Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Eining um íslenska kjaraskerðingu í dag, þann 1. mars 1983, hækka laun kaup- þega í landinu um 14.74%. Þau eru ekki mörg þjóðfélögin í hinum vestræna heimi sem í dag geta umbunað launþegum sínum með svo rausnarlegum hætti - á tímum kreppu og sam- dráttar. Enda er maðkur í mysunni eins og flestum launþegum þessa lands er orðið vel kunnugt en ennþá vefst fyrir forystu Alþýðu- sambandsins að skilja, svo ekki séu nú nefndir forystumenn Alþýðubandalagsins. Þeir boða nú einingu um íslenska leið og víst er að það sjónarmið, að vísitöluleikurinn sem hér er stundaður sé launþegum fyrir bestu, er alís- lenskt fyrirbæri og nú orðið raunar einskorðað við alþýðubandalagsmenn og örfáa aðra. Flestir launþegar fá nú um þessi mánaða- mót kauphækkun á bilinu 1.500—2.000 krónur. Það er reyndar rangt að kalla þetta kauphækk- un eins og allir vita heldur heitir þetta verð- bætur á laun. Margir fá 4—5 þúsund krónur í launaumslögin sín á þessum tímamótum og sumir ennþá meira, jafnvel um og yfir 6—7 þús- und krónur. í kjölfar þessara hækkana á launum lands- manna koma verðhækkanir á öllum nauðsynj- um. Reiknað er með að verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara hækki um 18% sem getur þýtt allt að 30% hækkun á landbúnaðarvörum, nema niðurgreiðslur verði auknar, sem Alþýðubandalagið hefur lýst sig andvígt. Fiskverð mun hækka svo sjómenn haldi í við landfólkið í launum og þar með aukast útgjöld fiskvinnslustöðvanna, sem að sjálfsögðu þurfa einnig að greiða sínu landfólki verðbæt- urnar. Ekki dugir annað en útflutningsfyrir- tækin í fiskverkun og iðnaði fái hærra verð fyrir vörur sínar, því annars færu þau á hausinn. Gallinn er bara sá að við getum ekki sagt Bandaríkjamönnum að borga okkur meira fyrir fiskinn svo að eina leiðin til að fá fleiri krónur fyrir útflutninginn er að lækka verðgildi krón- unnar, fella gengið. Sem þýðir að sjálfsögðu hlutfallslegar verðbætur eftir þrjá mánuði. Og sagan endurtekur sig. Þeir sem betur eru settir fá alltaf stærri hluta af verðbótunum þar sem um hlutfallslegar hækkanir er að ræða. Þeir sem eru undir meðallagi í launum tapa sífellt miðað við hina. Þetta er kerfið sem Alþýðubandalagið má ekki heyra nefnt að breyta. Þeir segjast vera að vernda kaupmáttinn og gegn kjaraskerðingu. Þeir sem nú eiga hvað verst með að láta enda ná saman í fjármálum heimilanna geta þakkað það þessum háu herrum. Þeir sem missa atvinnuna vegna þess að fyrirtækin verða að bregðast við þessum óraunhæfu launahækkunum með því að segja upp fólki geta líka þakkað það þessum sömu herrum og íslensku leiðinni þeirra. Amtsbókasafnið á Akureyri: Arsskýrsla I. Amtsbókasafnið var opið til af- nota allt árið 1982, alls í 276 daga og var opnunartíminn óbreyttur frá fyrra ári. Mánu- daga til föstudaga var opið kl. 13- 19 og laugardaga kl. 10-16. Mánuðina maí og september var lokað á laugardögum en þess í stað haft opið á miðvikudögum til kl. 21. II. Stjórn og starfslið: Að af- stöðnum bæjarstjórnarkosning- um á sl. vori var kjörin ný stjórn fyrir bókasafnið. Gísli Jónsson er formaður stjórnarinnar, sem fyrr, en aðrir í hinni nýju stjórn eru Ingibjörg Jónasdóttir, Olaf- ur Sigurðsson, Tryggvi Gíslason og Valgerður Magnúsdóttir. Starfsmenn í fullu starfi eru Guðrún Bjarnadóttir, Hólm- fríður Jónsdóttir, Hörður Jó- hannsson og Lárus Zophonías- son. Starfsmenn í hálfu starfi eru: Aðalbjörg Sigmarsdóttir, Halla Sigurðardóttir, Hólm- fríður Andersdóttir, Hulda Pór- arinsdóttir, Júlía Garðarsdóttir, Petrína P. Eldjárn og Þóra Sig- urbjörnsdóttir. Hólmfríður Andersdóttir lestrarsalsvörður fór í hálft starf frá 1. mars, að eigin ósk. Halla Sigurðardóttir var ráðin lestrar- salsvörður að hálfu á móti Hólmfríði þann 1. júní. III. Heimlánadeild: Bókakostur heimlánadeildar var í árslok 1982 33.259 bindi og hafði aukist um 1.489 bindi á árinu. 