Dagur - 17.03.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 17.03.1983, Blaðsíða 1
HÁLSFESTAR 8og14KARÖT GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 66.árgangur Akureyri, fímmtudagur 17. mars 1983 32. tölublað Trjákvoðuverksmiðja á íslandi: Ákvörðun eftir eitt ár Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra vill að beðið verði eitt ár með að taka ákvörðun um hvort trjákvoðu- verksmiðju verður komið á fót hérlendis. Þetta kom fram á blaðamannafundi ráðherrans í gær. Eins og Dagur hefur skýrt frá hafa rannsóknir innlendra og er- lendra aðila sem staðiö hafa yfir í tvö ár miðast við að verksmiðjan yrði reist á eða við Húsavík, enda kom frumkvæðið £ þessu máli frá Húsvíkingum. Á fundinum í gær kom fram að ákvörðun hefur ekki verið tekin um staðsetningu verk- smiðjunnar og er Staðarvalsnefnd með það mál til athugunar. Allar rannsóknir sem fram hafa farið benda til þess að hagkvæmt og tæknilega framkvæmanlegt sé að reisa trjákvoðuverksmiðju hérlendis og yrði byggingatími hennar rúmlega tvö ár. Miðað er við verksmiðju sem myndi fram- leiða 150 þús. tonn á ári og þar störfuðu um 130 manns. Afkasta- vextir eru áætlaðir um 12% miðað við full afköst, hráefnið yrði aðal- lega fengið frá N-Ameríku en afurðirnar að mestu seldar til V- Evrópu. Erfið fæðíng? Svo virðist sem erfiðlega gangi að koma saman framboðslista Bandalags jafnaðarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, samkvæmt fregnum Dags. í gærkvöldi var ætlunin að halda fund og skipa í 6 efstu sæti listans en ekkert varð úr þeim fundi. Heyrst hefur að undan- farna daga hafi margir fengið upp- hringingar og beiðni um að taka sæti á listanum. Hafa margir verið orðaðir við þetta væntanlega framboð og má nefna nöfn eins og Snjólaugu Bragadóttur rithöf- und, Sturlu Kristjánsson kennara, Sigurð Jónsson byggingaverkfræðing og þau Snæsísi Gunnlaugsdóttur og Arn- ar Björnsson á Húsavík. Það eina sem ákveðið mun vera er að Kolbrún Jónsdóttir frá Húsavík taki efsta sæti listans. Hún er Skagstrendingur að ætt, sjúkraliði að mennt og þriggja barna móðir. Verslanir í Nýja bíó Valhöll h.f., eigandi Nýja bíó á Akureyri hefur sótt um leyfi til að breyta húsnæði því er bíóið var í með það í huga að þar verði skrifstofu- og verslunar- rekstur. Bygginganefnd Akur- eyrarbæjar hefur fjallað um þá beiðni og samþykkt að húsinu verði breytt á þennan hátt. í samtali við Dag í gær sagði Oddur C. Thorarensen að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um það hvaða starfsemi verði í húsinu í framtíðinni. Skjótt skipast veður í lofti. Þessir krakkar voru að leik í snjónum á Akureyri rétt fyrir helgina en m'i er brekkan þeirra orðin snjólaus ef að líkum lætur. Ljósm: H.Sv. „Viðunandi bætur" - segir Gísli Konráðsson um greiðslur vegna Sólbaks „Þetta mál er komið vel áleiðis hjá Aldurslaga- og Úreldingar- sjóði og ég held að ég geti sagt að það sé séð fyrir endann á af- greiðslu þeirra sjóða varðandi bætur vegna Sólbaks" sagði Gísli Konráðsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. í samtali við Dag í gær. „Við teljum að það séu við- unandi bætur sem sjóðirnir eru til- búnir að leggja fram fyrir Sólbak og við munum fallast á þær. Þá er hinsvegar eftir að kanna hvort Sigurður Þorsteinsson sem vildi kaupa skipið er enn tilbúinn til þess. Hann er í Bandaríkjunum og við vitum ekki hug hans eins og málin standa í dag. Það hefur enn ekki verið tekin ákvörðun varðandi skip í stað Sólbaks, þótt það