Dagur - 08.03.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 08.03.1983, Blaðsíða 1
. hálsfestar^^^jH 8 og 14 KARÖT^g^J t f\ GULLSMIÐIR \jf\ SIGTRYGGUR & PÉTUR ^J AKUREYRI 4 66. árgangur Akureyri, þriðjudagur 8. mars 1983 28. tölublað Jafnræðis verði gætt og kostnaður vegna búsetu lækki skatta Stefán Valgeirsson og Ólafur Þ. Þórðarson, þingmenn Fram- sóknarflokksins, hafa lagt fram á Alþingi breytingartíllögu við frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskránni þar sem gert er ráð fyrir að skattar geti verið misháir eftir búsetu og mismunandi kostn- aði sem af henni leiðir. Nánar tiltekið er þetta breyt- ingartillaga við 77. grein frum- varpsins að nýjum stjórnskipun- arlögum og gera flutningsmenn ráð fyrir að hún orðist svo með breytingunni: „Skattamálum skal skipa með lögum. Við ákvörðun skatta á tekjur og eignir skal gætt jafn- ræðis þegnanna þannig að til lækkunar komi sérstakur kostn- aður vegna búsetu eftir því sem nánar verður ákveðið í lögum". Með þessu er stefnt að því að í lögum um skattamál skuli taka til- lit til mismunandi kostnaðar manna sem hlýst af því hvar þeir búa á landinu. Menn hafa t.d. mjög mismunandi aðstöðu til op- inberrar þjónustu, sem að stær- stum hluta aj á höfuðborgarsvæð- inu. Þeir sem ekki njóta þjónust- unnar í líkingu við íbúa höfuð- borgarsvæðisins greiddu þannig lægri skatta. Með þessu opnast möguleiki á að taka upp þjónustu- eða aðstöðuvísitölu, sem áður hefur verið drepið á hér í Degi. Aðhaldsaðgerðir í fjárhagsáætlun Harðar aðhaldsaðgerðir ein- kenna frumvarpið að fjárhags- áætlun fyrir bæjarsjóð Akur- eyrar sem tekin verður til fyrstu umræðu í bæjarstjórn í dag. Samkvæmt þessu frumvarpi er stefnt að því að skuldir bæjar- sjóðs aukist ekki að verðgildi frá því sem nú er, en til þess að þetta megi takast vcrður að skera niður þjónustu og sýna ítrásta aðhald á flestum sviðum. í frumvarpinu að fjárhagsáætl- un er gert ráð fyrir því að beinn rekstrarkostnaður verði 177,7 milljónir króna á árinu sem er 68% hækkun frá fyrra ári. Gjald- fallinn stofnkostnaður er áætl- aður 38,4 milljónir króna en undir þennan lið, sem hækkar um 48,7% frá fyrra ári, heyra ýmsar framkvæmdir sem eru afskrifaðar strax. Til nýbygginga og véla- kaupa eru áætlaðar 39,4 milljónir króna sem er aðeins 18,2 milljón- um krónum hærri upphæð en í fyrra. Er þetta umtalsverður niðurskurður miðað við það að við samningu frumvarpsins var gengj^ út frá 60% verðbólgu milli ára. Að sögn Sigurðar Óla Bryn- jólfssonar, bæjarfulltrúa þurfti bæjarráð að hafna og skera niður fjölda fjárveitingarbeiðna sem bárust áður en gengið var frá frumvarpinu. Sigurður Óli sagði að þessi fjárhagsáætlun væri mið- uð yið að til kæmu einhverjar hömluaðgerðir gagnvart verð- bólgunni af hálfu stjórnvalda. Verðbólgan æddi nú áfram án sýnilegra viðnámsaðgerða og ekki horfði björgulega á meðan stjórn- völd hyggðust standa í kosningum mestan hluta af árinú, eins og nú væri útlit fyrir. Ef ekki yrði hægt að draga úr verðbólgunni væri allt útlit fyrir enn frekari niðurskurð og skuldasöfnun, sagði Sigurður Óli Brynjólfsson. Á skafaranum. Mynd: ESE Fæðingarár gildir í stað fæðingardags í síðustu viku voru samþykkt lög frá Alþingi um að þegar börnum og ungmennum er bannaður aðgangur að skemmtunum skuli miða aldurstakmörk við fæðingarár en ekki fæðingardag, svo sem verið hefur. Þetta þýðir að ekki verður lengur gert upp á rnilli þeirra sem eru innan sama árgangs. „Ég lagði þetta mál fram í byrj- un nóvember, þegar ég kom inn á þing sem