Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 90 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 10 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Baktjaldamakk um kosningaskipan Sjaldan eða aldrei hefur almenningur á íslandi haft það eins á tilfinningunni eins og nú síð- ustu vikur, að stjórnmálastarfsemin í landinu sé ekki til fólksins vegna, heldur flokkanna. Það lýðræði sem við státum okkur af að starfa eftir sé ekki lýðræði fólksins heldur lýðræði flokkanna eða öllu heldur forystumanna þeirra. Baktjaldamakkið um breytta kosninga- skipan hefur ekki síst valdið þessu. Undanfarið hafa átt sér stað viðræður milli formanna flokkanna um breytingar á vægi at- kvæða til alþingiskosninga, sem hefur raskast verulega frá því reglurnar voru settar 1959. Höfuðborgarsvæðið hefur þanist út. Á tímum viðreisnarstjórnarinnar var atvinnulíf á lands- byggðinni í lamasessi á sama tíma og upp- byggingin blómstraði í höfuðborginni. Regl- urnar um misvægi atkvæða sem áttu að hamla gegn ofvexti höfuðborgarsvæðisins dugðu ekki til þess að hindra fólksflóttann til höfuð- borgarsvæðisins. Atkvæðavægið skipti í raun- inni litlu þegar valdið og fjármagnið var ann- ars vegar í Reykjavík. Nú á að kóróna mistökin með því að draga enn úr áhrifamætti þeirra reglna sem settar voru árið 1959 án þess að ljáð sé máls á því að færa til valdið og fjármun- ina út á landsbyggðina til mótvægis. Fólkið í landinu hefur ekkert um þetta að segja, hinir kjörnu leiðtogar hugsa fyrir fáfróðan almenn- inginn. Hann getur látið álit sitt í ljós eftir á, en þá verður vísast búið að beina athyglinni að einhverjum allt öðrum málum. ' Slíkur er hamagangurinn í þeim sem harð- ast ganga fram í þessu máli, leiðtogum A- flokkanna og Sjálfstæðisflokksins, að nú má ekki minna vera en kjósa tvisvar til Alþingis á þessu ári og helst ekki nema með svo sem tveggja mánaða millibili. Þrátt fyrir andmæli Framsóknarmanna sem telja tímanum betur varið til að bregðast við vaxandi efnahags- vanda, skulu þessar breytingar barðar í gegn og beint og óbeint látið í ljós að vilji þeir ekki taka þátt í leiknum verði þeir bara skildir eftir og ekkert við þá talað. Þar með er fjórðungur kjósenda ekki talinn eiga að hafa nein áhrif á þetta mikilvæga hagsmunamál, að því ógleymdu að um helmingur þjóðarinnar býr ennþá utan suðvesturhornsins. Ef þetta mál væri kynnt í samhengi við önnur réttindamál, aukið jafnrétti milli landhluta, er víst að lang- mestur meirihluti kjósenda á landsbyggðinni væri andvígur einhliða breytingum á vægi at- kvæða án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Þá má einnig telja nokkuð víst að stór hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins tæki sömu afstöðu. Þeir sem þurft hafa að flytja til Reykjavíkur vegna lélegrar heilbrigðisþjónustu eða menntun- armöguleika í heimabyggðunum úti á landi vilja ekki þeim sveitungum sínum sem eftir eru sama hlutskipti. Flestir höfuðborgarbúar eiga rætur að rekja til staða á landsbyggðinni. Fjölmargir þeirra sem flust hafa hefðu heldur viljað búa áfram á æskustöðvunum ef aðstæð- ur hefðu leyft. Angantýr H. Hjálmarsson: Mengun í mannl íf inu í síðasta þætti með þessu heiti sem birtist í Degi þriðjudaginn 8. febrúar s.l. reyndi ég að vekja menn til umhugsunar um tilgangs- leysi tóbaksreykinga. Ég held að mér hafi tekist að færa sönnur á að þær gera engum manni gott en öll- um ógagn sem nærri þeim koma. Pó er tóbaksnotkunin tiltölulega meinlaus saman borið við alkó- hólneyslu eða notkun á hassi, L.S.D., kókaíni, morfíni, heróíni og ýmsum fleiri eiturlyfjum, sem fólk sækist eftir í þeim tilgangi að flýja raunveruleikann og lifa í ein- hvers konar blekkingarheimi. Af völdum tóbaksnotkunar deyja ekki nema tvö- til þrjú hundruð manns árlega hér á landi, en yrði hin sterkari eiturlyfjanotkun jafn algeng og tóbaksnotkunin