Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 5
Hver er réttur þinn? Nýlega kom út bæklingur undir heitinu „Hver er réttur þinn.“ Út- gefendur eru Búnaðarfélag ís- lands og Stéttarsamband bænda, en bæklingurinn er fylgirit með Búnaðarblaðinu Frey. Ritið er einkum ætlað bændum og sveitarfólki og fjallar í fyrsta lagi um þau félagslegu réttindi sem bændur njóta vegna þátttöku í samtökum stéttar sinnar. í öðru lagi fjallar það um rétt manna samkvæmt almennum trygging- um og í þriðja lagi ert greint frá hóptryggingum sem bændum standa til boða hjá tryggingarfél- ögum og rétti til að lána hj á Hús- næðisstofnun ríkisins. Ritinu hefur verið dreift til allra bænda, en auk þess er það fáan- legt hjá útgefendum. Fjórða bindi af „Ættum Þingeyinga“ komið út Út er komin hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri fjórða bindi bókaflokksins um „Ættir Þingeyinga“ eftir Ind- riða Indriðason. Bókin er um 300 blaðsíður. í bindi þessu er fjallað um ættir Ólafs í Hvömmum, Bjarna Bjarnasonar, Bjarna Þórðarsonar í Veisuseli, Gríms Ásmundssonar í Austarikrókum, Ólafs Ólafs- sonar á Litluvöllum og Sigurðar Magnússonar á Snartarstöðum. Fjölmargar myndir eru í bókinni og nafnaskrá sem auðveldar les- endum mjög að nota hana. Höf- undur telur að með útkomu fjórða bindisins sé heildarverkið því sem næst hálfnað. Spennandi tvímenningur hjáBA Fjórum umferðum af sex er nú lokið í tvímenningskeppni Bridgefélags Akureyrar, Akur- eyrarmóti, en alls spila 48 pör. Staða efstu para: 1. Jóhann Helgason - Ármann Helgason 420 2. Jakob Kristinsson - Stefán Jóhannesson 406 3. Soffía Guðmundsdóttir - Ævar Karlesson 354 4. Stefán Ragnarsson - Pétur Guðjónsson 325 5. Einar Sveinbjörnsson - Sveinbjörn Jónsson 306 6. Gunnar Berg yngri - Anton Haraldsson 302 7. Jónas Karlesson - Haukur Sigurðsson 291 8. Grettir Frímannsson - Ólafur Ágústsson 263 9. Þórarinn B. Jónsson -PállJónsson 259 10. Stefán Vilhjálmsson -Guðm. V. Gunnlaugsson 247 Fimmta umferð verður spiluð þriðjudagskvöldið 1. mars. Allar tryggingar! umboðið hf. Rádhústorgi 1 (2. hæð), sími 21844, Akureyri. S1JNPJBK Bændur, bifreiðaeigendur, verktakar og útgerðarmenn Eigum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir SONNAK rafgeyma. HLEÐSLA - VIÐGERÐIR - ÍSETNING Búvélaverkstædið Óseyri 2 - Sími 2-30-84 r Leikfélag Akureyrar sýnir: 1 Bréfberinn frá Arles eftir Ernst Bruun Olsen í þýðingu Úlfs Hjörvars. Leikstjóri: Haukur Gunnarsson. Leikmynd: Svein Lund-Roland. Næstu sýningar: Fimmtudaginn 24. febrúar kl. 20.30. Föstudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Sunnudaginn 27. febrúar kl. 20.30. Miðasala opin alla virka daga, nema mánudaga, kl. 17-19. Sýningardaga kl. 17-20.30. Sími 24073. Myndlistarsýningin „Fólk“, samsýning 13 mynd- listarmanna á Akureyri, í fordyri Leikhússins er opnuð kl. 19.30 sýningardagana. Leikféiag Akureyrar. -----------------------------------------------------------------------------. Aóalfundur H. f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í SúlnasalHótelSögu mánudaginn21. mars 1983, kl. 14:00. DAGSKRÁ: I. Aðalfundarstörf samkvœmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, aukningu hlutafjár og innköllun eldri hlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 14. mars. Reykjavík, 15. febrúar 1983. STJÓRNIN. EIMSKIP Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 23. febrúar kl. 20-22 verða bæjar- fulltrúarnir Sigurður J. Sigurðsson og Sigfríður Þorsteinsdóttir til viðtals í fundastofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. ★ Furustólar ★ Vadinastólar ■jlr Skrifborðsstólar ★ Blaðagrindur ★ Blaðapokar ★ Salatskálar ★ Blómasúlur ★ Furubakkar ★ Uppþvottagrindur Opið 9-12 og 1-6, laugardaga 10-12. Fellistólar Verð frá kr. 380. KOMPAN SKIPAGÖTU 2 AKUREYRI sími 25917. 22. febrúar 19£I3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.