Dagur - 18.03.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 18.03.1983, Blaðsíða 3
Það kostar þig 10-40 þúsund krónur að láta ferma bamið þitt! / i iv>rmíist í át mun íermingin og Ef þú átt barn sema að ferm^ fermingarveisla k?sta þar me,],tatnnf öruÍu þúsund krónur. Meðalferm.ng- þig um t.u tltff™t,tUberðfyrir„I„40manns,fermmg- arveisla, þ.e.a.s.k fermingarmyndataka og arföt fyrir fermmgarbarmð fermmga^ ^ ^ ^ þóknun til prests.ns, kosta ’ bá er sjalf ferm- f.mmtán til tuttugu þusund kronur og p Samkvæmt þeim upplýsíngum sem Dagur hefur aflað sér hjá Vöruhúsi KEA og versluninni Cesar þá lætur nærri að ferming- arfötin kosti á bilinu fjórtán hundruð til fimm þúsund krónur. Stakur jakki, stakar buxur, skyrta og slaufa kosta tæpar þrjú þúsund krónur hjá Vöruhúsi KEA en buxur og vesti sem einnig er mikið keypt fyrir fermingarnar kosta um fimmtán hundruð krónur. Áætl- að verð á leðurjökkum er um tvö þúsund og fimm hundruð krónur. í Cesar kosta buxur og vesti fyrir drengi um sautján hundruð og fimmtíu krónur en algeng fermingarföt fyrir stúlkur kosta frá þrettán hundruð upp í tvö þúsund og fimm hundruð krónur. Ómögulegt er að áætla með nokkurri nákvæmni hvað foreldrar eyða að jafnaði í ferm- ingarföt fyrir börn sín en hóflega áætlað gæti það verið um tvö þúsund og fimm hundruð krónur. Meðalfermingar- veisla á níu þúsund krónur Þá er það fermingarveislan. Fæstir ráðast í það í dag að sjá sjálfir um fermingarveisluna að öllu leyti og flestir notfæra sér líklega þá þjónustu sem veit- ingahúsin og fleiri bjóða í sam- bandi við fermingarveislurnar. Samkvæmt upplýsingum Hallgríms Arasonar í Bautanum tekur fyrirtækið að sér að sjá um mat í fermingarveislur og vin- sælust í því sambandi eru köldu borðin sem samanstanda af fimm kjötréttum, laxi, salötum, heitum og köldum sósum og heitum kartöflum. Verð slíks kalds borðs sagði Hallgrímur vera tvö hundruð og fimmtíu krónur á mann ef gestir væru færri en þrjátíu en ef þeir væru hins vegar fleiri þá kostaði mat- urinn tuttugu krónum minna á hvern mann. Bautinn er einnig með svokölluð kabarettborð sem eru svipuð köldu borðunum en minni. Verðið á þeim er tvö hundruð og fjörutíu og tvö hundruð og þrjátíu fyrir þrjátíu gesti eða fleiri. Að sögn Hallgríms Arasonar mun Bautinn sjá um mat fyrir fermingarveislur af stærðar- gráðunni tuttugu til áttatíu manns. Mjög algeng stærð væri um fjörutíu manns en sam- kvæmt fyrrgreindum upplýsing- um þá mun slík veisla kosta rúm- ar níu þúsund krónur. Þá er ekki gert ráð fyrir ýmiss konar með- læti öðru og drykkjarvörum sem geta hækkað verðið verulega. Þær upplýsingar sem við feng- um í Sjallanum hjá Valmundi Árnasyni, yfirmatreiðslumanni voru á svipaða lund. Sjallinn býður m.a. upp á kalt borð með fimm til sex köldum kjötréttum, þrem sjávarréttum og að auki þrem síldarréttum. Þá er einn heitur pottréttur og með þessu fylgir eftirréttur og ýmiss konar sósur og salöt. Valmundur sagði að mikið væri búið að panta og algengustu veislurnar væru