Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 8
Húsavík: Fjórir bátar famir vegna aflaleysis Húsavík 21. fcbrúar. Nú er svo komið að fjórir stórir bátar frá Húsavík eru farnir burt og verða gerðir út frá Snæfellsnesi og Þorlákshöfn á næstunni. Ástæðan er fyrst og fremst afla- og gæftaleysi hér heirna. í samtali viðTryggva Finnsson, forstjóra Fiskiðjusamlags Húsa- víkur kom fram að auðvitað væri bagalegt að missa þessa báta burt. Hann kvaðst hins vegar skilja mæta vel afstöðu útgerðarmanna. Þetta væri ekkert annað en hrein sjálfsbjargarviðleitni. Aflabrögð hefðu verið með eindæmum léleg og gæftir stirðar. Frá áramótum hefði vinna hjá Fiskiðjusamlaginu fallið niður í átta eða níu daga vegna hráefnisskorts. Tryggvi kvað alvarlegast í þessum málum, þá staðreynd að þetta væri annað árið í röð sem afli hefði brugðist á þessum hefðbundnu grunnslóð- um Húsavíkurbáta og þótt það hefði verið algengt á árum áður að bátar færu suður á vetrarvertíð þá þætti það miður fýsilegur kostur í dag. Þess má að lokum geta að bátaaflinn er um helmingur af öll- um þeim afla sem á land berst hér á Húsavík. -ÞB Umferðar- öryggisár Nú er norrænt umferðarörygis- ár og allir ættu að leggja fram sinn skerf til að bæta umferð- armenninguna, á Akureyri sem annars staðar, en oft hefur ver- ið haft á orði að umferðar- menning Akureyringa væri ekki bcinlínis til fyrirmyndar. Að einhverju leyti má sjálfsagt rekja það til þess að skipulag er ekki alls staðar eins gott og vera skyldi, t.d. í miðbænum þar sem bráðabirgðalausnir verða oft að langtímalausnum í reynd. Með- fylgjandi myndir tók Páll ljós- myndari Pálsson í Skipagötunni þar sem óheimilt er að leggja bíl- um eftir að tekin var upp tvístefna til bráðabirgða í fyrra haust. Á annarri myndinni sést hvar lagt hefur verið í báðar áttir sömu megin götunnar og á hinni má sjá bíl sem lagt hefur verið rétt við gatnamót, sem af þeirri ástæðu einni nægir til að gera hann rang- stæðan, þó ekki kæmi til stöðu- bann við götuna. Föstudaginn 18. febrúar var haldinn stofnfund- ur F.U.F. á Akureyri. Fundurinn var vel sóttur. Erindi fluttu þeir Finnur Ingólfsson, formaður S.U.F. og Áskell Þórisson, framkvæmdastjóri S.U.F. Síðan voru almennar umræður og fyrir- spurnir. Á meðan á þessum umræðum stóð komu þeir Guðmundur Bjarnason og Stefán Valgeirs- son á fundinn. Koma þeirra varð til að lífga um- ræður enn frekar. Veittu þeir fundarmönnum ýmsar upplýsingar um stöðu þjóðmála. Að umræðum loknum var kosin stjóm til að undirbúa framhaldsstofnfund þar sem lög og reglur fyrir félagið verða endanlega ákveðin. Stjómina skipa: Ásgeir Arngrímson, Áslaug Magnúsdóttir, Björn Snæbjömsson, Bragi Berg- mann og Fjóla Friðriksdóttir. Framhaldsstofn- fundur verður auglýstur síðar en þeir sem hann sitja verða taldir stofnfélagar. Þessi unga stúlka á myndinni heitir Sólveig Tryggvadóttir og er frá Kópaskeri. Þar sér hún um dreifingu Dags og hefur staðið sig eins og herforingi þrátt fyrir ungan aldur. Er foreldrar hennar áttu til til Akureyrar notaði Sólveig auðvitað tækifærið og brá sér með og skoðaði aðstöðuna í Strandgötu 31. Jóhann Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri, gekk með henni um húsið og sýndi henni hvernig lífið gengur fyrir sig á blaði sem Degi. Einna mest fannst Sólveigu koma til tölvusetningartækjanna og þvi notaði hún tækifærið og settist þar er staður var valinn fyrir myndatöku. Með henni á myndinni er Guðjón Heimir Sigurðsson, setjari. Mynd: ESE Starfsmannakór stofnaður á verksmiðjum Iðnaðardeildar Félagsstarf starfsmanna í verk- smiðjum Iðnaðardeildar á Ak- ureyri stendur nú með miklnm blóma og það nýjasta er að þar hefúr verið stofnaður starfs- mannakór. Þátttakendur í hon- um eru 37 manns sem æfa nú af kappi. Stjórnandi er Árni Ingi- mundarson, landskunnur hljómlistarmaður sem starfar hjá Iðnaðardeild en hann hefur meðal annars stjórnað mörgum kórum, m.a. karlakórnum Geysi í fjöldamörg ár. Starfsmannafélagið hefur einn- ig tekið upp samstarf við félag starfsmanna hjá verksmiðjunni Álafoss. Að sögn Júlíusar Thor- arensen, formanns félagsins á Ak- ureyri, er fyrirhuguð heimsókn þeirra Álafossmanna til Akureyr- ar nú um hvítasunnuna. Þar munu ýmsir áhugamannahópar frá báðum stöðum hittast og leiða saman hesta sína, svo sem kórfé- lagar, skákmenn, bridgemenn, fótboltamenn og fleiri. (Úr Sambandsfréttum) Magnús í Rauða húsinu Laugardaginn 26. febrúar opn- ar Magnús V. Guðlaugsson sýningu á verkum sínum í Rauða húsinu. Magnús lærði til myndlistar í Reykjavík og Hollandi. Hann hefur haldið margar sýningar og sýndi í Rauða húsinu í september 1981. Hann var einn íslensku þátttakendanna á Parísar-tvíær- ingnum á liðnu ári. í Rauða húsinu mun Magnús að þessu sinni sýna málverk í anda „nýja málverksins“ svokallaða sem er ríkjandi stefna meðal myndlistarmanna um þessar. mundir, jafnt vestan hafs og aust- an. Sem fyrr segir hefst sýningin þann 26. þ.m. klukkan 16 og stendur til 3. mars. Hún er opin alla daga milli kl. 16 og 20.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.