Dagur - 10.03.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 10.03.1983, Blaðsíða 1
HALSFESTAR 8og14KARÖT GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREVRI 66.árgangur Akureyri, fimmtudagur 10. mars 1983 29. tölublað Kaupfélag Eyfirðinga: Miklar fram- ii kvæmdir fjárfestingar - þrátt fyrir verðbólgu og samdrátt í þjóðfélaginu Heildarvelta Kaupfélags Eyfirðinga varð 1.220,8 milljónir króna á síðasta ári og er það 53.97% aukning frá árinu 1981, sem að sögn Yals Arnþórssonar, kaupfélags- stjóra, má telja viðunandi aukningu miðað við þau sairi- dráttareinkenni í þjóðfélag- inu sem faríð var að bera á þegar leið á árið. Launagreiðslur námu 164.7 milljónum sem er 53.25% aukning og er það meiri hækk- un en í veltu í verslun, iðnaði og þjónustu, sem gerir afkomu þessara greina verri en árið áður. Gífurleg aukning varð í vörubirgðum í krónutölu, sem sumpart stafar af verðbólgu og einnig varð magnaukning bæði í verslun og hvað varðar sjávarafurðir. Samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri námu fjárfestingar félags- ins 1982 36.2 milljónum króna og seldar voru eignir fyrir 5.9 milljónir þannig að nettófjár- festingar ársins urðu 30.2 millj- ónir sem miðað við verðbólgu- þróun er heldur minna en var. á árinu 198.1. Rekstur félagsins einkenndist mjög af þeirri miklu verðbólgu sem hrjáði efnahagslífið en verklegar framkvæmdir og fjárfestingar voru miklar eins og á undan- gengnum árum. Sjá nánar í opnu blaðsins í dag. Ungir og upprennandi handknattleiksmenn úr Þór og KA í baráttunni. Sjá nánar íþróttir bls. 5. Mynd: KGA. ,-.::. ¦;.....:¦¦ „Hlakka filað syngja á Akureyri" „Það leggst mjög vel í mig að syngja á Akureyri um helgina og ég get ekki sagt annað en að ég hlakka ákaflega til" sagði Kristján Jóhannsson óperu- söngvari er Dagur ræddi við hann í gærkvöldi. Á laugardag kl. 19 flytja Sinfóníuhljómsveit íslands, Sóngsveitin Filharm- onía og einsöngvarar, óperuna Tosca í íþróttahöllinni á Akur- eyri. Flutningur óperunnar í Reykjavík hefur fengið frábæra dóma gagnrýnenda og þá ekki síst Kristján sem hefur aö sögn þeirra aldrei sungið betur. „Þetta hafa verið lygilegir dómar og undir- tektir áheyrenda frábærar. Þegar ég hef komið inn á sviðið í lokin hefur salurinn hreinlega „sprungið" með hrópum og köllurn. Þessar undirtektir eru eins og þær gerast bestar á ítalíu. Það verður gaman að syngja í höllinni á Akureyri. Ég mun syngja án endurgjalds og er það framlag mitt til þess að Akureyringar megi fá að sjá og heyra óperuflutning en til þess fannst mér tími til kominn" sagði Kristján að lokum. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri Smára hf_: „Dapurt að verða að hætta starfsemi" „Því er ekki að Ieyna að það er neyðarástand framundan í byggingariðnaði hér á Akur- eyri og ég hef orðið að segja upp öllum starfsmönnum fyrir- tækisins 21 að tölu," sagði Tryggvi Pálsson framkvæmd- arstjóri Smára h.f. í samtali við Dag í gær. „Við sjáum engin verkefni framundan fyrir þessa menn þrátt fyrir að við höfum verið að leita eftir verkefnum víða um land. Þannig gerðum við t.d. tilboð í verk í Búðardal og einnig í vinnu- búðir við Blönduvirkjun en þau tilboð er reyndar ekki búið að af- greiða ennþá. Framkvæmdir á vegum bæjar- ins á þessum slæma tíma hafa aldrei verið minni og það er dap- urt eftir 20 ára starf að sjá fyrir- tæki sem maður hefur byggt upp rekast svona á vegg og verða að hætta starfsemi. En þannig er þetta og mitt fyrirtæki