Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 12
ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUD VINNA Eyjaf jarðarsvæðið kemur vel út hvað varðar aðstöðu til hafnar „Við höfum verið að endur- skoða mat okkar á kostnaði, Ijúka sjómælingum og botn- rannsóknum á þessum stöðum. Þá hefur matið á stofnkostnaði verið endurskoðað á öðrum þáttum en verksmiðjunni sjálfri. Það er unnið að um- hverfisrannsóknum og félags- legum á öllum þessum fimm stöðum,“ sagði Pétur Stefáns- son, starfsmaður Staðarvals- nefndar, er Dagur spjallaði við hann fyrir helgina og spurðist fyrir um verkefni þau sem nefndin væri að láta vinna að vegna fyrirhugaðrar álverk- smiðju. „í Eyjafirði beinast þessar um- hverfisrannsóknir fyrst og fremst að því að vinna svokallaða dreif- ingaspá vegna hugsanlegra úr- gangsefna og í framhaldi af því að reyna að meta afleiðingar af slíku. Við erum búnir að vera með vind- mælingar á Hjalteyri í rúmt ár, það hafa verið settir upp hita- mælar á þremur stöðum í Vaðla- heiði þar sem mæld eru svokölluð hitahvörf sem skipta verulegu máli. Þessar mælingar í Vaðla- heiði eru nýbyrjaðar, hófust fyrir áramót. Þá höfum við einnig keypt hitamæli í eina af flugvélum Flugfélags Norðurlands en þeir ætla að aðstoða okkur við mæling- ar, bæði við flugtök og lending- ar.“ - Eru einhver atriði sem liggja nú ljósar fyrir eftir rannsóknir ykkar en önnur? „Það hefur skýrst verulega hverjar eru aðstæður til hafnar- gerðar á hverjum stað og það ligg- ur orðið nokkuð Ijóst fyrir hvaða möguleikar eru í því efni. Eyja- fjarðarsvæðið kemur mjög vel út úr þeim rannsóknum varðandi hafnargerð enda er gott skjól fyrir úthafsöldu innan við Hjalteyri. Það er að vísu dálítil golukvika yfir fjörðinn en hún hefur ekki nein áhrif á jafn stór skip og kæmu tii með að athafna sig ef höfn yrði við Dysnesið. Það er búið að kanna aðstæður á landi. Jarðvegsdýpi er nokkuð mikið þarna í Arnarnes- hreppnum, jafnvel dálítið meira en við áttum von á en þó verður það ekki stór þáttur í heildar- myndinni. Vatn hefur verið rann- sakað á öllum þessum stöðum og þessa dagana er verið að fjalla um möguleika á orkuflutningi og í því sambandi hefur ekkert komið fram sem gerir einn staðinn öðr- um betri. Það sem tekur langmestan tíma eru umhverfisrannsóknirnar og þá aðallega að fá eitthvað mark- tækt til að vinna úr varðandi veðurf arið. Ég geri mér varla von- ir um að það verði fyrr en seint á þessu ári sem heildarmynd verður komin á þetta og þá munum við skila endurskoðaðri skýrslu til ráðherra. En sú skýrsla kann jafn- vel að verða með einhverjum fyrirvara," sagði Pétur Stefánsson að lokum. Blaðið íslendingur: Uppstokkun á umræðustigi Veruleg uppstokkun mun nú fyrirhuguð á útgáfu íslendings og hefur heyrst að reglulegri út- gáfu verði jafnvel hætt. Undan- farið hefur blaðið komið út í fjögurra síðna broti einu sinni í viku. „Auglýsingar hafa dregist mikið saman og það þarf að gera ákveðna hluti varðandi rekstur- inn og taka ákvörðun um það hvort við höldum þessari útgáfu áfram. Það gengur með því að hafa blaðið fjórar síður,“ sagði Gunnar Berg, ritstjóri íslendings, en sagðist aðspurður ekki vera búinn að segja upp, eins og