Dagur - 08.03.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 08.03.1983, Blaðsíða 9
KA áfram í Bikarnum KA og Fylkir léku í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSI á sunnudagskvöldið. Þarna mættust topplið í annarri og þriðju deild. Það var annarar deildar lið KA sem sigraði í þessum leik en þeir skoruðu 22 mörk en Fylkir aðeins 19. Staðan í hálfleik var 12 gegn 11, KA í vil. Með þessum sigri kemst KA í átta liða úrslit bikarkeppninnar. KA skoraði mark í fjórum fyrstu sóknum sínum í leiknum en á sama tíma gerði Fylkir 2. Á 10. mínútu jafnaði Fylkir, 6-6, en meðan sú staða var á marka- töflunni misnotuðu KA-menn tvö vítaköst. Síðan var jafnt á 7- 7 en þá komst KA tveimur mörkum yfir en rétt fyrir hálfleik var aftur jafnt 11-11 en fyrirliði KA, Þorleifur Ananíasson, gerði 12. mark KA á síðustu sek- úndum fyrri hálfleiks. KA gerði tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik og var þá staðan orðin 14 gegn 11 fyrir KA. Síðan komst KA í 15-12 en þá kom slæmur kafli hjá þeim og Fylkir skoraði þrjú mörk án þess að KA kæmist á blað og breyttu stöðunni í 15-15. Síðan var jafnt á 16-16 en þá komu þrjú KA- mörk og staðan 19-16. Leikur- inn var hins vegar ekki unninn fyrir KA því tvö næstu mörk gerðu Fylkisstrákarnir og staðan orðin 19—18. Þá var dæmt víti á KA en Gauti gerði sér lítið fyrir og varði. í>á gerði Friðjón 20. mark KA og Flemming tvö þau síðustu og lokatölurnar urðu því 22 gegn 19. KA fékk fimm víta- 3. flokkur: Framarar meistarar Um helgina var haldin hér á Akureyri úrslitakeppni í þriðja aldursflokki karla í handknatt- leik. Þau lið sem kepptu i þessari úrslitakeppni voru þau sem unn- ið höfðu sína riðla í forkeppni víðs vegar um landið. Það voru piltar úr Þór sem héldu uppi merki Norðlendinga í þessari keppni. Þrátt fyrir það að Þórs- ararnir unnu ekki náðu þeir mjög góðum árangri, unnu alls þrjá leiki og töpuðu þremur naumlega. Alls gerðu þeir 58 mörk en fengu aðeins á sig 53 stig. í fyrsta leiknum léku Þórs- arar gegn KR, en Gunnar Gísla- son var þjálfari þess flokks hjá KR. Þórsararnir náðu snemma ör- uggri forustu í leiknum og kom- ust í 6-1, en þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru KR-ingar að saxa á forskotið en Þórsarar sigruðu með 9 mörkum gegn 7. Næst kepptu þeir við Fram. Eins og í fyrri leiknum náðu þeir góðu forskoti til að byrja með en misstu leikinn niður á síðustu mínútunum og töpuðu með 11 mörkum gegn 9. Þá var leikið gegn Ármanni og Þór tapaði þeim leik einnig með 9 mörkum gegn 7. Á sunnudagsmorguninn léku Þórsarar við Njarðvíkinga og þar urðu þeir einnig að sætta sig við tap með aðeins einu marki 8 gegn 7. Síðan tóku þeir Víkinga í kennslustund og sigruðu þá með 13 mörkum gegn 9 og síðast léku þeir gegn Stjörnunni og sigruðu þá með sömu markatölu. Þegar á heildina er litið er þessi árangur Þórsara mjög góður og þeir þurftu aðeins yfirvegaðri leik í síðari hálfleikjunum og þá hefðu þeir átt að geta unnið þessa leiki. Það urðu strákarnir úr Fram sem urðu íslandsmeistarar með 10 stig, þá komu Ármenningar með 7 stig, Stjarnan 7 og Þór með 6 stig. Þórsarar voru einnig að keppa í úrslitum annarra yngri flokka, en í fimmta flokki lentu þeir í 4. sæti, í fjórða flokki í sjötta sæti, einnig í sjötta sæti í öðrum flokki kvenna og í fimmta sæti í þriðja flokki kvenna. hvor. Dómarar voru Gunnar Kjartansson og Aðalsteinn Sig- urgeirsson og dæmdu ágætlega. köst í þessum leik en markverðir KA með 7 mörk, Friðjón gerði Fylkis vörðu fjögur af þeim. 5, Erlendur 4, Kjeld og Jakob 2 Flemming var markhæstur hjá og Guðmundur og Þorleifur 1 Friðjón Jónsson skorar eitt marka KA. Þórsarar komust ekki í 2. deild Þórsarar léku tvo leiki í þriðju deildinni í handbolta um helg- ina. Fyrst gegn Keflavík en þann leik