Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 7
Fjölmiðlamenn komu og höfðu viðtöl og mikið var ljósmyndað og kvikmyndað. Það var fallegt að sjá þennan stóra barnahóp önn- um kafinn við að tjá sig á mynd- rænan hátt. Það var þó engan veg- inn létt verk því að hitinn var hvorki meira né minna en nærri 40°C og þá hitnar vel á svörtu mal- bikinu. En börnin létu ekki deig- an síga og luku öll við myndirnar og fengu verðlaun og viðurkenn- ingar fyrir. Um kvöldið var farið í skeinmtigarðinn í Stúdentabæn- um og á listsýningar margs konar, tónleika og þjóðdansasýningar í Hristo Botev sýningarhöllinni sem var ekki langt frá dvalarstað okkar í Stúdentabænum. Fimmtudagur 19. ágóst Þann dag skipulögðum við sjálf. Þá fóru Helgi og Stefanía í sund í stórri og glæsilegri sundhöll. Eftir hádegi var m.a. farið í dýragarð- inn í Sofía. Þar bar margt nýstár- legt fyrir auga en garðurinn er gamall og er inni í sjálfri borginni. Verið er að byggja nýjan dýra- garð utan við borgina. Um kvöldið fóru börnin í skemmtigarðinn og fylgdust með dagskrá á útisviðinu í Stúdenta- bænum. Það var gengið snemma til náða því við vissum að langur og erfiður dagur var framundan. Helgi Svavarsson leikur einleik á trompet á tónleikunum í Menningarhöllinni í Sofía. Við opnun alþjóðlegu listahátíðarinnar í Sofía. Helgi og Stefanía í þjóðbún- ingum. Með þeim á myndinni er leiðsögumaðurinn Antonia Kraeva. Föstudagur 20. ágúst Við vorum komin á fætur fyrir all- ar aldir. Klukkan 7.30 var lagt af stað á mörgum langferðabifreið- um áleiðis til Stara Zagora sem er stór borg miðja vegu milli Sofía og hafnarborgarinnar Burgas við Svartahaf en þangað var ferðinni heitið næsta dag. Það var sama hitabylgjan og áður, um kl. 9 var hitinn orðinn 32°C og uppúr há- deginu 40°C. Það var því ansi heitt í langferðabifreiðunum sem voru ekki með öfluga kælingu. Numið var staðar og hvílst í litlum bæ sem heitir Belovo og er við hraðbrautina til Plovdiv, síðan var haldið áfram til Plovdiv og þar snæddur hádegisverður í glæsi- legu hóteli. Alls staðar þar sem numið var staðar komu börn og léku á hljóðfæri og dönsuðu þjóðdansa. Þjóðbún- ingar Búlgara eru litskrúðugir og margbreytilegir og þjóðdansar fallegir. Plovdiv er næst stærsta borg Búlgaríu, falleg borg með langa og litríka sögu sem nær allt til ársins 1000 f.Kr. Til borgarinn- ar Stara Zagora komum við um fjögur leytið. Var strax farið með okkur á glæsilegt hótel í miðborg- inni en þar skyldum við gjsta næstu nótt. Móttökuhátíðahöld voru með svipuðu sniði og áður, tónlist, þjóðdansar og söngur. Síðan gát- um við farið í skemmtigarð í mið- borginni og þar voru óspart notuð þau leiktæki sem á boðstólum voru . Eftir kvöldmat var efnt til mikilla hátíðahalda í óperuhúsinu í Stara Zagora. Börn og unglingar frá Stara Zagora skemmtu. Frábært. Á eftir dönsuðu allir búlgarska þjóðdansa á torginu fyrir framan óperuhúsið. Veðrið var milt og kyrrt og kvöldið fagurt. Stara Zagora er gömul borg með langa sögu, eins og Plovdiv, og ekki hefur alltaf verið jafnkyrrt og rólegt þarna eins og þetta kvöld, því borgin hefur margsinnis orðið fyrir óvinaárás og verið lögð í rúst, síð- ast í stríðinu milli Tyrkja og Rússa 1877-1878. Nú er þetta fal- leg borg með fögrum húsum, göt- um og torgum. Næsta dag fórum við á fætur klukkan 6.30 um morguninn, borðuðum morgunverð og síðan var haldið af stað frá Stara Za- gora. Laugardagur 21. ágúst Veðrið var svipað og síðustu daga. Eftir rúmlega tveggja tíma akstur var áð við heilsulindir í út- hverfum Sliven. Síðan var haldið áfram í austurátt til Burgas. Við Karnobat numu bílarnir staðar nokkra stund. Börn þaðan og úr túnus kom að landi á skrautbúnu skipi með hirð sinni. Flokkurinn var með ákveðna dagskrá þarna á ströndinni og höfðu margir gam- an af. Alls staðar voru sjónvarps- og kvikmyndatökumenn. Frétta- maður frá Radio Sofía hafði við- tal við Helga. Morguninn leið hratt og fyrr en flugvöllinn á leið til Sofía. Um kvöldið var karnivalhátíð í Menn- ingarhöllinni. Fyrst gekk allur hópurinn ásamt búlgörskum börnum um helstu