varamaður," sagði Níels Á. Lund, æskurýðsfulltrúi ríkis- ins, í viðtali við Dag. „Ástæða þess er sú að ég hef í starfi mínu og almennt í samskiptum við ung- linga orðið var við ríka óánægju með það óréttlæti sem ríkt hefur, þegar árgöngum og bekkjarsyst- kinum er stíað í sundur með því að miða inngöngu við fæðingar- dag en ekki fæðingarár. Þetta hef- ur leitt til þess að ýmsum brögð- um hefur verið beitt til að komast inn á t.d. dansleiki með jafnöldr- um sem náð hafa aldri. Það er gert ráð fyrir að þessir unglingar hafi sama rétt og sömu skyldur þegar skólastarf er annars vegar, hvort sem þeir eru fæddir í janúar eða desember, og mér fannst rétt að sömu reglur giltu á öðrum sviðum, enda veljast félagar og vinir gjarnan saman úr sömu bekkjarhópum. Ég fagna því að þetta mál hefur nú náð fram að ganga því hér er ekki um að ræða neitt smámál í augum þeirra sem það snertir. Ég vona að hér hafi eitthvað gott áunnist fyrir ungt fólk, sem ekki á sér allt of marga málflytjendur," sagði Níels Á. Lund að lokum. Ekkert gert með upplýsingar sem styðja málstað strjálbýlis segir Pétur Valdimarsson, formaður Samtaka um jafnrétti milli landshluta „Ég fæ ekki betur séð en annað hvort sé verið að fara á bak við íbúa landsins eða þá að stjórn- arskrárnefnd hefur hreinlega ekki aflað sér nægilega glöggra upplýsinga um það hvernig þessum málum er háttað ann- ars staðar," sagði Pétur Vald- imarsson, formaður Landssam- taka um jafnrétti milli lands- hluta, sem stofnuð voru á Akur- eyri fyrir nokkru. Samtökin hafa verið að kanna m.a. hvernig háttað er vægi atkvæða í Danmörku til þingkosninga þar og komið hefur í Ijós að verulegt tillit er tekið til stjál- býlisins. „Reglurnar í Danmörku eru á þann veg, að lágðar eru saman tölur um íbúafjölda, fjölda kjós- enda og tuttugufalt margfeldi af flatarmáli kjördæmisins. Þannig er fundin út ákveðin deilitala sem síðan er gengið út frá við ákvörð- un á fjölda þingmanna hvers kjör- dæmis. Þannig eru flest atkvæði á bak við hvern þingmann í Kaup- mannahöfn og fæst á bak við þing- menn á Norðvestur-Jótlandi og er munurinn 1 á móti 1,48. Hér væri að sjáífsögðu ekki hægt að ganga út frá nákvæmlega sömu reglum, þar sem svo stór hluta Íslands er óbyggður. En ef gengið væri út frá sömu reglum og flatarmál kjördæmanna eins og þau eru nú lögð til grundvallar yrði niðurstaðan hér sú að Reykjavík fengi 4 þingmenn, Reykjanes 3, Vesturland 5, Vest- firðir 5, Norðvesturland 7, Norð- austurland 12, Austurland 11 og Suðurland 13. Hér væri að sjálf- sögðu ekki hægt að nota svona viðmiðun nema draga miðhálend- ið út úr myndinni og þá jafnvel að miða við ákveðna hæðarlínu. Það sem ég er að segja með þessu er einfaldlega að það er íangt frá því að allar upplýsingar séu komnar fram í þessu máli og algjörlega ótímabært að breyta kosninga og kjördæmaskipan, eins og nú stendur fyrir dyrum að gera. Mér er spurn hvernig standi á því að þessar dönsku reglur hafa ekki verið teknar inn í myndina í umræðunni um þessi mál, hvers vegna ekki er sýnt hvernig mis- vægi atkvæða er í Noregi og því lítið haldið á lofti að þegar kosið er til öldungardeildarinnar í Bandaríkjunum hefur hvert fylki tvo þingmenn, burt séð frá stærð þeirra. Það er verið að níðast á íbúum landsbyggðarinnar og upp- lýsingum jafnvel haldið leyndum eða ekkert gert með upplýsingar sem fara gegn því sem nú er stefnt að, að fjölga þingmönnum suð- vesturhornsins á kostnað lands- byggðarinnar," sagði Pétur Valdi- marsson að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.