Dagur - 22.03.1983, Síða 1

Dagur - 22.03.1983, Síða 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, þriðjudagur 22. mars 1983 hjá Bílaleigu Akureyrar - l»að tjón sem hefur orðið á bflum og tækjum er örugglega eitthvað á aðra milljón króna, sagði Vilhelm Ágústsson hjá Bflaleigu Akureyrar er hann var inntur eftir tjóninu sem varð í óverðinu um helgina. Vilhelm sagði að allir bílarnir hefðu verið ótryggðir fyrir skemmdum af þessu tagi og það væri ljóst að tveir ef ekki þrír bíl- anna væru alveg ónýtir. Hina mætti gera við. Varðandi tjónið á þakinu vísaði Vilhelm til sér- fróðra manna, það væri ómögu- legt að gera sér grein fyrir því hvað viðgerð kostaði. - Ég á annars ansi erfitt með að sætta mig við að þak skuli fjúka eins og ekkert sé, af svo til ný- byggðu húsi. Menn voru í lífs- hættu við björgunarstörf þarna um kvöldið, sagði Vilhelm Ágústsson. f samtali við byggingarfulltrúa Akureyrar kom fram að menn frá Akureyrarbæ hefðu skoðað verksummerki daginn eftir óhappið og hefði forráðamönnum Bílaleigu Akureyrar verið gert að fjarlægja þann hluta þaksins sem eftir er. Helmingur þaksins fauk en hinn helmingur liggur laus, þannig að hætta stafar af ef hvess- ir á ný. Þakið fauk á fimmtán bíla Þakið á verkstæðishúsi Bfla- leigu Akureyiar við Fjölnis- götu lét undan sterkum vind- sveipum sem mynduðust í hvassviðrinu sem gekk yfír Norðurland á laugardagskvöld og stór hluti þess fauk yfír bfla í eigu bflaleigunnar sem stóðu á stæði sunnan hússins. Tölu- verðar skemmdir urðu á bflun- um, en 15 bflar voru á stæðinu auk annarra tækja m.a. belta- gröfu. Talið er að tveir bflanna séu fast að því ónýtir, sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar, og skemmdir urðu á húsi gröfunnar. Þakhlutarnir lögðust upp að nærliggjandi húsi en ekki munu hafa orðið skemmdir á því. Talið er að þakið hafi fokið af húsinu milli klukkan 11 og 12 á laugardagskvöldið. Sunnan eða suðvestan hvassviðri gekk þá yfir með sterkum vindsveipum og at- hyglisvert er að þakið fauk til suðurs, enda getur orðið mjög misvindasamt á þessum slóðum. Vindhraðinn náði 62 hnútum eða um 115 km á klukkustund. Fólk lenti í erfiðleikum í bflum sínum milli Akureyrar og Dalvík- ur og þurftu margir að yfirgefa bíla sína þegar hjálp barst og skilja þá eftir. Um tíma var hvass- viðrið svo mikið að lögreglunni á Akureyri tókst ekki að keyra út Kræklingahlíðina og varð að stöðva bíl sinn. Á laugardagskvöldið, skömmu áður en hvessti hvað mest kom upp eldur í raftengiskúr hjá Slipp- stöðinni. Hann er nánast ónýtur enda var veðrið þá orðið slíkt að hamlaði slökkvistarf. Engu var líkara en þakið hefði lyfst af í heilu lagi og lagst yfir bflana Verður BB- merkingin leyfð ÖII framsóknarfélögin í Húna- vatnssýslu hafa lýst yfír stuðn- ingi við framboð svokallaðra Göngumanna, þar sem Ingólf- ur Guðnason er í fyrsta sæti. Skorað hefur verið á kjördæm- isstjórn framsóknarmanna í Norðurlandi vestra að listinn fái merkkinguna BB. í samþykkt sameiginlegs fund- ar framsóknarfélaganna 15. mars sl. segir að fundurinn leggi mikla áherslu á að tvö framboð sé eina leiðin til þess að fylgi Framsókn- arflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra