Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 7
mixfmm '*■****' . Skálað í tilefni dagsins, Kapparnir voru hinir vígalegustu er þeir réðust til atlögu við matinn, Pottveisla „Pottormanna“ „Þetta mun vera einhver stórkostlegasta veisla sem hér hefur farið fram, að minnsta kosti muna elstu menn ekki annað eins“ sagði einn af „Pottormun- um“ er við ræddum við hann í hádeginu á föstudag. „Pottormur“? - hvað er nú það? - Jú lesendur góðir, þeir kalla sig „Pott- orma“ kapparnir sem mæta dag hvern í hádeginu í sundlaugina á Akureyri til að hressa sig með sundi og legu i heitu pottunum og slappa af frá dagsins önn og amstri. Ákaflega hressir „ormar“ sem létu sig hafa það og héldu átveislu eina mikla í heita pottinum við sundlaugina s.l. föstudag. Upphitun fór fram með hefðbundnum hætti. Syntar voru nokkrar ferðir í lauginni en síðan var skundað í heita pottinn þar sem veislan hófst. Á matseðlinum var margt girnilegra rétta og má þar til nefna magál, harðfisk, hval (sumir sögðu að það væri sá síðasti), og flatkökur sem skreytt- ar voru með hráu hangiketi. Ekki má gleyma ídýfunni sem flaut um allt. - Og eitthvað voru þeir með „Pottormamir“ tii þess að skola þessum kræsing- um niður með. Það munu vera tveir hópar sem sækja sundlaugina á degi hverjum á ákveðnum tímum dagsins. Þar mæta fyrir allar aldir árrisulir bæjarbúar og taka sprettinn áður en haldið er til vinnu. Og svo eru það „Pottormarnir“ sem mæta í hádeginu. Að sögn „Pottormanna“ heitir félagsskapur þeirra sem mætir á morgnana „Morgunhanar“ og nú er beðið með eftirvæntingu eftir svari þeirra við átveislu „Pottormanna.“ Páll hellti í staupin úr mjólkurfernunni góðu sem hafði reyndar eitthvað sterk- ara að geyma að þessu sinni en mjólk. Það gat varla heitið að Páll A. Pálsson sleppti „mjólkinni“. Hörður Tulinius, hress og kátur að vanda. hér heldur hann smá ræðustúf. Veiðin í Mývatni eykst með hverju árinu sem líður Netaveiðar í gegn um ís á Mývatni hófust 1. febrúar sl. og hafa þær gengið þokkalega fram að þessu. Vetrarveiðitímabilið stendur frá því í byrjun febrúar fram í endaðan maí og fer kvóti þeirra sem eiga veiðirétt í vatninu eftir arðskrá viðkomandi býlis. einn dag kostaði 100 krónur en auk þess væri hægt að kaupa dorg- veiðileyfi fyrir alla laugardaga á tímabilinu og kostaði það 400 krónur. segir lllugi Jónsson á Bjargi, einn veiðiréttareigenda í Mývatni - Þetta er mjög gömul hefð og svona veiðar hafa verið stundaðar fráómunatíð, sagði Illugi Jónsson á Bjargi í Reykjahlíð í samtali við Dag er við hnýstumst fyrir um gang veiðanna. Sagði lllugi að þarna væri því verið að halda við gamalli hefð auk þess sem mönn- um finndist nýnæmi af því að fá nýtt í soðið. Fáir stunduðu þessar vetrarveiðar til þess að selja aflann, enda gæfi kvótinn varla tilefni til þess. Að sögn Illuga eru nú 38 menn í veiðifélaginu um Mývatn og færi kvótinn eftir arðskrá. Til dæmis mætti hann veiða 180 silunga á vetrarvertíð- inni en kvóti einstakra manna færi upp í 300-400 stykki. Þá væri mönnum heimilt að selja svo- kölluð dorgveiðileyfi á laugardög- um til einstaklinga en viðkomandi mættu þó ekki veiða meira en tíu silunga í einu. Veiðileyfi fyrir 70 sentimetra þykkur í flóanum sem við köllum, en í hlýviðrinu að undanförnu hafa myndast eyður meðfram landinu og nú er svo komið að það er ekki landtaka á mörgum stöðum. mm - Hvernig hefur þér svo gengið í ár? - Svona þokkalega en mest hef ég fengið níu silunga eftir tvær nætur, sagði Illugi og gat þess jafnframt að veiði hefði glæðst jafnt og þétt í vatninu undanfarin ár. Kvótinn hefði þessvegna verið hækkaður um 50% milli ára sl. tvö ár en Illugi sagðist þó ekki í vafa um að Mývatn gæti gefið svo mörgum sinnum meir af sér án þess þó að gengið væri á silungs- stofninn. Þess má að lokum geta að neta- veiðarnar á Mývatni á veturnar fara fram með þeim hætti að netin eru dregin milli vaka og við það er notaður sérstakur útbúnaður sem veiðimennirnir hafa nefnt kafara en tæki þetta mun upprunnið í Kanada. Er þetta eins konar sleði á hjólum sem rennur eftir ísnum neðanverðum og dregur netin á eftir sér. ...- . - - Er mikill ís á vatninu nú? - Nei þaðerekki hægtaðsegja það. Ætli ísinn sé ekki svona 60- Illugi Jónsson Það er fagurt um að litast við Mývatn jafnt að vetrarlagi sem að sumarlagi, Mývatn í vetrarbúningi, Texti: ESE 6 - DAGUR - 22. febrúar 1983 22. febrúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.