Dagur - 18.03.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 18.03.1983, Blaðsíða 6
 WgÉÉ „Þessir nemendur sem ég het nú kennt á þriðju viku í málara- deild hafa komið mér virkilega mikið á óvart. Mér finnst þeir jafnvel betur að sér heldur en margir aðrir nemendur í myndlist. Þau hafa öll mjög jafna getu og miðað við þann litla tíma sem þeim hefur verið ætlaður í módeli standa þau ákaflega vel að vígi. Módelteikningarnar þeirra eru eins og eftir hörku- teiknara sem hafa stúderað módel í 3^t ár. Skýringarnar geta legið í því að nemendurnir eru tiltölulega fáir, eða 7 í málaradeildinni, og kenn- arinn getur sinnt hverjum og ein- um nokkuð vel. Nú, svo finnst mér þessi hópur sem ég er með sérstaklega vinnusamur og dug- legur og það er númer eitt þegar maður er í listnámi. Menn verða að gangast undir strangan aga. Nemendurnir búa líklega að góð- um undirbúningi í fornámsdeild- inni og mér sýnist gerðar meiri kröfur hérna heldur en t.d. fyrir sunnan því mörg hver eru líka í námi hér á kvöldin, utan hefð- bundins skólatíma. Þetta er frjálst fyrir sunnan en þessi hópur leggur geysilega hart að sér. Mér sýnist það einnig geta haft nokkuð að segja að meðalaldur fotnámsdeiW enr«6 SvavarSdottuí.« rði hun lel* *VLnnarar í vetm nai .ar si“1 jgSlSS- einmittmodelmam A.kureyri- nemendanna er nokkuð hár hér eða ríflega 30 ár og ég býst við því að þegar fólk er komið á ákveðinn aldur og fer í sérnám þá er það alveg ákveðið í því hvað það vill gera og sóar ekki ttmanum. Það er einkennandi fyrir þennan hóp hvað hann nýtir tímann vel.“ „Hvað fínnst þér almennt um þá starfsemi sem fer fram í Mynd- listarskólanum á Akureyri?“ „Mér finnst þessi skóli fyllilega sambærilegur við dagskólann í Reykjavík, Myndlista- og hand- íðaskólann. Hins vegar finnst mér það vera svolítil synd að starf- semin skuli ekki vera orðin fjöl- breyttari því ég tel möguleika skólans vera svo mikla og á mörg- um sviðum. Mér hefur t.d. dottið í hug, því ég er sjálf svo tengd leikhúsvinnu, að í þessum skóla yrði hægt að nema leikmynda- hönnun. Maður getur séð það fyrir sér hvað það gæti verið heilladrjúgt fyrir leiklistarstarf- semina hér í kring, sem mér skilst að sé mjög mikil. Mér finnst að það hljóti að vera töluvert atriði fyrir Akureyrarkaupstað sem höf- uðstað Norðurlands að vera sjálf- um sér nægur með ýmsa svona hluti, bæði leikmyndahönnun og reyndar annars konar hönnun ef út í það er farið. „Hvers konar hönnun áttu við í þessu sambandi?“ „Mér dettur t.d. í hug textíl, hönnun í sambandi við prjóna- skap og vefnað, tauþrykk og Iviiíiriiii S ».> liwl Uil i ; Ég er alveg undrandi á því ef bæjaryfirvöld sjá ekki þá mögu- leika sem opnast með myndlistar- skóla í sambandi við hönnun. Á því sviði getur hann tengst á bein- an hátt hagnýtri framleiðslu. Iðn- aðardeild Sambandsins er t.d. að flytja hingað inn hönnuði. Það er að sjálfsögðu gott fyrir hvert bæjarfélag að fá utanaðkomandi fólk en samt finnst mér að bæjar- félagið eigi einnig að reyna að byggja á þeim starfskrafti sem fyrir er, byggja jafnframt upp starfið innan frá.“ allt mögulegt slíkt. Fyrir sunnan eru fatahönnuðir í leðri og skinni og ull, við erum með svo stór- kostlegan efnivið að vinna úr. Þó að menn beri ekki mikið skyn- bragð á list ættu þeir að geta skilið þetta því það skilar beinhörðum arði. Þá má nefna auglýsingateikn- un, skiltahönnun og ég veit ekki hvort ég má vera svo bjartsýn að nefna keramik og húsgagnahönn- un í þessu sambandi en mér hefur skilist að hér hafi verið mjög blómlegur húsgagnaiðnaður fyrir nokkrum árum. Það er alltaf verið að tala um að það þurfi að auka og efla fjölbreytnina í iðnaði og myndlistarnám með hönnun sem sérgrein getur orðið mjög hagnýtt í því sambandi. í iðnaðarfram- leiðslu skiptir hönnun og hugvit svo gífurlegu máli. Auk þess held ég að öflugur listaskóli breyti svo miklu og hafi mikið áhrif á hvernig fólk t.d. lít- ur á umhverfi sitt. Eftir því sem fleiri fá einhverja menntun í sjón- menntum breytist viðhorf fólks til hlutanna sem það hefur í kringum sig, til húsbúnaðar, húsa, garð- anna, þetta fellur allt undir sjón- menntir að vissu leyti. Svona skóli getur víkkað sjóndeildarhring almennings, margir tengjast þeim Nemendur að störfum við módelmálun. Þorgeröur nær og hægra megin á myndinni. Ljósm .: Jón Bjarni. „Hef alltai áhuga á myi -segir Þorgerður Ámadóttir, hús- móðir og nemandi í málaradeUd Myndlistarskólans á Akureyri „Ég hef alltaf haft áhuga á myndlist. Ég fór í inntökupróf í fyrrahaust og stóðst það og var í fornámsdeild í fyrravetur og nú í málaradeildinni,“ sagði Þorgerður Árnadóttir, húsmóðir og nemandi í Mynd- listarskólanum á Akureyri þegar hún var innt eftir því hvernig stæði á henni þarna málandi módel innan um sér talsvert yngra fólk. Hún var spurð að því hvort hún hefði lagt stund á myndgerð áður: „Já, ég fór á námskeið sem Einar Helgason hélt í Gagn- fræðaskólanum fyrir all mörgum árum, einum 15 árum. Svo hætti ég þessu alveg í um tíu ár eða þangað til ég fór í Myndlistar- skólann." „Hefðir þú farið í svona nám ef ekki hefði verið boðið upp á það hér?“ „Nei, ég hef enga aðstöðu til að fara til Reykjavíkur. Það var algjör forsenda fyrir því að ég fór í skólann að hann var hér og ég held að svo sé með marga fleiri sem eru í þessu námi.“ „Hvernig líkar þér svo?“ „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég gerði mér ekki mikla grein fyrir því hvernig þetta yrði áður en ég kom í skólann, en ég er mjög ánægð með þetta. Þetta er náttúrlega mikil vinna. Maður er hér alla daga frá því fyrir níu á morgn- ana fram yfir klukkan fjögur síð- degis nema styttra á föstudög- um, auk þess sem ég er á kvöld- 6 - DAGUR -18. mars 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.