Dagur - 12.04.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 12.04.1983, Blaðsíða 9
Pollaföt og Fishlífðarfatnaður bama frá 66° norður. Stígvél, allar stærðir. Athugið, opið á laugardögum frá kl. 10.00-12.00. UU Eyfjörð Hialtevrargötu 4, Sendum í póstkröfu. Hjalteyrargötu 4, sími25222 Handknattleiksdeild Skyndihappdrætti Útdregin vinningsnúmer: 1. Nr. 21. 2. -5. Nr. 40,162, 317, 545. ■ Blanda Hreinn appeisínusafi í 1 lítra fernum. Hollur drykkur. Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn laugardaginn 16. apríl 1983 að Galtalæk (gegnt flugvelli) og hefst kl. 14.00. Auk aðalfundastarfa verður rætt um framkvæmd hér- aðsskógræktar 1983. Stjórnin. stereótæki í bíla hljómtæki Technico vasatölvur Loewe opta sjónvarpstæki jvc — m&as&t * Munið NLF-vörurnar í Matvörudeild KEA, Hafnarstræti 91. Þar fáið þið kvöldvorrósarol íuna /' þremur stærðum. MNttatvörudei Id HAFNARSTRÆTI 91 . ' ' 5 . 11 ■ ■ ":■:.■: . : , : | lll| . Heimsókn í Léttsteypuna hf. í Bjarnarflagi „Ötullega er unnið að því að vinna fyrírtækið uppúr öldudalnum 66 „Árið 1976 varð mikil breyting á starfsemi fyrirtækisins er ný og afkastamikil vélasamstæða var keypt. Framleiðslan óx hröðum skrefum, viðskiptavinum fjölgaði og framleiðslan var seld allt vest- an frá Blönduósi og austur til Hornafjarðar. En árið eftir varð tvívegis mikið tjón á mannvirkj- um, í apríl og einkum þó í sept- ember, vegna kvikuhlaups. Stór- ar sprungur komu í veggi og gólf verksmiðjunnar og mikill hiti myndaðist þar. Svo mikill var hit- inn í kaffistofunni að starfsmenn spældu egg á gólfinu. Enn þann dag í dag er þar mikill hiti og ekkert hægt að nota það herbergi. Ekki var það þó það versta því raf- magnslínan eyðilagðist og starfs- menn RARIKs treystu sér ekki til þess að leggja nýja línu. Fram- leiðslan lá því niðri um nokkurra mánaða skeið. Þetta varð til þess að miklir markaðir töpuðust og fyrirtækið er fyrst núna að rétta úr kútnum eftir þetta áfall. í vetur urðu miklar breytingar á stjórn félagsins og nú er ötullega unnið að því að vinna fyrirtækið upp úr þeim öldudal sem það var komið - Hvert seljið þið framleiðsl- una? „Undanfarin ár hefur aðal markaðssvæðið verið Akureyri og nágrenni og hefur KEA annast söluna þar. Nú er búið að semja við JL-byggingavörur sf., og hef- ur það fyrirtæki tekið að sér um- boð fyrir Reykjavík og þar með Faxaflóasvæðið. Þá erumviðbún- ir að semja við Ríkisskip um Léttsteypan í Bjarnarflagi. flutningana og vinnum nú að því að koma upp sölukerfi víða um land, fyrst og fremst á þeim stöð- um sem Ríkisskip siglir til.“ Fjölbreytt framleiðsla - Hvers konar steinar eru það sem þið framleiðið? „Við framleíðum útveggjahol- steina, þrjár tegundir, og fjórar tegundir milliveggjaplatna. Stærstu steinarnir eru 20x20x40 cm og eru 11-12 kg að þyngd. Stærstu plöturnar eru 9x40x40 cm og þyngdin 17-18 kg. Við teljum að okkar framleiðsla sé á mjög hagstæðu verði miðað við önnur Jón Illugason og sonur hans Illugi Már. byggingarefni. Það er mikill áhugi hjá okkur að auka fjölbreytni framleiðslunnar, enn sem komið er hefur ekki verið nýtt nema brot af þeim möguleikum sem steypuvél- in býður upp á. Það má nefna margar álitlegar byggingaraðferð- ir með þessum steinum. Síðustu árin hefur verið dálítið um það að hlaða útveggi íbúðarhúsa úr hol- steini og einangra síðan utan og klæða með áli eða stáli. Þá er hol- steinninn notaður í útihús og stál- grindahús. Nýlega hefur verið gerð tilraun með vélageymslur að sleppa stálgrindinni. í staðinn er steinaröðinni snúið þversum með jöfnu millibili og fyllt í holrúmið með steypu sem síðan er járn- bundin. Með þessari aðferð hefur náðst mikill sparnaður miðað við að nota stálgrind.