1.856 bindi bættust við á hillulista, en 371 bindi var afskrifað. Bókaaukningin var aðeins meiri en á fyrra ári. Bókakaupa- fé á árinu 1982 var hiutfallslega minna en verið hefur um langt árabil. Upphæð sú sem áætluð var til bókakaupa að tillögu bókasafnsnefndar var skert ótæpilega af bæjarstjórn við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Hafði Amtsbókasafnið sömu fjárupphæð til bókakaupa árið 1982 og Bæjarbókasafn Kefla- víkur - safn í helmingi fámenn- ara bæjarfélagi. Utlán á árinu voru alls 142.418 og jukust þau aðeins um 843 bindi frá árinu áður. Útláns- dagar voru 276, einum fleiri en árið áður og meðalútlán á dag voru 516 bindi (1981 - 514.8 bindi) Lán á bókakössum til skipa og stofnana voru 3.263 bindi (1981-3456 bindi). Eins og getið var um í síðustu ársskýrslu þá hófst heimsend- ingarþjónusta á bókum og hljóðbókum til aldraðra, haust- ið 1981, í samvinnu við Soropt- imistaklúbb Akureyar. Klúbb- meðlimir flytja bækurnar til lán- þeganna einu sinni í viku. Pessi þjónusta hefur mælst mjög vel fyrir og um 20 manns notfærðu sér hana að jafnaði sl. ár. IV. Lestrarsalur og geymslu- deild: Skráðir gestir á lestrarsal voru samkvæmt gestabók 5.938 (1981 - 6730). Mest var aðsókn- in í mars, 900 gestir og í apríl 795 gestir. Bókalán á lestrarsal voru mest í mars, 4248 bindi og í nóv- ember 2333 bindi, en alls voru bókalánin á lestrarsal 16.198 bindi, (1981-16.436 bindi). 49 bindi bættust við bókakost lestrarsalar á árinu og eru þar nú 2.508 bindi. 82 fæðingarvottorð voru af- greidd á árinu og 31 maður skráði sig í gestabók filmuklef- ans. Bundin voru 210 bindi bóka er safninu bárust í prentskilum, einnig 131 bindi blaða og tíma- rita. Millisafnalán voru 35 bindi. 25 bindi voru léð til safnsins, en 10 bindi lánuð fra safninu. V. Sögustundir fyrir börn: Um nokkurt skeið hefur verið áhugi á því að hafa sögustundir fyrir börn hér á safninu, eins og tíðk- ast víða á bókasöfnum. Á síð- astliðnu hausti var svo hafist handa og hafa sögustundir verið á laugardögum milli kl. 10.30 og 11.30. Njóta þær mikilla vin- sælda. Tveir af starfsmönnum safnsins, HallaSigurðardóttirog Petrína Eldjárn annast sögu- stundirnar til skiptis og áheyr- endur eru að jafnaði um 25-30 börn á aldrinum 4-6 ára. VI. Sýningar: Þann 12. júní opn- aði Leifur Breiðfjörð glerlista- maður sýningu á verkum sínum á lestrarsal safnsins. Það er víða siður á bókasöfn- um að efna til ýmiskonar listsýn- inga. Amtsbókasafnið er í nokk- urri sérstöðu hvað þetta varðar, í sölunum hér eru svo til engir heilir veggir til að hengja á og gerir það safninu næsta ókleyft að hýsa myndlistarsýningar, sem annars væri mjög æskilegt og yki á fjölbreytni í starfsemi safnsins. Öðru máli gegnir um glerlist- arsýningu. Að sögn Leifs Breið- fjörð glerlistamanns gefa hinir stóru gluggar á lestrarsalnum mikla möguleika á slíkum sýn- ingum og var listamaðurinn mjög ánægður með aðstöðuna hér. Samtímis sýningu Leifs Breið- fjörð var sett upp á lestrarsaln- um sýning sú sem Landsbóka- safn Islands hélt í tilefni áttræð- isafmælis Halldórs Laxness, fyrr á árinu. Efni sýningarinnar var íslandsklukkan - handrit, minn- isbækur skáldsins, svo og mynd- ir og bækur sem landsbókavörð- ur var svo vinsamlegur að lána norður. í byrjun októbermánaðar var sett upp sýning á lestrarsalnum á vegum Iðnaðardeildar S.Í.S. og stóð hún í tvær vikur. Var þar sýndur vefnaður ýmiskonar - gluggatjöld, húsgagnaáklæði og fleira. VII. Gjafir: Safninu bárust nokkrar góðar gjafir á árinu. Þjóðræknisfélagið á Akureyri, með Árna Bjarnarson bókaút- gefanda í broddi fylkingar, færði 1982 safninu að gjöf mikið safn bóka, tímarita og smáprents útgefið í Vesturheimi. Júdit Jónbjörnsdóttir fyrrv. kennari gaf safninu vestur-ís- lensku tímaritin Svövu og Sögu. D. Otto Wulff, þýskur þing- maður, færði safninu að gjöf bókina, „Anderson, Johan: Nachrichten von Island", útg. í Hamborg 1746. Sigursteinn Magnússon ræðismaður í Edin- borg sendi að gjöf bókina, „Snorre Sturlesons Norske Kon- gers Sagaer“, útg. í Christiania 