Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 1
HALSFESTAR 8 og 14 KARÖT GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur - á alþjóðlegum bænadegikvenna Alþjóðlegur bænadagur kvenna verður í ár haldinn föstudaginn 4. mars. Á þessum degi munu samtök kvenna víða um heim og í ýmsum kirkju- deildum og trúfélögum gangast fyrir guðsþjónustu þar sem konur annast alla framkvæmd. Konur í Hálsprestakalli í Fnjóskadal hafa nú ákveðið að slást í hópinn og munu þær messa að Hálsi nk. föstudag kl. 20.30. Hér á landi hefur alþjóðlegur bænadagur kvenna verið haldinn hátíðlegur í mörg ár bæði í Reykjavík og víða um land. Þema dagsins að þessu sinni verður: Ný sköpun í Kristi. Kristín Jónsdóttir, Draflastöð- um og Auður Guðjónsdóttir, Hálsi, munu annast predikunar- starfið við messu kvennanna í Hálsprestakalli. Ritningarlestur og bænargjörð verða fluttar af konum úr öllum þremur sóknum prestakallsins. Þó konur annist guðsþjónustuna eru karlmenn velkomnir kirkjugestir ekki síður en konur, að sögn Kristjáns Ró- bertssonar, sóknarprests. Sinfónían: Stjórn Sinfóníuhljómsveitar ís- lands ákvað á fundi sínum í síð- ustu viku að vegna þess hvað leiga væri há fyrir íþróttahöll- ina nýju gæti ekki orðið af hljómleikum þeim sem fyrir- hugaðir voru þar 12. mars n.k. Farið er fram á 30 þúsund króna leigu fyrir höllina. Að sögn Sigurðar Björnssonar, framkvæmdastjóra hljómsveitar- innar, mun þetta mál að vísu verða endurskoðað, þannig að ekki er enn útséð með hvort af hljómleikunum verður, en flytja átti Tosca og Kristján Jóhannsson meðal flytjenda. Hermann Sig- tryggsson, íþróttafulltrúi, segir í viðtali við Dag að íþróttaráð hafi eiginlega verið sett upp við vegg í þessu máli og sagt að ef leigan yrði of há gæti hugsanlega ekki orðið af tónleikunum. Helgi Bergs, bæjarstjóri, segir að þessi leiga fyrir húsið sé ekki há og ef hljóm- sveitin geti ekki uppfyllt þær skyldur sínar að halda tónleika úti á landi væri réttast að breyta um nafn á henni og kalla Sinfóníu- hljómsveit Reykjavíkur, sem hún virtist vera í raun. Sjá nánar um málið á bls. 3. Akureyri, þriðjudagur 1. mars 1983 25. tölublað Vilja lögbinda verð- bólgu og atvinnuleysi - segir Stefán Valgeirsson, alþingismaður, um Alþýðubandalagið „Alþýðubandalagið talar um það núna að það vilji koma í veg fyrir kjaraskerðingu með því að borga fullar verðbætur á laun. Vísitöluhækkunin núna þýðir að láglaunamaðurinn fær 1.500 króna hækkun um mán- aðamótin, aðrir fá 4.500 krónur í launahækkun og enn aðrir allt að 6.000 krónur. Þannig verða áhrifín af 14,74% vísitölu- hækkuninni núna 1. mars,“ sagði Stefán Valgeirsson, al- þingismaður, í viðtali við Dag. „Það er talið að verðlagsgrund- völlur landbúnaðarvara muni hækka um 18% og það má ætla að sumar landbúnaðarvörur hækki um allt að 30% en Alþýðubanda- lagið hefur neitað að auka niður- greiðslurnar. Það sér hver maður að þetta getur ekki komið vel út fyrir launafólk," sagði Stefán enn- fremur. „Nú má segja að búið sé að loka hringnum. Það er búið að ákveða að fiskverð hækki hlutfallslega við kaup í landinu. Það má segja að búið sé lögbinda verðbólguna. Það gefur auga leið að gengi ís- lensku krónunnar muni falla um 10-12% í kjölfarið ef við gerum ráð fyrir að gengisfelling verði eins lítil og hægt er að komast af með svo atvinnuvegirnir gangi. Allir þeir sem eru neðan við með- altalið hljóta að tapa og Alþýðu- bandalagið er því að berjast fyrir kjaraskerðingu þeirra sem eru í lægri kantinum með laun. Þeir eru málsvarar þeirra tekjuhærri. Þá hefur mér verið tjáð að mörg þjónustufyrirtæki, s.s. í verslun, verði að mæta þessari hækkun vísitölunnar með hlutfallslegri fækkun starfsmanna sinna. Það er því ekki nóg með að verið sé að lögbinda verðbólgu