Dagur - 25.02.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 25.02.1983, Blaðsíða 6
eiga að haga eO«' "f Við byrjuðum á að spyrja Ragnhildi af hverj u hún hefði tek- ið þátt í slíkri þolraun, hvort hún væri í megrun eða eitthvað því um líkt. Hún sagði skýringuna ein- faldlega þá að henni þætti gaman að dansa. Hún sagði að þetta hefði verið mjög gaman, dálítið erfitt á stundum og erfiðasti tím- inn hafi verið frá klukkan 4 að- faranótt sunnudagsins til átta eða hálf níu á sunnudagsmorgun. „Þetta var meðan ég var sofandi," skýtur Helgi Már inn í og telur það hafa verið skýringuna á leið- indunum þennan tíma. Rannveig hafði svipaða sögu að segja, sagði að sér þætti gaman að dansa og þegar hún var spurð að því hvort hún hefði ekki fengið ofnæmi fyrir dansi eftir törnina kvað hún al- deilis nei við því. Sigurlaug tók í sama streng. Þetta hefði verið gaman allan tímann en svolítið misjafnt eftir músikinni. Þær voru spurðar að því hvort þær hafi ekki fundið fyrir þreytu í „pásunum“ sem voru leyfðar 3 mínútur á hverjum klukkutíma. Kváðu þær þetta hafa verið svo stutt stopp að það hafi ekki verið neinn tími til að finna fyrir þreytu. Þreytan hafi svolítið gert vart við sig þegar komið hafi mjög róleg lög. En hvað með sterkara kynið, hvers vegna voru strákar ekki fjölmenn- ari og meðal sigurvegara? „Sko, sumum strákum finnst dans vera eitthvað sem þeir geta ekki gert. Þeir vilja kannski ekki dansa með manni en yfirlejtt eru strákar miklu skemmtilegri ef þeir vilja dansa og þeim finnst gaman ef þeir komast út á gólfið. Ég veit ekki hvort þeir eru feimnari en stelpur en mér finnst þetta ferlega vitlaust af þeim,“ sagði Sigurlaug. „Það er eins og þetta komi í bylgjum hjá stákunum. Fyrir nokkrum árum fóru allir strákar beint á dansgólfið en nú er eins og sé að draga úr því aftur. Nei, ég hef enga skýringu á þessu. Hvort það getur verið tónlistin á hverj- um tíma sem skiptir máli?“ sagði Helgi Már. „Eru strákarnir svona miklu vandfýsnari á tónlistina en stelp- urnar?“ „Já, ég veit það ekki, en eitt- hvað er það,“ sagði Helgi Már og Sigurlaug bætti við: „Mjög margir strákar dansa jafnvel miklu betur en við ef þeir á annað borð fást til að dansa.“ Sigurlaug viðurkenndi að kannski liti hún ekki á málið alveg hlutlausum augum. Við spurðum stúlkurnar að öðrum áhugamálum en dansi og kom þá sitthvað fram en nú á tím- um er oft talað um að ekki sé nægilega mikið gert til að hafa ofan af fyrir unglingum, eins og það er gjarnan orðað og Hallæris- planið í Reykjavík gjarnan nefnt í því sambandi. Svör þeirra voru á þá lund að þetta væri ákaflega misjafnt eftir einstaklingum. Sumir unglingar þyrftu ekki að láta hafa ofan af fyrir sér en aðrir væru ósjálfstæðari. Rannveig taldi ekki að mikið vantaði á í þessum efnum „ef það eru böll og maður kemst eitthvað út þá er þetta ágætt,“ eins og hún komst að orði. Ragnhildur sagði að þetta væri fínt eins og það væri í dag. Ekki sögðust þær hafa skýringar á því hvað að væri í Reykjavík. „Það er alltaf verið að skrifa í blöðin og kvarta undan ungling- unum þarna. Krakkarnir hafa gert svolítið af því að skrifa á móti og það finnst mér mjög gott hjá þeim. Maður veit náttúrlega ekki hvað til er í þessu, þekkir það ekki nógu vel en hefur á tilfinningunni að það séu alltaf einhverjar ýkjur í þessu hjá fullorðna fólkinu," sagði Sigurlaug. „Finnst ykkur afstaða fullorð- inna til unglinga hér á Akureyri svipuð og þið verðið varar við í blöðum í Reykjavík. Er mikið argast í ykkur og finnst ykkur sjálfum þið vera vandræðaung- lingar?