Dagur - 04.03.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 04.03.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJANSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÓRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hugleiðing um videómál Lokun Vídeóson hefur komið af stað mikilli ólgu og umræðu bæði manna á meðal og eins í fjölmiðlum. Dagblaðið-Vísir hefur verið þar hvað duglegast og hrópað hæst enda munu hagsmunir þeirra vera þó nokkrir. Lokun Vídeóson hefur verið meira mál hjá mörgu fólki heldur en ýmsar hörmungar og náttúru- hamfarir seinni tíma. Helst hefur verið talað um að þetta skapaði upplausn á heimilum og að jafnvel væri hætta á hjónaskilnuðum í tuga- ef ekki hundraðatali ef málinu yrði ekki kippt í lag hið fyrsta. Kannski getur ýmislegt verið til í þessu. Fólk sem öll kvöld situr og horfir á vídeó hættir að tala saman um annað en blessað vídeóið og þegar þetta eina umræðuefni er úr sögunni fer að reyna á hvort fólk hefur yfirleitt eitthvað sameiginlegt eða ekki og þvi miður er það oft svo að fólk er hætt að geta talað saman. Streit- an og lífsgæðakapphlaupið er að gera út af við eðlilegan tjáningarmáta, fólk vinnur sína 8-10 tíma fer síðan heim, étur og sest fyrir framan sjónvarpið. Það gamla viðhorf að maður sé manns gaman er að verða úrelt. Félagsstarf- semi ýmis hefur átt undir högg að sækja í sam- keppni við sjónvarpið og versnaði það þó enn frekar er vídeóið kom til sögunnar. Einnig eru að mestu aflagðir leikir unglinga úti við, en víst er um það að þeim veitir ekki af hollri útiveru, þreyta þeirra og skólaleiði gæti minnkað ef þau fengju útrás fyrir athafnaþrá sína við útileiki og -veru. Það hefur ekki góð áhrif á börn og unglinga að sitja marga tíma á skólabekk á dag og sitja síðan enn fleiri tíma fyrir framan vídeóið heima hjá sér. Enda hafa Bandaríkjamenn séð ástæðu til að vara við of miklu sjónvarpsglápi barna og telja sig sjá samhengi á milli þess og ýmissa augn- og höf- uðsjúkdóma hjá þeim börnum sem hvað fast- ast sitja. Það skildi þó aldrei vera þrátt fyrir svartsýn- israus DV að lokun Vídeóson og jafnvel fleiri kapalsjónvarpa yrði til þess að efla á ný heim- ilislíf, því enn er eitthvað eftir af þeirri kynslóð sem gat stytt sér og sínum stundir með bóka- lestri, leikjum, spilum.útiveru, og jafnvel sam- ræðum. Einnig eru til mörg skemmtileg félög sem fólk getur gengið í hafi það áhuga á að kynnast öðru fólki og eru líkur til að þau kynni verði varanlegri en kynni sem skapast við það að fólk hittist í búðinni á horninu og bölvi þar sameiginlega eða hrósi dagskrá sjónvarps og vídeós. Á.M. „Eini skyltlleiki okkar við hefð- bundið málverk... __eru málning og penslar Á morgun opnar ungur Akureyringur, Kristján Steingrímur sýningu á verkum sínum í Rauða hús- inu. A sýningunni verða málverk, grafísk verk og teikningar en öll verkin eru unnin á síðastlíðnum sex mánuðum. Kristján Steingrímur hefur numið og starfað að myndlist í Reykjavík undanfarin fímm ár en í framtíðinni hyggur hann á frekara nám í myndlist í Þýskalandi. - Ég legg langmesta áherslu á málverkin eins og glögglega mun koma fram á þessari sýn- ingu, sagöi Kristján Steingrímur er blaðamaður Dags ræddi við hann í vinnustofu hans á efri hæð Rauða hússins á dögunum. Að sögn Kristjáns var þá ekki ljóst hvað hann ætlaði að mála fram á síðasta dag og m.a. átti hann eftir að mála þá mynd sem líklega yrði stærsta myndin á sýningunni, er viðtalið fór fram. - Það er ljóst að þetta verða það margar myndir að ég verð að opna upp á efri hæðina til að koma verkunum fyrir, sagði Kristján Steingrímur. - Én hvað veldur þeim mikla áhuga sem ungir myndlístar- menn hafa sýnt málverkinu að undanförnu? Peirri spurningu svarar Krist- ján Steingrímur viðstöðulaust, en þess má geta að hann hefur áður setið fyrir svörum um þetta efni, m.a. í sjónvarpsþættinum Glugganum á dögunum er litið var inn á sýninguna Gullströnd- in andar. - Ég held að skýringin sé m.a. sú að myndlistarmenn leita nú í æ ríkara mæli að frelsi og eigin sjálfræði og það er eimmitt eitt aðaleinkenni hins nýja mál- verks. Listamaðurinn er eng- um háður varðandi myndefni eða vinnubrögð en leitar þó oft á náðir hins þýska expression- isma. Hann spyr ekki fortíðina um ráð og svo ég vitni í Helga Þorgils, verðlaunahafa DV, þá er þetta spurning um eigið egó. Svo má ekki gleyma því að það eru ákveðnar stefnur og straum- ar í myndlist sem kollvarpa alltaf ríkjandi stefnum og ætli tími nýja málverksins sé ekki runn- inn upp núna. Við erum ekki málarar gamla tímans. Eini skyldleiki okkar við hefðbundið málverk eru málning og penslar. Við boðum nýtt myndmál sem leiðir af sér nýjan lestur mynd- anna, segir Kristján Steingrím- ur. - Nú hef ég það á tilfinning- unni að margir haldi að margir af þessum „mönnum nýja mál- verksins" séu hálfgerðir klessu- málarar og einkenni mynda þeirra sé hálfgerð fljótaskrift. Er þessu svo farið? - Það er rétt að mörg mál- verkin eru unnin á skömmum tíma en ég get fullvissað fólk um að það eru ekki lökustu lista- • mennirnir sem hafa snúið sér að nýja málverkinu, heldur þeir framsæknustu og það besta mun standa upp úr sem minnisvarði tímans. Fyrir þá sem meta allt eftir prófum og gráðum má geta þess að flestir þeir sem vinna að þessu nýja málverki eru lang- skólagengið fólk með akadem- iskan bakgrunn í myndlist. En auðvitað skipta próf og gráður hér engu máli. Það sem máli skiptir er hvernig fólk málar og hvað fólk er að túlka. Það má einnig koma fram að við notum gjarnan grafík í verkum okkar, en á annan hátt en hinar penu grafíkkonur síðari ára, sagði Kristján Steingrímur. Sýningin í Rauða húsinu stendur eina viku og verður hún opin frá klukkan 16 - 20 virka daga, en um helgar frá klukkan 14-22. Rættvið Kristján Steingrímsson umnýja málverkið 4-iDAGUR-4. mars 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.