Dagur - 08.03.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 08.03.1983, Blaðsíða 12
ONY-FLEX VATNSKASSAHOSUR Akvörðun um verk- taka tekin fljótlega - vegna vinnubúðanna við Blönduvirkjun „Þessi tilboð eru í athugun og ég á von á því að ákvarðanir varðandi þau verði tekin mjög fljótlega. Tilboðin eru í þremur liðum hvert og heimild til þess að taka hvert tilboð út af fyrir sig ef svo semst,“ sagði Þor- bergur Halldórsson, hjá Lands- virkjun, er við spurðum hann um tilboð þau er bárust vegna byggingu vinnubúða við Blönduvirkjun. Kostnaðaráætlun Landsvirkj- unar vegna þessa verks var 13,8 milljónir. Lægsta tilboðið sem barst var frá Hólaberg og Höfða sf. í Reykjavík upp á 9,9 milljónir en í því tilboði reyndust vera vill- ur þannig að það er ekki lengur inni í myndinni. Næst lægst var tilboð Akurs hf. og Vörðufells hf. og nam það 11,3 milljónum. Fjögur norðlensk fyrirtæki gerðu tilboð. Það voru Húsein- ingar á Siglufirði sem gerði eitt til- boð og þrjú breytingartilboð, Norðurverk á Akureyri, Samein- aðir verktakar á Húsavík og Stíg- andi og fleiri á Blönduósi. Heild- artilboð Norðurverks var 13,9 milljónir. Ef gengið er að ákveðn- um skilyrðum lækkar það tilboð um 10% og verður þá 12,5 millj- ónir. Mun þetta tilboð hafa verið næst lægst eftir að tilboð Hóla- bergs og Höfða sf. er fallið út. Hverá nr. 355? AUir þeir sem sóttu veitinga- húsið Bautann á Akureyri heim á vikutímabili á dögunum fengu númeraðan miða við komuna þangað. Þetta var gert vegna þess að forráðamönnum Bautans reikn- ast svo til að á þessum tíma hafi milljónasti gesturinn sótt Baut- ann heim frá því staðurinn tók til starfa fyrir um 12 árum. Nú hefur verið dregið úr þess- um númerum og kom upp talan 335. Sá sem hefur það númer undir höndum telst vera milljón- asti gesturinn og hans bíður glaðningur hjá Bautanum og Smiðjunni. Er þar um að ræða Kaupmannahafnarferð og einnig 1000 kr. vöruúttekt í Smiðjunni. Sá heppni er beðinn um að snúa sér til Bautans og vitja verðlaun- anna. ________________ Tilnefningar á „göngulistann“ „Göngumenn“ svokallaðir göngumenn héldu um 100 manna fund á Blönduósi á laug- ardag þar sem stungið var upp á mönnum úr A-Húnavatnssýslu á framboðslista þeirra. Dreift var miðum á fundinum og fundarmenn beðnir að skrifa þrjú nöfn sem ábendingu til upp- stillingarnefndar, sem kosin var á fundinum. Einnig var haldinn fundur í V-Húnavatnssýslu þar sem skipaðir voru menn á listann og var þar í efsta sæti Ingólfur Guðnason alþingismaður. Endanleg uppstilling hefur enn ekki farið fram. O.J. Kári Elíson úr KA vann besta afrekið í hinu árlega Akureyrarmóti í kraftlyft- ingum sem haldið var í Lundaskóla um helgina. Á myndinni sést hvar Kári Elíson tekur við sigurlaununum úr hendi Arhúrs Bogasonar sem var yfirdóm- ari á mótinu. Mynd: ESE. Fjárdráttur hjá Stefni Lagt hefur verið hald á bókhald Bifreiðastöðvarinnar Stefnis á Akureyri. Er ástæðan sú að tal- ið er að um fjárdrátt hafí verið að ræða hjá fyrirtækinu undan- farin ár og nemur upphæðin um 750 þúsund krónum. Sigurður Eiríksson, fulltrúi Bæjarfógeta á Akureyri, sem annast rannsókn málsins ásamt rannsóknarlögreglunni sagði í samtali við Dag að rannsókn málsins hafí staðið yfir síðan í nóvember. Umfangsmikil gagna- öflun hefur farið fram og nokkrir aðilar verið yfirheyrðir. Enginn hefur verið settur í varðhald vegna málsins, og sagði Sigurður að rannsókn málsins væri viða- mikið verk og væri ekki lokið. Gert er ráð fyrir að fenginn verði löggiltur endurskoðandi til þess að fara yfir bókhald fyrirtækisins sem er í vörslu bæjarfógeta sem fyrr sagði. Framboðslisti í Norðurlandi vestra Kjördæmisstjórn og uppstill- inganefnd Framsóknar- flokksins í Norðurlandi vestra kom saman til fundar á Sauð- árkróki á sunnudag og gekk endanlega frá framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir væntanlegar alþingiskosning- ar. Listinn er þannig skipaður: 