sigraði Þór með miklum mun. Þór-KA íkvöld í kvöld, þriðjudag, verður Ak- ureyrarmót í handknattleik karla. Þá leika Þór og KA og fer leikurinn fram í höllinni. Fyrir- fram eru KA-menn taldir sterk- ari en Þórsarar hafa allt að vinna þannig að áhangendur liðanna verða að fjölmenna í höllina og láta hvatningarópin dynja áleik- mönnum. Leikurinn hefst kl. 20.00. Síðari leikurinn var gegn Reyni Sandgerði en það var úr- slitaleikur um annað sætið í deildinni. Þór tapaði þeim leik með 32 gegn 25 en nú á Reynir aðeins eftir tvo leiki gegn Skalla- grími og Ögra en það eru neðstu liðin í deildinni þannig að búast Körfuknattleikslið Þórs hélt til Eskifjarðará laugardag og lék þar þrjá leiki. Voru tveir þeirra leikir í 3-liða hraðmóti en sá þriðji gegn úrvalsliði ÚÍA. má við að þeir vinni þá Ieiki og tryggi sér þá um leið sæti í ann- arri deild á næsta keppnistíma- bili. Þórsarar eiga hins vegar eftir marga leiki í deildinni en geta því miður ekki náð Reyni að stigum. Ekki fengu Þórsarar neina hvíld heldur var nú tekið til við leik gegn úrvalsliði Úí A og leik- inn fullur leiktími. Var sá leikur jafn framan af en síðan tóku Þórsarar völdin, komust rúm- Þrír sigrar í körfunni McField-lausir Þórsarar gegn Val Þórsarar verða án Banda- ríkjamannsins Robert Mc- Field er þeir mæta Valsmönn- um í 8-Iiða úrslitum Bikar- keppni Körfuknattleikssam- bandsins í Höllinni nk. ilmmtudagskvöld. McField stakk af til Bandaríkjanna í Aðafundur KA verður haldinn annað kvöld kl. 2030 í Lunda- skóla. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verðan sýnar myndir úr síðustu viku eins og skýrt hef- ur verið frá og hafði ekki fyrir því að kveðja hvað þá meira. Leikurinn, sem frestað var í síðustu viku, verður því mun erfiðari fyrir Þór en ella og verð- ur að telja Valsmenn hina lík- síðustu leikjum KA í handknatt- leik og einnig myndir frá Fjöl- skylduskemmtun KA sem hald- in var í íþróttahöllinni. legu sigurvegara. Þeir hafa for- ustuna í Úrvalsdeildinni sem kunnugt er og liðið með Banda- ríkjamannninum Tim Dwyer, landsliðsmenn og unglinga- landsliðsmenn í nær hverri stöðu er ekki árennilegt. Áhorfendur ættu því að sjá körfuknattleik eins og hann ger- ist bestur hér á landi og með góðum stuðningi þeirra gætu Þórsarar hugsanlega velgt Vals- mönnunum undir uggum. En til þess þarf góðan leik hjá Þór því auðvitað tekur það tíma fyrir leikmenn liðsins að laga sig að þeirri staðreynd að McField er ekki lengur burðarás liðsins. Fyrsti leikur Þórsara var gegn ÍME, liði sem hefur tryggt sér rétt til að leika í úrslitum 2. deildar. Leiktími var 2x10 mín- útur og sigraði Þór örugglega með 53 stigum gegn 33. Strax að þessum leik loknum var svo ieikur SE og Þórs og sigr- uðu Þórsarar einnig í þeirri viðureign með 39 stigum gegn 25. Stúdentar gerðu góða ferð hing- að norður um helgina. Á föstu- dag kepptu þeir við Bjarma úr Fnjóskadal. IS sigraði örugglega með þremur hrinum gegn engri. Á laugardaginn kepptu þeir síð- an við UMSE. Sá leikur byrjaði mjög vel en ÍS vann fyrstu hrin- una. Þá náðu Eyfirðingar mjög góðum leik og stúdentar áttu lega 20 stig yfir og höfðu tryggt sér sigur. En þreyta var farin að gera vart við sig og Austfirðing- ar minnkuðu muninn. Lokatöl- ur 85:72. Þessi ferð var góð æfing fyrir Þórsara sem léku nú í fyrsta skipti í vetur án Bandaríkja- mannsins McField sem stakk af í síðustu viku eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. ekkert svar við stórleik þeirra en UMSE sigraði í þeirri hrinu með 15 gegn 4. ÍS sigraði síðan í tveimur næstu og tryggðu tvö stig í safnið. Á sunnudag kepptu síð- an sömu lið en nú í bikar- keppninni. Þá sigraði ÍS örugg- lega með þremur hrinum gegn engri. Aðalfundur KA ís-sigur 8. mars 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.