Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 6
 i»»wa b&fl»»Sjíi von *•** _ *nbá' íe bs »alHó?if. óðlcgn m valM Valftat máooðis \ensUV>orn, áðbcrra ■ E I Ferðalag okkar hófst klukkan rúmlega sex að morgni 14. ágúst. Ferðin til Kaupmannahafnar gekk tíðindalaust fyrir sig. Mikil eftirvænting var hjá Helga og Stefaníu og margs þurfti að spyrja. Við vorum alveg ókunnug hvert öðru og notuðum tímann vel til að kynnast betur og til að búa okkur undir það sem vitað var að biði okkar á ferðalaginu. Eftir tiltölulega skamma við- dvöl á Kastrupflugvelli var kallað út í flugvélina sem skyldi flytja okkur til Sofía. Flugvélin var frá Balkan flugfélaginu. Við ætluð- um að setjast inn í almenna far- þegarýmið en þá kom yfirflug- freyjan til okkar og spurði hvort við værum ekki frá íslandi og hvort för okkar væri ekki heitið á listahátíðina í Sofía. Játtum við því. Hún bað okkur þá að koma með sér fram í 1. farrými, við vær- um opinberir gestir þeirra. Á 1. farrými hittum við börn og fylgd- armenn frá Danmörku og Svíþjóð ásamt aðstoðarmönnum sem fylgdu þessum hópum. Millilent var í Austur-Berlin og fórum við þar inn í flugstöðina, það var sól- skin og mikill hiti úti og enginn loftkæling í flugstöðinni svo að við vorum þeirri stundu fegin þeg- ar hópurinn var aftur kallaður út í flugvélina. Vart var vélin komin á loft þegar yfirflugfreyjan kom til mín og sagði að borist hefðu til- mæli um það frá Sofía að Helgi tæki að sér ákveðið hlutverk þeg- ar flugvélin kæmi til Sofía. Þannig væri mál með vexti að sjónvarpið í Sofía ætlaði að taka fréttamynd þegar Norðurlandahópurinn kæmi og var Helgi beðinn að fara fyrstur út úr vélinni, nema staðar efst á stigapallinum og leika síðan stutt lag á trompet, síðan skyldi hann ganga niður stigann og við norrænu þátttakendurnir á eftir. Við landganginn myndi síðan móttökunefnd bíða og fagna hópnum. Helgi tók þessum til- mælum vel og af mikilli ró. Vor- um við nú flutt framar í vélina í lúxusklefa og þar gat Helgi æft sig að spila lagið sem hann hafði ákveðið að leika. Það var farið að rökkva þegar við komum til Sofía og við sáum ljóskastara sjónvarpsmanna, ljósmyndara og móttökunefnd- ina. Landgangi var nú komið fyrir, Helgi gekk út úr vélinni, brosti í átt til sjónvarpsmannanna og lék eitt lag á trompetinn. Það tókst afar vel, Helgi brást ekki í hlutverkinu sem hann hafði svo óvænt fengið og eftir örfáar mín- útur var þessi dagskrá á enda og við stóðum við hliðina á hinum gestunum og vorum kynnt fyrir leiðsögumanni okkar og túlk Angelinu Dimitrovu. Síðan var ekið með okkur öll í móttökusal opinberra gesta og þar fengum við smáhressingu. Búlgörsk börn biðu þarna og fögnuðu okkur með blómum. Þarna í biðsalnum voru margir hópar erlendra barna ásamt leiðsögumönnum. Við fór- um nú í myndatöku á öðrum stað því að við áttum öll að fá sérstök vegabréf á meðan dvöl okkar í Búlgaríu stæði. Á meðan við bið- um eftir vegabréfunum komu til okkar nokkrir leiðsögumenn og heilsuðu okkur, þeir mundu eftir mér og íslensku börnunum Arn- hildi og Nils sem tóku þátt í lista- hátíðinni 1979. Þarna kom líka aðalleiðsögumaður okkar frá þeirri hátíð, Antonia Venova Kraeva. Hún varð glöð að sjá ís- lenska hópinn og tilkynnti Ange- línu að hún myndi aðstoða okkur eins og hún gæti, hún væri orðin yfirleiðsögumaður og gæti ráðið starfsdegi sínum að miklu leyti. Þetta voru góðar fréttir því að ég vissi af reynslu að þessum leið- sögumanni var óhætt að treysa. Vorum við nú þarna komin með tvo ágæta leiðsögumenn sem lögðu sig fram við að allt gengi sem best hjá okkur og dvölin yrði sem ánægjulegust. Klukkan var nú orðin 11 að þarlendum tíma og við öll þreytt eftir ferðalag og uppákomur dagsins. Vorum við því fegin þeg- ar við fengum listahátíðarvega- bréfin og vegabréfin okkar og vorum flutt inn í Stúdentabæinn í Sofía þar sem við skyldum dvelja næstu dagana. Við fengum hvert okkar stórt herbergi með baði. Nokkuð angraði það okkur að við ust okkur vel þannig að samstarf- ið