Dagur - 04.03.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 04.03.1983, Blaðsíða 8
UR EINUIANNAÐ Snjólaug Bragadóttir Húrra fyrir gufuradíoiiiu ? Síðan ég man eftir mér, eða að minnsta kosti síðan ég komst til nokkurs vits, hef ég hlustað mikið á útvarpið og yfirleitt ver-. ið sæmilega ánægð með dag- skrána. Núna í vetur hefur hún verið aldeilis frábær, eins og börnin segja um aila skapaða hluti. Hver þátturinn öðrum fróðlegri og skemmtilegri rekur annan og það ailan heila daginn á stundum, svo maður gefur sér varla tíma til að hlaupa út í búð án þess að missa af einhverju merkilegu. Þar sem ég hef tvö fasttengd tæki áheimilinuogeittfæranlegt, auk þess í bílnum hlusta ég í baðinu og uppi í rúmi þangað til ég sofna, en ég sofna þó aldrei út frá dagskránni, enda rafhlöður orðnar dýrar. Allt of langt yrði að telja upp alla þá þætti sem eru á dagskrá heillar viku og ég vil helst ekki missa af en af þeim föstu ætla ég bara að minnast á nokkra: Kvöldgesti, íslenskt mál og daglegt mál, lystaukann, sjóndeildarhringinn, það var og . . . í dægurlandi - nei, eins og ég var að segja yrði þetta allt of langt. Framhaldssögur eru allmarg- ar í gangi og misjafnar, eins og gengur. Nú eins og er finnst mér einna best miðdegissagan Veg- urinn að brúnni, eftir Stefán Jónsson. Hún er líka svo vel les- in en því miður spillast bæði framhaldssögur og aðrir upp- lestrar æði oft af því að lesturinn er mjög svoóáheyrileguraðekki sé meira sagt stundum. Útvarps- sagan, sú eina sem kallast Jdví nafni ennþá, Sonur himins og jarðar, er orðin ansi löng og leið- inleg og nú er komin fornaldar- þula eftir Cicero á kvöldsögu- staðinn þar sem Ævar R. Kvar- an er því miður hættur með kynlega kvisti sína. Það er bókstaflega sama hvað hann Ævar er að lesa maður hlustar alltaf og mikið gladdist mitt gamla hjarta við að heyra aftur kveðjuna hans: Verið þið sæl að sinni. Vonandi kemur Ævar aftur bráðlega. Pá er Frið- rik Páll hættur með sunnudags- þætti sína, Út og suður, og er eftirsjá að þeim. Annars hefði ég helst viljað hafa garðyrkjuþætt- ina áfram á þeim tíma en ekki verður á allt kosið. Eitt er það sem mér finnst hafa farið aftur í dagskránni: leikritin. Hér áður fyrr voru þau bæði lengri og betri, tveggja tíma verk voru iðulega á dagskrá. Nú má maður þakka fyrir hálftíma og stundum eru þau svo mikil endemis þvæla að maður botnar hvorki upp né niður, vantar jafnvel bæði upp- haf og endi á þráðinn, ef hann er þá einhver. Undanfarið hafa leikritin líka virst á einhverjum hrakningi um dagskrána eins og þau eigi sér þar ekki samastað. Þrátt fyrir aragrúa af töluðum þáttum hefur tónlistin mikið rúm ennþá og þá sú af léttara taginu og er vel að minnkaður skuli hafa verið skammturinn af þeirri þungu, sígildu. Fólk við dagleg störf vill ekki hlusta á þess konar tónlist. Unnendur sígildrar tónlistar eiga flestir góð hljómflutningstæki og setjast niður við þau utan amsturs dags- ins og slaka á. Þættirnir við Pollinn og kvöldstrengir eru stórgóðir að öllum hinum ólöstuðum og auð- vitað hiusta ég líka á syrpurnar og óskalagaþættina. Nýtt tísku- fyrirbæri í þáttagerð leiðist