“ - Úr hverju eru steinarnir steyptir og hvernig? „Hraungjall er aðaluppistaðan en auk þess er sement og sandur notað. Sementið er nálægt */6 af þyngdinni og það er lang dýrasta hráefnið. Fyrst er mölin gerð fínkornaðri, þ.e.a.s. hún er möluð. Síðan fer hráefnið í hræri- vél og vatni er bætt út í. Þá er steypan sett í steypivélina. Hún þjappar og víbrar efnið og setur það í mót f sjálfri vélinni sem skilar steininum fullbúnum á bretti. Þeim er staflað í rekka og ekið inn í þurrkklefa. Þegar klef- inn hefur verið fylltur er honum lokað og gufu hieypti á. Daginn eftir er lokað fyrir gufuna og steininn tekinn út. Að síðustu þarf hann svo að standa í góðum yl í nokkurn tíma.“ Stórkostleg hráefnisnáma Hvað vinna margir hjá fyrir- tækinu og hver er afkastageta þess á dag? „Það eru 5-6 menn sem vinna hér, meirihlutinn bændur. Við framleiðum um 20 tonn á dag. Framleiðslan takmarkast alger- lega af þurrkklefanum en véla- samstæðan er gerð fyrir helmingi meiri afköst.“ - Að lokum Jón, ertu bjart- sýnn á framtíð fyrirtækisins? „Já, ég er það. Eins og ég sagði áðan er framleiðslan á mjög hag- stæðu verði miðað við önnur byggingarefni og hún verður það áfram. Tvennt er það sem gerir þetta að verkum. í fyrsta lagi stór- kostleg hráefnisnáma við verk- smiðjudyr. í öðru lagi höfum við gufu í ríkum mæli, hún kostar ekki mikið. Við höfum í hyggju að koma upp búnaði til að ráða betur kornastærð steinanna. Enn- fremur er meiningin að koma upp reglubundnu gæðaeftirliti með framleiðslunni. En talandi um gæðin þá get ég sagt þér að út- flutningur hefur verið svolítið kannaður og gæðalega séð er ekk- ert því til fyrirstöðu að um veru- legan útflutning geti verið að ræða.“ : ; ■ ■■ : „Vísitöluófreskjan“ Vísitala er orð sem oft er nefnt og ekki að ófyrirsynju. A þriggja mánaða fresti koma verðlags- bætur á laun, viss prósentu- hækkun. Þeir lægstlaunuðu fá hungurlús en þeir sem eru með há laun fá verkamannalaun í verðlagsbætur. Þetta vísitölu- kerfi er meingallað og Þorsteinn Jónatansson lýsir því vel í Ein- ingarblaðinu í september 1982. „Þegar uppskerubrestur verð- ur hjá Kastró á Kúbu þá hækkar verð á sykri í heiminum, meðal annars hér á íslandi, og þegar verð á sykri hækkar þá hækka vextir af lánum á því landi ís- landi, t.d. lánum, sem menn hafa tekið til að byggja eða kaupa íbúð. Þegar bensínverð hækkar í Rotterdam þá hækka Rússar og Portúgalir verð á því bensíni sem þeir selja til íslands. Þá verður dýrari hver lítri sem þarf til að brynna blikkbeljunum. En jafnframt gerist annað, vextir af þeim lánum sem tekin hafa verið svo sem til kaupa á blikkbelju, þeir hækka líka. Það er sem sagt ekki ein báran stök. En vissulega gerist fleira, þeg- ar verð á aðkeyptum vörum hækkar, en að vextirnir hækki, Kaupið hækkar jú líka, ekki vantar það. Ef við gerum ráð fyrir svipaðri verðbólgu hér og hefur verið að undanförnu þá hækkar kaupið vegna vísitölu- breytinga um svo sem 50 prósent á ári. Það þýðir, að verkamaður sem hefur í mánaðarlaun 8 þús- und krónur hann hefur að liðnu ári 12 þúsund og forstjóri sem hefur 32 þúsund í mánaðar- laun, hann hefur 48 þúsund á sama tíma og verkamaðurinn kemst í 12 