1. Páll Pétursson, alþingismaður, Höllustöðum, 2. Stefán Guð- mundsson, alþingismaður, Sauð- árkróki, 3. Sverrir Sveinsson, raf- veitustjóri, Siglufirði, 4. Brynjólf- ur Sveinbergsson, oddviti, Hvammstanga, 5. Pétur Arnar Pétursson, deildarstjóri, Blöndu- ósi, 6. Sigurbjörg Guðmundsdótt- ir, húsfreyja, Bjarnargili, 7. Gunnar Sæmundsson, bóndi, Hrútatungu, 8. Magnús Jónsson, kennari, Skagaströnd, 9. Skarp- héðinn Guðmundsson, kennari, Siglufirði, 10. Gunnar Oddsson, bóndi, Flatartungu. í ræðu formanns kjördæmis- stjórnar á fundinum kom fram að kosningabarátta flokksins í kjör- dæminu væri hafin frá og með þeirri stundu er listinn var ákveð- inn. Ó.J. Frá Svalbarðseyri. Frönsku kartöflurnar á Svalbaröseyri: íslenskt hráefni að verða búið Framleiðsla á frönsku kartöfl- unum „Fransman“ hjá Kaup- félagi Svalbarðseyrar hefur gengið mjög vel að undan- förnu, að sögn Sævars Hall- grímssonar. í spjalli við Dag sagði Sævar að nú væri svo komið að allar ís- lenskar kartöflur yrðu búnar í apríl eða maí og yrði þá eingöngu um að ræða hollenskar kartöflur sem hráefni. Að undanförnu hef- ur Kaupfélag Svalbarðseyrar keypt vikulega 8-10 tonn af Þykkvabæingum. Þá hafa verið flutt inn um 50 tonn á mánuði frá Hollandi en hráefnið þaðan hefur þótt henta betur í þær kartöflur sem unnar eru fyrir veitingahús. Sævar sagðist álíta að miðað við eðlileg afköst þyrfti að kaupa um 40 tonn af hráefni vikulega fyrir verksmiðjuna. Eins og kunnugt er sendi Kaup- félagið 200 kindaskrokka á mark- að í Danmörku og var þeim pakk- að í kassa. Kjötið var unnið þann- ig að frampartur var reyktur og saltur og hefur þessi vara líkað ágætlega. Mjög gott verð fékkst fyrir þessa framleiðslu, eða 75% af kostnaðarverði, sem er mjög gott þegar þess er gætt að á öðrum mörkuðum hefur hæsta verð ekki numið nema um 30% af kostnað- arverðinu. A dögunum barst svo pöntun um nokkra skrokka af þessu kjöti frá N-Þýskalandi til reynslu og verður sú pöntun afgreidd innan tíðar, að sögn Sævars. # Fyrstur með fréttirnar íþróttafréttamönnum finnst skemmtilegt að lifa þegar þeir eru fyrstir með fréttirnar, ekki síður en öðrum fréttamönn- um og er oft ýmsum brögðum beitt til þess að ná því tak- marki. En ekki eru allar að- ferðir sem beitt er jafn skemmtilegar. Þannig var sl. miðvikudagskvöld í sjón- varpinu þegar sjónvarpsþula tilkynnti landsmönum um úrslit í leik íslands og Búlgar- íu sem fram fór í Hollandi. Úrslitin í sjónvarpinu komu nefnilega á þeim tima er lýs- ing Hermanns Gunnarssonar útvarpsmanns stóð yfir.og má því segja að lýsing Her- manns hafi verið tilgangslaus eftir það. Er furðulegt að svona samkeppni skuli ríkja innan stofnunarinnar, að ein deild Ríkisútvarpsins skuli gera kostnað annarrar, við að senda mann til Hollands til að lýsa leikjum þaðan, að engu og eyðileggja um leið skemmtunina fyrir þeim sem vilja heyra lýsingar Hermanns. # Gunnar virðist ætla í framboð Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvort forsætisráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen muni ætla í framboð í komandi al- þingiskosningum. Á hádegis- verðarfundi með ungum framsóknarmönnum í síð- ustu viku virtist hinsvegar svo sem Gunnar væri að slaka á þessari leynd og fundarmenn þóttust geta merkt það á orðum Gunnars að hann ætlaði fram. Er ekki að efa að nú er farið að fara alvarlega um suma þeirra er tengjast „Geirsklíkunni" og „Moggaveldinu“ við Aðal- stræti enda ekki ólíklegt að framboð Gunnars geti orðið til þess að Geir formaður falli endalega af stalli sínum, en á honum hefur hann vægast sagt verið valtur undanfarin misseri. # Hún hljóp svo hratt Við getum ekki stillt okkur um að birta þennan sem við heyrðum á dögunum: „Kalli, hvers vegna sparkaðir þú í konuna með grænu töskuna? - Það var vegna þess að kon- an með rauðu töskuna hijóp svo hratt að ég náði henni ekki.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.