Dagur - 25.02.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 25.02.1983, Blaðsíða 3
Útgefendur „Spékoppsins“, Ragnar Lár. og Þórður Pálmason. ,, Spékoppur6 6 á markaöiim „Við stefnum að því að koma „Spékoppnum“ út um miðjan marsmanuð", sögðu þeir Ragnar Lár. og Þórður Pálma- son, en þeir félagar eru útgef- endur þeirrar merku bókar sem nú er á lokastigi í vinnslu. Við spurðum þá hverskonar bók „Spékoppurinn“ væri eiginlega og um hvað væri fjallað í bók- inni. „í bókinni er fjallað um helstu atburði á Akureyri á sl. ári í bundnu og óbundnu máli og með teikningum", sagði Ragnar. „Ég sé um allar teikningar og óbundið mál, en Rögnvaldur „ráðherra" Rögnvaldsson um bundið mál af sinni alkunnu snilld. Það má segja að í bókinni sé gerð úttekt á bæjarlífinu í léttum dúr, en ég hef gengið með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár.‘‘ Bókin verður í svokölluðu A4- broti á þverveginn. Það vekur sérstaka athygli að allar auglýs- ingar í bókinni eru teiknaðar af Ragnari, og eru þær þannig unnar og uppsettar í bókinni að þærfalla vel að öðru efni og verða hluti af heildinni. Síðufjöldi verður 60-70 og þegar er farið að huga að næstu bók sem koma mun út að ári liðnu. „Undirtektir auglýsenda hafa t.d. verið þannig að það er tímabært að velta áframhaldinu fyrir sér og sumir hafa pa'ntað auglýsingapláss fram í tímann“, sagði Ragnar. - Og að lokum? „Okkur er ekkert heilagt þegar við veljum og semjum efni í bók- ina, en þó stefnum við ekki að því að koma neinum í gröfina“. Ein myndanna í bókinni sýnir „verka lýðsforingja“ sem fór úr öskunni . . . Saumað og sungið á Grenivík Leikfélagið Vaka í Grýtubakka- hreppi frumsýndi sl. laugardag á Grenivík Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson. Svo afkastamikill hefur Kjart- an Ragnarsson verið við leikrita- gerð undanfarin ár að hvert leik- félag sem vill taka sjálft sig há- tíðlega hlýtur fyrr eða síðar að taka til meðferðar verk eftir hann. Því að leikrit Kjartans eru ekki einungis orðin mörg heldur eru þau einnig góð sem sjá má af þeim vinsældum sem þau hafa notið. Saumastofan er gott leikrit. Kannski best fyrir það hversu gamni og alvöru er fléttað þar saman á listilegan hátt. Það set- ur okkur fyrir sjónir háalvarleg- ar myndir, jafnvel átakanlegar, sem í næstu andrá eru þurrkaðar út með glensi sem þó verður aldrei innantómt grín. Sex konur sem vinna á sauma- stofu, (Guðrún ísaksdóttir, Guðrún Éyvindsdóttir, Valborg Gunnarsdóttir, Sigríður Jó- hannsdóttir, Hólmfríður Frið- björnsdóttir og Arna Gunnars- dóttir), taka að segja sögu sína í tilefni af afmæli einnar þeirra. Sama gerir klæðskerinn á staðnum, (Guðni Hermanns- son). Forstjóranum, (Gunnar Kristinsson) ogsendlinum (Snæ- björn Kristjánsson) kynnumst við líka. Hvert og eitt á sína sögu. Þær sögur láta áhorfand- ann ekki ósnortinn. Og það má vera meira en miðlungi sljór maður sem ekki hefur um eitt- hvað að hugsa eftir að hafa séð þetta leikrit. Kjartan Ragnarsson kann þá list að segja hlutina skýrt og skorinort. Texti Saumastofunn- ar er ekkert uppskrúfað leik- sviðsmál heldur venjuleg, kjarn- góð íslenska, eins og venjulegt fólk notar í samtölum sín á milli. Leikstjóri er Arnór Benónýs- son, ungut maður, nýlega út- skrifaður úr Leiklistarskóla ís- lands og er þetta fyrsta verk sem hann leikstýrir. Hlutverk hans er ekki létt. Fyrir utan það að vera að þreyta frumraun sín í leikstjórn verður hann að fást við tvö helstu vandamál sem leikstjórar áhugaleikfélaga verða oftast að sigrast á. Að kenna helmingi leikendanna að stíga sín fyrstu skref á leiksviði og koma stóru verki fyrir á sviði sem er á stærð við meðal eldhús- gólf. í stuttu máli sagt tekst honum þetta allt mæta vel. Með þessari sýningu hefur hann sýnt það og sannað að hann er leikstjóri sem hægt er að taka mark á. Svið- setningin er afrek út af fyrir sig. Allt gengur furðanlega vel upp með svo marga leikendur á svo litlu sviði. Hefur þurft talsverða hugkvæmni til. Leikmyndin er k «' Leikstjórinn þungt hugsi. einföld og fellur vel að efni leiks- ins. Athygli vekur hve litasam- spil leikmyndar og búninga er gott. Það viil oft brenna við hjá áhugaleikhópum eins og þeim sem hér á í hlut að misjöfn frammistaða leikara skemmi heildarmynd verksins. Kannski er það stærsti sigur Arnórs að Saumastofan