Dagur - 24.03.1983, Blaðsíða 1
HALSFESTAR
8og14KARÖT
GULLSMIBIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
66. árgangur
Akureyri, fimmtudagur 24. mars 1983
tölublað
Bata-
horfur í
skinna-
sölumálum
Hjá Loðskinni hf., sútunar-
verksmiðjunni á Sauðárkróki,
liciur verið muög erfið rekstr-
arstaða þar sem illa hefur
gengið að selja framleiðsluna.
Stafar það einkum af því að
Póllandsmarkaðurinn fyrir
hálfsútuð skinn er nú algjörlega
lokaður en þangað var seld
milti 50 og 60% af framleiðslu
fyrirtækisins. Einnig kemur til
að áhugi á mokkaskinnum hef-
ur farið minnkandi og efna-
hagsástandið í Evrópu hefur
haft áiiril' til hins verra. Mildur
vetur í Evrópu hefur ekki síst
haft áhrif á söluna.
Að sögn Jóns Ásbergssonar,
framkvæmdastjóra, virðast nú
vera horfur á bata í sölumálum á
skinnum en ekki er búið að gera
neina nýja samninga um sölu
þeirra. Jón sagði ennfremur að
Loðskinn myndi nú snúa sér að
því að auka mokkaskinnsfram-
leiðsluna en það væri sá þáttur
framleiðslunnar sem fyrirtækið
hefði gengið á. Ó.J.
154 atvinnu-
lausir
á Akureyri
Samkvæmt bréfi frá vinnumiðl-
unarskrifstofunni dags. 8. mars
sl. voru 158 manns skráðir
atvinnulausir á Akureyri hinn
28. febrúar sl., 116 karlar og 42
konur.
í febrúar voru skráðir 2.554
heilir atvinnuleysisdagar og svar-
ar það til þess að 128 hafi verið
atvinnulausir allan mánuðinn.
Gefin voru út 284 atvinnuleys-
isbótavottorð í febrúar með sam-
tals 2.280 heilum bótadögum."
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar:
Samþykkt með
litlum breytingum
Fjárhagsáætlun Akureyrar var
samþykkt á bæjarst jórnarlundi
á þriðjudag með til þess að gera
litlum breytíngum frá upphaf-
legri áætlun. Sjálfstæðismenn
sátu hjá við lokaafgreiðsluna
en þrátt fyrir það má segja að
víðtæk samstaða hafi náðst um
áætlunina, að sögn Sigurðar
Óla Brynjólfssonar bæjarfull-
trúa.
Aðalbreytingarnar sem gerðar
voru á áætluninni voru þær að út-
gjöld hækkuðu um á 7. milljón og
áætlaðar tekjur hækkuðu um 3
milljónir þannig að gert er ráð
fyrir að hækkun lána nemi um 3,5
milljónum króna. Sjálfstæðis-
menn vildu lækka framlög til
nokkurra mála svp ekki þyrfti að
koma til þessarar skuldaaukning-
ar. Að öðru leyti bar tiltölulega
lítið ámilli.
Markverðustu breytingar sem '
gerðar voru eru að bætt var 1
milljón við Síðuskóla, en reynt
verður að steypa upp 1. áfanga
skólans í sumar þannig að inni-
vinna geti hafist í haust og kennsla
þar næsta haust. Pá var bætt við 1
milljón vegna kaupa á slökkvi-
bifreið og 2,5 milljónum vegna
framkvæmda við göngugötuna í
Hafnarstræti. Ýmsar lagfæringar
þurfti að gera og var ein þeirra
einkum sláandi, en það var 3,5
milljón króna framlag til Sjúkra-
samlagsins vegna vanáætlunar á
síðasta ári.
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn
vildu lækka viðhald á götum og
holræsum um xh milljón, lækka
framlag til Síðuskóla úr 4 í 7>xk
milljón, fella niður kaup á
slökkvibifreið og framlag til fram-
kvæmdasjóðs upp á 1 milljón
og lækka framlag til skrifstofu-
bygginga úr 1 milljón í 'A milljón.
Fjárhagsáætlunin var við lokaaf-
greiðslu samþykkt með 7 sam-
hljóða atkvæðum, en minnihlut-
inn sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Heildartekjur eru áætlaðar
251,7 milljónirm, rekstrarútgjöld
179,1 milljón. Gjaldfallinn stofn-
kostnaður, þar með talin gatna-
gerð, nýjar götur og malbikun
nemur 41,4 milljónum, til ný-
bygginga 35,7 milljónir og til véla-
kaupa 6,2 milljónir. Afborganir
lána nema 32 milljónum en nýjar
lántökur 35,4 milljónum.
