Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 22.02.1983, Blaðsíða 9
KA-sigur Á föstudagskvöldiö léku í íþróttahöllinni KA og Grótta, en þau eru bæði topplið í annari deild. Handboltaáhugamenn á Ak- ureyri voru búnir að bíða með óþreyju eftir þessum leik, en þetta var fyrsti leikurinn í annari deild hér á Akureyri síðan í byrjun desember. Þrátt fyrir það að KA merði sigur á elleftu stundu voru hinir fjölmörgu áhorfendur ekki ánægðir með leik liðsins. Það ríkti oft á tíðum ráðaleysi í sókninni, sérstaklega voru leikmenn of bráðir að skjóta án þess að opið marktæki- færi væri í höfn .Efþeirhins veg- ar héldu boltanum lengur og spiluðu hraðan handknattleik lauk sókninni með því að þeir galopnuðu vörnina og þá var eftirleikurinn auðveldur. Þá var varnarleikurinn heldur ekki nógu góður en leikmenn Gróttu gerðu mikið að því að hnoðast inn í vörnina og gerðu mikið að mörkum með slíkum gegnumbrotum, sem annars vörnin hefði auðveldlega átt að ráða við. Gauti stóð í markinu allan tímann og varði oft á tíðum mjög vel, m.a. tvö vítaskot á ör- lagaríkum augnablikum. Hann var hins vegar í vandræðum með skotin úr horni, en hann fékk á sig fimm mörk þaðan frá sama leikmanni. Fyrstu fimm. mín. leiksins tókst hvorugu liðinu að skora mark, en loks var það Kjeld sem opnaði leikinn með góðu marki. Fljótlega fylgdu eftir önnur tvö frá KA, Guðmundi og Friðjóni. Grótta minkaði síðan minin í þrjú mörk gegn einu, en Kjeld og Friðjón bættu síðan við mörkum fyrir KA og staðan var orðin 5 gegn einu og stórsigur KA virtist í uppsiglingu. Þá kom 17 mín. kafli hjá KA sem þeir skoruðu ekkert mark. Þá var það sem leikmenmn ætluðu sér of mikið í sókninni og svo virtist stundum sem þeir ætluðu að skora tvö mörk í hverri sókn. Á þessum tíma gerði Grótta fimm mörk og breytti stöðunni í 6 gegn 5. Síðan skiptust liðin á að skora til hálfleiksins, en þá hafi Grótta eins marks forustu, 9 mörk gegn 8. Síðari hálfleikurinn var hníf- jafn allan tímann, en á 11. mín. náði KA loks forustu aftur, 14 gegn 13 eftir gott mark frá Er- lingi. Skömmu síðar var KA komið með tveggja marka for- ystu, 16-14, en Gróttu tókst að jafna 16-16. Síðan var jafnt á öllum tölum fram að 19—19, en síðustu mín. leiksins hafði KA boltann en þegar fimm sek. voru til ieiks- loka skaust Flemming inn úr vinstra horninu eftir góðan sam- leik við Kjeld landa sinn, og skoraði tuttugasta markiðp og tryggði KA bæði stigin. Nú á KA eftir aðeins einn leik í deildinni áður en úrslita- keppnin byrjar, en það er gegn Ármanni, en þeir eru í neðsta sæti, þannig að búast má við að KA sigri í þeim leik. Þegar þeir svo fara í úrslitakeppnina hafa þeir þriggja stiga forustu á HK og fimm stiga á Gróttu og Breiðablik. Flemming gerði flest mörk fyrir KA, eða 5, Erlingur 3, Friðjón 3, Kristján 3, Erlendur 2, Kjeld 2 og Jakob og Guð- mundur 1 hvor. Ágætir dómarar leiksins voru Ólafur Haraldsson