Dagur - 17.03.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 17.03.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM : HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVÍK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Festu í efnahagsmálum og sókn í atvinnulífi í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðunum fjall- aði Guðmundur Bjarnason meðal annars um tillögur þríflokkanna um samkomudag Alþingis að loknum kosningunum 23. apr. og kallaði algjöra sýndarmennsku. Yfirskinið væri að takast á við efnahagsmálin en til- gangurinn sá að knýja á um nýjar kosningar síðar í sumar. Síðan vék Guðmundur að þeim framfaramálum sem náðst hefðu á kjörtímabilinu og sagði m.a.: „Stjórnvöldum hefur tekist að koma fram ýmsum mikilvægum framfaramálum. Ég vil nefna samgöngumálin. Miklar framkvæmd- ir hafa verið í vegamálum og bundið slitlag verið lagt á fleiri kílómetra en nokkru sinni fyrr. Bundið slitlag er nú á um það bil 600 km vega, þar af hafa fast að 400 km verið lagðir á seinustu þrem árum í tíð núverandi samgönguráðherra og áætlað að bæta 150 km við í sumar . . . Einnig má nefna lagn- ingu sjálfvirks síma í sveitum sem miðað hefur vel áfram og nú hefur Alþingi sam- þykkt þingsályktunartillögu okkar fram- sóknarmanna um að ljúka við rafvæðingu dreifbýlis á næsta ári. Þá hafa miklar fram- kvæmdir átt sér stað í hafnargerð, bygg- ingu skólamannvirkja, ýmissa menningar- stofnana, s.s. útvarpshúss og þjóðarbók- hlöðu og heilbrigðisstofnana, svo eitthvað sé nefnt af hinum fjölmörgu framfaramál- um.“ Guðmundur Bjarnason sagði síðan að ráðast þyrfti gegn verðbólgunni af festu og rjúfa þann vítahring verðlags og kaupgjalds sem nú er nánast lögbundinn og er ekki lengur nein trygging fyrir það fólk sem helst þarf að vernda. „Af festu verði tryggð undanbragðalaus niðurtalning verðbólgunnar. Síðan viljum við framsóknarmenn leggja áherslu á sókn sem tryggi og treysti undirstöður atvinnu- veganna og fjölbreytni atvinnulífsins þann- ig að allar vinnufúsar hendur hafi verk við hæfi og atvinnuleysisvofunni verði bægt frá," sagði Guðmundur Bjarnason og hann lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Með festu í efnahagsmálum og sókn í atvinnulífi viljum við framsóknarmenn tryggja þá framtíð sem felur í sér áfram- haldandi velmegun, efnahagslegt sjálf- stæði og jöfnun í þjóðfélaginu. “ „Við verðum öll að drepa drekann í hjörtum okkar“ — Spjallad við Árna Helgason framkvæmdastjóra LMA um sýningu félagsins á Drekanum Igærkvöldi frumsýndi Leik- félag Menntaskólans á Ak- ureyri leikritið Drekann eftir rússneska leikrita- skáldið Evgéni Schwarts við góðar undirtektir. Árni Helgason er framkvæmda- stjóri LMA og tíðindamað- ur Dags hitti hann að máli í tilefni af frumsýningunni. Fyrir þá sem ekki voru í Samkomuhúsinu í gær- kvöldi byrjaði ég á að spyrja Arna um efni leikritsins. „Þetta er hiö sígilda ævintýri um drekann sem heldur föngu- legri snót sem fanga og hug- prúða riddarann sem bjargar henni úr klóm drekans og leggur hann að velli. En undir niðri er þarna fjallað um hverskonar kúgun og einræði - nú, eða flokksræði. Það er nú svo að fjöldinn fylgir þeim sem heldur á svipunni.