Dagur - 24.02.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 24.02.1983, Blaðsíða 1
HALSFESTAR 8og14KARÖT GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 66.árgangur Akureyri, fímmtudagur 24. febrúar 1983 23. tölublað Saltvíkur- málið hjá saksóknara „Við sendum saksóknara ríkis- ins þetta mál til umfjöllunar fyrir um það bil viku síðan og þar verður tekin ákvörðun um framhald ínálshis", sagði Adolf Adolfsson fulltrúi bæjarfógeta á Húsavík er Dagur ræddi við hann í fyrradag og leitaði fregna af „Saltvíkurmálinu" svokallaða. Eins og kunnugt er kærðu ábú- endur á bænum Saltvík við Húsa- vík fjóra unga pilta fyrir húsbrot og líkamsárás á heimili þeirra, en atburður þessi átti sér stað um áramótin. Urðu nokkur blaða- skrif vegna þessa máls. „Það kom fram við yfirheyrslur í málinu að aðilum bar ekki saman um málavexti. Húsráðend- ur kærðu piltana, en formleg kæra kom ekki fram á móti. Hinsvegar kom fram í máli piltanna að þeir hefðu farið á lögreglustöðina til þess að kæra móttökur þær sem þeir fengu í Saltvík og þeir litu þannig á málið að þeir hefðu kært. Saksóknari metur það hvort hann er ánægður með rannsókn málsins hér eða hvort hann vill fá einhverjar nánari upplýsingar um málið og þegar hann er búinn að vinna úr því tekur hann ákvörðun umframhaldið." - Hefur þú trú á því að svo verði litið á að piltarnir hafi kært líka, samkvæmt afgreiðslu máls- ins frá ykkur? „Það þori ég ekki að segja til um, en mér sýnist að það séu síður líkur á því eins og málið liggur fyrir í skýrslunum." Fólksflutningar til höfuðborgar- svæðisins Á síðasta ári urðu meiri tilflutn- ingar á fólki hér innanlands en á undanförnum árum. Fólks- flutningar frá Iandsbyggðinni til suðvesturhornsins, einkum höfuðborgarsvæðisins, eru áberandi. Á tímabilinu 1. des. 1981 til 1. des. 1982 fluttust 7.468 til höfuðborgarsvæðisins á sama tíma og 6.234 fluttust burtu. Mismunurinn er 1.234. Á árinu 1981 fluttu 779 til höf- uðborgarsvæðisins umfram þá sem þaðan fóru. Lang stærstur hluti þeirra sem fluttu til höfuðborgarsvæðisins á síðasta ári komu af landsbyggð- inni, eða 5.884, en 1.584 komu frá útlöndum. Á sama tíma fluttu 5.114 frá höfuðborgarsvæðiriu á landsbyggðina og 1.120 til út- landa. Mismunurinn á þeim sem fluttu milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins eru því 770 landsbyggðinni í óhag. Pá varð einnig fjölgun á Suðurnesjum, Kjalarnesi og Kjós. Landsbyggðin hefur síðustu tvö ár tapað fólki til höfuðborgar- svæðisins en á árunum 1975-1980 var þessu öfugt farið, þó í litlum mæli væri. Raufarhöfn séð frá sjónarhomi fuglanna. Mynd: ESE Mikill áhugi á beina fluginu „Við höfum orðið varir við mikinn áhuga fólks fyrir þess- um beinu ferðum til Kaup- mannahafnar" sagði Gísli Jónsson forstjóri Ferðaskrif- stofu Akureyrar er við ræddum við hann og spurðum um undir- tektir vegna hinna vikulegu ferða frá Akureyri til Kaup- mannahafnar sem Flugleiðir ætla að halda uppi í sumar. Þessa ferðir verða á fimmtu- dögum frá 16. júní til 1. septem- ber og sgði Gísli að nokkuð væri um bókanir í ferðirnar nú þegar. Pá væru margir sem hefðu spurst fyrir um ferðirnar. Ekki væri því ástæða til annars en bjartsýni þótt enn væri nokkuð snemmt að segja til um hver sætanýtingin yrði. Sauðárkrókur: 11 sækja umstöðu yfirlög- regluþjóns Umsóknarfrestur um starf yfir- lögregluþjóns á Sauðárkróki er útrunninn, og sóttu alls 11 lög- reglumenn víðsvegar af landinu um stöðuna, og voru þeir þessir: Arngrímur V. Baldursson Sel- fossi, Björn Mikaelsson Akur- eyri, Björn Sigurðsson Reykja- vík, Guðmundur Óli Pálsson Sauðárkróki, Kjartan Ólafsson Þórshöfn, Kristján Óli Jónsson Sauðárkróki, Ólafur Jóhannes- son Siglufirði, Ólafur í. Jónsson Selfossi, Rúnar Valsson Vopna- firði, Sigurður Hansen Sauðár- króki og Stefán Friðriksson Reykjavík. Halldór Jónsson sýslumaður Skagafjarðarsýslu sagði í samtali við Dag að hann myndi um eða upp úr helginni senda umsögn sína varðandi þessa ráðningu til Dómsmálaráðuneytisins en það er dómsmálaráðherra sem veitir stöðuna. Þess má geta að yfirlög- regluþjónn hefur ekki verið starf- andi á Sauðárkróki síðan árið 1971. Skagstrendingar kaupa hluta í skipasmíðastöð Sauðárkróki 23. febrúar. Sveitarfélagið á Skagaströnd hef- ur keypt meirihlutann í Skipa- smíðastöð Guðmundar Lárus- sonar hf. á Skagaströnd. Mun ætl- unin vera að breyta mjög rekstri stöðvarinnar og jafnvel taka upp einhver önnur viðfangsefni en skipasmíðar og reyna að láta fyrirtækið veita fleiri mönnum atvinnu í framtíðinni en hingað til. -ÓJ Akureyrarbær kaupir neðri SP5R! hæð Dynheima - formaður Æskulýðsráðs óánægður með að viðbygging var ekki einnig keypt Dynheimar. Samningar munu hafa tekist á niilli Kaupfélags Eyfirðinga og Akureyrarbæjar um kaup bæjarins á neðri hæð Dyn- heima, samkomuhúss unglinga á Akureyri sem rekið er af Æskulýðsráði. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Dagur hefur aflað sér keypti Akureyrarbær neðri hæðina, en sýndi því ekki áhuga að kaupa viðbygginguna norðan við húsið þar sem timburgeymsla kassa- gerðar Kaupfélagsins var til húsa. Mun einkafyrirtæki í bænum því hafa keypt það húsnæði, og er vit- að um óánægju ýmissa æskulýðs- ráðamanna með að bærinn skyldi ekki hafa keypt það húsrými einn- ig- „Ég er 'mjög óánægður með það hvernig hefur verið staðið að þessu máli af hálfu bæjaryfirvalda og að viðbyggingin skuli ekki hafa verið keypt," sagði Gunnar Jóns- son formaður Æskulýðsráðs. „Það var ekkert samráð haft við Æskulýðsráð um þessi kaup og mér þykir mjög miður að viðbygg- ingin skuli ekki hafa verið keypt. Þar hefði skapast aðstaða til að geyma ýmsa hluti, en eins og mál- in eru í dag eru mikil þrengsli í Dynheimum og hvergi um neitt geymslupláss að ræða."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.