Dagur - 04.03.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 04.03.1983, Blaðsíða 7
Um þessar mundir stendur yfir Norræn fjölskyldulandskeppni á skíðum. Fyrirkomulag keppninnar er með svipuðu fyrirkomulagi og tíðkast hefur í samnorrænu sundkeppnunum og telst sú þjóðin hafa unnið sem á hlutfallslega flesta þátttakendur í keppninni. Eins og fram kemur hér á síðunni höfum við íslendingar farið allt annað en vel af stað en þar er auðvitað fyrst og fremst um að kenna óblíðri veðráttu og snjóleysi um mest allt land. En það þarf ekki svo mikinn snjó í raun og veru til að hægt sé að ganga eða renna sér á skíðum. Það komumst við að raun um er við litum upp í Hlíðarfjall í vikunni. Til þess að vekja athygli á umræddri keppni og almenningsíþróttum yfirleitt fengum við til liðs við okkur nokkra kunna borgara og héldum upp í fjall. Þeir sem lögðu okkur lið voru: Ingólfur Árnason, rafveitustjóri, Kristinn J. Jónsson, framkvæmdastjóri Eimskips á Akureyri, Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, Björg Finnbogadóttir, útivinnandi húsmóðir, Vilhelm Jónsson, starfsmaður Skíðastaða og Sigurlaug Magnúsdóttir, húsmóðir. Auk þeirra sexmenninganna er rætt við Hermann Sigtryggsson, íþróttafulítrúa og Þröst Guðjónsson, formann Skíðaráðs Akureyrar. Sigurður Aðalsteinsson - Ætli það séu ekki svona fjögur ár síðan ég byrjaði að stunda skíðagöngu. Ég byrjaði á gamals aldri, eins og það er kallað, og eftir að hafa verið í þessu í þessi fjögur ár þá gæti ég varla hugsað mér betri almenningsíþrótt. Þarna fer saman mjög góð hreyf- ing og holl útivera og ég vil ein- dregið hvetja fólk til þess að reyna skíðagönguna, sagði Sigurður, sem í gærmorgun hélt áleiðis til Svíþjðar þar sem hann mun taka þátt í hinni heimsfrægu Vasa- skíðagöngu ásamt nokkrum öðr- um Akureyringum. Kristinn J. Jónsson - Ég er alinn upp á skíðum á Siglufirði og þó svo að ég hafi ekki stundað skíðaíþróttina af miklu kappi undanfarin ár þá tel ég mig hiklaust geta mælt með skíða- íþróttinni sem almenningsíþrótt. Þetta er mjög alhliða hreyfing og ef fólk er með höfuðverk þá veit ég enga aðra leið betri til að losna við hann en að fara á skíði, sagði Kristinn J. Jónsson, en hann hef- ur stundað sund af miklum krafti undanfarin 15 ár. Ástæðan fyrir því að Kristinn fór að stunda sund var þátttaka í samnorrænu. sund- keppninni en síðan hefur Kristinn bætt blakinu við og keppir nú með félögum sínum úr sundlauginni í blakkeppni öldunga, 32 ára og eldri. Hefur liðið hafnað í öðru sæti á íslandsmótinu undanfarin tvö ár. Sigurlaug Magnúsdóttir - Það er ekki langt síðan ég byrj- aði að stunda skíðin. Ætli það séu ekki svona sex eða sjö ár síðan en þegar ég byrjaði að fara í fjallið þá hafði ég aldrei stigið á skíði áður. En þetta hefur gengið ljómandi vel og ég veit fátt yndislegra en að fara á skíði. Ég neita því ekki að mér finnst skemmtilegra að vera á svigskíðum en ef það er mikið af fólki í fjallinu þá skelli ég mér á gönguskíðin. Það er jú mikið meiri áreynsla í göngunni en þetta er frábær hreyfing og í fjallið fer ég eins oft og veður leyfir, sagði Sigurlaug Magnúsdóttir, en hún vildi eindregið hvetja fólk til að taka þátt í Norrænu fjölskyldu- landskeppninni. Betri hreyfingu og útiveru væri ekki hægt að fá. Ingólfur Árnason - Ég byrjaði að stunda skíðin sem strákurhérá Akureyri en síð- an lá þetta niðri hjá mér í mörg ár. Ég byrjaði síðan aftur á þessu á seinni árum og nú fer ég yfirleitt á gönguskíði um helgar og reyni að vera þetta þrjá til fjóra klukku- tíma í senn. Það er bráðnauðsyn- legt að reyna vel á sig, fá svitann til að perla og fá þreytuverki í vöðva, en ég vil