Dagur - 24.02.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 24.02.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 90 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 10 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Málsvarar hinna ríku í greinargerð með frumvarpi forsætisráðherra um nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun o.fl. segir m.a. að með því sé leitast við að sníða nokkra ágalla af núgildandi vísitölukerfi. Sú kerfis- breyting sem gerð sé tillaga um feli í sér ann- ars vegar viðleitni í þá átt að draga úr víxl- gangi launa og verðlags og hins vegar að auka svigrúm stjórnvalda til árangursríkrar hag- stjórnar. Kerfisbreytingin sem frumvarpið gerir ráð fyrir er fjórþætt: í fyrsta lagi er lagt til að tekin verði upp viðmiðun við nýjan grundvöll framfærsluvísi- tölu. Með því ættu breytingar á framfærslu- vísitölu, sem liggja til grundvallar breytingum á verðbótum, að gefa réttari mynd af raun- verulegum breytingum á framfærslukostnaði heimilanna heldur en sá grundvöllur sem not- aður hefur verið undanfarin 15 ár. í öðru lagi er lagt til að gerð verði sú grund- vallarbreyting á núgildandi verðbótatilhög- un, að breytingar á óbeinum sköttum og niðurgreiðslum hafi ekki áhrif á greiðslu verð- bóta á laun. Með þessu væri svigrúm hins op- inbera til hagstjórnar aukið að mun frá því sem nú er. í þriðja lagi er lagt til að tekinn verði upp sér- stakur orkufrádráttur. Þessi tillaga er í sam- ræmi við þá áherslu sem lögð hefur verið á það að ráðstafanir til jöfnunar orkukostnaðar og uppbyggingar í orkumálum örvi ekki víxlgang launa og verðlags. í fjórða lagi er lagt til að verðbætur greiðist á fjögurra mánaða fresti í stað þriggja. Með þessu verður dregið úr víxlgangi verðlags og launa og meira svigrúm gefst til þess að beita almennum hagstjórnartækjum á árangursrík- an hátt. Ekki er gert ráð fyrir að þessi kerfisbreyting takmarki verðbótagreiðslur umfram það sem er að finna í núgildandi tilhögun. Þannig vegur orkufrádrátturinn upp á móti minni búvöru- frádrætti samkvæmt nýja framfærsluvísitölu- grundvellinum. Á móti lengingu verðbóta- tímabilsins kemur minni verðbólga og þar með minni kaupmáttarrýrnun milli út- reikningsdaga vísitölunnar. Má ætla að kerfis- breytingin ein sér leiði til þess að verðbólgan frá upphafi til loka þessa árs verði a.m.k. um 5-6% lægri en að óbreyttu vísitölukerfi. Lækkun verðbólgu leiðir til lækkunar vaxta og þar með minni gjeiðslubyrði af lánu en annars hefði orðið að óbreyttu kerfi. Þetta snertir mjög það launafólk sem ber þunga greiðslubyrði vegna lána, til dæmis vegna húsbygginga. Þessu til viðbótar má nefna að með þeirri breytingu sem hér er gert ráð fyrir er mjög dregið úr víxlgangi verðlags og launa og þar með úr verðbólgu, þannig að rekstrar- grundvöllur atvinnuveganna og þar með atvinnuástandið í heild mun tryggara. Sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu þora ekki að taka afstöðu til þessa máls frekar en annarra og er það að verða eitt höfuðeinkenni þeirra um þessar mundir. Alþýðubandalagið setur sig upp á móti þessum úrbótum og ger- ist þar með málsvari hinna ríku sem sífellt auðgast meira á verðbólgunni á kostnað hinna verr settu. Forsetar ASÍ og Sjómannasambandsins hei 61 nn nan insn nætt uá vin - Þetta voru mjög gagnlegir og athyglisverðir fundir og ég vona að þetta verði til þess að opna augu forystumanna verkalýðsfélaganna fyrir því að það sé nauðsynlegt fyrir þá að fara út á meðal fólksins og heyra skoðanir þeirra milliliða- laust, sagði Þóra Hjaltadóttir, forseti Alþýðusambands Norðurlands, í samtali við Dag er hún var innt eftir árangri heimsóknar Asmundar Stef- ánssonar, forseta Alþýðusam- bands íslands og Óskars Vig- fússonar, forseta Sjómanna- sambands íslands, hingað norður. Að sögn Þóru þá mættu þeir Ásmundur og Óskar á vinnu- staðafundum ásamt henni á Húsa- vík og á Akureyri og alls taldi Þóra að um sex hundruð manns hefðu mætt á fundina. Þarna hefðu forsetar þessara stóru laun- þegasamtaka getað rætt beint við fólk og fengið skoðanir þess á stöðunni í dag, en af þeim málum sem mest voru rædd á þessum fundum, voru bráðabirgðalögin og kjarasamningarnir sl. voru efst á baugi. Þóra sagði að þá hefði verið mikið rætt um komandi kjarasamninga en samningar eru lausir 1. september svo sem kunn- ugt er. Fólk hefði rætt opinskátt og frjálslega um þessi mál og óhikað látið skoðanir sínar í ljós. Þeir Óskar og Ásmundur svöruðu einnig spurningum fundarmanna og áður en þeir héldu til Reykja- víkur áttu þeir fundi með stjórn- um verkalýðsfélaganna á Húsavík og á Akureyri. - Ég held að þetta sé í fyrsta skipti, a.m.k. í mörg ár sem for- seti Alþýðusambandsins fer á þennan hátt á almenna vinnu- staðafundi úti á landsbyggðinni og í ljósi þess hvað þessir fundir tókust vel þá vænti ég þess að það verði hægt að fá þá Ásmund og Óskar á almennan kvöldfund á Akureyri einhvern tímann á næst- unni, sagði Þóra Hjaltadóttir. Frá vinnustaðafundinum í Útgerðarfélagi Akur í kvöld klukkan 21 treður hljómsveitin Möðruvalla- munkarnir upp á hljómleikum í Dynheimum og má segja að þetta séu nokkurs konar „de- but-hljómleikar“ í fæðingar- bænum Akureyri. Hljóm- sveitin hefur að vísu komið tvisvar sinnum fram áður, á Húsavík og á Laugum í Reykjadal, en þetta verða sem sagt fyrstu Akureyrar- hljómleikar hljómsveitarinn- ar sem stofnuð var um sl. ára- mót. - Við höfum valið þessum hljómleikum heitið „Hingað og ekki lengra“ en það er einmitt lokasetningin í leikriti Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Munkarnir á Möðruvöllum, seg- ir Sigfús Arnþórsson, einn með- lima Möðruvallamunkanna í stuttu spjalli við blaðamann Dags. Sigfús sagði nafn hljómsveit- arinnar dregið af fyrrgreindu leikriti skáldsins frá Fagraskógi en í rauninni mætti segja að þeir tækju upp þráðinn þar sem leikr- itið endaði. - Þessir hljómleikar í Dyn- heimum verða fyrstu og jafn- framt síðustu hljómleikarnir hér á Akureyri áður en við höldum suður og tökum upp stóra plötu, segir Sigfús. Platan verður tekin upp í Stúdíó Nema undir stjórn Ölafs „bónda“ Þórarinssonar en stúdíó þetta er á bænum Glóru skammt frá Selfossi. Suðurferð Möðruvallamunkanna hefst 5. mars nk. og sagðist Sigfús reikna með því að upptökurnar tækju um viku tíma. Glórulaust væri Möðruvallamunkarnir verða á fleygiferð í Dynheimum í kvöld. —ti 4 - DAGUR - 24. febrúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.