Dagur - 15.03.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 15.03.1983, Blaðsíða 9
Tveir sigrar Þórs gegn Borgnesingum Körfuboltamenn Þórs stóðu í ströngu um helgina en þeir léku alls þrjá leiki frá fimmtudegi til laugardags. Á fimmtudags- kvöldið léku þeir við Val í bikar- keppninni. Það var ekki búist við að Þórsarar stæðu mikið í Valsmönnum en þeir eru sem kunnugt er topplið í úrvalsdeild- inni. Enda fóru leikar svo að Valur gerði 106 stig en Þór að- eins 55. Síðan léku Þórsarar tvo leiki við Skallagrím í fyrstu deildinni í körfunni. Bæði þessi lið eru Kanalaus, eins og kallað er, en það er orðið fátítt meðal efri deilda liða í körfunni. Þórsarar unnu báða þessa leiki nokkuð auðveldlega. Fyrri leikurinn fór 75 gegn 59 eftir að staðan í half- leik hafði verið 42 gegn 35, Þór í vil. Eiríkur var stigahæstur Þórs- ara með 17 stig, Jóhann gerði 15, Konráð 13, Valdemar 8, Jón 11, Bjössi 5 og Guðmundur Hrafn- kell og Bjarni 2 hvor. Síðari leikurinn fór 102:80 eftir að Borgnesingarnir höfðu haft forustu í hálfleik 45:43. í síðari hálfleik tóku Þórsarar öll völd með sterkri maður gegn manni vörn og eftir það var aldrei spurning um hvar sigurinn myndi hafna. Síðari hálfleikurinn í þessum leik var ljósasti punkturinn í þessum leikjum Þórs og eins og liðið fyndi sig loksins. Stigahæst- ir voru Jón Héðinsson með 34 stig og stórleik, Valdimar Júlíus- son 19, Konráð Óskarsson, Jó- hann Sigurðsson og Guðmundur Björnsson 10 hver. Gottlíeb Konráðsson. Gottlíeb sigraði í Minningarmótinu Á sunnudaginn var haldið á Ól- afsfirði minningarmót í skíða- göngu um þá bræður Frímann og Nývarð Konráðssyni en þeir létust í bílslysi í sumar. Þessir piltar voru þegar orðnir þekktir göngumenn ásamt bræðrum sín- um Jóni og Gottlíeb. Það voru foreldrar piltanna sem gáfu veg- leg verðlaun til þessarar keppni en hún fór fram á götum Ólafs- fjarðar að viðstöddum fjölda áhorfenda. Úrslit urðu þessi: Konur - 3.5 km: 1. Guðný Ágústsdóttir 14.27 2. Harpa Jónsdóttir 15.90 Karlar 17 ára og eldri -10 km: 1. Gottlíeb Konráðsson 30.24 2. Haukur Sigurðsson 31.49 3. Jón Konráðsson 31.56 4. Finnur Gunnarsson 33.18 Karlar 13-16 ára - 7 km: 1. Ingvi Óskarsson 21.50 2. Friðrik Einarsson 23.04 3. Freyr Ásgeirsson 23.39 4. Ólafur Björnsson 23.59 5. Gunlaugur Sigursveinss. 24.30 6. Sigurgeir Svafarsson 24.43 Körfubolti: 10 ára og yngri - 3.5 km: 1. Steingrímur Örn 14.51 2. Kristján Hauksson 14.54 3. Guðmundur Óskarsson 17.44 4. Hjalti Egilsson 20.14 5. Ólafur Ægisson 23.09 Um næstu helgi verður haldið á Ólafsfirði bikarmót í skíða- göngu, stökki og norrænni tví- keppni. Þangað koma allir sterkustu göngu- og stökkmenn- irnir en það er Skíðaráð Ólafs- fjarðar sem sér um mótið. Tap, sigur og jafntefli Um helgina fór fram fyrsta um- ferð í úrslitakeppni annarrar deildar í handknattleik. Þá kepptu þau fjögur lið sem efst urðu í deildinni. Þessi fyrsta Badminton Akureyringar og Siglfírðingar háðu bæjarkeppni í badmin- ton í íþróttahúsi Glerárskól- ans á Akureyri laugardaginn 12. mars sl. Urslit urðu þessi: Einliðaleikur karla: TBA 9, TBS 3. Tvíliðaleikur karla: TBA 5, TBS 1. Einliðaleikur kvenna: TBA 2, TBS 2. Tvíliða- leikur kvenna: TBA 0, TBS 2. Samtals unnu því Akureyr- ingar 16 leiki en Siglfirðingar 8. Viku fyrr kepptu sömu iið á Siglufirði og sigruðu Akureyr- ingar þá með 14 vinningum gegn 13 eftir marga tvísýna og spenn- andi leiki. KA sigraði Víking Blakdeild KA er ung að árum en stúlkur sem keppa undir nafni félagsins í fyrstu deild í blaki hafa náð ágætum árangri. Þær hafa nú lokið keppni í deildinni og hlutu alls 8 stig og er það prýðisárangur en þær hafa að- eins iðkað þessa íþrótt í tvo vetur. Nú um helgina léku þær sína síðustu leiki.. Þær sigruðu Víkingsstúlkur með þremur hrinum gegn tveimur. Töpuðu síðan fyrir stúdínum með þrem- ur hrinum gegn einni. umferð fór fram að Varmá í Mosfellssveit, á heimavelli Breiðabliks. Fyrir þessa keppni hafði KA þriggja stiga forustu á Hauka og fimm stig á Breiðablik og Gróttu. KA lék sinn fyrsta leik gegn Breiðabliki og þar urðu þeir að þola stórtap, eða 28 mörk gegn 16, en staðan í leikhléi var 11 gegn 9 Breiðabliki í hag. Síðan lék KA gegn Gróttu dag- inn eftirogsigraðiörugglega, eftir að hafam.a. komist í 8gegn0eftir 25 mín. leik. Síðasti leikurinn fór svo fram á sunnudaginn og þá gegn Hauk- um. KA var yfir í hálfleik, 13 gegn 11, en Haukum tókst að jafna og komast yfir. Þegar tvær mín voru eftir höfðu Haukar tveggja marka forustu, en KA tókst að jafna að- eins örfáum sek. fyrir leikslok en þá jafnaði Jakob úr vítaskoti. Staðan í þessari úrslitakeppni er því sú að KA er efst með 8 stig, Haukar hafa 7, Breiðablik 4 og Grótta ekkert. Urslit í Skemmunni Um helgina var haldin firma- keppni KRA í innanhússknatt- spyrnu. Alls tóku 24 lið þátt í mótinu og var þeim skipt í fjóra riðla. Sigurvegarar í riðlinum leika síðan í sérstakri úrslia- keppni sem fram fer í íþrótta- skemmunni í kvöld og hefst hún kl. 20.00. Sigurvegarar í riðlunum urðu þessir: SÍS a-lið, Póstur og sími, Slippstöðin a-lið og Lögreglan. 15; tnars 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.