taka það skýrt fram að það er mjög mikilvægt að fólk kunni sér hóf og ofgeri sér ekki. Það hefur verið vel hugsað um okkur göngumennina hér á Akureyri og ef það er snjór þá er aðstaða til skíðagöngu mjög góð og ég vil eindregið hvetja fólk til að taka þátt í þessari keppni. Ég hef greinilega fundið að eftir að ég byrjaði að stunda almennings- íþróttir þá hef ég getað haldið lík- amanum við, sagði Ingólfur Árnason, en hann stundar jafn- framt sund og badminton í góðra vina hóp. Björg Finnbogadóttir - Ég tel að þessi Norræna fjöl- skyldulandskeppni á skíðum muni virka ákaflega hvetjandi á fólk. Það hefur sýnt sig í sambæri- legum keppnum að við viljum standa okkur vel og þó að snjó- leysið hafi háð okkur hér á Akur- eyri þá er vonandi eftir að lagast og þá verðum við ekki eftirbát- ar annarra í þessari keppni. Það er nú orðið ansi langt síðan ég fór að stunda skíðin á nýjan leik og nú læt ég eiginlega ekkert tækifæri ónotað til að komast upp í fjall. Öll útivera og allar íþróttir hafa ótvírætt mjög góð áhrif á fólk bæði andlega og líkamlega og ég vil því eindregið benda fólki á að vera með. Það væri t.d. góð byrj- un að taka þátt í þessari fjöl- skyldulandskeppni. Hér á Akur- eyri erum við það heppin að öll aðstaða til iðkunar almennings- íþrótta er mjög góð og allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, sagði Björg Finnbogadóttir, en auk skíðaíþróttarinnar stundar hún sund reglulega og gengur auk þess daglega til vinnu sinnar um alllangan veg. „Við eigum góða mögu- leika á sigri í keppninni“ - segir Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og æskulýðsfuIItrúi Akureyrar - Við eigum góða möguleika á sigri í þessari keppni miðað við þær reglur sem gilda en snjóleysið að undanförnu hefur vissu- lega sett strik í reikninginn. Það þýðir þó ekkert að leggja árar í bát þó á móti blási. Við verðum að höfða til metnaðar og þjóðerniskenndar íslendinga og ég er viss um að við munum hafa sigur þegar upp er staðið, sagði Hermann Sigtryggsson, íþróttafulltrúi Akureyrar, í samtali við Dag. Sú keppni sem Hermann ræðir þarna um er Norræna fjölskyldu- landskeppnin á skíðum sem nú stendur yfir e’n keppni þessi hófst 1. janúar sl. og mun standa fram til 30. apríl nk. Ekki horfir byr- lega enn sem komið er fyrir ís- lendingum í keppninni því að 10. febrúar var landinn ekki kominn á blað en Finnar höfðu þá forystu með 3.100 þátttakendur og 147.6 stig. Þess má geta að aðeins hefði þurft 148 íslendinga til að slá Finnum þar við og hreppa efsta sætið því að samkvæmt þeirri hlutfallsreglu sem gildir þá jafn- gildir einn íslendingur tuttugu og einum Finna, þrjátíu og sex og hálfum Svía, sautján komma níu Norðmönnum og ellefu komma tuttugu og fimm Dönum. Sigur- möguleikar eru því góðir svo fremi sem einhver fer á skíði en samkvæmt upplýsingum Her- manns er þetta allt á uppleið og samkvæmt nýjustu tölum höfðu hátt á fjórða hundrað íslendingar tekið þátt í keppninni á landinu öllu. - Ég tel líklegt að það verði skipulögð innanlandskeppni samhliða Norrænu fjölskyldu- landskeppninni og þá tel ég víst að þátttakan muni aukast til muna. Reynslan frá Norrænu sundlandskeppninni bendir til þess og það er eins og að íslend- ingar hafi meira gaman af því að klekkja á keppinautunum innan- lands en nágrönnunum á Norður- löndunum, segir Hermann og brosir. Hann bendir á að auðvelt sé að ná þessu fimm klukkustunda marki sem sett hefur verið á einni góðri skíðahelgi, t.a.m. um pásk- ana og því sé engin ástæða til að örvænta enn. / - Við vinnum ótrauðir þrátt fyrir veðráttuna en veðrið er nokk- uð sem við verðum bara að læra „Við biðjum ■ f um snjo