er núna, mætti búast við því að 15- 20 þúsund manns féllu árlega í valinn af þeirra völdum Eiturlyfjaplágan er verst af öll- um þeim plágum sem yfir nokkurt land geta dunið. Þess vegna er það skylda allra hugsandi manna að vera vel á verði gegn henni. Flestir virðast halda að hér á landi sé lítið um notkun hinna sterkari- og lögbönnuðu eiturlyfja, en því miður er svo ekki og það er vitað að neysla þeirra fer sífellt vax- andi. Brátt kemur að því að neysla þeirra verður það mikil að hinir stærri smyglhringir úti í heimi sjá sér hag í því að koma upp dreifingastöðvum hér á landi. Eftir það verður tæpast við nokk- uð ráðið. Þessi þrautþjálfuðu dreifingamenn hafa lag á því að gera vissa menn sér háða. Þeir leita fyrst og fremst eftir mönnum í röðum tollþjóna, lögreglu- manna og annarra embættis- manna, gefa þeim skammta af sterkum, vanabindandi efnum undir fölsku merki og eftir það er auðvelt að hafa þá á sínu bandi. Við megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi og leyfa slíku ástandi að myndast hér. Allir verða að viðurkenna að ástandið er nú þeg- ar hættulegt, hættulegra en fyrir einum áratug. Þá héldu menn að það tilheyrði undantekningum að menn hér á landi notuðu fíkni- efni. Þessu var þó ekki þann veg farið, eins og ég vil sýna fram á með frásögn af því sem fyrir mig bar fyrir 12 árum. Fyrir tólf árum var ég kennari við Reykjanesskóla við ísafjarð- ardjúp. Þá héldu menn að hass- neysla væri svo til óþekkt hér á landi og önnur sterkari lyf væru enn sjaldgæfari. Ég hélt þettaeins og flestir aðrir en komst brátt að raun um annað, eins og nú skal greina. Mér líkaði vel að vera á Reykjanesskóla og við hjónin höfum stundum verið að tala um að gaman væri að vera þar ein- hvern tímann seinna. Einn stór galli var samt á þessum góða skóla. Þar voru of margir nem- endur úr þéttbýlinu. Margt af ieim voru unglingar sem ekkert réðst við á þeirra heimaslóðum. Nokkrir þeirra settu líka svip sinn á skólabraginn, enda fór svo að við neyddumst til að vísa nokkr- um úr skóla þegar á veturinn leið. Einn nemandinn úr þéttbýlinu hét Sævar Ciesielski. Hann var ekki slæmur piltur. Ég varð þess a.m.k. ekki var að hann hefði gaman af því að gera illt af sér, en hann sinnti náminu illa enda varð námsárangur hans í samræmi við það. Sævar var fremur viðræðu- góður piltur. Ég spjallaði oft við hann þegar tími vannst til. Það var svo einhvern tímann fyrri- hluta vetrar að tal okkar barst að hassneyslu. Ég varð þess strax var að Sævar var þessu máli eitthvað kunnugur og spurði hann að lokum, hvort hann hefði nokkurn tímann prófað að reykja hass. Jú, hann hafði gert það og var þó ekki nema 15 ára gamall. Mér varð þá á að spyrja hvers vegna í ósköp- unum honum hefði dottið þessi vitleysa í hug. Þá kom í ljós að það var gild ástæða til þess. í fyrsta lagi langaði hann til að prófa hvernig það væri að reykja hass, en hitt var þó þyngra á met- unum, að hann átti svo marga fé- laga sem reyktu hass og auðvitað gat hann ekki verið örðuvísi en þeir. Næst innti ég hann eftir því hvort hann hefði eitthvað reykt hass eftir að hann kom í skólann. Það hafði hann ekki gert, en hann sagði, að sig hefði langað til þess fyrst eftir að hann kom. Þegar leið „Pá héldu menn að hassneysla væri svo til óþekkt hér á landi og önnur sterkari lyf væru enn sjaldgæfari. Ég hélt þetta eins og flestir aðrir en komst brátt að raun um að jólum, langaði Sævar ekki lengur í hass. Ég bað hann þá að byrja ekki á því aftur, en hann var afar tregur til að lofa því. Svo kom jólafríið og Sævar fór suður en ég fór norður. Skömmu eftir að kennsla hófst aftur eftir áramót spurði ég Sævar hvort hann hefði reykt hass í jóla- fríinu. Hann hafði gert það og þá fann ég að viðhorf hans hafði eitt- hvað breyst frá því sem áður var. Hann sagði að sér liði illa að hafa hassið ekki og hann virtist