1838-1839. VIII. Annað: Útibú frá Amts- bókasafninu í Glerárhverfi er eitt brýnasta framtíðarverk- efni safnsins. Fyrir tveim árum var gerð könnun á notkun bókasafnsins árin 1978-1980, meðal annars á siptingu safngesta eftir búsetu í bænum. Leiddi sú könnun það í ljós - sem í raun var áður vitað - að notendur safnsins voru til- tölulega fæstir úr Glerárhverfi. Þó að ástæðurnar fyrir því geti verið fleiri en ein, er augljóst að íbúar Glerárhverfis - einkum nýrri byggðarinnar - eiga til muna lengri leið að sækja en all- flestir aðrir bæjarbúar og síðan könnunin var gerð hafa byggst upp ný hverfi, enn lengra frá. Fyrir rúmu ári síðan lét bæjar- stjórn Akureyrar frá sér fara yfirlýsingu, sem túlka má á þann veg að heimilt sé að hefjast handa við að kanna möguleika á húsnæði og athuga um kostnað o.fl. í húsnæðismálunum er um fleiri en einn valkost að ræða - þessa stundina - og nauðsynlegt er að taka einhverjar ákvarðanir í þeim efnum áður en langur tími líður. Mjög er nú farið að huga að tölvuvæðingu bókasafnanna hér á Iandi og eitt bókasafn - í Kópa- vogi - er þegar komið vel á veg með að tölvuskrá bókaeign sína. Rætt hefur verið um samvinnu stærri bókasafnanna um tölvu- væðinguna og þar sem Amtsbókasafnið má teljast í þeirra hópi má ekki bíða lengi með að hefjast handa. Byrjunarkostnaður er ekki óviðráðanlegur, nægilegt er að byrja með einn skjá og lykla- borð og mun það ekki kosta meira en ein vönduð ritvél, en hagræðingunni af tölvuskrán- ingunni er óþarfi að lýsa hér, hún ætti að vera augljós hverjum manni. Og að lokum smá hugvekja: Eins og getið er um hér að fram- an þá var bókakaupafé ársins 1982 skert allmikið, en þó hefur verið reynt að draga sem minnst úr kaupunum á nýútkomnum bókum, en látið sitja á hakanum að endurnýja það sem eldra er, einnig hafa kaup á erlendum bókum verið í lágmarki. Til þess að þetta sé mögulegt verður að færa bókakaupin milli ára, bíða með að kaupa nýút- komnar bækur fram yfir áramót, eða að minnsta kosti fresta greiðslu á reikningum yfir ára- mótin. En alltaf hækkar sú upp- hæð sem klipin er af bókakaupa- fé nýbyrjaðs árs til greiðslu á bókum hins fyrra. Á síðastliðnu ári nam þessi greiðsla kr. 116 þúsundum sem er um 40% af bókakaupafénu árið 1982. Nú er búið að eyða um 170 þúsund krónum af bóka- kaupafé yfirstandandi árs til að greiða fyrir bækur ársins 1982. „Hvað skal nú til varnar verða vorum sóma?“ Amtsbókasafninu á Akureyri 10.02.1983 Lárus Zophoníasson, bókavörður. Eftirtaldir aðilar fengu bókakassa á árinu: bindi Togarar Útgerðarfélags Akureyringa ..................... 1.335 Önnurskip .............................................. 1.044 Lögreglustöðin v. fangelsis .............................. 582 Dvalarheimilið Hlíð og Skjaldarvík ....................... 185 Dagvistir og skólar ....................................... 66 Aðrir ..................................................... 51 Heildarútlánin skiptust þannig á mánuöina: 1981 Janúar ........................................ 12.394 13.114 Febrúar ....................................... 12.512 12.872 Mars .......................................... 13.657 13.833 Apríl ......................................... 11.404 10.763 Maí ............................................ 9.538 9.310 Júní ...........................................10.751 10.265 Júlí .......................................... 12.056 11.784 Ágúst ......................................... 12.390 11.567 September ..................................... 11.546 11.279 Október ....................................... 11.527 12.228 Nóvember ...................................... 11.807 12.875 Desember ...................................... 10.241 10.170 Heimlán af lestrarsal, alls ..................... 835 865 Hljóðbækur, alls .............................. 1.422 650 Heimsendingar, alls ...................................... 338 4 - DAGUR -1. mars 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.