mér, það að slíta talaða þætti í sundur með tónlist sem kemur málinu hreint ekkert við. Þetta er þó frekar á undanhaldi upp á síð- kastið. Hins vegar er allt í lagi að hafa tónlist í þáttunum þegar hún tengist hinu talaða efni. Fleira er hægt að nefna í sam- bandi við útvarpið en dag- skrána. Fyrst og fremst er það Útvarp Akureyri, RÚVAK, sem er alveg hræðileg skamm- stöfun. Nú, við erum búin að fá steríó hingað norður, þó æði finnist mér skilyrðin misjöfn en það getur svo sem verið að kenna loftnetinu mínu. Hvern- ig var það annars var ekki verið að leita að nýyrði fyrir „steríó"? Af þeim orðum sem ég hef heyrt líst mér best á „tvírás". Stúdíó er líka vandræðaorð og einhverntíma heyrði ég „hljómkví" eða „kví“ nefnt til að leysa það af hólmi. Mér datt það í hug í hvert sinn sem ég heyrði norðanstefið leikið: Móðir mín í kví, kví! Fyrst verið er að tala um orð KA TIR KRAKKAR FORNIOG FELAGAR LALLILIRFA orðið mér þá er best að minnast á „hljóðvarp“. Alveg er ómögulegt að tileinka mér það og svo er víst um fleiri. Er ekki útvarpið gott og gilt orð? Öðru hverju heyrir maður meira að segja talað um „gamla gufu- radíóið" sem mér finnst meira að segja betra en hljóðvarp. Tæknin er komin á hvert heimili svo fáir þurfa að velja milli útvarpsins og sjónvarpsins. Flest heimili eiga kassettutæki og þá er bara að taka upp úr út- varpinu meðan horft er á sjón- varpið og hlusta svo á spóluna á eftir. Þetta gerði ég árum saman en síðan ég fékk vídeó geri ég ýmist að taka upp úr sjónvarp- inu meðan ég hlusta á útvarpið eða öfugt. A sunnudagskvöld- um er í útvarpinu eins konar framhaldssaga, alveg bráð- skemmtileg, um kynni ungs, ís- lensks námsmanns af Kína síðan hann var þar við nám í nokkur ár. Af því missi ég helst aldrei þrátt fyrir Agöthu Christie sem er í einstöku uppáhaldi hjá mér fyrir persónusköpun sína. Að lokum vil ég taka undir svo að segja hvert einasta orð sem Baldvin Þ. Kristjánsson sagði í þætti sínum um daginn og veginn síðasta dag febrúarmán- aðar um hundasundið í stjórn- málum á íslandi, betl og sníkjur forráðamanna, höfðingjaferðir til útlanda, þegar það hálfa væri nóg og svo framvegis. Ég segi líka eins og hann að það er best að tala ekki of mikið um þetta maður verður svo reiður innan í sér að hætt er við að stóru og Ijótu orðin brjótist út. Gamlaú]] ndir Hér í Helgar-Degi munu á næstunni birtast myndir úr ljós- myndaplötusafni Hallgríms Einarssonar og sona hans sem nú er unnið að „copyeringu" á. Allar þessar myndir eru ónafngreindar í safninu og viljum við heita á Akureyringa og aðra þá sem telja sig þekkja myndirnar að klippa þær úr blaðinu og senda, ásamt nöfnum, til Minja- safnsins á Akureyri, Aðalstræti 58, eða láta frá sér heyra með öðrum hætti. Þá viljum við benda á að „album“ með myndum úr safninu liggur frammi í Amtsbókasafninu hér í bæ. Væri vel þegið ef bæjarbúar, einkum þeir eldri, vildu líta þar inn og sjá hvort þeir þekkja þessar myndir og ef svo væri að skrifa nöfnin í „blokkir" sem þar munu einnig verða. Minjasafnið á Akureyri. Myndin er af: ,.8 r: l?AGUR -n4. roare1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.