Dagur - 15.03.1983, Síða 1

Dagur - 15.03.1983, Síða 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, þriðjudagur 15. mars 1983 31. tölublað Þingið rofið Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, rauf Alþingi í gær- kvöldi að loknum útvarps- og sjónvarpsumræðum í samein- uðu þingi. Jafnframt boðaði hann til almennra kosninga til Alþingis Iaugardaginn 23. apríl nk. Eins og við var að búast snerust umræðurnar í gærkvöldi að mestu um efnahagsmál og sýndist sitt hverjum en einnig blönduðust álviðræðumálin töluvert inn í um- ræðurnar. Gunnar Thoroddsen gagnrýndi harðlega núverandi forystu Sjálf- stæðisflokksins. Flokkurinn væri ekki lengur frjálslyndur og um- burðarlyndur flokkur þar sem menn gætu fylgt sannfæringu sinni eins og til hans hefði verið stofnað. Flokkurinn væri nú þröngsýnn í stefnumálum og þar væru uppi hugmyndir um harka- legt flokksræði og að mönnum yrði gert að segja sig úr flokknum ef þeir fylgdu sannfæringu sinni. Þá væri innan hans vébanda að finna ódulda aðdáun á efnahags- stefnu grannríkja okkar þar sem stór hluti vinnandi fólks væri atvinnulaus. Á bls. 4 er ræða Guðmundar Bjarnasonar sem hann flutti við umræðurnar birt og grein er eftir Ingvar Gíslason í opnu blaðsins í dag. Allinn afhentur Félagi aldraðra Starfsemi Félags aldraðra á Akureyri hefur verið með mikl- um blóma í vetur og ekki ætti að draga úr henni eftir að fé- lagið eignaðist þak yfir höfuð- ið, en það gerðist á sunnudag- inn þegar Hákon Hákonarson, formaður fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna á Akureyri, af- henti félaginu Alþýðuhúsið að gjöf fyrir hönd verkalýðsfélag- anna. Jón Sólnes, formaður félags aldraðra, þakkaði þessa höfðing- legu gjöf, en fjöldi aldraðra frá Akureyri og nærsveitum var í Sjallanum þegar athöfnin fór fram. Tilkynnt var að aðalfundur félagsins yrði haldinn í nýja hús- næðinu 24. mars nk. og hæfist klukkan 3 e.h. Aðdragandi þessa máls hefur verið nokkur og raunar hefur fé- lag aldraðra þegar hafið starfsemi í Alþýðuhúsinu en þar er opið hús á fimmtudögum frá 15-18 og fé- lagsmálastofnun er þar með fönd- ur og aðra starfsemi fyrir aldraða á þriðjudögum og föstudögum kl. 14-18. Jón Sólnes tekur við gjafabréfinu úr hendi Hákonar Hákonarsonar. Mynd: H.Sv. Auðir stólar í höllinni á laugardagskvöldið. Mynd: KGA Ekkert varð úr flutn- ingnum á Tosca Ekkert varð úr flutningi Sin- fóníuhljómsveitar íslands, Söngsveitar Filharmoníukórs- ins og einsöngvara á óperunni Tosca sem vera átti í íþrótta- höllinni á Akureyri sl. laugar- dagskvöld og var ástæðan sú að ekki var flugveður á laugar- dagseftirmiðdag frá Reykjavík. Um 1400 miðar höfðu selst á tónleikana og var áhugi geysi- legur. Þannig komu t.d. lang- ferðabílar með fólk úr Skagafirði og Þingeyjarsýslum og heyrst hef- ur að öðrum mannfögnuðum hafi verið aflýst vegna þessa. Hljóðfærin voru komin norður og búið að eyða miklum tíma í að gera höllina tilbúna til að taka við þessum viðburði en sú vinna var öll unnin til einskis. Ákveðið hef- ur verið að hætta ekki við flutning á Tosca á Akureyri. Er stefnt að því að flytja óperuna í íþrótta- höllinni á Ákureyri um mánaða - mótin maí/júní. Aðalfundur Einingar Skipakostur ÚA Á aöalfundi Verkalýðsfélags- ins Einingar sem haldinn var sl. sunnudag kom aðeins fram einn listi vegna stjórnarkjörs og varð því sjálfkjörinn. Stjórn félagsins skipa því Jón Helgason formaður, Sævar Frí- mannsson varaformaður, Auður Guðvinsdóttir ritari, Aðalheiður Þorvaldsdóttir gjaldkeri, Björn Snæbjörnsson, Guðrún Skarp- héðinsdóttir og Ágúst Sigurlaugs- son meðstjórnendur. Á fundinum var m.a. samþykkt að styrkja byggingaframkvæmdir við endurhæfingarstöð Sjálfs- bjargar á Akureyri með 50 þús- und krrona framlagi, Endurhæf- ingarstöð heyrnarskertra í Reykjavík með 25 þúsund krón- um og Sjúkrastöð SÁÁ einnig aukinn með sömu upphæð. Þá samþykkti fundurinn áskor- un á Útgerðarfélag Akureyringa hf. og bæjarstjórn um að þessir aðilar beiti sér fyrir því að skipa- kostur Ú. A. verði aukinn og einn- ig samþykkti fundurinn álýktun um efnahags- og atvinnumál. Nánar verður sagt frá fundinum n.k. fimmtudag. Noröurland eystra: Framboöslisti Framsóknarflokksins Stjórn og varastjórn KFNE hefur nú ákveðið röðun á fram- boðslista Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir næstu alþingiskosningar en röð sex efstu manna var ákveðin á kjördæmisþingi sl. haust. Listann skipa eftir- taldir: 1. Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, Álfabyggð 18, Akur- eyri. 2. Stefán Valgeirsson, alþingis- maður, Auðbrekku Eyjafirði. 3. Guðmundur Bjarnason, al- þingismaður, Garðarsbraut 79, Húsavík. 4. Níels Á. Lund, æskulýðsfull- trúi ríkisins, Grænuhlíð 10, Reykjavík. 5. Valgerður Sverrisdóttir, hús- móðir, Lómatjörn, S.Þing. 6. Hákon Hákonarson, vélvirki, Norðurbyggð 8, Akureyri. 7. Þóra Hjaltadóttir, hagræðing- ur, Ráðhústorgi 5, Akureyri. 8. Böðvar Jónsson, bóndi, Gaut- löndum, S. Þing. 9. María Jóhannsdóttir, húsmóð- ir, Syðra Álandi, N. Þing. 10. Kristján Ólafsson, útibús- stjóri, Bjarkarbraut 11, Dalvík. 11. Gunnar Hilmarsson, sveita- stjóri, Miðási 4, Raufarhöfn. 12. Finnur Kristjánsson, frv. kaupfélagsstjóri, Ketilsbraut 23, Húsavík. Ingvar. Stefán. María. Kristján. Valgerður. Hákon. Gunnar. Finnur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.