Dagur - 18.03.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 18.03.1983, Blaðsíða 12
Bswa Degi áiiö 1948 Bærinn verslar 1. febrúar. Á bæjarstjórnarfundinum sl. þriðjudag var samþykkt álit veganefndar, í tilefni erindis Bilstjórafélags Akureyrar, þess efnis að bærinn kaupi veghefil og jarðýtu, svo framarlega að takast megi að útvega þessi tæki. Færeyingar með forgang 22. febrúar. Síðustu fregnir herma að ríkisstjórnin geri sig líklega til að veita færeysku skipunum 63 sem hún hef- ur tekið á leigu forgang að fisktöku umfram íslensk skip. Útgerðarmenn um allt land eru að undirbúa samtök um að tilkynna ríkisstjórninni að láti hún ekki af þessari stefnu verði skipshafnir íslensku skipanna afskráðar og skipun- um lagt upp. Rílcisstjórnin beið sinn fyrsta ósigur í þinginu nýlega varðandi þetta mál. Færeyski samningurinn var lagður fyrir þingið til samþykktar og óskaði ríkisstjórnin skjótrar afgreiðslu, ennfremur að málið yrði ekki sett í nefnd. Þessu var ekki sinnt og fór málið til aUsherjar- nefndar... „Jerúsalem“ brann 8. mars. Laust eftir kl. 9 sl. mánudagsmorgun varð eldur laus í húsinu Hafnarstræti 93 hér í bænum sem í daglegu tali er nefnt „Jerúsalem". Þetta er stórt timburhús, þrjár hæðir á kjaUara og áfast við verslunarhús KEA að sunnan og Hótel Goðafoss að norðan . . . Á rishæð bjó frú Jórunn Bjarnadóttir ijósmóðir og sonur hennar. Ennfremur var þar tU húsa sængurkona og nýfætt barn hennar. Fólkið bjargaðist nauðulega út á þak hússins en innbú allt brann . . . Þjóðverjar handteknir 9. mai. í siðustu viku bar það tU tíðinda í Leirhöfn í N.- Þingeyjarsýslu að þýsk Junkersflugvél nauðlenti þar. Áhöfnin, 4 menn, var tekin tU fanga og afhent hernaðaryf- ix-völdum. í fréttatUkynningu frá hemum segir að fangarn- ir séu aUt ungir menn í þýska flughernum, þrír þýskir og einn austurrískur. Þeir fóru frá flugstöð í N.-Noregi og áttu að gera veðurathuganir á svæðinu Jan Mayen tU íslands. VélarbUun varð þess valdandi að þeir lentu hér. Var mosi á þeim? 28. júní. Síðastliðinn þriðjudag komu þingeysku bænd- urnir heim úr ógleymanlegri för tU Suðurlands. Ekkert hef- ur heyrst um það hingað norður hvort Reykvíkingarnir hafi séð á þeim mosa og fiður, hvað sem seinna verður. Jón bóndi á Einarsstöðum í Reykjahverfi (ekki Haralds- son) skrifar skemmtUega vitlausa grein í „Þingey" þar sem hann segir að samvinnumenn hór i héraði séu búnir að snúa við boðorðum Sigurðar á Felli og afneita sannleik- anum. En samtímis reka flokksbræður hans á Siglufirði 70 manns úr Kaupfólagi Siglfirðinga. Það telur að Jón sé ekki til að snúa við boðorðum Sigurðar á Felli. Skothríð í Vaglaskógi 2. ágúst. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur frá lögreglunni hefur verið óvenju mUcið um ölvun í bænum að undanförnu. Hefur lögreglax\ tekið óvenju marga úr umferð, aðallega aðkomumenn. Þá hefur borið talsvert á óvarlegri og gálausri meðferð skotvopna og er ekki ólík- legt að ölvaðir menn hafi verið þar að verki. Fyrir nokkru var haldið uppi skothríð í Vaglaskógi innan um tjöldin á tjaldstæðinu í skóginura. Slíkt er vitanlega stórhættulegt athæfi og auk þess algjörlega bannað að fara með skot- vopn í skóginn . . . Smiðjan um helgina: Graham Smith og Jónas Þórir skemmta í Smiðju föstudags-, iaugardags- og sunnudagskvöld. Einnig kl. 15-17 á sunnudag á fjölskylduskemmtun og verðurþar boðið upp á kaffihlaðborð. Haukur Steinbergsson (t.v.) og Valgeir Stefánsson með „Glaðning“ árgerð 1982 og ekki verður blaðið í ár síðra. Mynd: ESE Glaðníngur“ frá Þelamerkurskóla 9? Nýlega litu við hér á ritstjórn Dags tveir ungir piltar úr Þelamerkurskóla. Þeir voru hér þeirra erinda að safna auglýsingum fyrir skólablaðið „Glaðningur“ í Þelamerkurskóla og vitaskuld keypti Dagur styrkt- arlínu í blaðinu. Þeir Haukur Steinbergsson og Valgeir Stefánsson, en það heita piltarnir, sögðu í samtali við Dag að skólablaðið kæmi alltaf út nokkru fyrir árshátíð skólans sem að þessu sinni verður haldin 24.-25. mars nk. Blaðið er selt á árshátíðinni en auk þess fer „glaðningurinn" í fjóra nær- liggjandi hreppa og eitthvað fer svo í nágrannabyggðarlögin, út í Hrísey og á Ákureyri. Verð blaðsins sögðu þeir Haukur og mZP , # Kídlhili? Valgeir líklega myndu verða u.þ.b. 70 krónur. - Það hefur bara gengið vel að safna auglýsingunum og okk- ur hefur nær undantekningar- laust verið tekið mjög vel í þeim fyrirtækjum sem við höfum leit- að til, sögðu félagarnir, en sam- kvæmt upplýsingum þeirra kost- ar styrktarlínan í blaðinu 400 krónur en auglýsingin kostar500 krónur. Ekki vissu þeir Haukur og Valgeir hvað blaðaútgáfan myndi kosta í ár og engin rekstr- ar- eða útgáfuáætlun hafði verið gefin út. Þeir voru þó ekki í vafa um að auglýsingatekjurnar og söluhagnaðurinn af blaðinu myndu skila tekjum í ferðasjóð nemenda. „Glaðningur" er þó ekkert smáblað og blaðið í fyrra mun hafa verið um 70 síður. Ljósritun fer fram í Þelamerkur- skóla en einn kennaranna hefur verið ritnefndinni innan handar og leiðbeint þeim við gerð blaðsins. - Við reyndum einu sinni að láta offsetprenta blaðið en það var allt of dýrt, sögðu þeir Hauk- ur og Valgeir að lokum. L l.á ÍSQií 3 micKi Sænsku furuhúsgögnin komin aftur. Póstsendum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.