Dagur - 11.03.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 11.03.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRfKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVÍK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Glapræði að fara í tvennar kosningar Alþýðubandalagið og stjórnarandstaðan hafa nú sameinast í nýjum meirihluta á Al- þingi með tillögu sinni um að þing komi saman innan 18 daga frá kosningunum í apríl. ítrekaðar yfirlýsingar liggja fyrir af hálfu formanna Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins um að þeir vilji tvennar kosningar í sumar og framsóknarmenn líta þannig á tillöguna um að þing komi saman um hálfum mánuði eftir kosningarnar í apríl sem aðeins sé verið að undirbúa jarðveg- inn. Yfirlýsingar formanns Alþýðuflokksins um að ekkert liggi fyrir um að þetta þýði tvennar kosningar eru til þess eins að slá ryki í augu kjósenda. Tvennar kosningar með stuttu millibili í sumar geta haft ógnvekjandi afleiðingar í för með sér fyrir efnahagsmál þjóðarinnar. Það er nokkuð ljóst að ekki yrði tekið á efna- hagsmálunum milli kosninga heldur yrði þeim tíma varið í að breyta stjórnarskrár- og kosningalögum. Útlit er fyrir að seinni kosn- ingarnar gætu orðið í fyrsta lagi um miðjan júlí og viðbúið að ekki verði búið að mynda starfhæfa meirihlutastjórn fyrr en í fyrsta lagi í byrjun september. Alþýðubandalagið fékkst ekki til að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir 1. mars til að hamla gegn verðbólgu- þróuninni og ekki eru líkur til að í þeim her- búðum hafi menn þor til að taka á efnahags- málunum fyrir kosningarnar í apríl. Því má með sanni segja að við blasi efnahagslegt stjórnleysi meirihlutann af árinu. íslending- ar gætu þá eins átt von á því að standa frammi fyrir 100% verðbólgu áður en árið er liðið. Hugmyndir A-flokkanna og Sjálfstæðis- flokksins um tvennar kosningar á þessu ári þýða því ekkert annað en dauðadóm yfir fjölda fyrirtækja í landinu, algjöra ringulreið í fjármálum sveitarfélaga og stórfellt atvinnuleysi. Þegar þetta blasir við er breyting á stjórnarskrá og kosningalögum lítilvægt mál sem auk þess er illa undirbúið, illa kynnt meðal almennings og illa þokkað meðal vaxandi fjölda landsmanna. Það er glapræði að fara út í tvennar kosn- ingar á árinu. Sært stolt fallinna forystu- manna í prófkjörum, þeirra Geirs Hallgríms- sonar og Ólafs Ragnars Grímssonar, og ótti þeirra við að missa þingsæti réttlætir ekki að þjóðinni sé att út í fen sem ekki verður komist upp úr á ný nema með óskaplegum fórnum. 4 - DAGUR -11. mars 1983 „Krakkanur hafa verið stórkostiegir“ -segir Viðar Eggertsson, leikstjóri - Þetta er mjög litskrúöugt verk sem ég tel að eigi fullt er- indi til fólks enn þann dag í dag, sagði Viðar Eggertsson, leik- ari, í viötali við Dag en Viðar er einmitt leikstjóri í rokksöng- leiknum „Lísa í Undralandi“ sem Leikklúbburinn Saga á Akureyri frumsýnir nú um helgina. - Það verður að játast að við förum ansi frjálslega með upp- færsluna á þessu verki en upp- runalega leikgerðin er eftir Norð- manninn Klaus Hagerup. Þetta stykki var reyndar sett upp hjá Herranótt MR fyrir átta árum en okkar uppsetning er allt öðru vísi og með allt annarri tónlist. Þau hjá Herranótt notuðu tónlist síns tíma og við förum eins að og not- um tónlist ársins 1983. Það er hljómsveitin lk7 sem hefur samið alla tónlistina í „Lísu í Undra- landi" að einu lagi lindanskildu en það er hið gamalkunna „Tea for two“, segir Viðar og bætir því við að strákarnir í lk7 hafi staðið sig frábærlega vel. Hann hafi ná- kvæmlega ekkert vitað um hljóm- sveitina þegar hún var fengin til þessa verks og því ekki búist við of miklu en strákarnir hafi samið virkilega góða leikhústónlist og haldið að auki sínum eigin pers- ónulega stíl. Viðar Eggertsson, leikstjórí. Með honum á myndinni eru G. Ómar Pétursson og Ólafur Hilmarsson (t.h.). - En um hvað fjallar Leik- klúbburinn Saga í þessari „Lísu í „Undralandi“? - Klaus Hagerup tekur fyrir skemmtanalífið og tískuna í þess- ari leikgerð og líkt og Herranótt fjallaði um tískuna og skemmt- anabransann fyrir átta árum þá fjöllum við um tískuna og skemmtanabransann í dag. Við notum að vísu sömu söngtexta og Herranótt og þeir hafa ekkert tap- að merkingu sinni. Að öðru leyti verður rokksöngleikurinn „Lísa í Undralandi" alltaf barn síns tíma, segir Viðar og hinir ungu leikarar sem hópast hafa í kringum hann til að spyrja hinna margvíslegustu ráða áður en æfing kvöldsins hefst taka heilshugar undir. Þau standa þarna máluð í öllum regnbogans litum og öll eru sammála um að þetta verði alveg „klikkuð sýning". Lýsingarorð eins og „geggjuð" og „vitfirrt“ heyrast einnig. Nú leikur undirritaðan forvitni á að vita hvernig Viðar valdist til að leikstýra þessu verki og hvern- ig samstarfið við krakkana hefur gengið fram að þessu. Og ekki stendur á svörum. - Þau klófestu mig strax og ég réðist hingað norður, segir Viðar. - Við byrjuðum að ræða samán um verkið í desembermánuði sl. en æfingar hófust svo í janúar. Þetta fór svo sem ósköp hægt af stað en síðustu vikur og daga höf- um við unnið í spreng og krakk- arnir hafa verið stórkostlegir að mínu viti. Leikklúbburinn Saga er eina unglingaleikhúsið í landinu, ef skólarnir eru undanskildir, og sem slíkur á klúbburinn aðild að Bandalagi íslenskra leikfélaga. Það leika um 20 krakkar í þessari sýningu en þegar hljómsveitin og allir þeir sem leggja hönd á plóg- inn á einhvern hátt eru taldir með þá er þetta um 40 manna hópur. Krakkarnir eru á aldrinum 13 ára til 22 ára og mörg þeirra hafa aldrei áður á leiksvið komið. En eftir það sem ég hef orðið vitni að hér þá er ég sannfærður um að mörg þeirra eiga eftir að leika mikið í framtíðinni, sagði Viðar Eggertsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.