og Gunnar Kjartansson. Úr leik KA og Gróttu. Tveir ósigrar Þórs Möguleikar Þórsara á að komast í úrvalsdeildina í körfuknattleik minnkuðu all- verulega um helgina er liðið hélt suður og lék tvo leiki. Spilað var gegn Haukum og ÍS, þeim liðum sem berjast um úrvalsdeildarsæti ásamt Þór og töpuðu Þórsarar báðum þessum leikjum. Eftir Gott júdómót Það fengu margir ómjúkar bylt- ur á Júdómóti Júdóráðs Akur- eyrar sem haldið var á laugar- daginn. Alls voru 40 keppendur á mótinu og þar með allir bestu júdómenn landsins. Það sýndi sig á laugardaginn að margur getur verið knár þótt hann sé smár og þar sáust einnig vel þjálfaðar stúlkur sem leika sér að leggja margan karlmanninn. Fyrir ÍBA keppti t.d. dönsk stúlka sem býr hér, Lisbet Bir- gitta, að nafni en hún þótti sýna snilldartakta gegn Margréti Þráinsdóttur en hún er víðfræg júdókona og hefur m.a. unnið opna skandinavíska meistara- mótið. Þá kom Gísli Viium, úr Ármanni, einnig mjög á óvart með góðum glímum og sama má einnig segja um Árna Ingólfs- son, ÍBA og Brodda Magnús- son, ÍBA. Dómarar á þessu móti voru þeir Þorsteinn Pétursson, Þór- oddur Þórhallsson, Yoshih Ko- yoia og Cees-Van de Ven. Það var Júdóráð Akureyrar sem gaf verðlaunapeninga til þessarar KA gegn Armanni Síðasti leikur KA í forkeppninni annarrar deildar verður á mið- vikudagskvöldið. Þá leika þeir í íþróttahöllinni gegn Ármanni. Þessi leikur verður að vinnast fyrir KA, því stigin verða dýr- mæt í úrslitakeppninni um fyrstu deildar sætið. Þrátt fyrir það að Ármenningar séu neðstir í deild- inni, eru stigin þeim jafn dýrmæt, þannig að búast má við að þeir selji sig dýrt í þessum leik. Leikurinn hefstkl. 20,30og áhorfendur ættu að fjölmenna í höllina og hvetja KA til sigurs í þessum leik. KA-stúlkur unnu tvívegis Tvívegis sigruðu KA stúlkur stöllur sínar úr Víkingi í fyrstu deild kvenna í blaki. Þær léku bæði á laugardaginn og sunnu- daginn og KA-stúlkur unnu báða leikina auðveldlega með þremur hrinum gegn engri. keppni og var Þorsteinn Hjalta- son mótsstjóri en mótið gekk mjög vel fyrir sig. Úrslit urðu þessi. Opinn unglingaflokkur: 1. Magnús Hauksson ÍBA 2. Friðbjörn Benediktsson ÍBA 3. Ástvaldur Sigurbergsson Ármanni Kvennaflokkur: 1. Margréti Þráinsdóttir Ármanni 2. Lisbet Birgitta ÍBA 3. Eygló Sigurðardóttir Ármanni Karlar 4 kyu eða lægri: +78 kg. 1. Runólfur Gunnlaugsson Ármanni 2. Kristján Þorkelsson ÍBA 3. Kristján Kristjánsson Ármanni -78 kg. 1. Sævar Kristjánsson Gerplu 2. Árni Ingólfsson ÍBA 3. -4. Magnús Skúlason Ármanni 3.-4. Geir Karlsson UMFK Karlar 3 kyu og yfir: -71 kg. 1. Halldór Guðbjörnsson JFR 2. Sigurbjörn Sigurðsson UMFK 3. Broddi Magnússon ÍBA -78 kg. 1. Ómar Sigurðsson UMFK 2. Gísli Viium Ármanni 3. -4. Magnús Hauksson UMFK 3.