þúsund. Sú vísitölu- hækkun sem forstjórinn (og aðr- ir með hliðstæðar tekjur) fær á launin sín er þannig mun hærri en heildarlaunin hjá verka- manninum þegar hann er þó búinn að fá sína viðbót, viðbót, sem á að nægja honum til að mæta öllum hækkunum vegna verðbólgunnar. Hversvegna þarf forstjóri, ráðherra, dómari o.s.frv. fjórfalt á við verka- manninn til að mæta hækkunun- um? Athugum sykurinn frá honum Kastró aðeins betur. Ef sykur- inn hækkar í verði um 10 krónur kíióið þá fær verkamaðurinn trúiega nálægt 8 krónum til að mæta þeirri hækkun en hálauna- maðurinn fær 32 krónur. Nú má ætla, að báðir þurfi álíka mikið af þessari fæðutegund, verka- maðurinn a.m.k. ekki minna en hinn. Útkoman af þessari verð- breytingu á sykrinum er því sú, að verkamaðurinn tapar 2 krón- um en hálaunamaðurinn græðir 22 krónur. Bjöm Snæbjömsson Þannig er þetta í öllum tilvikum síðan vísitölu-hringavitleysan komast í algleymi: Þeir lág- launuðu tapa, þeir hálaunuðu græða og öðruvísi getur það ekki orðið meðan núverandi kerfi er við haldið þegar búið er að vísi- tölutryggja nánast allan and- skotann. Okkur íslendingum hefur í þessum efnum tekist að finna upp eilífðarvél sem ekki verður stöðvuð nema með því að brjóta hana. Þegar fyrst var farið að verð- tryggja laun hér á landi voru það aðeins lægstu launin sem nutu tryggingar. Slíkt gæti enn átt rétt á sér að verðtryggja þau lág- markslaun sem um er samið hverju sinni en þar fyrir utan ber og verður að afnema vísitölu- brjálæðið og draga stórlega úr prósentureikningi á íslandi. Verði það ekki gert, og það fyrr en seinna, er þess skammt að bíða að íslendingar skiptist í tvo hópa, stóran hóp fátækra og mun minni hóp auðmanna. Sú heimskreppa, sem nú virðist skollin yfir, kann að hafa þau áhrif að þetta gerist fyrr en flesta órar nú fyrir. Til að komast hjá því dugar skammt að tala og tala um baráttu við óðaverðbólg- una.“ Hvað er til ráða gegn þessari ófreskju? Stefna Framsóknar- flokksins er sú að þjóðin skiptist ekki upp í hópa fátækra annars vegar og ríkra hins vegar. Ég tel að miða verði við að vísitölufjöl- skyldan fái fullar verðbætur miðað við t.d. að hún hafi 14 þúsund krónur í mánaðarlaun. Verði 15% vísitöluhækkun þá fær hún kr. 2.100 í bætur á mán- uði. Allir aðrir, bæði þeir sem hafa hærri og lægri laun fengju síðan sömu krónutölu. Þetta myndi jafna launin meira heldur en bein prósentuhækkun hefði gefið. Svona aðferð þyrfti að setja í lög til t.d. tveggja ára til reynslu. Þessi aðferð skerðir ekki laun þeirra sem eru með lægstu launin. Er ekki sláandi dæmi að stór hópur alþýðuheimila skuli þurfa að sækja um hjálp til hjálpar- stofnunar kirkjunnar vegna þess að endar ná ekki saman. Stærsti vandinn í þessu öllu er prósentuhækkunin. Hún gerir fátæka fátækari og þá ríku rík- ari. Sú aðferð í vísitölumálinu sem að framan greinir hefur ekki fengið hljómgrunn hjá öðrum flokkum og því er ástandið eins og það er. Þegar aðrir flokkar tala um stefnu Framsóknar- flokksins í vísitölumálinu þá segja þeir að hann sé skerðing- arflokkur. Þetta er ekki rétt. Framsóknarflokkurinn vill taka raunhæft á málum og gæta hags- muna þeirra lægstlaunuðu. Ágæti kjósandi, ég bið þig að hugsa um vísitöluaðferð Fram- sóknarflokksins og veita honum brautargengi til að koma henni fram. Björn Snæbjömsson Margrét frá Öxnafelli 75 ára Margrét Thorlacius frá Öxnafelli í Eyjafirði er 75 ára í dag, 12. apríl. Heimili hennar er í Þórunnar- stræti 115 á Akureyri. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. Margrét ólst upp í stórum hópi systkina og var skyggn frá barns- aldri. Á meðan hún enn var innan tíu ára aldurs veiktist móðir henn- ar alvarlega og batnaði ekki þótt læknis væri vitjað. Hin unga dóttir bað þess þá heitt og innilega að móðir hennar mætti öðlast heilsu sína á ný. Þá birtist henni „Friðrik huldulækn- ir“, sem ekki var af þessum heimi heldur framliðinn maður. Litla stúlkan spurði manninn, sem var hvítklæddur, hvort hann væri læknir. Hann játaði því og þá bað hún hann að lækna móður sína. Hann kvaðst ætla að reyna það. Dóttirin virðist hafa verið bæn- heyrð því þá þegar skipti um á þann veg, að þungbær sjúkdómur móðurinnar hvarf með skjótum og óskiljanlegum hætti. Hér höfðu þau tíðindi orðið sem sköp- um skiptu einnig fyrir hina ungu dóttur. Hún hafði eignast lífsföru- naut sem ekki var af þessum heimi en komið hefur við sögu í öllu lækningastarfi Margrétar frá þeirri stundu til þessa dags. Við þennan „huldulækni" hefur hún samband á hverjum degi og oft á dag. Hér höfðu einnig þau tíðindi gerst að lækningastarf þessarar konu var hafið. Síðan varð það hennar ævistarf. Hún hlaut þá náðargáfu að geta líknað og lækn- að og hún hefur starfað á þann hátt langa ævi að aldrei hefur fall- ið skuggi á, svo hlýjan og heilan huga átti hún sjálf og brennandi löngun til að láta gott af sér leiða. Ekki leið á löngu þar til nafn Margrétar Thorlaciusar í Öxna- felli varð alþjóð kunnugt og næst- um að segja á hvers manns vörum vegna lækninga hennar sem þóttu kraftaverkum líkust. Hjálpar- beiðnir streymdu til hennar úr öll- um áttum. Þúsundir manna og aftur þúsundir leituðu hjálpar hennar í veikindum, ýmist bréf- lega eða símleiðis. Auk þess var heimili hennar jafnan opið hús fyrir þá sem á hennar fund vildu koma. Hún reyndi að hafa reglu- lega heimsóknartíma en til henn- ar var leitað jafnt á nótt sem degi og hringt um miðjar nætur þegar veikindi báru snögglega að eða sorgir þjáðu. Engan vildi Margrét láta synj- andi frá sér fara og öllum gat hún eitthvað gefið, bæði af hinu yfir- skilvitlega og einnig af sjálfri sér, svo heiðríkur var hugur hennar og svo máttug hin dulræna gáfa hennar. Sjálfur heimsótti ég hana og fékk þá að sjá, með hennar augum, nýjan heim og fegurri en táradalinn okkar og síðan er ég ýmsum umhugsunarefnum ríkari. Tvær bækur, „Skyggna konan“, fyrsta og annað bindi, helgaðar skyggnu konunni frá Öxnafelli, ritaðar af Eiríki Sig- urðssyni skólastjóra á Akureyri, segja dálítið brot ævisögunnar. Jafnframt eru þær góður vitnis- burður fjölmargra um hinar dul- rænu gáfur Margrétar og lækning- ar hennar. Og bækurnar vitna um þrek og þol Margrétar, sem var svo mikið að telja mátti með ólík- indum. Nú, á merkum tímamótum Margrétar Thorlaciusar frá Öxna- felli, er sannarlega vert að minn- ast og þakka líknarstörf hennar og lækningar í þjóðfélagi okkar á langri ævi. Með nokkrum sanni má segja að þjóðfélagið skuldi þessari konu ævistarf hennar, þótt sú skuld verði aldrei greidd á ver- aldarvísu. En ótölulegur fjöldi fólks sem einhver kynni hafði af henni minnist göfugrar konu með hlýjum huga og virðingu. Ég vil að lokum og þykist vita að þar mæli ég fyrir munn margra senda afmælisbarninu þakklátar kveðjur og innilegar hamingju- óskir. Erlingur Davíðsson. 8 — DAGUR —12. apríl 1983 12. apríl 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.