og kjara- skerðingu þeirra lægst launuðu, miðað við hina sem eru fyrir ofan meðaltalið, heldur er einnig verið að lögbinda atvinnuleysi. Mér sýnst þetta heldur ógæfuleg stefna að fara með út í kosningar fyrir Alþýðubandalagið. Þá er afstaða stjórnarandstæðinga í Sjálfstæðis- flokknum ekki burðugri. Vegna persónulegrar andúðar í garð Gunnars Thoroddsens fyrst og fremst eru þeir mótfallnir vísi- tölufrumvarpi hans sem gæti lækkað verðbólgu um 5-6% og nú á að stefna öllu í stéttastríð,“ sagði Stefán Valgeirsson. Sjáenn- fremur bls, 3. Sögustundír hafa notið vinsælda á laugardagsmorgnum í Amtsbókasafninu. Sjá skýrslu um safnið á bls.4, Mynd: KGA Stórsamningur um sölu á mokkakápum Iðnaðardeildin hefur gert stór- samning um sölu á rnokka- skinnskápum til Sovétrlkjanna, samtals 10 þúsund kápur. Þetta er stærsti samningur um kápu- framleiðslu sem iðnaðardeildin hefur gert og mjög stórt verk- efni jafnvel á mælikvarða stórra erlendra verksmiðja. Samningurinn hljóðar upp á 36 milljónir króna og í þessar tíu þúsund kápur fara um 80 þúsund mislit skinn. Þau verða sútuð hér- lendis en að hluta til saumuð er- lendis því iðnaðardeildin ræður ekki við svo stóran samning á til- tölulega stuttum tíma. Fyrsta sendingin fer í maí og svo í áföng- um út árið. Um tíma leit illa út með fjár- mögnun þessa verkefnis en rekstrarfj árstaða iðnaðardeildar- innar er mjög slæm. Ræst mun hafa úr þessum erfiðleikum núna fyrir helgina. „Göngumenn“ fá ekki að nota listabókstaf Framsóknar — að sögn Guttorms Óskarssonar, formanns kjördæmisráðs í Norðurlandskjördæmis vestra Á fundi sem haldinn var í Framsóknarfélagi V-Húna- vatnssýslu á Hvammstanga fyrir skömmu var samþykkt til- laga um að félagið tilnefndi tvo menn á lista Framsóknarflokk- sins í Norðurlandi vestra. Til- laga þessi var samþykkt eftir miklar og heitar umræður á fundinum með 44 samhljóða atkvæðum. Að sögn Brynjólfs Sveinbergs- sonar á Hvammstanga greiddu flestir „göngumanna" atkvæði með tillögunni og taldi Brynjólfur skýringuna þá að þeir vildu ekki standa í vegi fyrir því að félagið tilnefndi menn á listann þó svo að þeir vildu ekki styðja hann. Göngumenn báru svo upp tillögu þar sem óskað er eftir og beint til kjördæmisstjórnar Framsóknar- flokksins að hún gefi leyfi til þess að notaður verði listabókstafur flokksins, það er BB, á lista fram- sóknarmanna sem borinn verður sérstaklega fram fyrir utan hið hefðbundna framboð. Tillaga þessi var samþykkt með 26 at- kvæðum gegn 22. Brynjólfur sagði að línurnar í málefnum flokksins væru orðnar nokkuð skýrar hjá flokksbundnum mönn- um og væru það aðeins nokkrir menn sem styddu væntanlegt sér- framboð. Þeir virtust aðallega hafa nýkomið fólk í kringum sig og láta mun hærra heyra í sér en meirihlutinn. Brynjólfur sagði það furðulegt að fjölmiðlar hefðu ekki sýnt neina eftirtekt þegar stór hluti fundarmanna hefði sam- þykkt samhljóða að standa að framboði en þess í stað leituðu þeir jafnan eftir upplýsingum frá einstaka uppþotsmönnum og skýrðu frá þátttöku þeirra. Eftir umræddan fund mun sá hópur manna sem standa mun að lista Framsóknarflokksins hafa komið saman og tilnefnt tvo menn á list- ann en nöfn þeirra munu fyrst verða kunngerð uppstillingar- nefnd og stjórn flokksins. Dagur leitaði álits Guttorms Óskarssonar, formanns kjördæm- isráðs Framsóknarflokksins í Norðurlandi vestra á því hvort kjördæmisráðið myndi heimila „göngumönnum" að nota lista- bókstaf flokksins í væntanlegu framboði. Guttormur sagði að það yrði örugglega ekki leyft. Guttormur sagði ennfremur að á fimmtudaginn kemur myndi kjör- dæmisstjórn flokksins ásamt upp- stillingarnefnd koma saman og ganga endanlega frá framboðs- lista. Ó.J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.