-4. Níels Hermannsson Ármanni +78 kg. 1. Bjarni Friðriksson Ármanni 2. Karl Gíslason Ármanni 3. Sigurður Hauksson UMFK þessa ósigra er möguleiki Þórsara byggður á því að IS sigri Hauka, Þór sigri IS og leggi síðan Hauka í síðasta leiknum. Ef svo færi yrðu lið- in þrjú öll jöfn að stigum. Fyrri leikurinn var gegn Haukum. Nokkuðjafnræðivarí byrjunleiksins,staðant.d. 12:10 fyrir Þór eftir 6 mínútur. En þá kvöddu Haukarnir og breyttu stöðunni í 45:20 á 9 mínútum og ljóst var hvort liðið myndi ganga með sigur af hólmi. Staðan var 55:36 í hálfleik og lokatölur 114:84. Það sem varð Þórsurum að falli í þessum leik var slakur varnarleikur. Menn voru staðir í vörninni langtímum saman og engin barátta fyrir hendi. Sókn- in hinsvegar ekki svo afleit fram- an af. í heildina ekki ástæða til að hrósa neinum leikmanna Þórs fyrir þennan leik gegn stór- góðu liði Hauka. Stigahæstir Þórsara voru Robert McField með 41 stig, Eiríkur Sigurðsson 14 og Jón Héðinsson 11 stig. - Hjá Haukum var Pálmar Sig- urðsson stighæstur með 50 stig og var langbesti maður vallarins. Síðari leikurinn var gegn ÍS í fyrradag. Sá leikur varmjög jafn og ekki fyrr en á lokamínútun- um að ÍS náði að tryggja sér sigur. Mjög lítið var skorað í fyrri hálfleiknum enda varnir liðanna sterkar og leikmenn fengu lítið næði að athafna sig með boltann. Þórsarar voru yfir framan af, komust t.d. í 6:0 og 10:4. ÍS jafnaði og jafnt var á mörgum tölum í fyrri hálfleik, en í leikhlé var staðan 28:25 fyrir ÍS. í síðari hálfleik var sama bar- áttan, staðan t.d. 36:36 en þá sigu ÍS-menn framúr og náðu 12 stiga forskoti 54:42. En undir lok leiksins náðu Þórsarar góð- um kafla, minnkuðu muninn í 2 stig og allt virtist geta gerst. En ÍS-menn voru sterkari á loka- sprettinum og náðu að hala si- gurinn inn. Lokatölurnar 77:70. Þetta var mun betri leikur hjá Þórsliðinu en sá fyrri. Vörnin var á köflum mjög góð, en ekki eins mikið öryggi yfir sóknar- leiknum og oft áður. Þá komust leikmenn IS upp með mjög gróft brot á McField allan leikinn sem hafði að sjálfsögðu sitt að segja. Besti maður Þórs í þessum leik var McField sem skoraði 43 stig þrátt fyrir mjög stranga gæslu 2- 3 manna, en aðrir leikmenn voru jafnir. Jón Héðinsson fékk 4 vill- ur strax í upphafi og lék ekki meira með fyrr en langt var liðið á síðari hálfleik. Pat Bock skor- aði 23 stig fyrir ÍS, Gísli Gísla- son 22. Góðir sigrar í blakinu Víkingar komu norður um helg- ina og léku tvo leiki í fyrstu deild karla í blaki. Fyrri leikurinn var gegn Bjarma úr Fnjóskadal. Sá leikur var mjög spennandi en Bjarmi sigraði með þremur hrin- um gegn tveimur. Daginn eftir léku þeir gegn Eyfirðingum, sem sigruðu þá örugglega með þremur hrinum gegn engri. Fátt mun nú geta komið í veg fyrir að Víkingar falli í aðra deild en þeir hafa ekkert stig hlotið í deild- inni. í síðustu viku skruppu Ey- firðingar austur og léku við Bjarma. Þeim leik lauk með sigri Eyfirðinga, þremur hrinum gegn einni. ' 22 fébí’úár 1983 - DAGÚR -9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.