þetta fjörutíu til fimmtíu manna. Verðið fyrir hvern mann er tvö hundruð og tíu til tvö hundruð og fjörutíu krónur krónur og lætur því nærri að verðið sé hið sama í Bautanum og í Sjallanum ef keyptur er matur fyrir fjörutíu manna fermingarveislu. Hótel KEA hættti fyrir nokkr- um árum slagnum á fermingar- veislumarkaðnum og að sögn Gunnars Karlssonar hótelstjóra var aðalástæðan sú að mikið var um undirboð þannig að það svaraði varla kostnaði að bæta þessu álagi ofan á aðra starfsemi hótelsins. Hins vegar sagði Gunnar að Hótel KEA leigði út sali fyrir fermingarveislur og sæi þá jafnframt um mat og þjón- ustu og verðið í slíkum veislum miðað við kalt borð væri rúmar þrjú hundruð krónur. Börn yngri en sex ára fengju matinn ókeypis og börn á aldrinum sex til tólf ára fengju belmings afslátt. Gunnar sagði þetta fyrir- komulag hafa gefið mikið betri raun en heimsendingarþjónust- una og það mætti jafnframt koma fram að Hótel KEA hefði haft þann háttinn á að koma til móts við fólk hvað varðaði verð á gosdrykkjum í fermingarveisl- um sem haldnar væru á hótelinu. Myndatakan kostar sitt Fermingarmyndir eru óneitan- lega einn þáttur ferminganna nú til dags hvort sem fólki líkar bet- ur eða verr. Dagur kannaði verðið á fermingarmyndatökun- um hjá tveim aðilum hér í bæ, Ljósmyndastofu Páls og ljós- myndastofunni Norðurmynd og er verðið nánast það sama. Hjá Ljósmyndastofu Páls kostar myndatakan þrettán hundruð og sjötíu krónur á fermingardaginn sjálfan en ell- efu hundruð áttatíu og fimm krónur á virkum degi. Innifalið í þessari myndatöku eru ekki færri en tíu prufur í stærðinni 8x11 í þar til gerðu veski. Al- geng stækkun 15x18 kostarfimm hundruð níutíu og fimm krónur, fyrsta mynd en ef fleiri stækkan- ir af sömu mynd eru pantaðar um leið er verðið fimm hundruð þrjátíu og fimm krónur fyrir stykkið af þessum „aukamynd- um“. Hjá ljósmyndastofunni Norðurmynd er verðið fyrir sambærilega þjónustu sem hér greinir: Myndataka á ferm- ingardaginn þrettán hundruð sextíu og fimm krónur en ellefu hundruð áttatíu og fimm krónur á virkum dögum. Tíu til tólf prufur af stærðinni 9x12 fylgja en stækkun 18x24 kostar fimm hundruð níutíu og átta krónur fyrir fyrstu mynd en fimm hundruð þrjátíu og átta krónur fyrir umframmyndir ef stækkun- in er pöntuð um leið. Það er því ekki óvarlegt að ætla að fermingarmyndatakan með einni stækkun (18x24) kosti frá tæpum átján hundruð krónum. Það sem talið er upp hér að framan er náttúrulega hvergi nærri tæmandi um þann kostnað sem fólk verður að leggja í vegna fermingar barna sinna. Ekki er reiknað með ferming- argjöfum enda eru þær líklega eins ólíkar innbyrðis og menn- irnir eru margir. Fimm þúsund króna fermingargjöf þykir þó líklega engin goðgá í dag en hitt ber auðvitað að nefna að heil fermingarveisla af því tagi sem talið er upp hér að framan er engin smávegis fermingargjöf. Nú og einn er sá kostnaður sem enginn sleppur við en það er sjálft fermingargjaldið til prestsins, fyrir ferminguna og