orð- rómur hefur verið um. „Ég vil alls ekki gera mikið úr erfiðleikum varðandi útgáfuna. Þó eru uppi hugmyndir um ýmsa uppstokkun varðandi blaðið en það er á umræðustigi enn sem komið er og ekkert verið ákveð- ið,“ sagði Ingi Þór Jóhannsson, formaður blaðstjórnar íslend- ings. Askriftar- og auglýsinga- verð hækkar Frá og með 1. mars kostar mán- aðaráskrift að Degi kr. 100 og í lausasölu 12 kr. eintakið. Grunnverð auglýsinga verður frá sama tíma 95 kr. á dálk- sentimetra. Önnur þeirra tveggja þyrla sem Frakkar lánuðu hingað til lands hefur verið á ferð og flugi um Norðurland að undanförnu og m.a. kom þyrlan við á Húsa- vík. Þar tók Þorkell Björnsson, fréttamaður Dags á staðnum meðfylgjandi mynd er verið var að sýna þyrluna en eins og annars staðar þar sem þessi far- kostir hafa farið, vakti þyrlan mikla athygli. Framtíð grunnskóla í Glerárhverfi Foreldrafélag Glerárskóla hef- ur boðað til fundar um framtíð grunnskóla í Glerárhverfi. í frétt frá félaginu segir: Hver er framtíð grunnskóla í Glerárhverfi? Þetta er spurning sem margir íbúar í Glerárhverfi velta fyrir sér um þessar mundir, þegar verið er að ganga frá fjár- hagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1983. Er þeim sem yst búa í Síðuhverfi ætlað að senda börn sín út úr hverfinu til skólagöngu? Er æskilegt að ljúka byggingu Glerárskóla? Hvenær verður haf- ist handa við byggingu Síðuskóla? Til að fá svör við þessum spurn- ingum og öðrum hefur stjórn For- eldrafélags Glerárskóla ákveðið að gangast fyrir opnum fundi um „Skólamál í Glerárhverfi", mið- vikudaginn 2. mars kl. 20.30 í Glerárskóla. Á fundinn koma fulltrúar frá skólanefnd, bæjar- stjórn og Strætisvögnum Akur- eyrar. Tilgangur þessa fundar er að ræða þær hugmyndir sem uppi eru um lausn þessara mál á næsta skólaári. Einnig heyra hvaða framtíðarmarkmið bæjar- stjórn og skólanefnd hafa. Stjórn Foreldrafélags Glerárskóla hvetur alla sem áhuga hafa á þessum mál- um til að mæta á fundinn. Stöðvast reksturinn? — hjá Þormóöi ramma hf. á Siglufirði Forsvarsmenn Þormóðs ramma hf. á Siglufirði hafa nú farið þess á leit við ríkisvaldið að það sjái til þess að fé verði veitt til reksturs fyrirtækisins þannig að ekki þurfi að koma til stöðv- unar. Það mun vera uppsafnaður rekstrarvandi undanfarinna ára sem mun vera aðalástæðan fyrir því hve fyrirtækið er illa statt. Að sögn Sæmundar Árelíussonar, framkvæmdastjóra, var rekstrar- halli á síðasta ári 13 .millj. króna og væri ekki fjarri lagi að það væri sú upphæð sem fyrirtækið þarfn- aðist til viðunandi rekstrarfjár- stöðu þó svo að hann þyrði ekki að nefna neina ákveðna tölu í því sambandi. - Það jaðrar allt við stopp hjá okkur. Við höfum að vísu getað haldið skipunum úti fram að þessu og greitt laun en þó hafa olíufélögin verið ansi þung varð- andi fyrirgreiðslur nú upp á síð- kastið og allt eins víst að þau fari að loka á okkur, sagði Sæmundur Árelíusson. Þess má að lokum geta að hjá Þormóði ramma hf. starfa 150- 160 manns þannig að Ijóst er að til geysilegra vandræða kemur í atvinnulífi Siglufjarðar ef til rekstrarstöðvunar kemur hjá fyrirtækinu. O.J. Sauðárkróki. Kvennaframboð? Ekkert hefur enn verið ákveðið um hvort