þrá þá stund er hann kæmist til Reykja- víkur aftur. Hann var sem sagt ekki til viðtals um að hætta hass- reykingum. Eitt af því sem ég spurði Sævar um var hvort það væri ekki erfitt að ná í hass í Reykjavík. Þá upp- lýsti hann, að það væri sko enginn vandi. Vandinn var bara að geta útvegað peninga til að kaupa það, það var svo óskaplega dýrt. Þeir sem áttu peninga gátu fengið nóg af hassi ef þeir þekktu rétt sambönd. Það kom flatt upp á mig að heyra þetta s vo ég fór að rengj a hann, en þá varð hann undrandi á fávisku minni og hálf móðgaður við mig í svipinn. Sævar hresstist brátt og undir vorið viðurkenndi hann að sig langaði ekki lengur í hass, en þrátt fyrir það vildi hann alls ekki hætta neyslu þess. Hann beinlínis lýsti því yfir að það fyrsta sem hann gerði, þegar hann kæmi heim til sín, yrði að útvega sér hass og reykja það. Sennilega þekkja flestir sögu Sævars. Hún varð sorgarsaga. Því miður er hætt við því að saga sumra þeirra sem nú eru að reykja fyrstu hasspípurnar verði eitthvað á svipaða leið. Við því verður víst lítið að gert úr því sem komið er, en öflugt almenningsálit og ár- vekni gegn eiturlyfjanotkun ætti að geta dregið úr fjölda þeirra sem nú eru tilbúnir að feta inn á þessa ógæfubraut en ekki komnir inn á hana enn. Ég hef hér fyrst og fremst talað um hassnotkun, en hassið dugir mönnum ekki lengi, þeir leita brátt í enn sterkari efni, efni sem hafa kvalafull fráhvarfseinkenni sem enginn losnar við nema með því að fá sér nýjan skammt af sama efni. Þegar svo er komið eru menn orðnir alger reköld og hug- urinn snýst um það eitt með hvaða ráðum þeir geti útvegað sér nýjan og nýjan skammt, allt annað er einskis virði og allt annað verður að víkja fyrir þessu eina mark- miði. Löggjöf, boð, bönn og eftir- lit hafa lítið að segja gegn þessum ófögnuði. Það er aðeins brot af þeim fíkniefnum sem til landsins koma, sem tollvörðum tekst að hafa upp á. Ég hef þó trú á að toll- verðir standi vel í starfi sínu, en aðferðirnar til að smygla þessum efum inn í landið eru oft svo ótrú- legar að maður getur ekki vænst þess að hægt se að finna þau, allra síst þegar fólk flytur þennan óþokka inni í sínum eigin líkama, ýmist í meltingarfærum eða konur flytja það í kynfærum sínum, sem er víst að verða það algengasta. Það eina sem eitthvað dugir til að hamla á móti vaxandi eiturlyfja- notkun er aðgát almennings. Menn verða í fyrsta lagi að gera sér hættuna ljósa, en það er þó ekki nóg menn verða líka að ótt- ast hættuna og umfram allt að kenna börnum sínum að hræðast hana. Fíkniefnin eru hámark þeirrar mengunar sem þróast í mannlífinu. Það getur enginn maður verið öruggur né óhultur með líf sitt og eigur fyrir eitur- lyfjaneytanda er leitar að ein- hverju verðmæti sem hugsanlega mætti nota fyrir skammt af fíkni- efni. Hver og einn sem ekki vill sjá afkvæmi sitt í manndrápshug vegna skorts á fíkniefni, ætti í tíma að kenna því að varast slík efni. Það er næstum eina hugsan- lega leiðin til að verja það fyrir hættunni. Niðurlagsorð Ég reikna með því að þetta verði síðasta greinin sem ég skrifa a.m.k. í bili í þessum greina- flokki. Ég hef reynt að benda fólki á hvaða voði er fram undan ef fyllstu varúðar er ekki gætt gagnvart eiturlyfjaneyslunni. Fíkniefnaneytandanum líður öðru hvoru vel, eða meðan áhrifin vara, en svo kemur að skuldadög- unum og sá sem innheimtir skuld- ina sýnir enga vægð. Oft verður fólk að greiða þessar fölsku gleði- stundir með aleigu sinni, heilsu og einnig lífi sínu að lokum og það stundum á ungum aldri. Þetta þarf almenningur að gera sér ljóst og einnig þá staðreynd að rhargs konar eiturlyf eru nú þegar í notk- un meðal okkar og það getur eng- inn vitað með vissu hvar eiturlyfjaneytandinn leynist eða efnið í hann. Verið því vel á verði. 4 - DAGUR - 22. febrúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.