Dagur - 08.04.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 08.04.1983, Blaðsíða 12
Spilling og siðleysi 6. september. Á undanfömum vlkum hafa blöð Fram- sóknarflokksins og „SkutulT á ísafirði flutt hverja grein- ina af annarri um hina stórkostlegu fjármálaspillingu sem er að þróast undir vemdarvæng rikisstjórnarkommúnista og íhaldsmanna. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hafði ekk- ert stjórnarblaðanna fengist tU þess að minnast á þessi mál aUt fram tU síðustu mánaðamóta, hvorki tU andmæla né ádeUu. Voru þó hér á ferðinni hinar ævintýralegustu frásagnir um siðferði í herbúðum stjórnarUðsins og ástandið í verslunarmálum landsins . . . Ofbeldisstjórn kommúnista 13. september. „Fógetaréttur hrindir ofbeldisstjóm kömnrfúnista í Kaupfél. Siglfirðinga, uppvöðsluseggjunum gert að greiða konur 5 þúsund í málskostnað" (Fyrirsögn). - Sl. fimmtudag felldi setufógeti, Gunnar Pálsson, fuUtrúi, fógetaúrskurð í kaupfélagsmáhnu á Siglufirði. Er úrskurð- urinn á þá leið að stjórn Kaupfélags Siglfirðinga sem kosin var 21. júní 1945, skuli fá setta inn á ábyrgð gjörðarbeið- anda, gegn þeirri tryggingu er fógeti kann að krefjast. Enn fremur úrskurðast að ofbeldisstjórn kommúnista sem hefur setið í trássi við meirihluta félagsmanna, þeir Ottó Jörgensen og fleiri, skuli greiða upp í málskostnað krónur fimm þúsund. Kommúnistar hafa ákveðið að áfrýja dómin- um til hæstaréttar. Húsbruni 13. september. Laust eftir kl. 5 í morgun varð eldur laus í húsi Hjalta EsphoUns, Hafnarstræti 18b, og brann það tU grunna. Fólk bjargaðist naumlega á náttfötum einum klæða. Engu var bjargað af innbúi þeirra er í húsinu bjuggu nema einhverju UtUsháttar af neðstu hæð. Innbú flestra mun hafa verið vátryggt. Ókunugt er um eldsupp- tök. Þór fékk KA-knöttinn 11. október. Úrslitakappleikurinn í knattspyrnumóti Norðurlands var háður á knattspymuvellinum hér sl. laugardag. Kepptu íþróttafélagið Þór Ak. og Knattspyrnu- félag Siglufjarðar. Þór sigraði með 6 mörkum gegn 1 í fjör- ugum leik. Varð Þór þar með knattspyrnumeistari Norður- lands í þriðja sinn og vann tU eignar KA-knöttinn sem keppt hefur verið um undanfarin ár . . . Bættur útbúnaður við jarðarfarir 20. desember. Eyþór H. Tómasson hefur boðið blaða- manni að skoða hinn nýja líkvagn sem hann hefir nýlega fengið. Verður hægt að fá þennan nýja vagn tU jarðarfara hér eftir. Vagninn er nú alveg lokaður og mjög smekklega búinn. Útskurður er gerður af Geir Þormar, myndstreyting af Hauki Stefánssyni og Kristsmyndir af Sigtryggi Helga- syni, guUsmið. Vagninn er yfirbyggður á yfirbygginga- verkstæði BSA samkvæmt teikningu Baldurs Svanlaugs- sonar. Er verkið aUt hið haglegasta, látlaust og smekklegt. Er af framkvæmdum þessum menningarauki og mikU úrbót frá þvi sem verið hefur. ■BAUTINN - SMIÐJAN auglýsa Bautinn varð 12 ára 6. apríl. í tilefni afmælisins bjóðum við ölium krökkum 12 ára og yngri í fylgd foreldra frían hamborgara um næstu helgi. Gildir boð þetta bæði á Bauta og í Smiðju frá föstudegi til sunnudags. ,Litli Sótarinn66 í leikferð til Norðurlands: ,,Kennslu$tund í hvernig ópera verður tílu . , . — segir Jon Stefánsson, söngstjóri I lok þessa mánaðar gefst skólanemendum og aðstand- endum þeirra kostur á að sjá óperuna „Litli Sótarinn“ hér norðanlands. Búið er að sýna óperuna um 30 sinnum á vegum Islensku óperunnar í Reykja- vík við mjög góðar undirtektir en nú er sem sagt fyrirhugað að fara í leikferð til Norðurlands. Sex sýningar verða á óperunni dagana 25.