Kvennaframboðið mun bjóða fram Iista í Norður- landi eystra í komandi kosning- um. Að sögn Þorgerðar Hauks- dóttur, sem tekið hefur þátt í undirbúningi fyrir hugsanlegt framboð, hafa verið haldnir mjög jákvæðir fundir bæði á Dalvík og Húsavík en endanleg ákvörðun hefur sem sagt ekki verið tekin. - Við höfum í hyggju að boða til almenns borgarafundár í Al- þýðuhúsinu á Akureyri n.k. laug- ardag kl. 14 og ég býst við því að ákvörðun um framhaldið verði tekin að loknum þeim fundi, sagði Þorgerður er Dagur ræddi við hana. Þorgerður sagði að Kvenna- framboðskonur hér nyðra hefðu haft mikið og gott samband við aðstandendur kvennalistans í Reykjavík að undanförnu og ef ákvörðun yrði tekin um að fara fram með lista hér, þá yrði stefnu- skráin gerð í samráði við kvenna- framboðskonurnar í Reykjavík. Þannig að stefnuskráin yrði sú sama hjá báðum listum. # Ríkisjötu- sveitin í kröggum? Enn e|nu sinni eru lands- byggðarmönnum sendar kaldar kveðjur að sunnan, að þessu sinni frá Sinfóníu- hljómsveit íslands. Til stóð að hljómsveitin kæmi og héldi hljómleika í íþróttahöllinni en nú virðist ekki geta orðið af þessu vegna þess að hljóm- sveitin hefur ekki ráð á að leigja Höllina. Sinfóníuhljóm- sveitin sem er ríkisrekið apparat á lögum samkvæmt að þjóna landsbyggöinni að eins miklu leyti og framast er unnt og þykir mönnum það þvi skjóta nokkuð skökku við að á sama tíma og hljómsveit- in hefur ekki efni á að borga 30 þúsund krónur fyrir sal á Akureyri skuli hún geta borg- að 39 þúsund krónur fyrir Háskólabíó í Reykjavík. Hafa menn bent á að í raun ætti að kalla hljómsveitina Sinfóníu- hljómsveit Reykjavikur og lík- lega færi best á því að Davíð keisari tæki sveitina upp á sína arma og af ríkisjötunni. Hann gæti þá hækkað að- göngumiðaverð einhliða og marghliða öllum landsbyggð- armönnum að meinalausu. Um hljómleika á Akureyri er annars það að segja að best færi á því að fá íslensku hljómsveitina til að hiaupa í skarðið og slá þar tvær flugur f einu höggl: Þakka rfkisjötu- u íi' ojl yy líl jj sveitinni fyrir velvilja og fá aðra mikið efnilegri í staðinn. # Þingflokks- formenn í kröppum dansi Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að það hefur gustað rækilega um þing- flokksformennina að undan- förnu og er þá vægt til orða tekið. Fyrst klofnaði Fram- sóknarflokkurinn í Norður- landi vestra vegna þess að þingflokksformaðurinn Páll Pétursson vildi vera áfram í efsta sæti flokksins og fékk til þess stuðning. Síðan var Ólafi Ragnarl Grímssyni, þingflokksformanní Alþýðu- bandalagsins ýtt niður í fjórða sæti flokksins í Reykja- vfk og þar með Ifklega út af þingi. Sighvatur Björgvins- son, þingflokksformaður Al- þýðuflokksins hefur heldur ekki sloppið við for- mannsraunirnar því að Karvel Pálmason hefur ákveðið að bjóða sig fram á móti honum í fyrsta sætið á Vestf jörðum og það er eins Ifklegt að hann hreppi það. Nú sfðast var síð- an nafna Ólafs Ragnars Grímssonar, Ólafi Einarssyni, þlngflokksformanni Sjálf- stæðisflokksins troðið niður í fjórða sætið í prófkjöri á Reykjanesi og þykir sumum það fall ansl hátt, en Ólafur skipaði annað sætið á lista flokksins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.