“ „Nei,“ kom þríraddað sem svar við þessari spurningu og allar töldu þær gott að vera unglingur á Akureyri í dag. Hvort þær eins og unglingar oft væru ekki óþolin- móðar að komast í fullorðinna tölu? Nei, öðru nær. „Spurningin er bara um að fá bílpróf,“ að sögn Rannveigar. ser eins o en skemmta sér Sigurvegararnir í maraþondanskeppninni í Dynheimum og Helgi Már Barðason, forstöðumaður, í viðtali um foreldravandamálið og fleira Ragnhildur Einn strákur sagði við mig einu sinni að honum fyndist þetta alveg óþolandi: Unglingar eiga að haga sér eins og fullorðnir en skemmta sér eins og börn. Ég held að hjá mörgum foreldrum sé þetta ein- mitt viðhorfið. En alveg eins og foreldrarnir eru misjafnir þá eru unglingarnir það líka.“ „Finnst þér vera tilhneiging til þess hjá unglingunum að Sigurlaug „Eftir að maður er búinn að fá bílprófið er líka allt búið að ógleymdu því að komast inn á böllin 18 ára. Þegar maður var nýfermdur var maður eiginlega upp á sitt besta, eða þannig lagað sko. Maðuer er kannski orðinn gamall," segir Sigurlaug og hlær og bætir því við í fúlustu alvöru að þegar unglingsárunum ljúki séu menn búnir að upplifa allt það skemmtilegasta. Þær segjast að vísu lítið vita um það sem er fram- undan. Sigurlaug er spurð að því hvort hún óttist eitthvað það sem framundan er, fullorðinsárin, ábyrgðina og allt það. „Ja, ég ætla sko að reyna að muna eftir því þegar ég verð full- orðin hvernig mér finnst nú að fullorðið fólk eigi að vera. Ég er svolítið hrædd um það að þetta eigi eftir að breytast hjá mér og ég verði einhver ferleg gribba og fari að skrifa hitt og þetta um ungling- ana í blöðin. Eg er svolítið hrædd við þetta en ég vona bara að svo verði ekki. Þetta er satt,“ segir Sigurlaug. „En hvernig á full- orðna fólkið að vera?“ „Þú segir það. Það er nú ekki allt til fyrirmyndar en upp til hópa held ég að þetta sé ekki svo afleitt fólk. Eg hef nú ekki miklar hug- myndir um það hvað það er sem þyrfti að breytast," segir Ragn- hildur og kveðst nokkuð sátt við þá hugmynd að streða fyrir hús- inu, bílnum og utanlandsferðun- um og dansa svo í Sjallanum á milli. Rannveig heldur að fullorð- insárin geti sjálfsagt orðið ágæt og aðspurð segist hún ekki full af þessu sama vonleysi og Sigurlaug, „enda er svo langt þangað til ég verð fullorðin,“ bætir hún við og gýtur augunum á verðandi ellilíf- eyrisþegann, Sigurlaugu, við hlið- ina á sér. „Kannski eru þetta einhverjir fordómar hjá mér út í fullorðna fólkið en mér finnst að það mætti hugsa svolítið til baka. Það getur ekki hafa verið svo ofboðslega mikið öðruvísi hér áður fyrr að vera unglingur en samt heyrir maður: Ég hefði ekki gert þetta þegar ég var á þínum aldri, og þetta fer svolítið í taugarnar á manni. Ég er nú nokkuð ákveðin og ef mér finnst að sanngjarnt sé að treysta mér til að