Dagur - 24.03.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 24.03.1983, Blaðsíða 3
Valgerður Sverrisdóttir: KONUR OG STJÓRNMÁL Viö getum flest verið sam- mála um þaö, að mjög æski- legt og allt að því nauðsynlegt sé að konum fjölgi á Alþingi íslendinga. Lítum nú aðeins á ástæður þess að staðan er sú sem raun ber vitni. í fyrsta lagi verðum við að hafa það í huga, að fyrir svo sem 20 árum voru konur ennþá aðeins í litlum mæli komnar út á vinnumarkaðinn og aðeins í algjörum undan- tekningartilfellum í æðri stöðum. Margt hefur breyst á 20 árum konum í hag þótt ekki sé það nóg. Staðreyndin er sú að konur hafa ekki viljað gerast þingmenn. Þær óskapast yfir ástandinu og grípa svo til þess ráðs að kenna körlum um allt saman. (Þeir eru svo sem ekki alsaklausir.) Ef aðalástæða þess að Kvennaframboðið varð til á að heita sú, að konur fái ekki möguleika innan stjórnmálaflokkanna, þá tel ég að ekki hafi reynt á það ennþá. Þær konur sem hafa starfað þær eru svo fáar að það segir enga sögu. Við megum ekki gleyma því að það er ekkert hlaupið að því fyrir gifta konu úti á landi, ég tala nú ekki um með lítil börn, að setjast inn á Alþingi. Hún þarf þá að eiga svo skiln- ingsríkan og fórnfúsan eigin- mann að hann hiki ekki við að yfirgefa sitt ævistarf og flytja Valgerður Srerrisdóttir. með henni til Reykjavíkur og gerist e.t.v. húsmóðir. Þarna erum við komin að félagslegri stöðu kvenna ann- ars vegar og hins vegar að því misrétti sem ríkir á milli landsbyggðarinnar og höfuð- borgarsvæðisins. Það er ekki lítill kostur að hafa Alþingi starfandi í sveitarfélaginu sínu. En hvað er til úrbóta? í fyrsta lagi verða konur að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og öðrum að þær eru póli- tískar. Síðan þurfa þær að flykkja sér um stjórnmála- flokkana og aðlaga þá betur að þörfum og hugmyndum kvenna. Ef vel tekst til geta þær kannski eflt álit stjórn- málamanna meðal almenn- ings, ekki mun af veita. Á þennan hátt munu konur setj- ast inn á Alþingi, þ.e.a.s. ef þær vilja það sjálfar. Sumar konur segja að flokkarnir séu leiðinlegir og henti ekki konum, m.a. vegna þess að karlar hafi samið þau orð sem séu notuð innan þeirra. Síðan stofna þær nýjan flokk sem væntanlega á aðal- lega að vera skemmtilegur og eru nú teknar til við nýyrða- smíðina. Fólki gefst nú kostur á að kjósa ANGA og getur þá væntanlega haldið áfram að telja sjálfum sér og öðrum trú um að það sé ópólitískt. Valgerður Sverrisdóttir Ragnheiður tekur við verðlaunum sínum úr hendi Stefáns Gunnlaugssonar, eins af cigendum Bautans og Smiðjunnar. BAUTINN: Milljónasti gesturinn Ragnheiður Skúladóttir hlaut Kaupmannahafnarferð í vinn- ing hjá veitingahúsinu Bautan- um á Akureyri þar sem hún taldist vera milljónasti gestur- inn sem sótt hefur Bautann heim síðan staðurinn var opn- aður fyrir um 12 árum. Síðustu vikuna í febrúar fengu allir gestir Bautans númeraðan miða og að þeirri viku lokinni var dregið út eitt númer. Ragnheiður reyndst vera handhafi þess og varð um leið Kaupmannahafnar- ferð ríkari. Einningfékk hún 1000 kr. úttekt í Smiðjunni. Þau mistök urðu á Degi þegar sagt var fra þvi hvaða númer hafði verið dregið ut að birt vnru tvö númer. annað í fyrir- sögn og hitt í greininni sjálfri. Handhafar beggja númeranna gáfu sig fram samdægurs en sá sem átti númerið í fyrirsögninni reyndist ekki vera með verð- launanúmer. En til þess að bjarga heiðri prentvillupúkans alræmda brugðust eigendur Bautans og Smiðjunnar vel við og afhentu handhafa númersins 1000 kr. vöruúttekt í Smiðjunni í sárabót. Fyrir hönd prentvillupúkans er hér með beðist afsökunar á frum- hlaupi hans varðandi þetta mál. Laxárfélagið: Bann við laxveiði r m r i sjo Á aðalfundi Laxárfélagsins sem haldinn var hinn 19. febrúar 1983, en í félaginu eru félög stangaveiði- manna á Akureyri, Húsavík og Reykjavík. Varsamþykkt neðan- greind ályktun sem send hefur verið forsætisráðherra: „Aðalfundur Laxárfélagsins þ.e. Laxá í Þingeyjarsýslu sam- þykkir að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir alþjóðasam- þykkt um bann við laxveiði í sjó. Fundurinn telur orðið augljóst að laxveiði í sjó byggist nú mest á ræktun fisksins og því sé eðlilegt að þeir sem til slíkrar ræktunar stofna eigi að njóta ávaxta erfiðis síns og tilkostnaðar. Sérstaklega vill fundurinn vekja athygli á hinni stórfelldu minnkun á laxveiði í ám á norð- austurhorni íslands sem miklar líkur benda til að stafi af mjög auknum laxveiðum Færeyinga í hafinu milli íslands og Færeyja. Skorar fundurinn því á stjórnvöld að fella niður allar veiðiheimildir Færeyinga innan fiskveiðilögsögu íslands, þar til laxveiðum þessum verður hætt.“ Stjórn Laxárfélagsins skipa nú eftirtaldir menn: Sigurður Sam- úelsson, Reykjavík, formaður, Gísli Konráðsson, Akureyri, Helgi Bjarnason, Húsavík, Jó- hannes Kristjánsson, Akureyri, Ólafur Benediktsson, Akureyri og Önundur Ásgeirsson, Reykja- vík. o Jakkar tvíhnepptir, ullarstakkar, tveir litir buxur, vesti, leðurbindi og slaufur. Leðurjakkar, leðurjakkar, leðurjakkar. Nýkomnir gullfallegir leðurjakkkar á ungu herrana, þrírlitir, verð kr. 2.595. Þórsarar 4^14 ára: Eigum peysur með Þórsmerkinu í stærðum 4-14. Fyrir fullorðna: Stakir jakkar og stakar buxur í Ijósum litum. Ullarpeysur, einlitar og munstraðar, verð frá kr. 375. íþróttagallar á börn og fullorðna, verð frá kr. 295. Til fermingargjafa Ath.: Vorum að fá hina eftirspurðu sænsku dúnsvefnpoka. Hlýir, léttir og fyrirferðalitlir. Viðlegubúnaður, tjöld, himnar, bakpokar, svefnpokar. Veiðihjól og stengur. Myndavélar, sjónaukar. Skíði, bindingar. Sportvörudeild. 24. mars 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.