á hverju kvöldi“ - segir Þröstur Guðjónsson, formaður Skíðaráðs Akureyrar - Þaö eru enn góðar aðstæður til skíðaiðkana þrátt fyrir snjó- leysið að undanförnu og ég vil eindregið hvetja fólk til þess að koma upp í fjall og nota þann snjó sem fyrir hendi er, sagði Þröstur Guðjónsson, formaður Skíðaráðs Akureyrar, er hann var inntur eftir möguleikum til skíðaiðkana í Hlíðarfjalli. Þröstur sagði að fyrir ofan Strýtu væri sæmilegasta aðstaða til iðkunar alpagreina skíða- íþróttarinnar en göngumönnun- um væri bent á svæðið fyrir ofan Stórholt. í báðum tilfellum væri hægt að komast að þessum skíða- svæðum með stólalyftunni en auk þess væri hægur vandi fyrir göngu- fólkið að ganga á skíðum frá Skíðastöðum upp á svæðið. Að sögn Þrastar hefur borið nokkuð á því að fólk héldi að Norræna fjöl- skyldulandskeppnin á skíðum væri aðeins fyrir göngufólkið en svo væri alls ekki. Fólk gæti ekki síður tekið þátt í keppninni á svigskíðum, stökkskíðum ogjafn- vel hjólaskíðum og það eina sem þyrfti að gera væri að fara fimm sinnum á skíði, klukkutíma í senn. Búið væri að dreifa þátt- tökulistum í hvert hús í bænum og það eina sem þyrfti að gera væri að fylla listann út að lokinni keppni og koma honum til réttra aðila. Tekið væri á móti listunum í Skíðahótelinu og á skrifstofu íþrótta- og æskulýðsráðs, Ráð- hústorgi 3, þar sem komið hefði verið fyrir sérstökum póstköss- um og eins væri hægt að senda þátttökulistana í pósthólf Skíða- ráðs Akureyrar en númerið væri 706. - Því er ekki að leyna, sagði Þröstur, - að við biðjum um snjó á hverju kvöldi áður en við förum að sofa og það er mikið í húfi ef ekki rætist úr þessu snjóleysi. Páskatrimm Flugleiða verður um páskana og síðan þurfum við að hafa áhyggjur af Únglingameist- aramóti Islands og Andrésar Andar leikjunum. En ég trúi ekki öðru en það snjói, sagði Þröstur Guðjónsson. Þátttökuhlutfall í keppninni í Norrænu fjölskyldulands- keppninni á skíðum sem nú stendur yfir er þátttökuhlutfall hinna einstöku Norðurlanda sem hér segir: .... 11.25 .... 21.00 Danmörk Finnland ísland ... Noregur Svíþjóð 1.00 17.90 36.50 Þetta hlutfall er einfaldlega reiknað út frá íbúafjölda og sýnir t.a.m. að íbúafjöldi Finn- lands er tuttugu og einu sinni meiri en íbúafjöldi fslands. / Island ekki komið á blað Samkvæmt upplýsingum sænska skíðasambandsins þá höfðu Finnar forystu í Nor- rænu fjölskyldulandskeppn- inni 10. febrúar sl. en þá leit þátttökutaflan svona út: 1. Finnland 3.100 kepp. - 147.6 stig. 2. Noregur 2.342 kepp. - 130.8 stig. 3. Svíþjóð 3.975 kepp. - 108.9 stig. 4. Danmörk 312 kepp. - 27.7 stig. 5. íslandOkepp. -O.Ostig. Það er ljóst að betur má ef duga skal en það er rétt að geta þess að ef 148 íslendingar hefðu verið komnir á blað 10. febrúar þá hefði ísland verið í efsta sæti. Merki keppninnar Allir geta fest kaup á merki Norrænu fjölskyldulands- keppninnar á skíðum. Merkin eru tvenns konar, úr málmi og úr taui og kosta þau aðeins 50 krónur. Þessi merki eru eins að uppbyggingu á öllum Norður- löndunum og eru þjóðfánar allra landanna í lit á merkjun- um. að lifa með. íslensk veðrátta getur verið óblíð en ég hef samt trú á því að við fáum nægan snjó og næga þátttöku til að sigra í þessari keppni. Veturinn 1963 var mjög svipaður þessum hvað veðurfar áhrærir og það var svo til snjólaust fram í miðjan mars. Þá byrjaði að snjóa og það var mikill snjór það sem eftir var vetrar og ég hef trú á að raunin verði sú sama að þessu sinni, sagði Hermann Sigtryggs- son. i . .'i *. t •**ij«** »» Hermann Sigtryggsson og Þröstur Guðjónsson. 6 - DAGUR - 4. mars 1983 4. mars 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.