Dagur - 25.02.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 25.02.1983, Blaðsíða 11
HVAÐERAÐ GERAST? „Blessað bama- lán í Hrísey“ Leikklúbburinn Krafla í Hrísey frumsýnir laug- ardag kl. 21 leikritið Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Kjartan Bjargmundsson. Að sögn Veru Sigurð- ardóttur, formanns leik- klúbbsins þá verða sýn- ingar á leikritinu í Hrísey og sagðist Vera vonast til þess að þau slyppu við það að þessu sinni að ferðast um með leikritið en sá háttur hefur verið hafður á fram að þessu. - Við höfum sýning- arnar á þeim tíma að það passar vel við ferjuferð- irnar og við viljum ein- dregið benda fólki á að það er kjörið að bregða sér í mat í Hrísalund til Auðuns Jónssonar fyrir sýningu og bragða þar á hinu víðfræga Galloway - nautakjöti sem fæst víst hvergi annars.staðar. Alls taka 20 manns þátt í leiksýningunni á ein- hvern hátt en leikendur eru ellefu talsins. Næstu sýningar verða svo á sunnudag síðan á þriðju- dag og fjórða sýning verð- ur á föstudaginn eftir viku og hefjast allar sýningar kl. 21. Ein myndanna á sýningunni: Lífverðir Reagans Bandaríkjaforseta snúast til varnar er skotið var á hann á sl. ári í Washington. Fréttaljósmyndir ’82 Á morgun opnar í List- sýningarsalnum að Gler- árgötu 34 sýning á Frétta- Ijósmyndum ’82 (World Press Photo ’82) en sýn- ing þessi er haldin á veg- um Arnarflugs og Mynd- listarskólans á Akureyri. Dóra Reyndal sópran- söngkona og Guðríður Steinunn Sigurðardóttir píanóleikari halda ljóða- og óperutónleika í sal Tónlistarskólans á Akur- eyri laugardaginn 26. febr. n.k. kl. 17.00. Á efnisskránni eru verk eftir Pál ísólfsson, Jórunni Viðar, Haydn, Mosart, Moussorgsky og R.Strauss. Dóra Reyndal starfar sem söngkennari við Söngskólann í Reykjavík og Kennaraháskóla íslands. Hún hóf fyrst söngnám hjá Þorsteini Hannessyni, var um 3ja ára skeið við nám í Brem- en í Þýskalandi, var nem- andi í Söngskólanum í Reykjavík hjá Nönnu Eg- ils Björnsson og Sieglinde Kahmann og útskrifaðist með kennarapróf frá Söngskólanum 1980. Hef- ur hún sótt ljóða- og óp- erunámskeið víða erlend- is m.a. á vegum „Wiener Dóra Reyndal Sýningin Fréttaljós- myndir ’82 var opnuð í Reykjavík um miðjan janúar og síðan þá hefur sýningin verið sett upp á Eskifirði. Að sögn Sigur- jóns Jóhannssonar hjá Arnarflugi sem hefur haft Meisterklasse“ og hjá Svanhvíti Egilsdóttur prófessor í Vín, og haldið sjálfstæða tónleika í Reykjavík og víðar. Guðríður S. Sigurðar- dóttir lauk píanókennara- prófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjvík 1977 og einleikaraprófi ári síðar. Meðal kennara hennar voru Hermína S. Krist- jánsson, Ursula Ingólfs- son og Árni Kristjánsson. Síðar var Guðríður við nám í Michigan-háskól- anum í Ann Arber í Bandaríkjunum og hlaut meistaragráðu í píanóleik í ágúst 1980. Sama ár vann hún 1. verðlaun í keppni sem Ann Arber Society for Musical Arts hélt fyrir unga píanóleik- ara. Síðan hefur hún unn- ið ýmiss tónlistarstörf í Reykjavík og m.a. sótt námskeið víða erlendis. Aðgöngumiðar á tón- leikana á laugardaginn verða seldir við inngang- inn. Guðríður S. Sigurðardóttir veg og vanda af uppsetn- ingu sýningarinnar hér- lendis, þá hefur aðsókn yfirleitt verið góð en slæmt veður dró þó úr að- sókn fyrstu sýningardag- ana í Reykjavík. - Þetta eru um 120 myndir sem ég kem með, segir Sigurjón Jóhanns- son í samtali við Dag, en upphaflega voru um 160 myndir á