Dagur - 17.03.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 17.03.1983, Blaðsíða 7
Landsfundur klúbb- anna Öruggur akstur FuIItrúafundur Landssamtaka klúbbanna Öruggur akstur, hinn níundi í röðinni, var hald- inn í Reykjavík 24. og 25. febrúar. Fundurinn hófst með sameiginlegum hádegisverði þar sem Hallgrímur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri sam- vinnutryggingafélaganna, flutti ávarp. Baldvin Ottósson, lögreglu- varðstjóri, formaður samtak- anna, setti síðan fundinn en að Rættum stjórn hluta- félaga Stefán Már Stefánsson, próf- essor við Iagadeild Háskóla Islands, heldur almennan fyrír- lestur í litla salnum í SjaUanum fimmtudagskvöldið 17. mars klukkan 19.30. Á þessum kvöldverðarfundi mun Stefán Már ræða almennt um stjórn hlutafélaga og þau lög og þær reglugerðir sem þar að lúta. Allt áhugafólk um þetta efni er velkomið á fundinn. því loknu voru flutt nokkur ávörp og ræður. Steingrímur Her- mannsson, samgönguráðherra, ávarpaði fundinn og ræddi þar m.a. um langtímaáætlun í vega- gerð og um vegamál í landinu almennt. Davíð Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri, flutti fróðlegt erindi sem nefndist Hvað kosta umferðarslysin? Hann rakti með skýrum dæmum þann gífurlega kostnað sem dauðsföll og örkuml af völdum umferðarsh'sa valda þjóðarbúinu. Þá flutti Oskar Óla- son, yfirlögregluþjónn, erindi um umferðina í dag og Ómar Ragn- arsson, fréttamaður, flutti erindi sem fjallaði um þjóðvegaakstur. Á eftir erindum þessum voru fyrirspurnir og allmiklar um- ræður. Á fundinum var skýrt frá því að Baldvin Þ. Kristjánsson, erind- reki, hefði verið kosinn fyrsti heiðursfélagi landssamtaka klúbbanna. Eins og kunngt er var Baldvin aðalhvatamaðurinn að stofnun þeirra á sínum tíma og leysti af hendi mikið og fórnfúst starf við uppbyggingu þeirra og mótun á öllu starfi þeirra. í skýrslu formanns, Baldvins Ottóssonar, kom m.a. fram að á síðasta ári gengust klúbbarnir rir 21 fundi víðs vegar um land. þeirra vegum voru einnig heimsóttir nokkrir grunnskólar og veitt þar umferðarfræðsla. Þá var dreift um 11 þúsund endur- skinsmerkjum til barna og ung- linga á vegum klúbbanna og um- boðsmanna Samvinnutrygginga. Á árinu hófst einnig samstarf klúbbanna við JC-hreyfinguna hér á landi um eflingu umferðar- öryggis sem miklar vonir eru bundnar við í framtíðinni. I ályktun um umferðar- og vegamál var m.a. lögð áhersla á nauðsyn þess að tryggja umferð- aröryggi barna í nágrenni við skóla. Einnig taldi fundurinn mjög brýnt að löglegur hámarks- hraði verði ávallt miðaður við að- stæður hverju sinni og að lög- gæsluyfirvöld nýti heimildir til að lækka hámarksökuhraða fyrir- varalaust eftir því hvernig aðstæð- ur breytast hverju sinni. Stjórn landssamtakanna var endurkjörin en hana skipa þessir menn: Baldvin Ottósson, lög- regluvarðstjóri, Reykjavík, for- maður, Gfsli Björnsson, lögreglu- fulltrúi, Seltjarnarnesi, varafor- maður, Jónína Jónsdóttir, frá Gemlufelli, Reykjavík, Daníel Oddsson, fulltrúi, Borgarnesi og Guðjón Einarsson, lögreglu- þjónn, Hvolsvelli. Varamenn eru Hermann Biörnsson, póstaf- greiðslumaður, Isafirði og Magn- ús Steinarsson, forstöðumaður, Akureyri. Framkvæmdastjóri klúbbanna er Bruno Hjaltested, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- vinnutrygginga. Bændur Bændur Hafið þið kynnt ykkur hagstæða verðið okkar á og stígvélum? vy Eyfjörð Hjatteyrargötu 4, sími25222 Páska- Stór- tilboð lækkun á skíðafatnaði áður nú Dömuskíðaföt 1.489 989 Dömuskíðaföt 1a289* 889 Dömuskíðastakkar con 489 Dömuskíðabuxur »879 259 Herraskíðaföt 889 Herraskíðaföt 1.289 Herraskíðabuxur 399 Barnaskíðaföt QQQ 599 Barnaskíðaföt QyiQ 599 HAGKAUP Norðurgötu 62 Sími 23999 Funi heldur árshátíð sína að Sól- garði föstudaginn 25. mars kl. 9 e.h. Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi. Félagar, takið með ykkur gesti. Tilkynnið þátttöku fyrir 20. mars til Bjarna Rifkelsstöðum, sími 31212 eða Sigurðar Torfufelli sími 23100. Nefndin. Þniir Denixmar menra vixoi i Tilboðið heldur áfram Grillaðir kjúklingar beint úr ofninum aðeins kr. 115 HRISALUNDI 5 mmti^^mmmaammmmmmmmmm Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða FÉLAGSRÁÐGJAFA til starfa við sjúkrahúsið. Umsóknum ásamt nauðsynlegum fylgiskjölum skal komið til Valgerðar Bjarnadóttur, félags- ráðgjafa, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 96-22100. SÁLFRÆÐING til starfa við T-deild sjúkrahússins sem er meðferðardeiid fyrir geðsjúka. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal komiðtil Brynjólfs Ingvars- sonar, yfirlæknis T-deildar, sem einnig veitir nán- ari upplýsingar, sími 96-22403. Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er tii 1. maí 1983. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. 17. mars 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.