Dagur - 12.04.1983, Page 1

Dagur - 12.04.1983, Page 1
 FERMINGAR- GJAFIR í MIKLU ÚRVALI GULLSMIÐIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, þriðjudagur 12. apríl 1983 40. töiubiað Sameiginlegir framboðsfundir: „Stemmning en enginn hasar" „Þetta var nokkuð góður fund- ur og milli 150 og 170 manns mættu til að hlýða á frambjóð- endur. Það var töluverð stemmning en enginn hasar,“ sagði Gunnar Hilmarsson á Raufarhöfn í viðtali við Dag, en á sunnudagskvöldið var sameiginlegur framboðsfundur á Raufarhöfn og kvöldið áður á Þórshöfn. Sameiginlegur fund- ur frambjóðenda var á Húsavík í gærkvöld. „Mér fannst málflutningur Vilmundarliðsins áberandi slapp- ur og menn voru eiginlega furðu lostnir. Kvennalistinn fékk betri hljómgrunn. f>ó kratarnir hafi verið heldur daufir held ég að þeir þurfi ekki að óttast Vilmundar- framboðið, a.m.k. ekki hér fyrir austan. Alþýðubandalagið talaði um tvö mál, álmálið og samþykkt- ir verslunarráðs, sem hvorugt ætti áð skipta sköpum fyrir okkur á þessum slóðum, svo fremi sem farið verði af alefli að hugsa um að ná samningum um hækkað raf- orkuverð til ÍSAL. Aðferðir ridd- arans sjónumhrygga, Hjörleifs Guttormssonar, hafa reynst ár- angurslausar og skaðað okkur iandsbyggðarfólkið óbærilega. Mér sýnist sjálfstæðismenn ætla að sigla kyrran sjó fram að kosn- ingum, því þeir höggva létt á báð- ar hendur. Nú hentar þeim sá málflutningur að kenna Stein- grími Hermannssyni um hvernig ástandið er með loðnuna og þorskinn, þó oftar hafi hann lík- lega verið gagnrýndur fyrir að fara um of að tillögum fiskifræð- inga um að draga úr veiðunum,“ sagði Gunnar Hilmarsson að lokum. Sameiginlegur fundur verður á Ólafsfirði í kvöld, Dalvík annað kvöld og á Akureyri þriðjudaginn 19. apríl. Fjórðungssamband Norðlendinga: Telur nýja byggða- röskun í uppsiglingu Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur bent á að yfírvofandi sé byggðaröskun í líkingu við þá sem varð á áratugnum 1966- 1970. , Á þeim áratug fjölgaði íbúum höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness 40% yflr lands- meðaltali. Á áratugnum 1970- 1980 varð breyting á en fyrri hluta þess tímabils var fjölgun- in á suðvesturhorninu 20% yfir landsmeðaltali. Fjórðungssam- bandið telur að árleg íbúatil- færsla á árunum 1980-1982 sé svipuð og hún var á árunum 1965-1970 og þetta bendi til þess að í uppsiglingu sé ný byggðaröskun, sambærileg við þá sem varð á áratugnum 1960- 1970. Þó hefur Norðurland eystra haldið sínum hlut. Árið 1960 bjuggu 55,5% lands- manna á sv.-horninu, 58,5% árið 1970, 58,9% árið 1980 og 59,4% árið 1982. Sambærilegar tölur fyrir Norðurland eystra eru 11,2%, 10,9%, 11,2% og 11,1% árið 1982. Á Vesturlandi fækkaði úr 6,8% árið 1960 í 6,5% árið 1970 og 1980 og 6,4% 1982, á Vestfjörðum úr 5,9% árið 1960 í 4,9% árið 1970, 4,6% 1980 og 4,5% 1982, svipaða sögu var að segja á Norðurlandi vestra þar sem fækkaði á sama tíma úr 5,8% í 4,9% og síðan 4,6% 1980 og 1982. Á Austurlandi fækkaði úr 5,8% í 5,5% og síðan fjölgaði í 5,6% 1980 og 1982. Á Suðurlandi var hlutfallið 9% árið 1960, 8,8% árið 1970, 8,6% árið 1980 og 8,4% árið 1982. Fjórðungssambandið telur að vart hefði orðið umskipta til hins verra frá þróuninni 1970-1980 á árinu 1981. Eru tvær skýringar nefndar á þessu: Annars vegar minnkandi sjávarafli og hins veg- ar hlutfallslega mun minni upp- bygging þjónustustarfsemi á landsbyggðinni en á suðvestur- horninu. Þessar upplýsingar er að finna í nýútkomnu fréttabréfi sambandsins og er þar að finna töflur og skýringamyndir þessu til staðfestu. Þá kemur einnig fram að um síðustu aldamót hafi 73% íslend- inga búið í dreifbýli en 27% í þétt- býli en áttatíu árum síðar hafi 10% íbúanna búið í dreifbýli en 90% á þéttbýlisstöðum. Að sumu leyti sé þetta eðlileg afleiðing þeirra breytinga sem orðið hafi í atvinnuskiptingu þjóðarinnar frá frumframleiðslu til úrvinnslu og þjónustugreina. Séð úr baksýnisspegli. Mynd: KGA Þórshöfn: Stakfellið hefur gjör- breytt atvinnuástandinu „Það hefur verið næg atvinna hér í vetur og má þakka það til- komu togarans Stakfells,“ sagði Jóhann Jónsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar hf. í samtali við Dag fyrir helgina. Jóhann sagði að þrjá fyrstu mánuði ársins hefði Stakfellið komið með 970 tonn til löndunar. Af þeim afla hefðu 694 tonn verið unnin á Þórshöfn en afgangurinn á Raufarhöfn. Bátaaflinn sem barst á land á Þórshöfn þessa þrjá fyrstu mánuði ársins var 356 tonn og voru því samtals unnin hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. 1.050 tonn á þessum tíma. Á sama tíma f fyrra var bátaafl- inn á Þórshöfn 557 tonn eða 201 tonni meiri. Er því ljóst að mjög alvarlegt atvinnuástand hefði skapast á Þórshöfn í vetur ef Stak- fellið hefði ekki verið komið til staðar og aflað eins vel og raun ber vitni. Jóhann Jónsson sagði að á með- an Rauðinúpur hefði verið í við- gerð á Akureyri hefði afla Stak- fellsins verið skipt jafnt á milli Þórshafnar og Raufarhafnar en samkvæmt rammasamning sem gerður var á sínum tíma um skipt- ingu afla Stakfells, á Raufarhöfn að fá 25% en Þórshöfn 75%. Stakfellið landaði í sl. viku á Þórshöfn 152 tonnum af góðum þorski eftir 5 veiðidaga, en skipið hafði verið að veiðúm í Reykja- fjarðarál.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.