Dagur - 04.03.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 04.03.1983, Blaðsíða 12
 BAUTINN ☆SMIÐJAN- VEGNA FERMINGAIVOR: Fullbókað á skírdag. Aðrir dagar að fullbókast. PANTIÐ SEM FYRST. - árið 1948 Rússarnir komnir 21. júlí. Um klukkan 3 i gærdag kom varðskipið Ægir með rússneska sildveiðiskipið Langust og norska skipið Solöy hingað til Akureyrar. Höfðu þau bæði verið tekin fyrir brot á lai\dhelgislöggjöfinni. Mál skipanna er nú í rannsókn og verður að svo stöddu ekkert nánar sagt um sekt þeirra. En þar eð Sovétborgarar eru þannig komnir í nágrenni við Akureyringa með svo óvæntum hætti skal aðdáendum hins austræna stjórnarfars bent á að nú gefst þeim sjálfsagt tækifæri til að komast með áþreifanlegum hætti í nánari kynni og samskipti við þessa samlanda hjarta síns en þeir hafa flestir haft til þessa. Og vafalaust verður þeim veitt viðtaka um borð í skipinu með mikilli gestrisni og opinskárri einurð. Odýr lömb 18. ágúst. Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða hefur nú ákveðið verð á líflömbum sem seld verða á næstunni og í haust til fjárskiptasvæðanna. Verða lömbin aðaOega eða eingöngu keypt á Vestfjörðum. Er verðið ákveðið fjórar krónur fyrir hvert kg. í hfandi lambi án tiDits hvort um er að ræða væn lömb eða rýr, Það er að segja að aðeins verður um einn verðflokk að ræða. Skýringin á síldarleysinu 1. september. Nýjustu skýringu á síldarleysinu í ár er að finna í kommúnistablaðinu á Siglufirði. Segir þar svo m.a.: „Hvernig er hægt að búast við að góðar vættir nálgist þetta land sem hefir aðra eins hörmungar rikisstjórn yfir sér?" - Ennfremur tilkynnir blaðið hinum sanntrúuðu les- endum sínum að ríkisstjórnin hafi fengið nýjan banda- mann í baráttu sinni gegn því að síldin komi á miðin. „Bandamaður" þessier „nýtegundafkolkrabbasemsést hefir vaða í þessari litlu síld sem hefir orðið vart". - Lík- lega þykir þetta mikil opinberum í rússneska heimatrú- boðssöfnuðinum á Siglufirði. Enn sem komið er hefir þessara teikna og stórmerkja þó ekki verið getið í mál- gagni rétttrúaðra kommúnista hér á Akureyri. Rauði ofbeldisfáninn við hún 29. sepember. Á laugardaginn var gafst borgurum í Ak- ureyrarbæ að lita hvar hinn rauði ofbeldisfáni kommún- ista var kominn að hún á ráðhúsi bæjarins. Þessi sýning á hinni erlendu dulu - og smekkvísi yfirvaldanna sem leyfðu sýninguna - endurtók sig á sunnudaginn. Tilefnið mun þó ekki hafa verið það að kommúnistar tóku ráðhúsið í sina umsjá, heldur hafi hin svokallaða æskulýðsfylking kommúnista fengið rúm í húsinu til fundarhalds. Þessi furðulega sýning á ráðhúsinu mun vissulega hafa verið í óþökk flestra bæjarbúa. Það sýnir furðulega'litla virðingu. bæjaryfirvalda fyrir lýðræðislegri borgarstjórn að leyfa að aðsetur hennar skuli merkt þannig tákni kúgunar, ofbeld- is og einræðis. Sæklr tíma í óbó- leik tíl Reykj avíkur — og heldur í sumar tíl Noregs á námskeið sem ætlað er ungum og eftiilegum tónlist- armönnum á Norðurlöndum m Ung stúlka frá Akureyri, Hólmfríður Þóroddsdóttir, 16 ára, mun í ágústmánuði nk. halda til Þrándheims í Noregi og taka þar þátt í sérstöku námskeiði sem ætl- að er ungum og efnilegum hljómlistarmönnum á Norð- urlöndunum. Er Hólmfríður fyrsti íslendingurinn sem tek- ur þátt í þessu námskeiði sem haldið er á vegum Heims- sambands sinfóníuhljóm- sveita og blásarasveita (WASBE). - Þetta námskeið leggst mjög vel í mig, sagði Hólmfríður er blaðamaður Dags ræddi við hana. Hólmfríður sagðist verða í hálfan mánuð á námskeiðinu og hljóta þar ókeypis tilsögn í óbó- leik, en á það hljóðfæri er Hólm- fríður nú að læra, en auk þess fær hún frítt fæði og húsnæði Að sögn Hólmfríðar byrjaði hún að læra á óbó fyrir u.þ.b. þrem árum en áður hafði hún lært á píanó frá sjö ára aldri. - Ég sæki kennslu í óbóleik til Reykjavíkur til Kristjáns Steph- ensen og ég fer yfirleitt suður í tíma á þriggja til fjögurra vikna fresti, sagði Hólmfríður og tók jafnframt fram að óneitanlega væri þetta nokkuð dýrt nám og eini styrkurinn eða afslátturinn sem hún fær er venjulegur skóla- afsláttur á flugi. - En af hverju varð óbó fyrir valinu? - Það vantaði tilfinnanlega einhvern til að leika á þetta hljóð- færi í sinfóníuhljómsveit Tónlist- arskólans á Akureyri og mér var Hólmfríður Þóroddsdóttir með óbóið sitt. MyndÆSE eiginlega ýtt út í þetta. Ég hafði lengi haft áhuga á að læra á óbó og þegar það vantaði óbóleikara í hljómsveitina þá ákvað ég að slá til og þrátt fýrir að þetta hafi verið nokkuð dýrt í krónum talið þá sé ég ekki eftir þessari ákvörðun, sagði Hólmfríður Þóroddsdóttir að lokum. Þess má geta að Heimssam- band sinfóníuhljómsveita og blás- arasveita var stofnað árið 1981 og áttu 27 þjóðir aðild að stofnun sambandsins. WASBE eins og sambandið nefnist eftir skamm- stöfuninni á hinu erlenda heiti hefur aðsetur í Kanada og þrátt fyrir ungan aldur hafa þessi sam- tök látið mikið að sér kveða á undanförnum tveim árum. - -... *. .. _ Við gerðum góða verslun í dag Við fórum í Amaró og keyptum okkur öll þau eldhúsáhöld, er gott eldhús þarf á að halda. Aukþess heimsentsamdægurs. Þetta er þjónusta. Við mælum með

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.