Dagur - 12.04.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 12.04.1983, Blaðsíða 6
Það eru til konursem beittar eru ofbeldi afmönnum sínum og þora ekki að leita sér aðstoðar af ótta við að einungis verra taki við. Sumar hafa reynt að leita aðstoðar en ekki verið trúað af því svona aðstæður eru svo ótrúlegar. Sumum finnst þær geti ekki sagt þetta nokkrum manni af því það séu svik, af því þær eru farnar að efast um að þær séu með réttu ráði. Það eru e.t.v. konur á Akureyri eða nálægt Akur- eyri sem svo er ástatt um. Sért þú ein þeirra og viljir þú ráðfæra þig við konu sem sjálf bjó við þetta til margra ára en á þessa reynslu nú að baki svarar hún ísíma24779kl. 18.00-19.00alladagafrá 14. apríltil 28. apríl. Þú getur látið sitja við símtalið eitt ef þú vilt. Þú þarft ekki að segja til nafns ef þú vilt það ekki. Þú getur mælt þér mót við þessa konu á tíma sem þér hentar efþú vilt. Ef til vill getur reynsla hennar komið þér að ein- hverju gagni. Ráðgjöf hennar er þér að kostnaðar- lausu og algjörs trúnaðar mun gætt um hvaðeina sem ykkur fer í milli. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 13. apríl kl. 20-22 verða bæjarfull- trúarnir Freyr Ófeigsson og Valgerður Bjarnadóttir til viðtals í fundastofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. AKUREYRARBÆR U Byggingalánasjóður Akureyrar Lánsumsóknir Auglýst er eftir umsóknum um lán úr Bygg- ingalánasjóði Akureyrar. Samkvæmt reglu- gerð sjóðsins er megintilgangur hans að veita lán til kaupa, viðhalds og endurbóta á gömlum húsum á Akureyri. Að jafnaði skal ekki lána til yngri húsa en 35 ára. Skilyrði fyrir lánveitingu eru: a) Að lánbeiðandi hafi verið búsettur í bænum síðastliðin þrjú ár. b) Að uppdráttur að íbúð eða húsi hans hafi verið samþykktur af byggingá- nefnd. c) Að lánbeiðandi geti veðsett viðkom- andi eign fyrir láninu. d) Að fyrir liggi umsögn byggingafull- trúa um ástand hússins. Sé um að ræða umsókn til viðhalds eða endurbóta á gömlu húsi skal umsækjandi gera grein fyrir 1) að hvaða endurbótum skal vinna, 2) hver áætlaður kostnaður við endurbæturnar er og 3) hve langan tíma áætlað er að endurbæturnar taki. Þegar endurbótum á fasteigninni er lokið skal lántaki til- kynna um það til byggingafulltrúa. Lán úr sjóðnum eru verðtryggð en bæjarráð ákveður lánsupphæð og lánskjör að öðru leyti. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni og skal skila umsóknum þangað fyrir 1. maí. Akureyri, 11. apríl 1983. Bæjarstjóri. Stefán Valgeirsson, alþingismaður: Niðurtalningin sannaði gildi sitt Andstæðingar okkar framsókn- armanna hamra nú stöðugt á því að niðurtalningin hafi mistekist. Þeim er sýnilega mikið í mun að koma því inn hjá þjóðinni að þessi leið, að telja verðbólguna niður í áföngum, hafi nú þegar verið fullreynd. Ekki hafa þeir fyrir því að rökstyðja þessa full- yrðingu sína. Þeir benda aðeins á verðbólgustigið nú og segja: Þarna sjáið þið hver árangurinn er af þessari stefnu. Hinsvegar forðast þeir að minnast á það að niðurtalningin var reynd og hún sannaði gildi sitt. Um þessar reynslu liggur fyrir dómur sem erfitt verður að véfengja. Þann 1. mars 1981 var tekið skref í niðurtalningarátt með þeim árangri að verðbólgan lækkaði úr 60% í 40%. Það sem mest áhrif hafði til lækkunar verðbólgunnar var það að eftir voru gefin 7% af verðbótum á laun. Kjararannsóknanefnd komst að þeirri niðurstöðu að kaup- máttur launa á árinu 1981 hafi verið heldur meiri, þrátt fyrir að þessi 7% voru eftir gefin, heldur en ef full verðtrygging hefði ver- ið greidd á öll laun í landinu. Erfitt mun reynast að halda því fram að unsögn kjararann- sóknanefndar sé marklítil eða marklaus hvað þetta snertir, Aðilar vinnumarkaðarins skipa þessa nefnd og gera þessa úttekt og því hlýtur þessi dómur að vera marktækur. Þetta sýnir svart á hvítu að það þarf ekki að fara saman rýrnun kaupmáttar og niðurtalning verðbólgunnar, þó andstæðingar okkar grípi nú í það hálmstrá að halda slíku fram. Vegna þeirrar reynslu sem fékkst af niðurtalningunni á árinu 1981 en því miður varð ekki samstaða um að framkvæma áfram með jöfnu millibili, eins og samið var um, leggjum við nú óhræddir út í komandi kosning- ar með þá stefnu að leiðarljósi að niðurtalningin sé sú leið sem réttast sé að fara í efnahagsmál- um og sú sem minnstri röskun veldur og mestum árangri nær. Til þess að svo verði þarf hins vegar að framkvæma niðurtaln- inguna og til þess þarf festu og raunsæi. Við erum reynslunni ríkari frá síðasta stjórnarsamstarfi, þegar samkomulag var gert um niður- talningu verðbólgunnar án þess að unnið væri eftir því. Þá stóð í margra mánaða