gera eitthvað þá geri ég það,“ segir Sigurlaug. Þær eru allar sammála um að það sé talsvert áberandi hjá full- orðna fólkinu að það treysti ekki unglingunum og margt myndi breytast til hins betra í samskipt- um unglinga og fullorðinna ef þeim fyrrnefndu væri treyst betur. „Að geta ekki sofið á nóttunni af áhyggjum, þetta er alveg óþol- andi,“ segja þær. Og þegar þær eru spurðar að því hvenær þær vilji geta komið heim á kvöldin er svarið: „Þegar við viljum, akkú- rat.“ Það sé ekki neitt að hafa áhyggjur út af. Þær viðurkenna þó að ekki yrði þeim nú alveg sama ef foreldrarnir hefðu engar áhyggjur sem gætu að vísu bent til um- hyggju en þetta gengi of langt stundum. Að minnsta kosti sumir foreldrar vissu að þeir gætu treyst börnum sínum og því þá ekki að treysta þeim. Ragnhildur segir að allt geti þetta stafað af misskilningi og því Rannveig að foreldrar og unglingar töluðu ekki nægilega mikið saman. Þær segja að það væri örugglega til bóta ef unglingar gætu talað meira við foreldra sína en viðurkenna þó að oft sé betra að leita til jafn- aldranna þegar eitthvað bjátar á. Jafnvel sé stundum betra að tala við einhvern sem á engan hátt tengist málinu. Helgi Már er spurður að því hvort unglingarnir leiti mikið til hans með vandamál sín. Þau koma nú ekki til mín og segja: Heyrðu vinur, þú verður að hlusta á mig, ég er með vandamál sem ég þarf að biðja þig að leysa. En því er ekki að neita að oft eru vandamál rædd sem erfitt er við að glíma og foreldrarnir koma þar ansi oft við sögu.“ „Eiga unglingarnir þá við for- eldravandamál að stríða?“ „Já, þeim finnst þetta mikið óréttlæti að tala um unglinga- vandamál vegna þess að þau líta á þetta frá allt öðru sjónarhorni, þar sent foreldrarnir eru vanda- málið. Sumir eru reyndar góðir og aðrir slæmir og oft koma upp erf- iðleikar þegar tveir vinir eiga for- eldra sem eru mismunandi strangir. Annar á að koma heim þegar hann vill og hinn ekki seinna en klukkan eitt. Helgi Már skemmta sér eins og fu!lorðnir?“ „Já, og það er ekki allt til fyrir- myndar. Ég held hreinlega að fullorðið fólk hafi ekki efni á því að setja út á það hvernig ungling- ar skemmta sér fyrr en það gerir eitthvað i sínum eigin málum. Það er mikið talað um það hvað unglingarnir drekki mikið og það sé mikið vandamál en til þess að það lagist er grundvallaratriði að þeir sem kaupa áfengi fyrir ung- lingána hætti þvi. Fullorðið fólk verður einnig að hætta að láta unglingana horfa upp á það fyrir framan KEA og Sjallann þegar virðulegir borgarar koma út með hrópum'og látum og vita tæpast hvað þeir heita. Krakkarnir skilja ekki af hverju þeir eru undan- skildir í þessu.“ Stelpurnar tóku undir hvert orð sem Helgi Már sagði og hann bætti við að sumir unglinganna skildu það ekki að oft lægi þarna að baki umhyggja sem litið væri á sem einbera afskiptasemi og skerðingu á mannréttindum. Hann sagði að það væri oft eins og einhver steinn væri í veginum fyrir því að þessir aðilar töluðu saman og því líkast sem hvorugur aðilinn hefði tíma til að tala við hinn. í framhaldi af þessu gæti komið upp þrái hjá unglingunum og jafnvel hefnigirni og raunar einnig hjá foreldrunum. Þeirri skýringu var varpað