Dagur - 25.02.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 25.02.1983, Blaðsíða 12
-------------BAUTINN SMIÐJAN------------------ Smiðjan um helgina: Fimmtudagskvöld: Frír leikhúsmiði. Föstudagur og laugardagur: Jóhann Már Jóhannsson, söngvari og Guðjón Pálsson, píanóleikari, skemmta. Sunnnudagskvöld: Frír leikhúsmiði. Kaldbakur mað hlaðafla 28. apríl. Kaldbakur kom af veiðum snemma á mánudags- morgun og var þá liðin vika síðan skipið lagði héðan á veiðar. en alls var það tæpa 6 sólarhringa að veiðum. í skipinu munu hafa verið tæp 300 tonn af fiski, um 120 tonn karfi, 100 tonn þorskur og 70-80 tonn ufsi. Mestalla veið- ina fékk skipið á Halamiðum. Skipið fór héðan síðdegis á mánudag til Þýskalands. Verður það fyrsta Þýskalands- sala þess. Búast má við að fyrir fiskinn fáist um 12000 sterlingspund. Barátta við rotturnar 28. apríl. í fyrra lagði Akureyrarbær tugi þúsunda króna til rottueyðingar. Breskir sórfræðingar fóru um bæinn og lögðu gildrur fyrir varginn. Eftir þrjár umferðir virtist vera orðið þunnskipað í liði óvinanna og hurfu Bretarnir þá á brott. Nú er senn ár síðan þetta var. Og ýmsum þykir að nú sæki í sama horfið og fyrr og rottuplágan muni vera hór eins og breskir sérfræðingar hafi aldrei gengið um göturn- ar. Enda hefur ekkert verið gert til að viðhalda þeim ár- angri sem náðist í stóru herferðinni. Og nú segir heilbrigð- isfulltrúinn okkur að rottueitur só naumast til í bænum og óvíst hvort nokkuð fáist í framtíðinni. Hafa bæjaryfirvöld fengið neitun um gjaldeyri til kaupa á eitri, eða hafa þau bara gleymt að sækja um leyfi og leita kaupa? Hann skal borga 28. apríl. Samkvæmt fundargerð bæjarráðs 8. þ.m. hefur einn af borgurum bæjarins neitað að greiða vatnsskatt með þeim forsendum að sífellt sé vatnsskortur i húsi hans. Bæjarráð fól bæjargjaldkera að innheimta vatns- skattinn. Ósvífin ritstjórnargrein 5. maí. Morgunblaðið sem kom út í gær birti óvenjulega ósvífna ritstjórnargrein, þar sem því er beinlínis dróttað að stjórn og forráðamönnum KEA að þeir faisi fólagaskrár kaupfélagsins, að tala sú, sem ársskýrsla fólagsins birtir um löglega félagsmenn í kaupfélaginu - 4656 - sé ekki rétt, heldur sé hún fengin með þeim hætti að bæta „skylduliði” félagsmanna, konum, börnum og gamal- mennum við félagsmannatöluna. Klukka í kirkjuturn 5. mai. Nokkur von mun um að innflutnings- og gjald- eyrisleyfi fáist til kaupa á bæjarklukkunni sem koma á í stafn kirjtínnar. Klukka þessi er í smíðum í Sviðþjóð og hinn besti gripur. Mun hún verða tilbúin til afgreiðslu hingað í júlí i sumar. Kristján Halldórsson úrsmíðameist- ari mun hafa haft forgöngum í þessu máli. Telur hann að slög klukkunnar muni heyrast um allan bæinn. Úr salti og pressu 26. maí. Vormótin halda áfram af fullum krafti þrátt fyrir kuldatíð og takmarkaða æfingamöguleika. -1. fl. KA-Þór 4-1. -Leikurþessifórfram 18. þ.m. Fróðlegt hefði veriðog skemmtilegt í aðra röndina að kvikmynda þennan leik fyrir seinni tíma, að sjá hvernig liðin í 1. flokk eru skipuð á þvíherransáril948,.. . Lið KA var skipað dugandi mönn- um en samæfingu mun vanta. Þórs-megin voru í upphafi aðeins 10 - og fengu á sig 2 mörk á fyrstu 5 mín. Illa er því farið ef marka skyldi gengi íþróttarinnar hér af þe§su liðið því að þar var svo háttað að eldri knattspyrnumennirnir sem - því miður - eru hættir að æfa, dugðu best. Þeir yngri - já, sumir voru eins og nýkomnir.úr salti og pressu - þriggja ára „kúr“ - en veittu þó áhorfendum oft konung- lega skemmtun með tilburðum sínum. Undantekningar sáust þí og flestum fór fram í leiknum - með æfing- unni. . . Um helgina opnar Þengill Valdimarsson málverkasýn- ingu í Sjallanum. Sýningin verður sunnudaginnn 27. febrúar og stendur aðeins þann eina dag. Á sýningunni verða um eitt hundrað verk, flest svo- kallaðar sprautur, en auk þess Ijósmyndir og skúlptúrar. Þengill Valdimarsson hefur áður haidið eina einkasýningu, í Gallerí Háhóli 1978 og í samtali við Dag sagði hann að þessi sýn- ing yrði eins konar framhald af þeirri fyrri. - Mig hefur alltaf langað til að halda svona eins dags sýningu þannig að nú er bara að sjá hvern- ig til tekst, sagði Þengill. - En hvað eru sprautur? - Það er von þú spyrjir en sprautur eins og ég kalla það eru verk sem sprautað er á plasthúð- uð efni. Ég nota lakkmálningu en sjálf aðferðin er leyndarmál. Að sögn Þengils verða um 50 sprautur á sýningunni, 10 til 12 skúlptúrar en afgangurinn er ljósmyndir úr atvinnulífinu eða mannlífinu, eins og Þengill orðaði það. Öll verkin eru unnin á sl. fimm árum og sagði Þengill að þetta væru í raun allt eins konar skúlptúrar. Sýningin í Sjallanum verður sölusýning og sagði Þengill að verðinu væri mjög í hóf stillt. Ódýrasti skúlptúrinn, sem væri eins konar blómakassi og mætti því flokka undir nytjalist, kostaði 5500 krónur, ódýrasta sprautu- myndin væri á 1800 krónur og ljósmyndirnar kostuðu frá 1000 krónum. Þengill var spurður að því af hverju hefði liðið svona langt á milli sýninga og svaraði hann því þá að myndlistin væri algjört aukastarf og því unnin í frístund- um. - Ég er lærður húsgagnasmið- ur og starfa við það en það varð til að koma mér á sporið í myndlist- inni. Ég tók eftir því hvað þessi efni sem ég nota í sprauturnar tolldu vel á plasti og það varð til þess að ég tók að þreifa mig áfram. Nú og svo hef ég verið ansi lengi með ljósmyndadellu og það hefur verið 1974 eða 1975 sem ég snéri mér af alvöru að ljósmynd- uninni, sagði Þengill Valdimars- son. Þengill Valdimarsson með nokkur verka sinna. Mynd:ESE. Veski ★ Töskur Dömufatnaður Snyrtivörur * Skartgripir * Nýjar sendingar - Mikið úrval Verslið við breiðgötuna í þægilegu og rólegu umhverfi ,,/\.öferoin er leyndariiiál4 6 — segir Þengill Valdimarsson tim „sprautumyndir^ sínar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.