sýningunni í Reykjavík. World Press Photo stofnunin var sett á lagg- irnar í Hollandi árið 1956 en síðan þá hefur sýning stofnunarinnar farið sigurför um heiminn og er ísland tuttugasta landið sem tekur á móti World Press Photo. Úrslit síðustu samkeppni voru gerð kunn í aprílmánuði sl. en alls tóku 915 ljós- myndarar frá 51 landi þátt í keppninni. Einn íslensk- ur ljósmyndari, Ragnar Axelsson, á Morgunblað- inu, tók þátt í kepnninni að þessu sinni en náði ekki að vinna til verð- launa. í sýningarskrá með Fréttaljósmyndir ’82 segir í formála að stundum sé sagt að mynd segi meira en þúsund orð og víst sé að góðar ljósmyndir geti brennst inn í vitund manna, breytt skoðunum þeirra, aukið fordóma eða eytt þeim. Ljósmynd- ir hafi verið beitt tæki í skoðanamyndun og áróðri, ýmist til góðs eða ills. Aðstandendur sýn- ingarinnar séu ekki í vafa um að myndirnar sem gefi að líta á sýningunni muni vekja ýmsar kenndir með fólki - undrun, hryggð, gleði eða hrylling. Hér sé í hnotskurn okkar dag- lega líf á þessum hnetti. Sýningin stendur fram til 2. mars og er hún opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-22 og virka daga kl. 20-22. Ljóðatónleikar „Svallað“ Um helgina verður Bikar- mót á skíðum í Hlíðar- fjalli við Akureyri. Þetta mót átti upphaflega að vera á Húsavík en ákveð- ið var að flytja það til Ak- ureyrar. Mótið hefst á morgun (laugardag) kl. 10.30 og verður keppt í stórsvigi kvenna og svigi karla. Á sunnudag keppa karlarnir svo í stórsvigi og konurn- ar í svigi, og hefst keppnin þá á sama tíma. f’á verður einnig „Febrúarmót" í Hlíðarf- jalli um helgina fyrir 12 ára og yngri. Mótið fer fram á morgum og hefst kl. 12 í 7-9 ára flokki og kl. 14 í flokki 10-12 ára. Fyrsti körfu- boltaleikurinn í höllinni Fyrsti körfuboltaleikur- inn sem háður er í nýju íþróttahöllinni á Akur- eyri verður á morgun (laugardag) og hefst hann kl. 13.30. Það er viðureign Þórs og ÍS í 1. deild sem þar verður háð, og er ekki að efa að hart verður barist. ÍS sigraði naumlega í fyrsta leik þessara liða, Þórsarar unnu annan leik- inn sem háður var í skemmunni á Akureyri, og um síðustu helgi sigr- aði ÍS með 7 stiga mun í Reykjavík. Eins og sést af þessu eru hér á ferðinni tvö mjög sterk lið og má búast við mikilli baráttu. Er ástæða til að hvetja fólk til að fjölmenna á leikinn og hvetja Þór til sigurs. Tekst Robert McField að leiða Þór til sigurs? Aðaldælir sækja Dalvík- inga heim um helgina og sýna þar leikritið Sak- lausa svallarann, en verk þetta var frumsýnt í Aðal- dal 3. febr. sl. Það er Einar Þorbergs- son frá Húsavík sem hef- ur leikstýrt verkinu en aðalhlutverk eru í hönd- um Hönnu Guðnadóttur, Halldórs Skarphéðins- sonar og Vilhjálms Jónas- sonar. Sýningar á Dalvík verða á laugardag kl. 13 og 21. 200 sýna fimleika Um 200 börn og unglingar munu koma fram á fim- leikasýningu sem haldin verður í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun (laug- ardag) kl. 16. Nóg að gera í Hlíðarfjalli Mikil gróska er í fim- leikastarfinu á Akureyri sem sést best á fjölda þeirra sem koma fram á þessari sýningu. í þeim hópi eru m.a. unglingar sem stóðu sig mjög vel á nýafstöðnu Únglinga- meistaramóti íslands s.s. Stefán Stefánsson sem varð meistari í æfingum í hringjum. áDalvík Leikklúbburínn Krafla í Hrísey - fremst á myndinni er leik- stjórinn Kjartan Bjargmundsson. 25. febrúar 1983 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.