mál hafi tölu- vert mikið verið rætt. Við fram- kvæmdastjórar Ú.A. höfum vilj- að kaupa notað skip en ekki fund- ið neitt sem okkur finnst koma til greina, enda var skellt á okkur banni sl. sumar varðandi það að kaupa notað skip erlendis frá. Við sjáum ekki neinn fjárhags- legan grundvöll fyrir því að það sé hægt að reka skip sem smíðað yrði hérlendis. Bygginga- og fjár- magnskostnaður er svo hár að það er fjarri lagi að slíkt skip geti bor- ið sig. En ég dreg enga dul á það að við ætlum okkur að fá skip í stað Sólbaks, hvernig sem það verður og hvenær sem af því getur orðið" sagði Gísli Ko'nráðsson. UppstiIIinganefnd „Göngu- manna" í Vestur- og Austur- Húnavatnssýslum hefur ákveð- ið framboðslista sinn fyrir væntanlegar Alþingiskosning- ar sem fram eiga að fara 23. apríl. Listinn var ákveðinn á fundi á Blönduósi í fyrrakvöld og 10 efstu sæti hans skipa þessir: 1. Ingólfur Guðnason, alþingis- maður, Hvammstanga. 2. Hilmar Kristjánsson, oddviti, Blönduósi. 3. Kristófer Kristjánsson, bóndi, Köldukinn. 4. Björn Einarsson, bóndi, Bessastöðum. 5. Jón Ingi Ingvarsson, rafvirkjameistari, Skagaströnd. 6. Helgi S. Ólafs- son, rafvirkjameistari, Hvamms- tanga. 7. Sigrún Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ytra-Hóli. 8. Indriði Karlsson, bóndi, Graf- arhóli. 9. Eggert Karlsson, sjó- maður, Hvammstanga. 10. Grím- ur Gíslason, fulltrúi, Blönduósi. _________________________ÓJ Listinn passaði alveg! í fyrrinótt var ekið á bifreið sem stóð við hús í Oddeyrar- götu. Sá sem þeim árekstri olli hugðist ekki gangast við verkn- aðinum og stakk af. Hinsvegar skildi hann eftir á staðnum Iista sem losnað hafði af bíl hans. í hádeginu í gær var rannsókn- arlögreglan á ferð við sundlaug- ina. Árvökul augu rannsóknar- lögreglumanna staðnæmdust þá skyndilega við bifreið eina sem þar stóð enda var hún með um- merki eftir árekstur og á hana vantaði lista. Þegar listinn sem lögreglan hafði í fórum sínum var borin við bifreiðina kom í ljós að hann passaði alveg og þurfti þá ekki frekari vitna við. Var eigandi bílsins fluttur til yfirheyrslu þar sem hann játaði strax. Bifreiðin sem ekið var á er af Mazda-gerð og mikið skemmd eftir áreksturinn. Hrísey: Gallowaykjötið vinsælt „Við seljum kjöt af Galloway holdanautum hér í versluninni en það er ekki mikið vegna þess einfaldlega að við fáum ekki svo míkið af þessu kjöti" sagði Jóhann Þór Halldórsson úti- bússtjóri Kaupfélags Eyfirð- inga i Hrísey er við ræddum við hann nú í vikunni. Jóhann sagði að þetta kjöt væri mjög vinsælt og væri t.d. mikið spurt um það í veitingastofunni Hrísalundi í eyjunni. „Auðunn veitingamaður þar er alltaf vel birgur af kjötinu og kann réttu tökin við að matreiða það" sagði Jóhann. Hrísey er eini staðurinn hér á landi þar sem Galloway holda- naut eru til staðar. Bannað er að flytja þetta kjöt til lands og því ekki margir íslendingar sem hafa bragðað það. Kjötið er sagt mjög bragðgott og ferðamenn sem koma til Hríseyjar sólgnir í það hjá veitingamanninum í Hrfsa- lundi. Við spurðum Jóhann hvort heimilt væri að selja kjötið hverj- um sem hafa vildi í matvöruversl- uninni. „Ég veit ekki um neitt sem bannar það. Við reiknum með að það kjöt sem við seljum hér yfir búðarborðið sé borðað í eyjunni en að sjálfsögðu getum við ekki staðið í því að eltast við hvað fólk- ið gerir við kjötið, hvort það fer með það í maganum í land eða á annan hátt. Gallowaynaut í Hrísey.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.