“ - Á þetta leikrit eitthvert er- indi uppá ísland samtímans? „Já, því ekki það? Auk þess sem ég nefndi áðan má þetta verk skoðast sem ádeila á tæki- færissinna sem haga seglum eftir vindi og forðast að taka ákveðna afstöðu." - Hver leikstýrir sýningunni? „Það er hann Arnór Benónýs- son, frá Hömrum í Reykjadal. Upphaflega stóð til að í því starfi yrði annar maður en við þurftum að skipta um á síðustu stundu og þá hljóð Arnór í skarðið. Kom beina leið frá Grenivík þar sem hann var að setja upp Sauma- stofuna eftir Kjartan Ragnars.“ - Er það ekki heldur slæmt að skipta um leikstjóra í miðjum klíðum? „Jú, þegar Arnór kom til okk- ar var búið að skipa í hlutverk og hann þekkti varla nokkurn mann þar að auki. Og auðvitað er möguleiki að sýningin beri þess merki.“ Ámi Helgason framkvæmdastjóri LMA. Mynd: KGA. Þorgrímur Daníelsson í hlutverki Drekans. - Gekk uppsetningin ekki vel að öðru leyti? „Jú, ágætlega. Hún er ef til vill nokkuð óvenjuleg að því leyti að sviðsmynd er engin og allir bún- ingar mjög einfaldir. Þannig að það er eiginlega ekkert nema textinn sem heldur sýningunni uppi - að hann komist til skila og lifi svo til alveg á sjálfum sér.“ í helstu hlutverkum eru Þor- grímur Daníelsson sem leikur Drekann; Adolf Ingi Erlingsson sem leikur Lancelot (riddar- ann); SteingerðurKristjánsdótt- ir leikur Elsu; og Halldór Ingi Ásgeirsson leikur borgarstjór- ann. Ég spyr Árna um boðskap leikritsins. „Jú, eins og Evgéni Schwarts sagði sjálfur þá er ekki nóg að riddarinn hugumstóri komi og drepi drekann. Við verðum öll að drepa drekann í hjörtum okkar því þar eiga sér staðfestu völd einræðisins.“ Sýningar á Drekanum verða í kvöld og á föstudagskvöldið og síðan verða tvær sýningar á laug- ardaginn. KGA Aðalfundur verkalýðsfélagsins Einingar: Stjórnleysi og dugleysi varð- andi efnahagsmál þjóðarinnar Aðaifundur Verkalýðsfélags ins Einingar var haldinn í Al- þýðiilnisinu á Akureyri í gær. A fundinum var lýst kjöri stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs, sem fram fór i janúar. Að- eins einn listi kom fram og varð því sjálfkjörinn. Samkvæmtþví er aðalstjórn félagsins þannig skipuð til aðalfundar 1984: Jón Helgason, Akureyri, formaður, Sævar Frímannsson, Akureyri, varaformaður, Auður Guðvinsdóttir, Akureyri, ritari, Aðalheiður Þorleifsdóttir, gjald- keri, Björn Snæbjörnsson, Akur- eyri, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Dalvík og Ágúst Sigurlaugsson, Ólafsfirði, meðstjórnendur. í trúnaðarmannaráði eiga sæti 27 manns, auk stjórnarmanna. í félaginu eru nú alls 3563 manns og hafði fjölgað um 148 frá aðalfundi á fyrra ári, en félagið tekur yfir öll sveitarfélög í Eyja- fjarðarsýslu, þar með kaupstað- ina Dalvík, Ólafsfjörð og Akur- eyri, og þá tvo hreppa Þingeyjar- sýslu sem liggja að Eyjafirði. Rekstrarafkoma félagssjóðs varð á síðasta ári nokkru lakari en verið hefur mörg undanfarin ár. Má vafalaust kenna það sam- drætti í atvinnulífinu. Afkoma sérsjóða félagsins var hinsvegar góð, einkum sjúkrasjóðs sem hef- ur safnað nokkru fé, þrátt fyrir bótagreiðslur á árinu sem námu