götur miðborg- arinnar. Mjög margir voru í grímubúningum og margir í þjóð- búningum. Gífurlegur mann- fjöldi var á götunum og fylgdist með skrúðgöngunni. Þriðjudagur 24. ágúst Morguninn var frjáls og þá fórum við niður í miðborgina og versluð- um svolítið. Skoðuðum líka rússnesku orþodokskirkjuna sem er fremur lítil en ákaflega falleg. Eftir hádegi fórum við í Menn- ingarhöllina en þar var stofnað „Álþingi barnanna“. Mörg börn frá ýmsum þjóðum fluttu ræður. Inntakið var beiðni um frið og vel- ferð allra barna. Við skoðuðum svo sýningu sem nefndist „Búlg- aríu dagbókin mín“. Á þeirri sýn- ingu voru myndir sem börn höfðu gert á meðan þau voru á lista- hátíðinni og sýndu atburði sem börnin höfðu upplifað. Skemmti- leg sýning. Þá var komið að lokatónleikun- um en þar léku úrvalshljóðfæra- leikarar af frábærri snilld. Einnig var söngur og þjóðdansar. Miðvikudagur 25. ágúst Nú var síðasti dagur listahátíðar upprunninn. Lokaþáttur hátíðar- innar fór fram við minismerki allra barna „Klukknaturninn" við rætur Vitoshafjalls. Þar fluttu ýmsir merkismenn ræður, t.d. forstöðumaður UNESCO, forseti Alþjóðafriðarráðsins, búlgarskir ráðherrar og stjórnandi listahá- tíðarinnar. Síðan fóru fram þjóð- dansasýningar, tónleikar og söng- ur á stóru útisvæði sem þarna var komið upp. Öllum klukkunum var hringt. Við fundum íslensku klukkuna sem var gefin 1980 og hringdum henni sem mest við máttum og hljómur hennar bland- aðist hljómi allra hinna klukkn- anna sem þarna eru. Eftir hádegið kvöddum við vini og kunningja sem við höfðum eignast. Við fórum síðan út á flug- völlinn í fylgd leiðsögumannanna okkar. Fengum rósir að skilnaði. Heimferðin gekk vel og tíðinda- laust. Sunnudagur 22. ágúst Allir fóru niður á ströndina. Nú var veðrið við okkar hæfi, sólskin, örlítil gola og hitinn um 25°C. Börnin busluðu í sjónum í tvo tíma. Sett var á svið nokkurs kon- ar leiksýnine. Sjávarguðinn Nep- in mikli sem stendur við rætur Vitos- Þórir Sigurðsson, námsstjóri, Stefanía Valdimarsdóttir og Helgi Svavarson, ásamt Ingvari Gíslasyni, menntamálaráðherra. nágrenninu dönsuðu þjóðdansa og gáfu gestunum rósir. Álls stað- ar stóð fólk og veifaði til okkar, það var greinilegt að allir fylgdust vel með hvenær von væri á bíla- lestinni. Um klukkan 13 vorum við í Burgas og var nú ekið beint út að sólarströndinni og að Hótel Iskur. Þar áttum við að búa næstu tvo dagana. Eftir að hafa snætt góðan hádegisverð skruppum við í verslunarhverfið en hitinn var okkur næstum óbærilegur. Við hröðuðum okkur því heim á hótelið og hvíldum okkur þar til næsti dagskrárliður hófst en það var þjóðdansasýning keppenda á alþjóðlegu þjóðdansamóti sem haldið var í Burgas. Þarna komu fram frábærir sýningaflokkar sem gaman var að horfa á. Eftir kvöld- varði var kallað til hádegisverðar. Eftir hádegishvíldina var farið í skoðunarferð til Nesebar en það er bær sem liggur á smáskaga norður við Burgas. Nesebar er fagur staður og merkilegur vegna fornra húsa og rústa og kirkju- bygginga frá ýmsum tímum. Nes- ið sem Nesebar stendur á er um 850 metra langt og 300 metra breitt. Grikkir byggðu bæinn í fornöld og kölluðu þá Messam- bria. Eftir að hafa skoðað Nesebar var okkur boðið í siglingu út á Svartahaf að mynni Ropotomoár- innar. Mistur var í lofti og skyggni fremur slæmt svo að við sáum ekki vel hina margrómuðu landsýn. Um kvöldið var hópnum boðið á skemmtistað upp í fjall- lendi all langt frá dvalarstað okkar. Þar var margt til skemmt- unar, t.d. elddans, skógarbirnir dönsuðu, fulltrúar ýmissa þjóða skemmtu og dansað var af miklu fjöri. mat fórum við f gönguferð niður að ströndinni og fundum við þá fyrst að við vorum komin að sjálfu Svartahafinu. Sandurinn var ljós og afar fíngerður. Golan hlý og notaleg. Stjörnubjart. Við nutum þess að vera komin í nálægð við hafið. Mánudagur 23. ágúst Við vöknuðum eldsnemma og fórum með leiðsögumanni okkar á ströndina. Veður var sólarlaust og ekki mikill hiti en sjórinn hæfi- lega volgur. Um kl. 11 var farið á 1. mars 1983-DAGUR-7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.