Dagur - 25.02.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 25.02.1983, Blaðsíða 8
BAENA VAGNINN Heiðdís Norðfjörð Flest nöfn hafa ein- hverja sérstaka þýölngu Halló krakkar. Nú er orðið býsna langt síðan síðast. Vonandi hafíð þið það gott og eruð hress og kát. Nú þurfíð þið endilega að fara að hrista af ykkur pennaletina og vera dugleg að skrifa í Barna- vagninn. Um daginn, þegar við birt- um bréfíð frá bræðrunum í Kanada, gleymdist þessi mynd sem yngsti bróðirinn hann Lýður teiknaði. Það þótti okkur leiðinlegt og nú bætum við úr því. Þetta er góð mynd eftir sex ára strák og sýnir okkur hvernig Kanada Iítur út á landakortinu. Flest nöfn hafa einhverja sérstaka þýðingu. Eg fann í gömlu blaði þýðingu nokkurra nafna á heimsálfum og löndum og birti þau hér til gamans. Afríka - þýðir svarta megin- landið. Það kemur frá orðinu „afrí“ sem þýðir svartur maður, eða ferðamaður. Ameríka - heitir eftir manni er nefndist Amerigo. Hann var ferðamaður frá Ítalíu og ferðað- ist um Vestur-álfuna, eftir að Kólumbus fann hana. Ástralía - þýðir land suðursins. Stafirnir ía þýða land, en Aust- ral þýðir suður. Evrópa - þýðir land hinnar hníg- andi sólar, sólarlagsins. Þetta nafn er komið úr hebresku. Abessinía - þýðir land hinna ýmsu kynflokka. Algier - þýðir skaginn. Arabía - þýðir land arabanna eða eyðimerkurmannanna. Kína - er nefnt eftir manni sem hét Tsína og var stjórnandi þar í landi endur fyrir löngu. Hann lét byggja víggirðingu milli Kína og annarra landa, sem við nefnum Kínamúrinn. Frakkland - dregur nafn af þjóð sem kom frá fylkinu Franconía og hertók landið. Þý^skaland - heitir á ensku Germanía. Þaðerdregiðaf latn- eska orðinu Germanus er þýðir nágranni, það þýðir því ná- grannaland. Holland - er komið af orðinu Ollant sem þýðir mýri eða flói. Ítalía - ber nafn af konungi sem var þar einu sinni og ítalus hét. Japan - kemur frá orðinu Nijik- on eða Nippon sem þýðir land hinnar rísandi sólar. Montenegró - þýðir Svörtufjalla land. Palestína - landið helga, þýðir land hinna ókunnugu. Persía - þýðir land tígrisdýr- anna. Spánn - er komið af orðinu Span sem þýðir hérna. Bamaskop Litla dóttir saumakonunnar starði hissa á gamla konu, sem kom til mömmu hennar til að láta sauma á sig kjól. Loksins gat hún ekki stillt sig leng- ur um að spyrja: „Mamma, af hverju er konan plíseruð í framan?“ ☆ ☆☆ Lítil stúlka gekk í dansskóla og mamma hennar hafði sagt henni að hún ætti að vera ræðin við piltana sem hún dansaði við. Einu sinni kom móðir- in á æfingu að horfa á dansinn. Hún tók þá eftir þvf að sami drengurinn kom alltaf til telpunnar og dansaði við hana. Á heimleiðinni spurði hún dóttur sfna hvernig stæði á að sami drengurinn byði henni alltaf upp. - Það stendur svoleiðis á því, sagði stelpan, - að þú sagðir mér að ég ætti að tala við þann, sem ég dansaði við. Ég hafði ekkert sérstakt til að tala um, svo ég fór að segja honum sakamála- sögu, og það erframhaldssaga...! Sofðu rótt Seljum í næstu viku, 28.2.-4.3. sængur og kodda á tilboðsverði. áður: Sængur 140x200 Koddar 50x70__ nu: 595 195 Svífþú inn i svefninn undirsængfrá Vefnadarvörudeild HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96)21400 Hér í Helgar-Degi munu á næstunni birtast myndir úr ljós- myndaplötusafni Hallgríms Einarssonar og sona hans sem nú er unnið að „copyeringu" á. Allar þessar myndir eru ónafngreindar í safninu og viljum við heita á Akureyringa og aðra þá sem telja sig þekkja myndirnar að klippa þær úr blaðinu og senda, ásamt nöfnum, til Minja- safnsins á Akureyri, Aðalstræti 58, eða láta frá sér heyra með öðrum hætti. Þá viljum við benda á að „album“ með myndum úr safninu liggur frammi í Amtsbókasafninu hér í bæ. Væri vel þegið ef bæjarbúar, einkum þeir eldri, vildu líta þar inn og sjá hvort þeir þekkja þessar myndir og ef svo væri að skrifa nöfnin í „blokkir“ sem þar munu einnig verða. Minjasafnið á Akureyri. Myndin er af: 8- DAÖUR - 25. fébftlá'r-i 983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.