsleðagallar 2.897 2.600 Dúnvesti 550 495 Dúnstakkar 950 855 Gallabuxurkarlmanna 360 320 Stretch gallabuxur 550 495 Barnagallabuxur 193 173 Barnaflauelsbuxur ... 195 175 Dömuflauelsbuxur .... 235 210 Bruno tvíhleypa ..... 15.357 13.800 Eyfjörö Hjalteyrargötu 4, sími25222 22.; febrúar 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.