komi til skila við komandi kosningar og því nauð- synleg ráðstöfun til þess að fullar sættir geti síðar tekist um eitt sterkt framboð flokksins í kjör- dæminu en að því hljóti allir flokksmenn að keppa. Svipuð niðurstaða fékkst á fundi í Fram- sóknarfélagi V-Húnavatnssýslu sem haldinn var nokkru fyrr. 01 barn í sjúkrabifreið Sauðárkróki, 21. mars. Sá fáheyrði atburður gerðist hér í nótt að kona ól barn í sjúkrabifreið á leið í sjúkrahús. Það var um tvö leytið í nótt að beiðni barst til Sjúkrahússins á Sauðárkróki að senda bíl til að ná í barnshafandi konu að Bústöðum í Lýtingsstaðahreppi, en þangað mun vera um eins og hálfs tíma akstur við góð skilyrði. Fór sjúkrabifreið ásamt lögreglubif- reið með drifi á öllum hjólum til að ná í konuna og var ljósmóðir með í förinni. Gekk ferðin nokk- uð seint vegna mikils veðrahams. Tókst þó að komast að bænum og ná í konuna en á leiðinni til baka fæddi konan, Sigríður Björns- dóttir, dreng sem vó tæpar 13 merkur. Að sögn Guðrúnar Guðmunds- dóttur, ljósmóður, er öll aðstaða í sjúkrabifreiðinni mjög góð og tókst fæðingin í alla staði mjög vel. Mæðginin komu á sjúkrahús- ið á Sauðárkróki um klukkan sex í morgun og heilsaðist þeim vel. Bókamarkaðurinn: Um 300 titlar seldust upp Geysileg aðsókn hefur verið að bókamarkaði bókaútgefenda sem opnaður var að Hafnar- stræti 81 sl. föstudag. Talið er að á annað þúsund manns hafi mætt á markað þenn- an um helgina og var mikið verslað. Um 300 titlar voru upp- seldir í gær en von á þeim bókum aftur í vikunni. Bókamarkaður- inn er opinn virka daga kl. 13-22 og um helgarfrá 13-18. Markaðn- um lýkur um mánaðamótin. 34. tölublað hass - í Fjölbrauta- skólanum á Sauðárkróki Vegna gruns um að nemendur Fjölbrautaskólans á Sauðár- króki sem dveljast í heimavist skólans hefðu hjá sér hass- plöntur til ræktunar í heima- vistinni gekk skólameistari ásamt kennurum í öll herbergi heimavistarinnar og gerði upp- tæk öll grunsamleg blóm þar. Aðallega beindist grunur þeirra að einni tegund blóma sem þeir gerðu upptæka, þrátt fyrir kröftug mótmæli nemenda. Varsýnishorn af tilteknu blómi sent suður til rannsóknar. Rannsókn leiddi í ljós að ekki var um hassplöntu að ræða heldur blóm sem til eru á næstum hverju heimili og kallast „Heimilisfriður". Má því segja að skólameistari hafi farið með heimilisfriðinn íheimavistinni. Ó.J. „Við fáum alltaf eitt og eitt mál til okkar sem snýst um það að menn eru að stela sér heitu vatni,“ sagði Ófeigur Baldurs- son rannsóknarlögreglumaður á Akureyri í samtali við Dag fyrir helgina. Ófeigur sagði að mál þessi væru misjafnlega alvarleg. í sumum til- fellum gæti jafnvel verið um mis- skilning að ræða en í öðrum væru brotin augljóslega framin af ásettu ráði, t.d. í þeim tilvikum er menn rjúfa innsigli og þess háttar. Sigurður Eiríksson fulltrúi hjá bæjarfógeta á Akureyri sagði að þangað hefðu borist nokkur mál af þessu tagi. í sumum tilfellum hefði orðið um dómsátt að ræða. Hann sagði einnig að ákærur hefðu ekki verið gefnar út vegna þessara mála, og yfirleitt væri ekki um stór brot að ræða.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.