kr. 1.174.058 auk sérstakra styrk- veitinga að upphæð kr. 112.500. Samþykkt var á aðalfundinum að sjúkrasjóður styrkti á þessu ári byggingarframkvæmdir Endur- hæfingarstöðvar Sjálfsbjargar á Akureyri með 50 þúsund króna framlagi, Endurhæfingarstöð Jón Helgason. heyrnarskertra í Reykjavík með 25 þúsund krónum og Sjúkrastöð SÁÁ við Grafarvog í Reykjavík, einnig með 25 þúsund krónum. Þá samþykkti aðalfundurinn að skora á stjórn Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. og bæjarstjórn að beita sér fyrir því að skipakostur Útgerðarfélagsins verði aukinn og einnig samþykkti fundurinn á- lyktun um efnahags- og atvinnu- mál. Þessar ályktanir fylgja hér með. Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar, haldinn í Alþýðuhúsinu 13. mars 1983, fordæmir harðlega það fádæma stjórnleysi og dug- leysi íslenskra stjórnmálamanna varðandi efnahagsmál íslensku þjóðarinnar um þessar mundir, þegar verðbólgudraugurinn tröll- ríður þjóðinni meir en nokkru sinni fyrr. Allt bendir til þess að vaxandi stjórnleysi yfirvalda leiði af sér al- gera upplausn, en nú keppist fóik úr öllum stjórnmálaflokkum við að stofna til sérframboða vegna óánægju innan flokkanna, án allr- ar ábyrgðar eða nýrrar stefnumót- unar. Meðan atvinnuleysi er í sjón- máli vegna fjárskorts í atvinnu- fyrirtækjum og fjöldi alþýðu- heimila berst í bökkum vegna minnkandi atvinnu og kaupmátt- ar-rýrnunar, aðhafast stjórnvöld ekkert til að snúast gegn vandan- um en leggja í staðinn áherslu á að koma því inn hjá þjóðinni að höfuðnauðsyn sé að leiðrétta at- kvæðavægi, eins og það sé lausn á öilum vanda. 2. deild: Úrslitin áfram um helgina Um næstu helgi verður önnur umferð úrslitakeppni annarrar deildar í handbolta. Að þessu sinni verður keppt á heimavelli Gróttu í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi. Á föstudagskvöldið keppir KA við heimamenn eða lið Gróttu, Hauka á laugardaginn og Breiðablik á sunnudag. Greinilegt er að þarna eru nokk- uð jöfn lið á ferðinni og verður fróðlegt að sjá hvernig KA gengur. Sérstaklega er spenn- andi að sjá hvort þeim tekst að hefna harma sinna á móti Breiðabliki, en þeir máttu þola stórtap fyrir þeim um síðustu helgi. Jakob Jónsson skorar fyrir KA. Mynd: KGA: ÞORSARAR SIGURSÆLIR Undanfarið hafa farið fram KA unnið sitt hvorn leikinn nokkrir leikir í Akureyrarmóti í þannig að leika þarf einu sinni handbolta. Áður hefur verið enn. 16. flokki b varð Þór Akur- skýrt frá úrslitum í meistara- eyrarmeistari. í fimmta flokki flokki, en annar flokkur leikur varðÞór Akureryarmeistari í A, sinn fyrri leik í skemmunni B og C liði og einnig í fjórða fimmtudaginn 17. marskl. 19.00 flokki a. í fjórða flokki b þarf og þann síðari í höllinni aukaleik. miðvikudaginn 23. mars kl. f þriðja flokki karla kvenna 22.15. varð Þór Akureyrarmeistari. í 6. flokki hafa liðin Þór og Stórmót hjá fötluðum íþróttafélag fatlaðra á Akur- eyri gengst n.k. laugardag fyrir opnu íþróttamóti í íþróttahöllinni og hefst það kl. 9.30 árdegis. Reiknað er með að allir fremstu íþróttamenn landsins úr röðum fatlaðra muni sækja þetta mót. Keppendur verða um 50 talsins en þar af