undirbúninginn. Þetta gjald er í dag sex hundruð og tíu krónur Jón Bjamason VISNAÞATTUR Nú sýnist rétt að við lítum inn í frystihúsin en þar fara fram þau störf sem þjóðarbúið má síst án vera. Arnbjörg Halldórsdóttir í Réttarholti grípur oft í verk í frystihúsinu á Grenivík. Þar var rætt um deilu útvegsmanna og ríkisstjórnar. Hélt einn því fram að aðgerðir stjórnarinnar væru fálm eitt og fát. Annar fullyrti að útgerðarmenn hefðu fastráðinn mann til að gráta fyrir sig í sjón- varpinu. Þá orti Arnbjörg. Stjórnarathöfn hver er fálm og fát og flestir þarna alveg hreinir glópar. Svo ekki er von að ekka stöðvi oggrát útvegsbændakröfuþrýstihópar. í sal einum þar sem konur einar unnu var útvarpið stillt svo hátt sem verða mátti. Háreystina þoldu karlmenn illa er unnu að móttöku fiskjarins. Kærðu þeir konurnar og hótuðu að brjóta útvarpstækið. Sendi þá Arn- björg karlpeningnum þetta: Norðurí móttöku biksvartur býr brjálaður óþjóðarlýður. Urrar og skrækir svo fólkið burt flýr. ffylgsnisitt verkstjórinn skríður. Sonur Arnbjargar, er Haraldur heitir, orti og var vísan send konunum: Efað ég verð ekki stilltur, orsökina greina skal. Það eru hljóð sem gamlargyltur gefa frá sér inni ísal. Að sjálfsögðu féll konunum ekki vísan. Var Arnbjörg beðin að svara: Ekki lengi leita þarf að ljóði í hendur mínar. Tekið hafa ýmsir arf eftir mæður sínar. Einn daginn hurfu þrjár ungar stúlkur frá störfum í frystihús- inu. Var það engum fagnaðar- efni. Arnbjörg orti: Sártégfinn tilsaknaðar, sem hér veldur trega, að fallegustu fjaðrirnar fuku skyndilega. Aðalsteinn Ólafsson frá Mel- gerði orti svo : frystihúsi Akur- eyrar: Ekki skortir efni í brag við atvinnuna slíka. Fiskur í gær og fiskur í dag og fiskur á morgun líka. Svo bar við í frystihúsinu að kona kom að vinnuborði Aðal- steins. Kvaðst hún ætla að stilla í honum óróann. Aðalsteinn kvað: Ekki binda óróann áhrif skyndikvinna. Njóta yndis enn ég kann orkulinda minna. Því halda sumir fram að rímaður kveðskapur hafi þegar. gengið sér til húðar og slíkt sé aðeins fyrir kerlingar og afgamla karla og étur þetta hver eftir öðrum. Ekki er kenningin einhlít. Rösk- lega tvítugur háskólanemi, Jón- as Skagfjörð, sendi þættinum nokkrar vísur og birtast þrjár þeirra nú. Að sjálfsögðu er af þeim ástarilmur: Þórdís er með Ijósa lokka, léttlynd kát oghvergi ber. Angandi afyndisþokka, ung og fögur leikur sér. Bogga nefnist bústin mær, blíðjynd, trygg og dreymin. Saklaus eins og sumarblær, sigraðigæti heiminn. Hjartað berst, íbrjósti mínu blossar kærleikseldur. Líð ég áfram laus við pínu Lindu ofurseldur. Þannig yrkir Jónas til skóla- systra sinna. Að lokum skal birta tvær vísur eftir öldunginn Arnór Sigmundsson og bendir hvorug til svartsýni: Oft þó sjái að muni manna mættigráum veita lið, flestirþrá hið fagra, sanna, fram að ná á hærra svið. Varla láta vorsins menn vetra sér í hjarta. Til eru ráðin tvenn og þrenn að tendra Ijósið bjarta. lá. ttiars Í9&3-DÁGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.