í meðförum Leik- félagsins Vöku skuli vera jafn heilleg og raun ber vitni þegar þetta er haft í huga. Vissulega er frammistaða leikaranna misjöfn eins og við er að búast þar sem sumir eru að stíga á fjalirnar í fyrsta sinn meðan aðrir hafa leikið meira eða minna í 10-20 ár. En þessi mismunur dró sýn- inguna hvergi niður. Reyndar sýndu nýliðarnir á köflum eftir- minnilegan leik. Mætti nefna sem dæmi senu Lillu og Himma úti fyrir Festi. Annars er ekki þörf að fjöl- yrða um frammistöðu einstakra leikara. Öllum tekst að skila sinni persónu á sannfærandi hátt, sumum mjög sannfærandi. Vissulega hjálpar þar til hversu þessar persónur eru skýrt mót- aðar frá höfundarins hendi. Kannski er eftirminnilegast við þessa sýningu góður tónlist- arflutningur. Svo góður texta- höfundur sem Kjartan Ragnars- son er þá er það makalaust hvað hann getur samið góð lög líka. Lögin í Saumastofunni eru fal- leg og grípandi og þau fléttast svo vel inn í leikinn að áhorf- andinn hefur það á tilfinning- unni að þau þurfi að vera þarna. Flutningur saumakvennanna á lögunum er með mikilli prýði. (Því er ekki að neita að þeim sem þekkja til komu karlmenn- irnir þó meira á óvart). Það gild- ir einu hvort þær syngja einar sér eða allar saman, svona söngur mundi sóma sér á hvaða leik- sviði sem væri. Þetta er ekki síst að þakka góðum undirleik Krist- jáns Guðmundssonar og Hauks Ingólfssonar, einkum þó frábær píanóleikur Kristjáns. Ljósum er víða beitt af hug- kvæmni þótt ljósabúnaður sé ófullkominn og lýsingin í heild sinni kannski ekki nógu góð þess vegna. Ekki er við leikstjóra og ljósameistara, Stefán Kristjáns- son, að sakast um það. Þeir náðu út úr þessum búnaði öllu sem hægt er með góðu móti að ætlast til. Stemmningin hjá frumsýning- argestum var eins góð og leikar- ar geta frekast óskað sér. Áhorf- endur fylltu húsið og létu óspart í ljós þakklæti sitt við leikstjóra og leikendur með kröftugu lófa- klappi. Björn Ingólfsson. VISNAÞATTUR Jón Bjamason ti nú þarf að sýna samfarir sjónvarpi á hverjum Aðalsteinn Ólafsson orti svo á skemmtiferð í bíl: Hagur batnar hjólið snýst. Hér má ýmsu gleyma. Flestirlétu vitið víst verða eftirheima. Sem sjúklingur á Landspítalan- um ljóðaði Aðalsteinn á hjúkr- unarkonurnar: Skammdegis þó skuggar svartir skrefin teygi ogýgli sig óteljandi englar bjartir eru á sveimi kringum mig. Ganga hér um glæstar hallir göfug sprund í kyrrð og ró. Pessir björtu englar allir eru afmennskum stofni þó. Árni Halldórsson orti svo er 3 hjúkrunarkonur stóðu við rúm hans: Þetta tel ég þolraun hreina, þrjár að einum manni bera, en fengi ég svona eina og eina eitthvað mætti reyna að gera. Enn kvað Árni svo á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar: Á framtíð ennþá birtan bendir og betri heilsu þakka má á meðan blessuð sólin sendir sína geisla himnum frá. Rósberg Snædal sendi þættinum næstu vísurnar tvær, ekki löngu áður en hann lést: Oft við barna agg og suð ergjast mamma og pabbi og heyrnardaufur gerist guð gagnvart okkar kvabbi. Léttara er yfir skáldinu sama þegar það segir: Mörgum drottinn miðlaryl. Má þess vottinn kenna. Víst ergott að vera til vegarspotta þenna. Næstu vísurnar þrjár eru ortar af Iðunni Ágústsdóttur. Þær gætu heitið Sporin okkar. Pó á hausti feli föl farinsporá vegi, ætíð kosta eigum völ enn á næsta degi. Fenni í sporin frá í gær fljótt skal önnur marka. Einhver leið er alltaf fær. Áfram skulum harka. Eins í gljúpa moldu má marka spor á vori. Enginn sleppur undan þá að eflast vilja og þori. Það kemur fyrir að sjónvarpið sýnir okkur djarfar myndir eins og sagt er á fínu máli. Magnús Snæbjarnarson á Syðri-Grund orti svo er hann hafði horft á eina slíka: Menn álpuðust þetta áður fyrr án þess.að kortleggja vegi. En nú þarf að sýna samfarir ísjónvarpi á hverjum degi. Þegar ítalir fúlsuðu við skreið- inni okkar í vetur og sendu hana til íslands aftur, orti stjórnandi þáttarins svo: Enn er tæpast nóg um neyð. Nær má kreppan feta. Loks vill einhver úldna skreið íslendinga éta. Sami karl orti svo út af deilu þeirra Sigtryggs Símonarsonar og Guðmundar Svavarssonar um vegagerð í Eyjafirði og birt- ist í Degi: „Hlykkjastíginn “ feginn fár fetar vestanmegin meðan bændur austan ár aka breiða veginn. 25. febrúar 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.