-27. aprfl á Akur- eyri en síðan verður óperan sýnd í Hafralækjarskóla 28. aprfl og Miðgarði í Skagafirði daginn eftir. - Þetta er eiginlega skemmti- leg kennslustund í því hvernig ópera verður til, sagði Jón Stef- ánsson, einn aðstandenda óper- unnar, í samtali við Dag. Samkvæmt upplýsingum Jóns þá er óperan í tveim þáttum og fá áhorfendur að kynnast því í fyrri þættinum hvernig ópera verður til og hvernig undirbúningsvinnan gengur fyrir sig. Sýnd eru brot úr æfingum, hvernig tónlist og textar eru samin, hvernig leikmyndin verður til og margt annað sem gerist þegar leikhúsverk er sett upp. í síðari þættinum er óperan svo flutt og sagði Jón að með þessu móti hefði höfundinum Benjamin Britten tekist á mjög skemmtilegan hátt að búa til full- komna kennslustund sem sýndi börnum og fullorðnum á einfald- an hátt hvað ópera væri. - Það má segja að sýningin standi og falli með því hvernig krakkarnir hafa verið undirbúnir. Tónmenntakennararnir í skólun- um hafa séð um undirbúninginn í skólunum og ef undirbúningur Jón Stefánsson. hefur verið góður þá njóta áhorf- endur sýningarinnar, sagði Jón Stefánsson og bætti því við að hann ætti ekki von á öðru en að allt myndi ganga að óskum hér fyrir norðan. Um 30 manns - börn og full- orðnir - taka þátt í leikförinni en jafnframt kemur fram sjö manna hljómsveit. Til marks um fjöl- breytileika sýningarinnar má nefna að Jón kemur sjálfur fram í fyrri hlutanum sem tónskáldið Britten og Guðný Helgadóttir, leikstjóri, fer þá með hlutverk sýningarstjórans. - Stærsta málið varðandi þessa ferð er auðvitað fjármálahliðin. Ferðakostnaður er hár en samt sem áður ferðumst við eins ódýrt og hægt er, þ.e.a.s. með rútu sem er líklega þrisvar sinnum ódýrara en að fljúga. Beinn launakostnaður vegna ferðarinn- ar er áætlaður rúmar 240 þúsund krónur en alls reiknum við með því að þessi ferð kosti um tæpar 400 þúsund krónur. Það þýðir að heildarkostnaður vegna hverrar sýningar er um 40 þúsund og til að ná endum saman þurfum við að sel j a inn á h ver j a sýningu á ca. 157 krónur. Þetta er auðvitað blóðugt óréttlæti á meðan börn í Reykja- vík hafa borgað 90 krónur í að- gangseyri, sagði Jón en tók jafn- framt fram að þá væri auðvitað ekki reiknað með því að sunnan- menn hefði tekið þátt í stofn- kostnaði vegna sýningarinnar. - Við erum að vona að bæjar- og sveitarfélög hér norðanlands sjái sér fært að greiða þessa sýn- ingu niður þannig að aðgöngu- miðaverðið verði það sama og í Reykjavík, sagði Jón Stefánsson að lokum. Schiesser <*J*> Vesturþýsk gæðavara eins og hún Schiesser^þ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.