fram í um- ræðunni hvort þetta samskipta- leysi gæti hugsanlega verið lífs- gæðakapphlaupinu margfræga að kenna. Helgi sagðist hafa orðið var við það að krakkar sem byggju við erfiðleika heima fyrir að þessu leyti væru undir meira álagi en hinir. Þetta kæmi oft fram í vínneyslu. Þegar stelpurnar voru spurðar að því hvort mikið væri um það að unglingar, 14-16 ára, notuðu vín sögðu þær að langflestir unglingar á þessum aldri hefðu prófað áfengi. Sigurlaug sagði að sjálf- sagt væri það ekkert miklu verra að krakkarnir brögðuðu vín held- ur en hinir fullorðnu, ef það bara væri ekki of mikið. Ekki sögðust þær stöllur hafa heyrt um þá kenningu að það tæki ungt fólk jafn marga mánuði að ánetjast áfengi og talið er að það taki þá sem hefja vínneyslu seint mörg ár. „Ég veit dæmi um unglinga sem ekki geta farið út um helgar og hitt annað fólk öðru vísi en að drekka," sagði Helgi Már. Hann sagði að vínið væri komið á sálina á þessum krökkum og þau teldu ekkert skemmtilegt án þess, rétt eins og hjá mörgum fullorðnum. Hann sgaði að þó nokkur dæmi væri um þetta. Stelpurnar sögðu að það þýddi ekkert að vera að æsa sig upp út af þessu heldur væri vænlegra að reyna að tala um þetta í góðu. Umræðurnar snerust því næst um reykingar og þá tilhneigingu þeirra sem þær legðu fyrir sig að líta á sig sem „stóra kalla“. „Ég held að þeir sem reykja ekki líti niður á þá sem það gera og öfugt,“ sagði Sigurlaug, en Helgi taldi að breyting hefði orðið á og nú þættu engir minni fyrir það að reykja ekki. Eftir frekari umræður voru allir sammála um það að nú orðið liti enginn upp til þeirra sem reyktu eða drykkju. Þau héldu að lítið væri um það um þessar mundir að önnur fíkniefni væru í umferð meðal unglinga en tals- vert hefði verið um að hass væri í gangi í fyrra. Þegar talið barst að framtíðinni vildu þær gjarnan að sú breyting yrði á í þjóðfélaginu að meiri tími gæfist til tómstunda frá öllu vinnustreðinu og amstrinu og Sig- urlaug eyddi eiginlega fyrirhug- aðri umræðu um jafnréttismál með því að lýsa því yfir að hún væri á móti jafnrétti kynjanna á öllum sviðum og hún væri sjálf- sagt ein af fáum með þá skoðun því henni væri alltaf sagt að þegja þegar þetta bæri á góma. Þær voru þó sammála um það að karlmenn væru yfirleitt ekkert greindari en konur en kváðust að öðru leyti lít- ið hafa hugsað um jafnrétti kynj- anna. Og sammála voru þær um að ekkert lægi á að komast af ung- lingsárunum, nema ið sjálfsögðu þetta með bílprófið. „Upp til hópa eru unglingar ákaflega gott fólk eins og fólk reyndar almennt. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé og ung- lingarnir draga svolítið dám af fullorðnum. Varðandi þetta fólk sem skrifar í blöð held ég að það sjálft eigi yfirleitt ekki börn á þessum aldri. Það er mikill mis- skilningur ríkjandi og allt of margir þeirrar skoðunar að þetta sé bölvaður óþjóðalýður og því fyrr sem þau skríði upp úr þessum aldri því betra,“ sagði Helgi Már og við látum það vera lokaorðin í þessu spjalli. Dynheimum Vetrarstarfíð ”'í Dynheimum hófst með stofnun ýmissa klúbba og námskeiða í septem- bcr sl. Má þar nefna leiklistar- námskeið, snyrtinámskeið, blaðaklúbb og vídeóklúbb. Námskeiðum