Frá fyrrí umræðu fjárhagsáætlunarinnar í bæjarstjórn Akureyrar.
Vinnubúðir við Blönduvirkjun:
Akur á Akranesi fékk
alla hluta verksins
„Það er ákveðið að taka tilboð-
inu frá Akri á Akranesi í alla
hluta verksins," sagði Lúðvík
Leósson, hjá Landsvirkjun, er
Dagur ræddi við hann í gær og
leitaði fregna af því hvaða aðili
hefði fengið það verkefni að
reisa vinnubúðir og fleiri mann-
virki við Blönduvirkjun í
sumar.
Alls bárust 19 tilboð og voru
þau ýmist í alla þr j á hluta verksins
í einu lagi eða einstaka liði þess og
voru 6 tilboðanna norðlensk.
Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar
yar 3.985.879 kr. fyrir fyrsta
liðinn, 4.618.900 kr. fyrir annan
lið, 5.201.254 kr. fyrir þriðja lið
og samtals 13.806.033 fyrir allt
verkið.
Tilboð Hólabergs og Höfða
reyndist vera lægst, samtals að
upphæð kr. 9.965.560. í því til-
boði reyndist hinsvegar um villur
að ræða þannig að það féll út.
Næstlægst var tilboð Akurs og var
það samtals kr. 11.290.889. Var
Akur einnig með næst lægst tilboð
í 1. lið en ekki í liði 2 og 3. Hins-
vegar fylgdi með aukatilboð frá
Akri um 4% afslátt ef fyrirtækið
fengi allt verkið og var þá orðið
hagkvæmast að taka því. Heildar-
upphæðin sem Akur fær fyrir
verkið er því 10.839.254 kr. sem
er um 3 milljónir undir kostnaðar-
áætlun Landsvirkjunar.
Banaslys
á Tryggva
braut
Hörmulegt banaslys varð á
Tryggvabraut á Akureyri sl.
þriðjudagsmorgun kl. 9.30.
Níu ára drengur varð þar fyrir
stórum oliubíl. Mun drengurinn
hafa hjólað út á götuna af planinu
við Olíuverslun íslands og í veg
fyrir bifreiðina sem kom akandi
vesturTryggvabrautina. Pilturinn
var fluttur á sjúkrahúsið og lést
þar skömmu síðar. Nafn hans var
Heiðar Þeyr Fjölnisson til heim-
i'is að ijunnuhlíð 2.
Lógreglunni er kunnugt um að
vitni varð að þessu hörmulega
slysi. Maður nokkur á brúnni
Mazda-bifreið var að taka bensín
á stöð Olís og er talið fullvíst að
hann hafi séð hvað gerðist. Biður
lögreglan þennan mann að hafa
samband við sig.
Nef-
brotinn
á dans-
gólfinu
Einn gestanna í Sjallanum sl.
föstudagskvöld fékk heldur
betur óblíða meðferð þar.
Var hann að dansa í mesta sak-
leysi þegar hann fékk skyndilega
mikið hnefahögg í andlitið. Hann
nefbrotnaði og einnig losnuðu
tennur í munni hans.
Hann ber að hann hafi ekkert
gert þeim er höggið veitti, ekki
einu sinni talað til hans. Rann-
sóknarlögreglan á Akureyri óskar
eftir vitnum að atburði þessum.
W
Göngumenn"
fengu BB
Framkvæmdastjóm Framsókn-
arflokksins heimilaði í fyrradag
að listi „Göngumanna" í
Norðurlandskjördæmi vestra
mætti bera stafina BB.
Jafnframt harmaði Fram-
kvæmdastjórnin það að tvö fram-
boð framsóknarmanna í kjör-
dæminu skyldu hafa komið fram
og að menn gætu ekki sætt sig við
framboðslista kjördæmasam-
bandsins sem kjörinn hefði verið
á lýðræðislegan hátt. Fram-
kvæmdastjórnin lýsti yfir afdrátt-
arlausum stuðningi við þann lista
og hvetur framsóknarmenn í
kjördæminu til að styðja hann.
Kjördæmissamband framsókn-
armanna í Norðurlandskjördæmi
vestra hafði lagst gegn því að
„Göngumenn" fengju bókstafina
BB og var sú ákvörðun samþykkt
með 6 atkvæðum gegn 3.