Dagur - 25.02.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 25.02.1983, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ . . . og sumír detta í það helgi eftir helgi... -^■hygSÍufuU móðir skrífar: áfengi og reykt líka svo það er Ég var vakin upp fyrir skömmu ekki það að hún sé fanatísk. af 16 ára gamalli dóttur minni. Mamma, sagði hún, það eru Hún var í miklu uppnámi út af stöðugt yngri og yngri krakkar áfengisneyslu unglinga. Það skal sem eru að prófa vín og sumir tekið fram að hún hefur reynt detta í það helgi eftir helgi. Af Hreppstjórinn á Hraunhamri Sýning að Freyjulundi sunnudag 27. febr. kl. 21.00. Allra síðasta sýning. Miðapantanir í símum 21969 og 32114 eftir kl. 19.00. UMFM á skíðafatnaöi Allt ai 50% afsláttur T.d. Áður Nú Stretchbuxur 995 695 Skíðagalli st. 128 1.285 835 Skíðagöngubuxur 1.020 615 Dúnjakkar 1.955 1.465 Jakkar 1.100 550 Hefst mánudaginn 28. febrúar Sporthú^idhf HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Framsóknannenn Akureyri______________________ Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur verður haldinn í Strandgötu 31 mánudaginn 7. febrúar kl. 20.30. Fulltrúar í nefndum eru sérstaklega hvattir til að mæta Drög að fjárhagsáætlun Stjórnin. sérstaklega rædd. hverju gerir enginn neitt í mál- unum? Ég varð orðlaus. Ég er sjálf aðstandandi alkóhólista og hún er barnið okkar. Við höfum rætt mikið um þetta vandamál svo að nú finnst mér ég verða að koma hugleiðingum mínum á framfæri í von um að þær vekji umræður um þessi mál. Hvernig stendur á því að í bæ eins og Akureyri skuli ekki vera gert meira af því að koma fræðslu um áfengismál inn í skólana, minnst einu sinni til tvisvar á vetri? Hvernig er með foreldrafélög- in, geta þau ekki gert eitthvað í þessu? Það eru gerðar kannanir á hvað börnin borða á morgnana í Gagnfræðaskólanum og fleiri skólum og ég veit að allir eru ánægðir yfir því að börnin skuli borða gróft brauð og drekka mjóik á morgnana en það er ekki nóg ef svo er drukkið vín á kvöldin. Hér fyrir nokkrum árum komu menn frá SÁÁ og héldu fyrirlestra í skólum og veit ég að það vakti börnin mikið til umhugsunar en þá var ekki farið í barnaskólana með þessa fræðslu. Hér var líka rekin skrif- stofa á vegum SÁÁ en hefur ekki verið starfrækt um skeið. Af hverju? Nóg er af óvirkum alkóhólist- um og aðstandendum sem gætu starfað á slíkri leiðbeiningar- skrifstofu og farið með fræðslu inn í skólana. Og nóg er til af myndbandaefni um þetta efni. En þá kemur að því, hvar eigum við að fá peningana? Ég veit að við eigum ekki peninga til alls en hvað hefur forgang og er brýnast? Hér á Akureyri, eins og í öðr- um bæjum, er til áfengisvarnar- ráð. Hvað kemur frá því? Senni- legast ein nefndin með engin fjárráð til neinna hluta. Hvað gerir lögreglan í málum ölvaðra unglinga og hvað getum við gert til að styðja hana til að halda uppi lögum og reglum? Ég skora hér með á bæjarfé- lagið, æskulýðsráð, foreldrafé- lög, áfengisvarnarráð, fjölmiðla og aðra sem geta veitt þessu máli lið að sameinast í átaki til að sporna við stöðugt aukinni notk- un unglinga á vímuefnum sem færist stöðugt í aukana meðal yngri og yngri nemenda. Mörg dæmi eru um að börn á aldrinum 10-12 ára fara að fikta við þessa hluti. Talið er að það taki ómótaðan ungling jafn marga mánuði að verða háður þessum vímuefnum eins og það getur tekið full- þroska mann í árum ef hann byrjar ekki fyrr en unglingsárum er lokið. Þetta er ógnvekjandi. Alltaf verða einhverjir illa úti í lífinu af þessum sökum og við björgum aldrei öllum en við get- um bjargað og bætt ástandið það mikið að fjárfestingin sem við leggjum í þessi mál skilar sér margfalt í bætu starfi. í gangi er fjölskyldunámskeið hér í bæ fyrir tilstilli félagsmála- stofnunar og óvirkra alkóhólista og aðstandenda vímugjafaneyt- enda. Það mætti efla það fram- tak ásamt mörgu fleiru. Ekki er hægt að kenna ung- lingunum um tíðarandann nema að litlu leyti. Það er ekki von að gott sé að halda fullum aga í skólum þegar sjónvarpið sýnir okkur æðstu menn þjóðarinnar masandi og stiklandi um þingsali eða jafnvel ekki viðstadda með- an hin alvarlegustu mál eru á dagskrá og víðar er pottur brot- inn hjá okkur fullorðna fólkinu sem við gætum byrjað á að laga. AKUREYRINGAR - NORÐLENDINGAR! ... af gólfteppa- lýmingarsölunni ■ iár á fyrsta flokks gólfteppum, smáteppum, bútum, mottum og renningum Krakkarnir fá Kjörís meðan foreldrarnir skoða teppaúrvalið. Notið einstakt tækifæri til teppakaupa lEPPfíLfíND SSXT símí 96-25055 2 - DAGUR - 25. febrúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.