lauk skömmu eftir áramót en klúbbarnir starfa enn af fullum krafti og nýlega sá fyrsta tölublað „Nabbna" dags- ins Ijós, en það blað er gefið út á vegum Dynheima og unnið af þátttakendum íblaðaklúbb. Um þessar mundir hefur svo göngu sína ljósmyndaklúbbur sem hef- ur aðstöðu í Gagnfræðaskólan- um. Auk klúbba og námskeiða er húsið opið milli kl. 15.30 og 18.00 þrjá daga vikunnar. Þá geta ungiingar komið og teflt, spilað, leikið borðtennis, fengið sér kakó og kringlur og rabbað um heima og geima. Diskótek eru til skiptis flest föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 9-1 yfir veturinn og að auki er opiö hús á miðvikudagskvöldum kl. 9-11. Á laugardögum eru oft barna- böll milli kl. 3 og5 e.h. Við og við halda ýmsar hljóm- sveitir tónleika í Dynheimum. Eru þetta jafnt ungar innanbæj- arhljómsveitir, sem vinsælar að sunnan. Oftast eru þessir tón- leikar á fimmtudagskvöldum og hefur verið að þeim góð aðsókn, sem og diskótekunum um helgar. Aldurstakmark á skemmtanir hússins er f. 1969. Með ákveðnu millibili er hús- ið tekið í gegn og skreytt. Um þetta sér hópur unglinga sem einnig starfar á tónleikum og diskótekum. Alls eru þetta 50 ungiingar sem vinna starf sitt í sjálfboðavinnu en fá að launum ókeypis inn annað veifið og tvö ferðalög á ári hverju. Þessir ung- lingar vinna sem fyrr segir að breytingum og skreytingum cn einnig við miðasölu, afgreiðslu, eftirlit o.fl. á diskótekum. Þá er þessi hópur hafður með í ráðum við skipulagningu starfsins og kemur með hugmyndir að breyt- ingum á því. Árlegir viðburðir í starfsemi hússins eru t.d. maraþondans- keppni í febrúar, árshátíð ung- lingastarfsliðsins í mars, hlöðu- ball í ágúst og fimm krónu ball í október. Á hinu síðastnefnda er verðbólgunni gleymt og aðgangseyrir í húsið er firnm krónur. Horfur eru á að neðri hæð hússins verði keypt á þessu ári og rætist þá 10 ára gamall draumur starfsmanna Dyn- heima og Æskulýðsráðs Akur- eyrar. Hins vegar verður ekki veitt fé til innréttinga á árinu 1983 og því verða unglingar að bíða enn um sinn eftir að hús- næðið verði tekið í notkun. Þar er meiningin að hafa fundaað- stöðu, lítinn sal, rúmgott eldhús, geymsiu og skrifstofu. Ýmis félög og klúbbar hafa haft afnot af Dynheimum fyrir starfsemi sína og má þar nefna Leikklúbbinn Sögu (en hann sýnir nýtt verk þar í byrjun mars), ýmis kristileg samtök, tískusýningarhópa, margskonar æskuiýðssamtök og dansskóla. Aðstaða félaga mun væntanlega stórbatna með tilkomu neðri hæðar hússins. í lokin má geta þess að annað slagið taka unglingar sig saman og lífga ögn upp á gráan hvers- dagsleikann með skemmti- kvöldum og alls kyns uppákom- um. Nýstárlegar hljómsveitir troða upp, sérkennilegir leik- þættir og jafnvel söngleikir eru sýndir, framdir eru gjörningar o.s.frv. Slík skemmtikvöld eru að jafnaði haldin á 2-3 mánaða fresti og eru afar vinsæl af sam- komugestum. Meðalaðsókn í Dynheima á sl. ári var um 160-170 manns á diskótek, en húsið tekur alls um 200 manns. Þátttaka unglinga í starfsemi Dynheima er þeim að kostnað- arlausu, nema diskótek um helgar. H.M.B. 6 - DAGUR - 25. febrúar 1983 25. febrúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.