gekk alltaf prýðilega. Fyrsta verk okkar þennan dag- inn var að kynnast nánasta um- hverfinu í Stúdentabænum. Síðan var farið í morgunmat sem búinn var til í gríðarstóru eldhúsi og framreiddur í borðsal stúdenta þar sem fleiri hundruð manns geta snætt samtímis. Þarna borðuðum við þrisvar á dag. Aðaldagskráratriðið þennan dag var setning listahátíðarinnar. Börnin fóru í þjóðbúninga. Hit- inn var mikill, yfir 38°C, og því óþægilegt að vera svona mikið klæddur. Börn og leiðsögumenn voru flutt í stórum fólksflutninga- bílum úr Stúdentabænum niður í miðborg Sofía í nágrenni nýju Menningarhallarinnar. Frá bíln- um var gengið í fylkingu heim að anddyri Menningarhallarinnar. Búlgörsk börn stóðu beggja vegna vegarins og gáfu gest- unum rauðar og hvítar rósir. Lúðrasveitir léku, fánar blöktu. Menningarhöllin í Sofía er einstaklega fagurt hús og kæmi ekki á óvart þó að það yrði síðar víðfrægt í sögu byggingarlistar- innar. Allur skarinn komst fyrir í stærsta hljómleikasalnum. Þar sáu búlgörsk börn um dagskrána sem var ákaflega fjölbreytt og skemmtileg. Sinfóníuhljómsveit lék, barnakórar sungu, börn lásu upp, sýndur var látbragðsleikur, flutt ljóð. Þjóðdansar Búlgara eru einstaklega skemmtilegir, tónlist- in sterk og áhrifamikil og búning- arnir fagrir. Við lok dagskrárinn- ar fluttu ráðamenn ræður, ræddu um tilgang listahátíðarinnar og buðu alla gestina velkomna. Um kvöldið notuðu þau Stefanía og Helgi tækifærið til að kynnast börnum frá öðrum löndum. Skipst var á smágjöfum, nöfn og heimilisföng skrifuð á miða eða í sérstakar bækur. EJMMCiao TSÓÍ»«æ!*0 Mmt Mánudagur 16. ágúst Stærsta dagskráratriðið í dag var opnun alþjóðlegrar sýningar á Minnismerki allra bama, klukkutumii hafjallsins i útjaðri Sofia. sáum nokkur skordýr, sem líktust járnsmið, hlaupa fram og aftur af miklum hraða. En þegar okkur var sagt að þetta væru hinar mestu meinleysisskepnur þá róuðumst við en aldrei vorum við alveg sátt við þessi skordýr þó svo að þau væru alveg meinlaus, eins og rétt reyndist. Sunnudagur 15. ágúst myndlist barna. Sýningin var í stærsta og veglegasta listsýningar- sal borgarinnar í Shipkastræti 6. Þarna átti Stefanía Valdimars- dóttir myndir. Voru þau Helgi og Stefanía mjög í sviðsljósinu þarna. Voru tekin bæði útvarps- og sjónvarpsviðtöl við þau og þau mynduð í bak og fyrir. Sýningin var ákaflega skemmtileg og falleg. börnin sér á leiksvæðinu í Stúd- entabænum, en þar var stórt úti- leiksvið og dagskrá milli kl. 7 og 10 á kvöldin. Við vöknuðum snemma og héld- um fund. Við vorum búin að setja okkur ákveðnar samskipta- reglur sem við héldum og reynd- Það er einstakt að fá tækifæri til að skoða jafn fjölbreytileg og fal- leg myndverk eins og þarna voru til sýnis. Um kvöldið skemmtu Þriðjudagur 17. ágúst Klukkan 10 að morgni hófst tón- listahátíð í Menningarhöllinni. Börnin voru með dagskrá í fjór- um stórum sölum. Nú var komið að Helga að leika að trompet. Hann brást ekki fremur en fyrri daginn og fékk gott klapp að leik loknum. Vorum við öll mjög ánægð yfir því hve vel hafði tekist. Blaðamenn áttu viðtöl við þau Helga og Stefaníu og þau svöruðu spurningum sem bárust á vélrit- uðum listum. Eftir hádegið var farið í verslanir og gerð smáinn- kaup og miðborg Sofía var skoð- uð en þar er fjöldi fagurra bygg- inga og minnismerkja. Um kvöld- ið fóru börnin í skemmtigarðinn f Stúdentabænum en þar hafði ver- ið komið fyrir alls konar leiktækj- um sem spennandi var að reyna. Stefanía og Helgi í sjónvarpsviðtali á sýningu á myndlist barna. Myndir eftir Stefaníu eru í baksýn. Stcfanía teiknaði þessa krítarmynd á malbikið. Miðvikudagur 18. ágúst Klukkan 10 um morguninn hófst fjölbreytt dagskrá í og við Menn- ingarhöllina. Þar tók Stefanía þátt í einu dagskráratriðinu. Meira en 200 börn fengu af- mörkuð svæði á stóru malbikuðu svæði. Þar teiknuðu þau og lituðu með leikritum. Stefanía teiknaði fallega mynd sem vakti athygli. 6 - DAGUR -1. mars 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.