er ekkert einsdæmi hvað þetta varðar," sagði Tryggvi. Aætlunar- bifreið valt __ Húsavík 9. mars. Áætlunarbfll frá Húsavík valt í morgun við afléggjarann að Ljósvetningabúð. Engin meiðsl urðu á mönnum og bfll- inn er ekki talinn skemmdur. Blindbylur var er óhappið átti sér stað og var erfitt að greina veginn. Mikil mildi var að bíllinn fór út af veginum vestan megin því að austan verðu er mikill bratti. Margir bílar hafa átt í erf- iðleikum á þessum slóðum í morgun og nokkrir lent út af veg- inum. _________________________ÞB Yfir40 sóttu um afgreiðslu- starfið - þar af bárust 30 umsóknir á afgreiðslu Dags Sérverslun ein á Akureyri aug- lýsti nýlega eftir starfsmanni til afgreiðslustarfa. Umsóknir skyldi senda á fjölmiðlana sem auglýst var í og bárust yfir 40 umsóknir næstu vikuna. Raunar var ekki auglýst eftir starfsmanni heldur afgreiðslu- stúlku og segir þetta ef til vill nokkuð um atvinnuástand í bæn- um eða horfurnar í þeim efnum. Það segir svo aðra sögu að um 30 af umsóknunum bárust á af- greiðslu Dags, en auglýsingin birtist einnig í íslendingi og Dag- skránni, sem samkvæmt þessu eru því ekki hálfdrættingar samanlagt við Dag hvað auglýsingamátt varðar. Fast að 25% samdráttar í framkvæmdum bæjarins „Það sem bæjarstjórn stendur frammi fyrir núna er það að tekjur vaxa hægar en verðbólg- an og þar með útgjöldin. Tekj- urnar vaxa um 61,5% en bein rekstrargjöld vaxa um tæplega 70% og aUt upp í 90% miðað við óbreyttan rekstur. Þetta ástand veldur því að menn hafa talið réttlætanlegt að taka til skoðunar að beita gjaldtöku fyrir þjónustu sem ekki hefur verið seld áður og látið fólk greiða hærra hlutfall í seldri þjónustu en vefið hefur. Bæjarstjórn hefur neyðst til að taka upp þetta sjónarmið. Þrátt fyrir þessa gjaldtöku á nokkr ii iii þáttum vaxa framlög til ný- framkvæmda aðeins um 31% sem þýðir fast að 25% samdrátt í I'ruiuk vænidiini miðað við árið áður," sagði Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi, í viðtali við Dag en fjárhagsáætl- un var til fyrstu umræðu í bæjarstjórn á þriðjudag. „Gengismunur og verðtrygging lána bæjarsjóðs nemur í ár sam- kvæmt þessari áætlun 32 milljón- um króna sem þýðir með öðrum orðum að lánin hafa hækkað sjálf- krafa um þessa fjárhæð vegna verðbólgunnar. Þessi upphæð var þó ekki nema 6 milljónir króna í fyrra. Búast má við að afborganir og vextir af lánum á þessu ári verði 31,8 milljónir. Reiknað er með í frumvarpinu að taka ný lán sem nema þessari upphæð þannig að skuldir verði óbreyttar að verðgildi. Það má því segja að þetta sé kreppuáætlun sem bæjarsjóður telur sig nauðbeygðan að fram- kvæma vegna hins slæma efna- hagsástands hjá þjóðinni. Þá má rekja hluta af erfiðleikunum til síðasta árs þegar verðbólga óx meira en reiknað var með og út- gjöld fóru fram úr áætlun án þess að tekjur ykjust. Með þessari áætlun er reynt að koma í veg fyrir samdrátt í þjónustu með því að láta greiða meira fyrir hana og því miður verða verklegar fram- kvæmdir að dragast saman og þar með breytist framkvæmdaröð. Sem dæmi get ég nefnt að sam- kvæmt þessari áætlun hefur Síðu- skóli forgang á sundlaug í Glerár- hverfi, vegna þess hve skólinn er aðkallandi. Sífellt vaxandi verðbólgustig veldur fyrst og fremst þessum erf- iðleikum og ég skil ekki alþingis- menn sem telja fært að steypa þjóðinni í tvennar kosningar meðan ástand efnahagsmála er með þessum hætti," sagði Sigurð- ur Óli að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.