eru 14 frá Akur- eyri. Keppendur eru bæði úr röðum þroskaheftra og hreyfi- hamlaðra. Keppt verður í bocc- ia, bogfimi, borðtennis og lyft- ingum. Félagar úr Lionsklúbbnum Hængur og hafa reynst ÍFA mjög vel í sambandi við þetta mót. Um 20 þeirra hafa farið á námskeið og lært keppnisreglur í þeim greinum sem keppt verð- ur í og munu m.a. annast dóm- gæslu á mótinu. Sem fyrr sagði hefst keppnin kl. 9.30. Eftir hádegi er áformað að hafa opið hús fyrir þá sem vilja fylgjast með keppninni, en hún stendur yfir allan daginn. SÍS sigraði Á þriðjudagskvöldið voru þessi lið voru í nokkrum sér- leiknir úrslitaleikir í firma- flokki í mótinu. Þau gerðu jafn- keppni KRA í innanhúss- tefli í innbyrðisleik, en þegar knattspyrnu. UPP var staðið höfðu þau jafn- mörg stig en markahlutfall SÍS- Leikir þessir voru mjög manna var ívið hagstæðara og spennandi, sérstaklega viður- þeir sigruðu því annað árið í eign SIS og Pósts og síma, en röð. Þór gegn Víkingi Einn leikur verður í íslandsmót- Þórsstúlkur þurfa að vinna inu í handbolta um helgina. Þá þennan leik ef þær eiga að eiga keppa Þór og Víkingur í fyrstu möguleika á að halda sér í deild- deild kvenna. Leikið verður á inniogveitirþvíekkiaföflugum föstudagskvöldið kl. 20.00. stuðningi áhorfenda. Bikarmót unglinga á Dalvík Fyrri dag mótsins var keppt í stórsvigi í öllum flokkum en þeir eru fjórir, þ.e. 13-14 ára drengir og stúlkur og 15-16 ára flokkur drengja og stúlkna. í yngri flokki stúlkna sigraði Snædís Úlriksdóttir, Reykjavík. Önnur varð Kristín Ólafsdóttir einnig frá Reykjavík, stutt á eftir henni kom Akureyringur- inn Arna ívarsdóttir, en hún hafði annan besta tíma í seinni umferð. í flokki drengja 13-14 ára sigraði Björn Brynjar Gíslason. Hann hafði það mikið forskot eftir fyrri ferð að þó Brynjar Bragason hafi náð bestum tíma í síðari umferð þá var sigur Björns Brynjars öruggur. Þriðji varð Hilmir Valsson. Þessir drengir eru allir frá Akureyri. Árni G. Árnason frá Húsavík sigraði í eldri flokki drengja. Annar varð Smári Kristinsson, Akureyri, og þriðji Guðjón B. Ólafsson ísafirði. í stórsvigi stúlkna 15-16 ára sigraði Guðrún J. Magnúsdóttir nokkuð örugglega eftir glæsilega keyrslu í síðari umferð. Önnur varð Anna M. Malmquist og þriðja Guðrún H. Kristjánsdótt- ir, skammt á eftir henni kom síð- an Signe Viðarsdóttir. Þessar stúlkur eru allar frá Akureyri. Síðari dag nrótsins var keppt í svigi í öllum flokkum. I flokki stúlkna 13-14 ára sigr- aði Kristín Ólafsdóttir, Reykja- vík, stutt á eftir henni kom Arna ívarsdóttir en hún hafði bestan tíma í síðari ferðinni. Þriðja varð Kristín Jóhannsdóttir frá Akureyri. í eldri flokki stúlkna sigraði Guðrún H. Kristjánsdóttir, önn- ur varð Guðrún J. og þriðja Anna María, fjórða varð síðan Signe Viðarsdóttir. í flokki 15—16 ára drengja sigraði Árni G. Árnason örugg- lega, hann sigraði því tvöfalt þessa helgi. Annar varð Atli G. Einarsson, ísafirði og þriðjivarð Guðjón B. Ólafsson. Björn Brynjar Gíslason sigraði einnig í svigi drengja 13-14 ára, annar varð Brynjar Bragason.Fab. * 4-DAGUR-17. mars 1983 17. mars 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.