þjarki um að- gerðir og því miður var ekki tek- ið nægilega fast á vandamálinu. Þó ekki sé hægt að kenna nein- um einum um verður samt ekki fram hjá því litið að Alþýðu- bandalagið var sífellt með undanbrögð á þeirri forsendu að ekki mætti rýra kaupmáttinn, jafnvel eftir að reynslan frá 1981 var komin í ljós. Stefán Valgeirsson. „Þetta er í samræmi við skilning þeirra á þessum málum og það hvernig þeir rugla sífellt saman verðbótahækkunum á laun og grunn- kaupshækkunum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að aðilar vinnumarkaðarins semji um grunnkaups- hækkanir á þessu tveggja ára lögbindingartímabili svo fremi sem at- vinnuvegirnir geta borið slíkar hækkanir án þess að verðbólgan aukist við það. Niðurtalningin gerist ekki í einu vetfangi. Hana þarf að fram- kvæma í áföngum eftir fyrirfram skipulagðri áætlun. Það má ef til vill segja okkur framsókn- armönnum það til hnjóðs í sam- bandi við stjórnarsamstarfið á kjörtímabilinu að ekki hafi verið gengið nægilega fast eftir því að niðurtalningarstefnunni væri framfylgt. Segja má að vænlegra hefði verið að setja úrslitakosti strax í upphafi. Það hefði hins vegar getað leitt til stjórnarslita og stjórnarkreppu og því var haldið í vonina að menn sæu að sér og féllust á að fara að taka á málunum. Við viljum að engum undan- brögðum verði við komið og niðurtalning verðbólgu verði því lögfest. Framsóknarflokkurinn er eina stjómaraflið sem þorir að segja þann sannleika að ekki verði tekið á þessum málum öðru visi en með lögbindingu. Alþýðubandalagið talar um í þessu sambandi að framsókn- armenn vilji svipta launþega samningsréttinum í tvö ár. Þetta er í samræmi við skilning þeirra á þessum málum og það hvernig þeir rugla sífellt saman verð- bótahækkunum á laun og grunn- kaupshækkunum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að aðilar vinnu- markaðarins semji um grunn- kaupshækkanir á þessu tveggja ára lögbindingartímabili svo fremi sem atvinnuvegirnir geta borið slíkar hækkanir án þess að verðbólgan aukist við það. Meginatriði lögfestingar- stefnu framsóknarmanna er að sett verði lögbundið þak á allar hækkanir næstu tvö árin og þannig tryggð undanbragðalaus niðurtalning verðbólgunnar. Þak verði sett á hækkun verðlags, opinberrar þjónustu, vaxta, launa, búvöruverðs og fiskverðs. Verðbólgan er komin á það stig að hún ógnar mjög atvinnuöryggi í landinu. Okkar áhersluatriði eru fyrst og fremst full atvinna, hjöðnun verðbólgu og jafnari tekjuskipting. Til þess að ná því marki þarf að taka fast og ákveðið á málum. Hinsvegar höfnum við neyðaráætlun og leiftursókn og teljum vænlegra að líta á málin af raunsæi og bregðast við vandamálunum samkvæmt því. Stefán Valgeirsson. Styrktarfélag vangefinna Aðalfundur Styrktarfélags van- gefinna á Norðurlandi var hald- inn 9. mars sl. í skýrslu for- manns kom fram að SVN hafði að mörgu að hyggja á árinu. Má þar nefna ýmsan frágang við verndaða vinnustaðinn að Hrísalundi 1, undirbúning að byggingu sumarbúðastaðs í Botni í Eyjafirði, en þar hafa aðildarfélög Þroskahjálpar fengið úthlutað 10 ha. svæði til bygginga sumarbúða ennfrem- ur skemmtanir og skógarferð fyrir skjólstæðinga SVN. Fundir voru haldnir mánaðar- lega yfir vetrarmánuðina. Reynt var að leggja áherslu á að kynna það sem var á döfinni í málefnum vangefinna og ræða hvað mætti betur fara. Þá voru föndurkvöld þar sem félagar unnu að undir- búningi basars en tveir slíkir voru haldnir á árinu. Stjórn SVN skipa nú: Formað- ur Svanfríður Larsen, aðrir í stjórn Guðríður Friðfinnsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Helga Gunnars- dóttir og Kolbrún Guðveigsdótt- ir. Til vara: Níels Erlingsson, Guðrún Antonsdóttir, Elsa Ax- elsdóttir, Ragna Aðalsteinsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Vistheimilið Sólborg hefur ákveðið að byggja 4x8 m æfinga- laug við Sólborg. Laugin er ætluð þeim sem verst eru settir og eiga þess ekki kost að njóta æfingar í vatni bæði vegna flutningsörðug- leika og af hreinlætisástæðum. Sunnudaginn 17. apríl nk. verður félagið með kaffisölu að Hrísalundi 1 til ágóða fyrir sund- laugarbyggingu á Sólborg. Er það von SVN að sem flestir sjái sér fært að líta inn og fá sér gott kaffi og styðja um leið þá sem ekki geta staðið óstuddir. Sameiginlegir framboðsfundir verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Tjarnarborg, Ólafsfirði, þriðjudaginn 12. apríl kl. 20.30. Víkurröst, Dalvík, miðvikudaginn 13. apríl kl. 20.30. Sjallanum, Akureyri, þriðjudaginn 19. apríl kl. 20.30. Framboðslistarnir. 6 — DÁtíÚR -12.aþr/í 'f9831

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.